Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 10

Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið Forsætisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2021 Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði kynjajafnréttismála. Skipuð hefur verið sérstök valnefnd í samræmi við 2. málsl. 4. mgr. 24. gr. laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem velur úr innsendum tilnefningum. Tilnefningum skal skila rafrænt eigi síðar en 10. október 2021 til forsætisráðuneytisins á netfangið for@for.is. Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Sími 552 2018 info@tasport.is TenerifeAðventuferð til Berlínar Allt innifalið á 4* hóteli ásamt skoðunarferð á vínbúgarð og á ElTeide með íslenskri fararstjórn. Hafið samband á skrifstofu 552 2018 eða info@tasport.is Örfá sæti laus 30. okt.-10. nóv. 2021 2.-6. des. 2021 Verð frá 88.800 kr. 4 nætur á 3* hóteli. Í Berlín erfjöldinn allur af jólamörkuðumog býður þessi borg upp ámargt sem vert er að skoða og njóta bæði í mat, drykk ogmenningu . Innifalið: Flug + 20 kg innrituð taska og handfar- angur. Gisting á 3 * hóteli meðmorgun- mat 4 nætur í tvíbýli. Frekari upplýsingar og bókanir sendast á info@tasport.is Bókunar- afsláttur kr. 8.000 á mann Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningur að byggingu nýs flugskýlis Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli er í fullum gangi. Stefnt er að því að skýlið verði tilbúið til notkunar um mitt ár 2022. Margir áratugir eru síðan nýtt og stórt flugskýli var síðast byggt á Reykjavíkurflugvelli. Það er ríkisfyrirtækið Öryggis- fjarskipti ehf. sem byggir flugskýlið fyrir Landhelgisgæsluna en það hef- ur fengið götunúmerið Nauthóls- vegur 86B. Nýlega var auglýst eftir tilboðum í jarðvinnu vegna skýlisins og verða tilboð opnuð 30. september nk. Reiknað er með að jarðvegs- vinna geti hafist í október og taki um átta vikur. Burðargrind verður úr límtré Þá var í vikunni auglýst eftir þátt- tökubeiðnum í forval fyrir lokað út- boð vegna flugskýlisins. Útboðið felst í verkfræðihönnun og fram- leiðslu á burðargrind úr límtré ásamt samlokueiningum í þak og veggi. Áhugsasmir eiga að hafa sam- band við verkfræðistofuna Eflu eigi síðar en 11. október nk. Hið nýja flugskýli verður 2.822 fermetrar að stærð, 39 metra breitt og 39 metra langt. Mænihæð verður 12 metrar. Það mun rúma tvær björgunarþyrlur. Þá verður byggð tengibygging á tveimur hæðum, sem tengist núverandi flugskýli og á að hýsa skrifstofur, mötuneyti starfs- manna, búningsklefa og hvíldarrými fyrir stafsfólk. Hægt verður að fjar- lægja byggingarnar ef flugstarfsemi leggst af á Reykjavíkurflugvelli í framtíðinni. Eins og fram hefur komið hér í Morgunblaðinu rúmar núverandi flugskýli ekki öll loftför Gæslunnar, þrjár þyrlur og flugvél. Að auki upp- fyllir flugskýlið ekki kröfur um brunavarnir auk þess sem almenn aðstaða starfsfólks er alls ófullnægj- andi og langt frá kröfum nútímans. Þá sé ekki hægt að viðhafa almennar öryggiskröfur sem gerðar eru til að- stöðu þar sem viðhald loftfara fer fram. Því var mikil þörf á nýju skýli, sem byggt verður suðaustan við hið gamla. Í samantekt Minjasafns Reykja- víkur kemur fram að flugskýlið var reist árið 1942 og í fyrstu hafði sjó- hernaðarsveit breska flughersins þar aðstöðu. Síðar eignaðist Land- helgisgæslan húsið. Útveggir þess eru traustir og því verður skýlið endurbætt til að mæta nútímakröf- um um brunavarnir, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa. Í þær fram- kvæmdir verður ráðist þegar nýja skýlið verður tilbúið á næsta ári. Vegna framkvæmdanna við nýja flugskýlið þarf að rífa mannvirki á svæðinu og færa til, alls 769 fer- metra. Einnig þarf að færa eldsneyt- istank til meðan á framkvæmdum stendur. Byggingafulltrúi Reykja- víkur veitti til þess heimild á fundi sínum í vikunni. Þegar tilkynnt var á blaðamanna- fundi fyrr í mánuðinum um að bygg- ing flugskýlsins væri að hefjast sagði Georg Lárusson forstjóri byggingu þessa vera mikið fram- faraskref fyrir Landhelgisgæsluna enda sé núverandi aðstaða flug- deildar stofnunarinnar barn síns tíma. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flug- floti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólk flugdeildar Landhelgis- gæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggis- fjarskiptum ehf. fyrir að láta bygg- ingu flugskýlisins verða að veru- leika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykja- vík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Land- helgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess,“ sagði Georg Lárusson. Rúmast ekki í flugskýlinu Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða þremur þyrlum af tegund- inni Airbus Helicopters og einni flugvél af gerðinni Dash 8 Q 300 sem er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður- Atlantshafi. Nú er svo komið að geyma þarf eina þyrlu eða flugvélina TF-SIF utandyra vegna plássleysis. Jarðvinna hefst í næsta mánuði - Búið að auglýsa fyrstu útboðin vegna nýs flugskýlis Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli - Flugskýlið mun rúma tvær björgunarþyrlur - Endurbætur verða gerðar á gamla flugskýlinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugskýli Gæslunnar Aðstæður til viðhalds hafa verið ófullnægjandi en það stendur allt til bóta með nýja skýlinu. Nýtt flugskýli fyrir Landhelgisgæsluna Nauthólsvík Háskólinn í Reykjavík Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu Loftmyndir ehf. Við Reykjavíkurflugvöll Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sig- urð G. Guðjónsson til lögreglu, Per- sónuverndar og úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. Þórhildur kom fram í viðtali í síðasta mánuði og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún hefði orðið fyrir af hálfu Kol- beins Sigþórssonar landsliðsmanns. Fram kemur á vef RÚV að kæran varði Facebook-færslu Sigurðar frá því fyrr í mánuðinum þar sem hann birti myndir af rannsóknargögnum úr sakamálinu, sem síðar var fellt niður eftir að Kolbeinn greiddi m.a. Þórhildi miskabætur og játaði sök. Í samtali við mbl.is segist Sig- urður ekki hafa vitað af kærunum. Kærir Sigurð til lögreglu og LMFÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.