Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 32

Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 V ÍR ÓPEN er letrað á skilti yfir safni nokkru í 101. Við lestur þess jesúa sig sumir sléttfrakkar, enda hefðbundnar reglur um stafsetningu virtar að vettugi. Eða kannski blandað sam- an; íslensk hljóðritun á enskum skilaboðum. Skiltið á sér hins vegar þær skýringar að það hangir yfir Pönksafni Íslands, og ef pönkurum er ekki í blóð borið að snúa reglum á hvolf, ja, þá hverjum? Pönkskiltið kveikti hugrenningar um stafsetningarreglur almennt. Bara að þær kallist reglur strýkur mörgum andhæris. Stafsetning- arsamkomulag væri nær lagi. Og slíkt samkomulag hefur ýmsa virkni; að setja ramma utan um skrifað mál, koma í veg fyrir misskilning – ýmsir sjá fíla á flugi þegar fýlar fara hjá, mávar eru teknir í misgripum fyrir mága – og fagurfræði stýrir líka miklu. Það sker beinlínis í augu stafsetningarnjarða að sjá brugðið út af vananum, líkt og skrifblindir kunna marg- ar og missárar sögur af. Í grunnskóla voru réttrit- unarstílar giska þrungnar stundir. Maður hlustaði gaumgæfilega á upplest- urinn og gerði sitt besta til að virkja sjónminni, tilfinningu og orð- sifjaskilning í leit að réttritun. Reglulega komu hreinar gildrur, þá hvessti maður augun á kennarann og bað um endurtekningu, í von um að hann gæfi eitthvað upp með svipbrigðum eða áherslum. En pók- erfésið hélt. Ég tók stafsetningarreglurnar raunar mjög hátíðlega, þær voru sem heilagur kaleikur, en þurfti að endurskoða viðhorfið þegar Laxness var lagður fyrir sem skyldulestur. „Eingin ísköld skynsemi gat stilt hann leingur …“ Í ljós kom að vel mátti skilja texta Nóbelsskáldsins þrátt fyrir frávik frá fáeinum reglum. Og þegar ég skrifaði sjálf óvart æfintýri á prófi, og orðabókin bjargaði með því að staðfesta að bæði ævintýri og æfintýri væru til, kom í ljós að mér leyfðust líka frávik þótt ég væri enginn Nóbell. Þegar ég hugsa um það hef ég komist upp með pínulitla sérvisku hér og hvar. Ég er í bandalagi með góðum kollega um stemmningu með tveimur m-um og einu n-i, þótt ýmsir stafsetji öðruvísi. Ég skrifa könguló en ekki kónguló eða köngurló. Ég skrifa harmónikka, þótt orðabækur gefi upp sjö varíanta … Þrátt fyrir fínleg frávik er ég eðlisfræðilega á þeirri skoðun, vegna innrætingar, að stafsetning þurfi að vera samræmd að mestu, svo við séum öll „á sömu blaðsíðu“. Svipuhögg og skóggang má þó endilega leggja af sem refsingar. Enda var fleira en pönkskilti sem kveikti þess- ar hugrenningar. Lítil frétt í blaði upplýsti að með breytingu á vinnu- lagsreglum mannanafnanefndar teljist tökunöfn nú gjaldgeng þótt þau séu „rituð með hætti sem tíðkast í erlendu máli“. Rithátturinn þarf ekki að hafa unnið sér hefð í íslensku og nýverið voru samþykkt eig- innöfnin Sarah, Joseph og Charlie. Þetta er að ég hygg meiri breyting en við gerum okkur grein fyrir. Sjónminnið þarf strax í endurmat. Það þarf að uppfæra stílana. Sarah opnar dyrnar Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Fljúgandi fíll „Ýmsir sjá fíla á flugi þegar fýlar fara hjá…“ S tórviðburðir hafa áhrif á fjölmiðlun. Kosningar eru viðburður af því tagi. Augljóst er að þær hafa nú leitt til breytinga á miðlun stjórnmála- frétta og kosningastefnu flokkanna. Sam- félagsmiðlar skipta mun meira máli en til þessa, ekki aðeins við miðlun ritaðs máls heldur einnig mynda og hljóðs. Litlar sjónvarpsstöðvar eins og N4 og Hring- braut vega þyngra en áður. Hlaðvörp, það er samtals- þættir í hljóðstofu eða myndveri, ryðja sér æ meira til rúms. Áhuga almennings á þessu efni er erfitt að meta. Sé tekið mið af gífurlegri útbreiðslu hljóðbóka Storytel hér – hún slær öll met – má ætla að hlaðvörp séu vin- sæl. Sjónvarps-kosningaþættir Morgunblaðsins, þættirnir í Dagmálum, eru góð nýjung. Samtölin fara úr leiði- gjörnu, pólitísku rétttrúnaðarfari gamalgrónu sjón- varpsstöðvanna. Einstaklingar, samtök þeirra, þar á meðal stjórn- málaflokkarnir, líta til nýju upplýsingatækninnar sem öflugs úrræðis til að boða skoðanir sínar. Sjálfstæðis- flokkurinn heldur til dæmis úti hlaðvarpinu Hægri hlið- in. Þar eru reglulega sendir út þættir um stjórnmál með skoð- unum sem falla undir heiti hlað- varpsins. Það sýnir fjölbreyti- leika við leiðir efnis af þessu tagi að Hægri hliðina má nálgast á Spotify, YouTube-rás Sjálfstæð- isflokksins og Libsyn auk fleiri staða í netheimum. Boðleiðirnar sem þarna eru nefndar geta allir nýtt sem áhuga hafa. Tækifærin til að segja hug sinn opinberlega eru orðin svo mörg að það er eitt helsta kappsmál stjórn- lyndra stjórnmálaafla að fækka þeim. Þetta sást nýlega í kosningabaráttunni í Rússlandi og blasir við í undir- gefni stóru alheims-tæknirisanna þegar þeir laga sig að ritskoðunarkröfum kínverska kommúnistaflokksins. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur hvað eftir annað verið deilt á alþingi um hvort og hvernig haga beri færslu á skattfé almennings til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins. Opinber fjárstuðningur til þess raskar öllu jafnvægi á almennum fjölmiðlamarkaði og er á skjön við þróun nýrra leiða við miðlun hvers kyns efnis til almennings. Þótt ekki sé rætt um þetta stórmál fyrir kosning- arnar verður baráttan fyrir þær óhjákvæmilega til þess, eins og áður er sagt, að beina athygli að áhrifa- mætti einstakra miðla. Lífleg tök stjórnenda í Dagmáls-þáttum sjónvarps Morgunblaðsins leiða til skemmtilegri og efnisríkari umræðna um stjórnmál en stöðluð framganga þeirra sem stjórna sambærilegum þáttum annars staðar í sjónvarpi. Þetta fellur að þeirri skoðun sem setur svip á umræður um vinsældir fjölmiðla í nágrannalöndunum. Borgaralegir sjónvarpsmenn sem nálgast viðfangsefnið frá hægri eru sagðir höfða almennt betur til áhorfenda en þeir sem hafa gamalgrónu stofnanasjónarmiðin. Sósíalistaflokkur Íslands stendur dyggan vörð um Ríkisútvarpið í stefnuskrá sinni. Hugmyndafræðingur og frumkvöðull flokksins, Gunnar Smári Egilsson, álít- ur þó að ,„krumla ríkisvaldsins með hótunum fjárveit- ingavaldsins“ lami allan vilja starfsmanna Rík- isútvarpsins „til að segja almenningi frá samfélaginu eins og það er“. Þess vegna eigi að breyta Ríkisútvarp- inu í „samvinnufélag starfsmanna“ sem starfi í umboði „almenns félags landsmanna“ án tengsla við ríkisvaldið og stjórnvöld. Ríkisútvarpið eigi að lifa sjálft af sjálf- stæðum tekjustofni útvarpsgjalds, hér vanti „gott þjóðarútvarp“. Stefna Sósíalistaflokksins er skýrasti flokkslegi stuðningurinn við ríkisútvarp fyrir kosningar að þessu sinni. Stefna flokksins í þessu efni eins og öðrum stang- ast þó á við þróunina sem orðið hefur í lýðræðisvæð- ingu skoðanamyndunar í krafti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem lýkur í dag mistókst að ná sátt á alþingi um fjölmiðlastefnu. Þetta mis- tókst einnig á þingi vorið 2004 en þá um sumarið lék allt á reiði- skjálfi vegna fjölmiðlafrum- varpsins svonefnda þegar auð- ugir eigendur Fréttablaðsins vörðu hagsmuni sína með kjafti og klóm. Hvað sem líður deilum á þingi um hvernig fjölmiðlun skuli háttað í landinu eykur tæknin tækifæri einstaklinga til að láta að sér kveða á heimavelli og áhorf á alþjóðlegar streymisveitur eykst hvað sem líður áskriftargjöldum. Boðað er að innan skamms komi til sögunnar ný innlend streymisveita, Uppkast, þar sem unnt verði að kaupa aðgang að list- viðburðum, tónleikum, leiksýningum, listdansi, uppi- standi eða öðrum sviðsviðburðum. Þótt staða innlendra fjölmiðla sé of viðkvæm til að ræða hana við kjósendur nú fyrir kosningar hverfur vandi þeirra ekki. Hann verður enn til umræðu á næsta kjörtímabili og tekur á sig nýjar myndir. Ein af hættum samtímans er kennd við upplýsinga- óreiðu. Það er að rafrænir miðlar séu notaðir til að ala á ranghugmyndum eða afla stuðnings við sjónarmið sem stangast á við almannaöryggi. Þjóðaröryggisráð fól sérfræðingum á sínum vegum að rannsaka hættur vegna upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid-19- faraldurinn. Tæknin kallar á opinbera varðstöðu af þessu tagi vegna upplýsingamiðlunar frekar en að haldið sé úti ríkisfjölmiðli sem veikir grundvöll allra annarra fjöl- miðla í landinu. Við blasir að þörfin fyrir ríkisrekinn fjölmiðil minnkar jafnt og þétt. Á hinn bóginn vex þörf- in fyrir vörn og stuðning gegn upplýsingaóreiðunni. Öflugasti stuðningurinn felst í að auðvelda framleiðslu á góðu efni, fréttum eða menningarefni, sem standi þeim til boða sem fara inn á fjölbreyttu hlaðvörpin eða streymisveiturnar. Rafræna fjölmiðlabyltingin Einstaklingar, samtök þeirra, þar á meðal stjórnmálaflokk- arnir, líta til nýju upplýsinga- tækninnar sem öflugs úrræð- is til að boða skoðanir sínar. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Vinstrið hefur víða sótt í sig veðr- ið þrátt fyrir herfilegan ósigur í sögulegum átökum tuttugustu aldar. Hvað veldur? Ein skýringin er, að ekki virðist lengur til sameiginlegur óvinur, sem sameinast megi gegn, eins og alræð- isstefna nasista og kommúnista var. Önnur skýringin tengist hinni fyrstu. Sósíalisminn hafði hvarvetna mistekist hrapallega, og smám sam- an tóku vinstri flokkar upp svipaða stefnu og sigurvegarar Kalda stríðs- ins, Ronald Reagan og Margrét Thatcher. Deilunni um einkarekstur og ríkisrekstur lauk með sigri hægrisins, sem var þá um leið svipt sínu helsta baráttumáli. Stundum hefur verið talað af lítils- virðingu um átakastjórnmál. En þau áttu sér rót í raunverulegum átök- um, jafnt um ógnina frá alræð- isríkjum og ágreining um skipan at- vinnumála. Í stað þeirra hafa ekki komið sáttastjórnmál, heldur merki- miðastjórnmál (identity politics). Mestu máli er talið skipta, að kjós- endur finni til samkenndar með valdsmönnum, en ekki að vald þeirra takmarkist af föstum reglum, svo að einstaklingarnir geti notið sín. Á næstu áratugum eftir endalok marxismans komu enn fremur í ljós áhrifin af tvenns konar þróun, sem átt hafði sér stað þegjandi og hljóða- laust. Í fyrsta lagi hefur þeim snar- fjölgað, sem háðir eru ríkinu um af- komu sína, starfsfólki og styrkþegum, svo að þeir mynda jafn- vel víða meiri hluta kjósenda. Einka- geirinn hefur vissulega þrifist vel, en opinberi geirinn hefur vaxið hratt. Í öðru lagi eru marxistarnir ekki horfnir, þótt marxisminn sé dauður. Þeir hafa aðeins skipt um merki- miða. Í stað borgarastéttarinnar er komið feðraveldi og í stað stéttabar- áttu umhverfisvá. Nýmarxistar, sem iðka gremjufræði (grievance stud- ies), hafa náð undirtökum í skólum og fjölmiðlum. Þeir hafa alið upp nýja kynslóð, sem helst hugsar um að semja óskalista, ekki skapa verð- mæti. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Er vinstrið að sækja í sig veðrið? Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 3ja herbergja íbúð á annari hæð í húsi fyrir fyrir 55 ára og eldri í Njarðvík Reykjanesbæ, í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla. Töluvert endurnýjuð eign á eftirsóttum stað Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 37.500.000 Birt stærð eignar er 81,8m2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.