Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 28

Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 28
AFP Á förum Kosið verður á morgun um hver muni taka við af Angelu Merkel sem kanslari Þýskalands eftir 16 ára langa og merka valdatíð. Allt stefnir í að kristilegu flokkarnir muni tapa fylgi og að stjórnarmyndun verði erfið. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þjóðverjar munu taka þátt í sögu- legum þingkosningum á morgun, sunnudag, en þær boða endalok valdatíðar Angelu Merkel Þýska- landskanslara, sem setið hefur í embættinu í 16 ár, næstlengst á eftir Helmut Kohl. Er þetta í fyrsta sinn frá stofnun Vestur-Þýskalands 1949 sem sitj- andi kanslari sækist ekki eftir end- urkjöri, og ríkir því nokkur óvissa um hvert framhaldið verður fyrir Þýskaland og Evrópusambandið, hver sem eftirmaður Merkel verður. Kosningabaráttan hefur borið þess merki, þar sem kristilegu flokk- arnir tveir, CSU í Bæjaralandi og CDU í hinum sambandslöndunum, féllu skarpt í könnunum eftir miðjan júlí, en þá varð Armin Laschet, for- maður CDU, uppvís að því að hlæja við minningarathöfn um fórnarlömb flóðanna í sumar. Það atvik, ásamt fleiri mismælum og mistökum, varð til þess að fylgi kristilegu flokkanna féll úr 29% fylgi niður í um 21% í byrjun september. Það stefnir því í versta afhroð kristilegu flokkanna frá stríðslokum, einmitt þegar hvað mest þykir undir í kosningunum. „Allir vita: Ef Laschet tapar, er arfleifð Merkel glötuð líka,“ sagði hið borgaralega blað Die Welt, en flestir stjórn- málaskýrendur eru á því að verði úr- slitin á þann veg sem kannanir sýni, muni kristilegu flokkarnir vart eiga tilkall til setu við ríkisstjórnar- borðið, hvað þá kanslaraembættið. Laschet, sem einnig er forsætis- ráðherra sambandslandsins Norð- urrín-Vestfalía er hins vegar vanur því að ná að snúa töpuðu tafli sér í vil, og síðustu kannanir fyrir kosn- ingar benda til þess að kristilegu flokkarnir séu að rétta úr kútnum, en þeir mælast nú með 23% fylgi, einungis tveimur prósentustigum á eftir helsta keppinauti sínum, Sósíal- demókrataflokknum SPD. Kanslaraefni þeirra er hinn 63 ára Olaf Scholz, fjármálaráðherra og va- rakanslari, en hann hefur setið fyrir SPD í þremur af fjórum rík- isstjórnum Merkels. Þykir Scholz vera fær stjórnmálamaður, en kannski heldur litlaus. Að sama skapi hafa mistök Laschets hjálpað Scholz að skapa sér þá landsföð- urlegu ímynd sem mögulegur eft- irmaður Merkel þarf að hafa. Græningjar í lykilstöðu Fylgi SPD hefur verið frekar stöðugt í kringum 25-26% á und- anförnum vikum, en bilið á milli sósí- aldemókrata og kristilegu flokkanna þykir nú vera innan skekkjumarka. Græningjar eru síðan líklegastir til þess að verða þriðji stærsti flokk- urinn á þingi, en fylgi þeirra í könn- unum hefur mælst um 16%. Verði það raunin lenda Græningjar og Annalena Baerbock, kanslaraefni þeirra, í lykilstöðu varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar, þar sem tæp- lega yrði hægt að ganga fram hjá flokknum til að tryggja nýrri stjórn meirihlutafylgi. Fari kosningarnar á þann veg sem kannanir benda til, gætu stjórnar- myndunarviðræður raunar dregist nokkuð á langinn. Laschet hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir því að mynda ríkisstjórn með Græn- ingjum og Frjálslyndum demókröt- um, FDP, en slíkt stjórnarmynstur er stundum kallað „Jamaíkustjórn“ í þýskum fjölmiðlum, því litir flokk- anna þriggja eru einnig í þjóðfána Jamaíku. Græningjar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir vilji heldur vinna með SPD ef kostur er á. Þá kæmi til greina að taka vinstriflokkinn Die Linke eða Vinstrið með, en hann er arftaki austurþýska kommúnista- flokksins. Slík stjórnarmyndun væri hins vegar fordæmalaus, þar sem vinstrimenn hafa m.a. lýst yfir and- stöðu við veru Þýskalands í Atlants- hafsbandalaginu. Merkel, sem ólst upp í Austur-Þýskalandi, hefur því óspart fordæmt Scholz og SPD sér- staklega fyrir að útiloka ekki Vinstri frá stjórnarsetu. Hafði það mögu- lega áhrif á að Scholz lagði sérstaka áherslu á stuðning sinn við þátttöku Þjóðverja í bandalögum vestrænna þjóða í síðustu leiðtogakappræð- unum fyrir kosningar, sem fóru fram í fyrradag. Umferðarljósin ólíkleg Annar möguleiki á stjórn án þátt- töku kristilegu flokkanna er svo- nefnd „umferðarljósastjórn“ milli SPD, Græningja og Frjálslyndra demókrata, en kannanir sýna þá með um 11% fylgi. Þar gæti þó strandað á því, að heldur langt er á milli stefnumála Græningja og FDP. Christian Lindner, hinn 42 ára gamli leiðtogi Frjálslyndra, útilokaði til að mynda fyrr í sumar að flokkur hans myndi ganga til liðs við ríkisstjórn undir forystu Græningja. FDP er gjarnan lýst sem flokki sem er „hliðhollur viðskiptalífinu“, og Lindner lýsti því yfir í síðustu viku í viðtali við Financial Times að flokkur sinn myndi ekki líða skatta- hækkanir eða breytingar á skulda- þaki Þýskalands. „Hver sá sem vill gera eitthvað annað þarf að leita að öðrum félaga,“ sagði Lindner. Í ljósi þess að bæði SPD og Græn- ingjar hafa lýst yfir vilja á aukinni fjárfestingu hins opinbera og hærri skattlagningu gæti það bil reynst erfitt að brúa, jafnvel þótt Lindner yrði líklega næsti fjármálaráðherra Þýskalands ef af „umferðarljósa- stjórninni“ verður. „Þeir þurfa að gera okkur rétta boðið,“ sagði Lind- ner við FT um hvað þyrfti til að mynda slíka stjórn. „En á þessari stundu skortir mig ímyndun til að sjá hvað það boð gæti falið í sér“. Stjórnarmyndunarviðræður gætu því dregist verulega á langinn, sama hvaða kostur verður ofan á. Merkel gæti því setið í embætti í margar vikur eða jafnvel mánuði meðan flokkarnir ráða ráðum sínum. Mer- kel hefur sjálf gefið lítið upp um hvað hún hyggist taka sér fyrir hendur eftir að valdatíðinni lýkur, en hefur þó sagt að hún sjái fyrir sér að lesa, og mögulega leggja sig aðeins. Hver verður arftaki Merkel? - Sögulegar þingkosningar á morgun í Þýskalandi - Í fyrsta sinn frá 1949 sem sitjandi kanslari er ekki í framboði - Dregið hefur saman með CDU/CSU og SPD - Stjórnarmyndun gæti reynst erfið Þessar samsteypustjórnir munu koma til greina eftir kosningarnar 26. september, en þeim eru gefin nöfn eftir litum stjórnmálaflokkanna. Þetta eru þeir flokkar sem nú eiga fulltrúa á sambandsþinginu „Þýskaland“ „RAUTT-RAUTT-GRÆNT“ „UMFERÐARLJÓS“ „JAMAÍKA“ Möguleg stjórnarmynstur í Þýskalandi Vinstrið (yst til vinstri) SPD (Sósíal- demókratar) Græningjar CDU/CSU (kristilegu flokkarnir) FDP (Frjálslyndir demókratar) AFD (yst til hægri) „KENÍA“ 28 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Angela Dorothea Merkel er fædd 17. júlí 1954 í Hamborg í Vestur- Þýskalandi. Fjölskylda hennar fluttist hins vegar til Austur-Þýskalands skömmu eftir fæðinguna því að faðir hennar, séra Horst Kassner (1926- 2011), tók við prestakalli í Austur-Berlín. Merkel þótti bera af í rússnesku og stærðfræði í skóla og lauk hún stúdentsprófi með hæstu mögulegu einkunn. Hún lauk doktorsprófi í skammtaefnafræði árið 1986 og stund- aði fræðistörf fram til ársins 1989. Merkel hóf stjórnmálaþátttöku eftir að Berlínarmúrinn féll, og gekk til liðs við Kristilega demókrata. Var hún um stund ein af talsmönnum einu ríkisstjórnar Austur-Þýskalands sem náði völdum í lýðræðislegum kosn- ingum, en hún ríkti fram að sameiningu Þýskalands. Merkel náði fyrst kjöri á þýska sambandsþingið árið 1990, og skipaði Helmut Kohl hana sem ráðherra fyrir málefni kvenna og ungmenna árið 1991. Merkel varð svo umhverfisráðherra árið 1994. Árið 2000 tók hún við formennsku í CDU, en flokkurinn sat þá utan ríkisstjórnar. Árið 2005 var hún svo skipuð kanslari, og hefur gegnt því embætti síðan. Dragist stjórnarmyndunarviðræður fram yfir 17. desember nk. verður Merkel sú sem lengst hefur setið í embætti kanslara frá stríðslokum. Doktor í skammtaefnafræði MERKUR FERILL ANGELU MERKEL Við Hækk um í gleð inni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.