Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Þ
egar fréttir bárust af vænt-
anlegri heimildarmynd
breska leikstjórans Edgars
Wright um skringisveitina
Sparks var von á góðu. Wright er
með skemmtilegri kvikmyndagerðar-
mönnum sem starfa innan Holly-
wood-kerfisins og reytir af sér fyndn-
ar og skemmtilegar greinarmyndir
eins og að drekka vatn. Eitt meg-
ineinkenni þeirra eru mikil sjónræn
blæbrigði en ekki síður fjörugt sam-
spil hljóðrásar og tónlistar við mynd-
efnið – sem honum ferst snilldarlega
úr hendi. Myndir hans eru ákaflega
músíkalskar í eðli sínu – en hann not-
ar í þeim jafnan klassíska dægur-
tónlist á frábæran hátt. Því skal eng-
an undra að hljómsveitin Sparks sé í
miklu uppáhaldi hjá kauða – í vissum
skilningi er tónlist sveitarinnar and-
hverfa á verkum Wrights, þ.e.a.s.
ákaflega hugmyndarík og glettin
popptónlist, sem er ákaflega bíóleg
og leikræn að upplagi.
Sparks er skipuð tveimur bræðr-
um, Ron og Russell Mael, sem ólust
upp í millistétt í borg englanna í Kali-
forníu-ríki Bandaríkjanna. Örlítið er
greint frá uppvexti þeirra í myndinni
en þeir misstu föður sinn, sem vann í
skapandi geiranum, ungir að aldri en
áttu náið samband við móður sína
sem keyrði þá m.a. til Las Vegas til að
fara á tónleika með Bítlunum („That‘s
a real mom!“, segja þeir). Þeir stund-
uðu báðir háskólanám í kvikmyndum
og öðrum skapandi greinum áður en
hljómsveitarstússið tók alfarið yfir. Á
þeim tíma voru fyrirmyndir þeirra að
stórum hluta breskar sveitir eins The
Who og Kinks. Sveitin sem þeir skip-
uðu ásamt félögum sínum hét Half-
nelson fyrst um sinn og tók upp frum-
raun sína undir leiðsögn gítarvirtúós-
ins og upptökustjórans Todd Rund-
gren. Strax frá upphafi var tónlist
þeirra í miklu metum hjá tónlistar-
mönnum, sem heilluðust af óvenju-
legum og frumlegum laglínum og út-
setningum þeirra sem snéru upp á
popp- og rokkformið. Velgengni og
plötusala lét þó á sér standa þar til
bræðurnir skildu rokkfélaga sína eft-
ir og héldu yfir Atlantshafið til
Mekka tveggja hæða rauðra almenn-
ingsvagna og steikts dagblaðafisks. Í
Bretlandi féll sérviskulegur glys-
rokkkokteillinn í kramið og urðu þeir
þar stirni um sinn.
Almennt er talað um Sparks sem
„breskustu“ sveit Bandaríkjanna,
mjög margir koma af fjöllum þegar
þeir heyra að uppruni hennar liggi
ekki í hefðarveldinu Viktoríu. Frægð-
in var þó skammvinn þar, til þess
voru bræðurnir of mikil ólíkindatól.
Megineinkenni þeirra er nefnilega
nýjungagirni og kannski eilítið mús-
íkölsk mótþróaröskun. Aðdáendur
vita aldrei við hverju má búast, sem
hefur þýtt að sveitin hefur átt ótal
skeið, og er þekkt fyrir mismunandi
plötur eftir hvar fæti er stigið niður.
Eftir þá liggja 25 plötur á fimmtíu ára
ferli, hver og ein ólík þeirri sem á
undan kom. Í gegnum myndina er
hverri og einni gerð skil og fæst því
yfirlitsmynd af mögnuðu lífsferli
hljómsveitarinnar og þeim aga og al-
úð sem þeir hafa lagt í störf sín. Ítar-
leg yfirferðin orsakar að myndin er
líklega einum of löng eða rúmlega 140
mínútur.
Í einhverju viðtali lýsti leikstjóri
því að hann langaði einfaldlega að
safna öllum Sparks-klippunum á
Youtube á einn stað, svo heimurinn
gæti notið. Þetta er nokkuð lýsandi
fyrir efnistökin, sem eru ákaflega
hefðbundin fyrir heimildarmynd um
hljómsveit. Við fáum viðtöl, mynd-
bönd og tónleikaklippur í bland við
fræga hausa sem lofsyngja bandið en
bræðurnir sjálfir eru hressir og
skemmtilegir til svara. Á þennan hátt
tekst myndinni ætlunarverk sitt –
hún skemmtir harðari aðdáendum en
kynnir um leið hljómsveitina fyrir
þeim sem þekktu lítið eða ekkert til
hennar.
Sparks hefur ætíð verið hjúpuð
dulúð og lítið er vitað um persónulega
hagi þeirra bræðra. Það helst að
mestu leyti óbreytt og ekki er beinlín-
is kafað inn í sköpunarferli þeirra
heldur. Í staðin er valhoppað á yfir-
borðinu og það er ákaflega skemmti-
legt enda viðfangsefnið það sértækt
og skoplegt. Margir kaflar í lífi
Sparks-verja væru fyrirtaks efni í
annars konar bíómyndir. Sjálfir áttu
þeir nokkur aðhlaup að hvíta tjaldinu.
Áform með meistara Jacques Tati um
nýja Herra Hulot kvikmynd með
sveitina í fararbroddi var í kortunum
áður en sá franski lést snemma á ní-
unda áratugnum. Bræðurnir vörðu
síðan sex árum í gerð á söngleik eftir
manga-sögunni Mai: The Physic Girl
sem Tim Burton átti að leikstýra á
hátindi frægðar sinnar í kringum árið
1990, en ekkert varð úr. Bíódraumar
þeirra hafa þó loks ræst með söng-
leiknum Annette, opnunarmynd
Cannes í ár sem stórleikstjórinn Leos
Carax leikstýrir eftir handriti og tón-
list þeirra. Því fær bíóþráður heimild-
armyndarinnar gleðilegan endi.
Það sem stendur upp úr er elja og
þróttur bræðranna – að hafa haldið
áfram í gegnum allt mótlæti. Frá
áhorfi hefur undirritaður forvitinn og
glaður hlýtt á snilldarplötu Spark-
verja, sem þeir unnu með ítalska kon-
ungi hljóðgervladiskósins Giorgio
Moroder, No.1 in Heaven, og velt fyr-
ir sér hvenær hann fái loks að syngja
„My Way“, og líða eins og Frank Sin-
atra leið. Og til þess horfir maður á
þessa gerð heimildarmynda.
Númer eitt á himnum
Elja „Það sem stendur upp úr er elja og þróttur bræðranna – að hafa haldið áfram í gegnum allt mótlæti,“ skrifar rýnir um heimildarmynd Edgar Wright.
Bíó Paradís
Sparks-bræður/The Sparks Brothers
bbbmn
Leikstjórn og handrit: Edgar Wright.
Kvikmyndataka: Jake Polonsky. Klipp-
ing: Paul Trewartha. Bretland/Banda-
ríkin. 141 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR