Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Samstaða, snerpa í viðbrögðum við
síbreytilegum aðstæðum, sterk
sjálfsjargarviðleitni og skilningur
á mikilvægri menntunar. Þetta er
að mati Jóhanns Antonssonar á
Dalvík meðal helstu skýringa á því
að sjávarútvegurinn hefur verið
undirstaða í atvinnulífi þar í
byggð. Sú staða hefur haldist á
meðan víða annars staðar á land-
inu hefur hallað undan. Þessa þró-
un og sögu greinir Jóhann í bók-
inni Sjávarplássið Dalvík sem kom
út í sl. viku. Svarfdælasýsl forlag
sf. gefur út.
Manndómsvígsla
Byrjað var um 1850 að sækja sjó
frá Böggvistaðasandi fyrir minni
Svarfaðardals, þar sem nú heitir
Dalvík, á þilskipum sem gerð voru
út til hákarlaveiða. Slíkt þótti mik-
ið búsílag. „Það þótti mikil mann-
dómsvígsla fyrir unga menn að
stunda hákarlaveiðar,“ segir Jó-
hann Antonsson í bók sinni – en í
þessari sjósókn var sótt á Gríms-
eyjarsund, Skagagrunn nærri
Eyjafirði eða vestar við landið.
Vélbátaútgerð frá Dalvík hófst
snemma, en fyrst af alvöru um
1940 þegar þar var útbúin höfn.
Árið 1934 hóf KEA að frysta kjöt á
Dalvík og fimm árum síðar fisk-
vinnslu; það er flökun og fyrstingu.
Starfsemi kaupfélagsins var næstu
áratugina stór þáttur í öllu at-
vinnulífi í sjávarplássinu, þar sem
hafnaraðstaðan var byggð upp í
áföngum. Ágæt höfn gerði Dalvík-
ingum mögulegt að taka þátt í síld-
arævintýrinu mikla um og eftir
miðja 20. öldina, sem skóp mikla
peninga. Þá var stofnað Útgerð-
arfélag Dalvíkinga – en allt var
þetta gert í því skyni að afla hrá-
efnis fyrir frystihúsið og treysta
avinnu í plássinu. Þannig var alls
ekki sjálfgefið að Dalvík yrði út-
gerðarstaður, nema hvað aðstæður
til slíks voru skapaðar og þá þurfti
til harðfylgi og útsjónarsemi.
Jóhann getur þess í bók sinni að
um tíma hafi Dalvík verið mikið
togarapláss. Nokkrir slíkir voru
gerðir út til að afla hráefnis fyrir
fiskvinnslufyrirtækin í plássinu,
þar sem unninn var frystur fiskur,
og skreið. Þá voru Dalvíkingar um
skeið atkvæðamiklir í rækju-
vinnslu og frumkvöðlar í úrhafs-
rækjuveiði.
Þörf á meira hráefni hvati
sameiningar fyrirtækja
Upp úr 1990 þegar þrengingar
voru í rekstri sjávarútvegsfyr-
irtækja víða um land þá var við-
bragð margra, að færa fiskvinnsl-
una á haf út með svokallaðri
sjófrystingu. Á Dalvík var hins veg-
ar farið í hina áttina og starfsemi í
frystihúsi KEA efld til muna – sem
reyndist rétt ákvörðun. Í afkasta-
mikið frystihúsið á Dalvík þurfti
hins vegar meiri afla, sem réð
miklu um samruna sjávarútvegs-
fyrirtækja sem hófst árið 1998.
Snæfell varð til með samruna Út-
gerðarfélags Dalvíkur og fleiri fyr-
irtækja við sjávarútvegsrekstur
KEA. Áfram rúllaði boltinn og í
fyllingu tímans keypti Samherji
þennan rekstur. Rekur nú á Dalvík
afkastamikla og hátæknivædda
fiskvinnslu. Gerir þaðan einnig út
togarana Björgvin og Björgúlf, en
svo hétu togararar sem fyrr á árum
voru gerðir út frá Dalvík.
„Úr störfum mínum er minn-
isstætt að árið 1974 varð það úr
vegna veikinda Aðalsteins Lofts-
sonar útgerðarmann sem ég starf-
aði þá fyrir, að ég fór til móts við
togarann Baldur sem var smíðaður
í Póllandi. Leysti úr þeim málum
sem þurfti svo skipið kæmist
heim,“ segir Jóhann. „Baldur varð
síðan varðskip í 200 mílna þorska-
stríðinu og þótti þar reynast vel.
Var skeinuhættur freigátunum.
Seinna var ég svo framkvæmda-
stjóri Söltunarfélags Dalvíkur og
þá átti að setja á fót niðursuðu-
verksmiðju. Af því varð ekki heldur
varð fyrirtækið frumkvöðull í út-
hafsrækjuveiðum eftir að Snorri
Snorrason kom til liðs við félagið.“
Þetta er í grófum dráttum sjáv-
arútvegssagan sem greinir frá í
bókinni, hvar einnig er brugðið upp
svipmyndum úr mannlífinu á Dal-
vík. Sagðar eru sögur af fólki sem
lét til sín taka í starfi og leik – og
markaði spor hvert með sínu móti.
Átti brunn heimilda
Um tildrög þess að Jóhann Ant-
onsson skrifaði bókina Sjávar-
plássið Dalvík minnir hann á hér-
aðsblaðið Norðurslóð sem hann
setti á fót árið 1977 með þeim Hirti
Þórarinssyni á Tjörn og Óttari
Proppé.
„Þá kom eins og af sjálfu sér að
ég skrifaði mest um sjávarútveg og
þannig myndaðist brunnur ómet-
anlegra heimilda. Ég hafði því
miklu efni að moða úr. Einnig hafði
ég frá upphafi Fiskidagsins mikla
tekið saman greinar um sjávar-
útveg fyrir Fiskidagsblaðið. Ég
fékk hvatningu um að setja þetta
efni saman á bók, eins og varð nið-
urstaðan. Hér greinir frá málum
sem var vert að halda til haga –
þróun sem skóp sjávarplássið Dal-
vík.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
2021 Höfnin á Dalvík full af alls konar bátum á mynd sem var tekin sl. vor. Bryggjurnar eru lífæðin í hverju plássi.
Ljósmynd/Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson
Síldarsöltun Þóranna Hansen og Valrós Árnadóttir, til hægri, við störf.
Sjálfsbjargarviðleitnin var sterk
- Sjávarplássið Dalvík í bók Jóhanns Antonssonar - Frá hákarlaveiðum til hátæknivæddrar fisk-
vinnslu á 12. öldinni - Réttu aðstæðurnar voru skapaðar - Frumkvöðlastarf - Sögur af fólkinu
Ljósmynd/Jón Þ. Baldvinsson
Silfur Dalvíkingar gerðu það gott á síldarárum. Veiðin var ævintýraleg.
Ljósmynd/Jón Þ. Baldvinsson
Starf Dalvíkingar hafa alltaf verið umsvifamiklir í skreiðarverkun.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfundur Jóhann Antonsson hér með sína
glæsilegu og fróðlegu bók.