Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 SPACE hleðslulampi Hönnuður: Adam Tihani Verð: 35.900,- DÚKA SMÁRALIND | SÍMI 564 2011 | DUKA.IS OPIÐ VIRKA DAGA 11-19 | LAUGARDAGA 11-18 | SUNNUDAGA 12-17. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Verkið er í grunninn um mannleg samskipti, um það hvernig við eigum í samskiptum við fólk sem við þekkjum og þekkjum ekki, fólk sem við höfum kannski flokkað í ákveðna hópa eða skilgreint út frá því hvar það býr, hvernig það lítur út eða hvaða skoðanir það hefur. Það er líka um það hvernig við tökumst á við okkur sjálf, drauma okkar og langanir,“ segir Una Þorleifsdóttir sem leik- stýrir nýju verki eftir Hall- dór Laxness Halldórsson, Dóra DNA, sem ber titilinn Þétting hryggðar. Verkið er frumsýnt í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Una lýsir verkinu sem tragikómedíu um samskipti og mennskuna. „Verkið gerist í fundarherbergi í Reykjavík og persónurnar eru kannski einhvers konar birtingarmyndir hugmynda um Reykvíkinga eða Íslendinga almennt,“ segir leikstjórinn. Neyðast til að eyða tíma saman „Fjórir Reykvíkingar eru læstir inni í fund- arherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverj- um er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir meðal annars í tilkynningu. Reykvíkingarnir fjórir eru nútímakona úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, ungling- ur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafar- vogi. Með þessi hlutverk fara Vala Kristín Eiríksdóttir, Jörundur Ragnarsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. „Þau eru lokuð inni á skrifstofu Reykjavík- urborgar vegna neyðarástands, komast ekki burt og neyðast til þess að eyða þarna tíma saman. Þetta er fólk sem hefði örugglega ann- ars aldrei hist,“ segir Una. Þétting hryggðar er fyrsta leikverk í fullri lengd sem uppistandarinn, rithöfundurinn, víninnflytjandinn og áhugaboxarinn Halldór, Dóri DNA, skrifar. Þau Una höfðu þó unnið saman handritinu að Atómstöðinni sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu haustið 2019 og var byggt á samnefndri bók Halldórs Laxness. Um samstarfsmann sinn og leikskáldið Hall- dór segir Una: „Hann er samtímahöfundur. Alveg eins og í bókinni sinni, Kokkál, og í ljóð- unum sínum og uppistandi, þá er hann mjög mikið að fjalla um samtímann. Í þessu tilfelli fjallar hann um það hvernig við tölum saman, hverjum við erum tilbúin að gefa mennskuna og við hverja erum við hrædd. Getum við verið sammála um að vera ósammála eða endar það alltaf illa?“ Að tala en ekki að tala saman Una segir Halldóri takast vel að vinna með þá tegund samskipta sem einkenni samtím- ann, samskipti sem einkennist ekki af hlustun. „Við heyrum oft ekki hvað sagt er. Á netinu er fólk til dæmis ekki mikið að tala saman, það er að tala en það er ekki að tala saman.“ Eva Signý Berger sér um leikmynd og bún- inga. „Hún er að vinna með hughrif af Reykja- víkurborg. Borg í uppbyggingu, borg í um- breytingu. Borg sem umlykur, borg sem gnæfir yfir. Borgir eru alltaf á hreyfingu. Þetta er táknmynd fyrir það.“ Lýsing er í höndum Kjartans Þórissonar og leikgervi í höndum Guðbjargar Ívarsdóttur. Unu til halds og trausts er síðan sviðshöfund- urinn Jóhann Kristófer Stefánsson sem marg- ir þekkja sem tónlistarmanninn Joey Christ. Skemmtilegt, skapandi og gefandi Una segir ferlið hafa verið skemmtilegt og frjótt. „Það er allt öðruvísi að vinna með svona ný verk en einhverja klassík. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp og höfundurinn er lifandi og á staðnum þannig að samtalið er allt öðruvísi.“ Þau Halldór hafi verið í miklu sam- tali við leikarana fjóra sem allir fara með stór hlutverk í sýningunni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, skapandi og gefandi ferli.“ Þegar Una er spurð hvort faraldurinn hafi haft áhrif á ferlið kemur í ljós að þau Halldór höfðu í raun lagt upp með allt annað verkefni. „Við ætluðum að vinna verk um Reykjavík og vera með vinnustofur á öllum bókasöfn- unum. Við ætluðum að fá Reykvíkinga til að bjóða okkur í mat og segja okkur frá lífi sínu. Við ætluðum svo að vinna upp úr því verk. Svo kemur þessi heimsfaraldur og það frestast allt og frestast.“ Á endanum ákváðu þau Una og Halldór að hann myndi skrifa verkið frá grunni í stað þess að þau færu þá leið sem þau höfðu hugsað sér. „Það sem við gerðum í staðinn var að ganga um öll hverfi Reykjavíkur og reyndum ein- hvern veginn að skynja Reykjavík til þess að reyna að komast að því hvað hún er og hver við erum. Þannig varð þetta verk til.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Átök Jörundur Ragnarsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverkum sínum í sýningunni Þétting hryggðar. Ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur leika þau fjóra afar ólíka Reykvíkinga sem neyðast til þess að eyða tíma saman þegar þau sitja föst í fundarherbergi. Tragikómedía um mennskuna - Nýtt leikverk, Þétting hryggðar, eftir Dóra DNA frumsýnt í Borgarleikhúsinu - Leikstjórinn Una Þorleifsdóttir segir verkið snúast um mannleg samskipti - Fjórir Reykvíkingar úr samtímanum Una Þorleifsdóttir Meðal mynda sem sýndar verða á Kvikmyndahátíðinni í London, sem fram fer 6.-17. október, er áður ósýnd kvikmynd eftir Stefan og Franciszku Themerson frá 1931 sem nefnist Europa og talin var glötuð. Í frétt The Guardian kemur fram að um sé að ræða kraftmikla and-fasíska kvikmynd sem nasistar lögðu hald á á sínum tíma og var hún fyrir vikið talin glötuð að eilífu. Kvikmyndin, sem talin var framúr- stefnulegt meistaraverk, hefur haft goðsagnakennda stöðu í kvik- myndasögunni og hafa ýmsar til- raunir verið gerðar til að endur- skapa hana. Engum hafði hins vegar hugkvæmst að eintak af myndinni hefði varðveist þar til það fannst fyrir tilviljun í þýska þjóð- skjalasafninu árið 2019. Stefan og Franciszka Themerson kynntust 1930 og störfuðu saman sem höf- undar og kvikmyndagerðarfólk til æviloka 1988. Europa, sem er 12 mínútur að lengd, byggist á sam- nefndu fútúrísku ljóði eftir Anatol Stern. Hjónin notuðu m.a. klippi- myndir og ljósnæman pappír til að fanga þann hrylling sem þau höfðu orðið vitni að í Póllandi, en mynd- ina bjuggu þau til í svefnherbergi sínu í Varsjá. Meistaraverk Stilla úr myndinni Europa. Europa frá 1931 senn heimsfrumsýnd Dómnefnd Booker-bókmenntaverð- launanna hefur upplýsti hvaða sex bækur bítast um að vera valin besta skáldsaga ársins 2021 sem skrifuð er á ensku. Tilnefnd eru Anuk Arudpragasam frá Srí Lanka fyrir A Passage North; Damon Galgut frá Suður-Afríku fyrir The Prom- ise; Nadifa Mohamed, sem fædd er í Sómalíu og uppalin í Bretlandi, fyr- ir The Fortune Men og bandarísku höfundarnir Patricia Lockwood fyrir No One Is Talking About This; Richard Powers fyrir Bewilder- ment og Maggie Shipstead fyrir Great Circle. Verðlaunin hafa verið afhent síðan 1969 og nemur verð- launaféð 50 þús- und sterlings- pundum sem samsvarar rúm- um 8,8 milljónum ísl. kr. Upplýst verður um vinnings- hafa ársins 3. nóvember. Tilnefningar til Booker-verðlauna 2021 Anuk Arudpragasam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.