Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Þ
rjú íslensk taflfélög taka
þátt í Evrópukeppni skák-
klúbba sem lýkur nú um
helgina í merkri menning-
arborg, Struga í Norður-Makedóníu.
Meðal keppenda er heimsmeistarinn
Magnus Carlsen sem teflir fyrir
Offerspill Chess club. Hann mætti til
leiks í 3. umferð en virðist hafa dreg-
ið sig út úr keppinni eftir stórtap
norska klúbbsins í 5. umferð. Skák-
félag Selfoss teflir fram langsterk-
ustu „íslensku“ sveitinni en í henni
eru fjórir rússneskir stórmeistarar,
þ. á m. Evrópumeistarinn Anton
Demchenko. Sveitinni tókst að vinna
öfluga rússneska sveit, KPRF, í 5.
umferð sem hafði innanborðs kappa
á borð við Alexander Grischuk. En
þetta verður að líkindum síðasta
verkefni Donchenko, Demchenko,
Antipov og Lomatov í bili a.m.k. fyrir
skákklúbbinn úr Flóanum því að
SSON hefur ákveðið að draga sig út
úr keppni efstu deildar Íslandsmóts
skákfélaga sem hefst um næstu
helgi. Eftir tap fyrir danskri sveit í 6.
umferð sat sveitin í 9. sæti af 38 lið-
um.
Víkingaklúbburinn er að mestu
skipaður íslenskum skákmönnum á
bilinu 1.800-2.324 elo-stig og hefur
náð þokkalegum úrslitum miðað við
mannskap en frammistaða Taflfélags
Reykjavíkur er mun betri. Eftir stórt
tap í 1. umferð vann TR næstu fjórar
viðureignir og þar fór fremstur Mar-
geir Pétursson sem vann allar skákir
sínar. Margeir hefur fyrir löngu þró-
að með sér sinn eigin persónulega
stíl sem kom vel fram í laglegri vinn-
ingsskák í 4. umferð:
Evrópumót skákklúbba 2021:
Emil Risteski (Gambit Asseko) –
Margeir Pétursson (TR )
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c3
Margeir fékk Alapin-afbrigðið
einnig upp í 1. umferð gegn Markus
Ragger.
3. … d5 4. e5 a6 5. h3 Rc6 6. d4
Bg7 7. Be2 f6 8. exf6 Rxf6 9. dxc5
O-O 10. O-O e5 11. Ra3 h6 12. Rc2
Be6 13. Rh2 Kh7 14. Be3 Dd7 15.
Bd3 Had8 16. f4
Hvorki betri leikur né verri en aðr-
ir kostir.
16. … d4 17. cxd4?
Hann gat haldið jafnvægi með 17.
fxe5 því að eftir 17. … dxe3 kemur
18. exf6 Bxe6 19. Be4 og hvítur held-
ur ákveðnu jafnvægi. Betra er hins
vegar 17. … dxc3! og svarta staðan
er eilítið betri.
17. … e4!
Lykilleikurinn. Riddarinn skrepp-
ur til d5 og staða hvíts hrynur.
- Sjá stöðumynd 1 -
18. Be2 Rd5 19. Kh1 Rxe3 20.
Rxe3 Dxd4 21. Dxd4 Bxd4 22. Rc4
Bxc5 23. b3 Rd4 24. Bg4 Bxc4 25.
Hfc1 b5 26. bxc4 b4 27. g3 h5 28.
Bd1 e3 29. Kg2
29. … h4!
Skapar enn frekari veikingu í
stöðu hvíts.
30. Rf3 Rxf3 31. Kxf3 hxg3 32.
Be2 g5 33. Kxg3 Hxf4 34. Hd1
34. … Hd2!
Úrvinnslan er fumlaus. Svartur
býður uppskipti – en á sínum for-
sendum!
35. Hxd2 exd2 36. Hd1 Hd4 37.
Bg4 Bd6 38. Kf2 Bf4 39. Be2 a5 40.
c5 Hd5 41. c6 Hc5 42. Bf3 Kg7 43.
Ke2 Kf6 44. Be4 Ke5 45. Bb1 Hxc6
46. Bd3 Hc3
og hvítur gafst upp.
Hjörvar Steinn
eða Vignir Vatnar
Barátta um efsta sætið á Haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur stendur
nú á milli Hjörvars Steins Grétars-
sonar og Vignis Vatnars Stefáns-
sonar en eftir fimm umferðir af níu í
A-flokki mótsins hefur Hjörvar
Steinn unnið allar skákir sínar en
Vignir Vatnar kemur í humátt á eftir
með 4½ vinning. Ljóst er að viður-
eign efstu manna í síðustu umferð
verður hrein úrslitaskák.
Mótinu er skipt tvo flokka en í
Opna flokknum eru Arnar Milutin
Heiðarsson og Jóhann Ragnarsson
efstir með 4½ vinning af fimm mögu-
legum.
EM taflfélaga er
vinsæl keppni
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjórir sigrar í röð Margeir Pétursson við taflið á Íslandsmótinu 2020.
Ágæti kjósandi.
Til hamingju með
daginn! Í dag kjós-
um við fulltrúa á Al-
þingi næstu fjögur
ár. Saman og hvert
fyrir sig tökum við
ákvarðanir sem
munu hafa úr-
slitaáhrif á fram-
vindu þjóðfélags-
mála og
stjórnarhætti til
framtíðar. Kosið er um ólík dæg-
urmál en fyrst af öllu framtíð-
armarkmið þjóðarinnar. Miklir
hagsmunir eru í húfi. Með einu
atkvæði höfum við val um fram-
tíð sem velferð okkar allra bygg-
ist á.
Ungir og kröftugir
frambjóðendur
Ég fer fyrir lista Sjálfstæð-
isflokksins í Norðausturkjör-
dæmi og bið um ykkar stuðning.
Á framboðslistanum er ólíkt en
öflugt fólk samstarfs og sam-
stöðu með fjölbreyttan bakgrunn
víða að úr kjördæminu. Ungt og
kröftugt fólk er komið í fram-
varðarsveit ásamt hinum eldri
sem búa að mikilli reynslu. Ég
leiði stoltur sterkan hóp.
Á fundum og ferðum í víð-
feðmu kjördæmi síðustu mánuði
hef ég fundið sterkan hljóm-
grunn sjálfstæðisstefnunnar og
meðbyr í Norðausturkjördæmi.
Sjálfstæðisstefnan er gott vega-
nesti kosningabaráttu. Kjarninn
er góður málstaður, bjartsýni og
áræðni.
Áfram festa og stöðugleiki
Sterk staða efnahagslífs og
ábyrg stjórn ríkisfjármála hefur
gert okkur kleift að takast á við
efnahagslegar afleiðingar heims-
faraldurs með árangursríkari
hætti en flestum. Því fer auðvit-
að fjarri, að allt hafi
tekist sem skyldi og
enn bíða fjölmörg
verkefni úrlausnar.
Meginatriðið er að
lagður hefur verið
grundvöllur betri
framtíðar og sókn-
arfærin eru mörg.
Öllu skiptir að þessi
árangur glatist ekki.
Einvörðungu at-
kvæði greidd Sjálf-
stæðisflokknum
tryggir áfram festu
og stöðugleika. Sá
styrkur sem kjósendur eru
reiðubúnir að veita Sjálfstæð-
isflokknum ræður úrslitum.
Áfram land tækifæra
Sjálfstæðisflokkurinn er flokk-
ur kjölfestu íslenskra stjórn-
mála, trausts og stöðugleika.
Flokkur festu, frjálslyndis og
mannúðar sem hefur sýnt skýra
forgangsröðun og bjarta sýn um
hvernig ná eigi árangri og
tryggja íslenskt samfélag áfram
í fremstu röð.
Við tökum í dag ákvörðun um
í hvers konar þjóðfélagi við vilj-
um búa. Almenningur veit að trú
á einstaklinginn og athafnafrelsi
fólks er leið til betri lífskjara.
Þar býr trú á tækifæri og bjart-
sýni til endurreisnar, uppbygg-
ingar og verðmætasköpunar.
Með slíkum framfarahug byggj-
um við saman sterkari og blóm-
legri byggðir. Þannig verður Ís-
land áfram land tækifæra.
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson
» Almenningur
veit að trú á
einstaklinginn og
athafnafrelsi fólks er
leið til betri lífskjara.
Njáll Trausti
Friðbertsson
Höfundur er þingmaður og oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi.
Kjósum Sjálfstæð-
isflokkinn í Norð-
austurkjördæmi
Gestur Pálsson fæddist 25. sept-
ember 1852 á Miðhúsum í Reyk-
hólasveit, A-Barð. Foreldrar hans
voru hjónin Páll Ingimundarson, f.
1814, d. 1894, og Ragnheiður
Gestsdóttir, f. 1820, d. 1862.
Hann varð stúdent úr Lærða
skólanum árið 1875 og nam guð-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla en hvarf frá námi
Árið 1882, um það bil sem Kaup-
mannahafnardvölinni lauk, gaf
hann ásamt þeim Einari H. Kvar-
an, Hannesi Hafstein og Bertel
Þorleifssyni út tímaritið Verðandi,
þar sem þeir birtu eftir sig verk í
anda raunsæisstefnunnar en hún
var þá að ryðja sér til rúms á
Norðurlöndunum. Framlag Gests
var smásagan Kærleiksheimilið,
ein þekktasta saga hans.
Eftir námsdvölina í Kaup-
mannahöfn bjó Gestur í nokkur ár
í Reykjavík, oft við þröngan kost,
og fékkst þá meðal annars við
kennslu og skrifstofustörf. Einnig
ritstýrði hann blöðum, fyrst Þjóð-
ólfi og síðan Suðra, en útgáfu þess
blaðs var hætt 1886.
Gestur fluttist til Winnipeg árið
1890 þar sem hann tók við ritstjórn
Heimskringlu. Ekki varð ritstjóra-
ferill hans þó langur þar því hann
dó í Winnipeg úr lungnabólgu árið
eftir, 19. ágúst 1891.
Merkir Íslendingar
Gestur
Pálsson
Í Evrópu eru töluð
yfir 200 evrópsk
tungumál, auk fjölda
tungumála sem eiga
uppruna í öðrum
heimshlutum. Til að
vekja athygli á og
fagna þessum fjöl-
breytileika hefur Evr-
ópski tungumáladag-
urinn verið haldinn
hátíðlegur þann 26.
september frá árinu
2002 að frumkvæði Evrópuráðsins
og Evrópusambandsins.
Haldið er upp á Evrópska tungu-
máladaginn með mismunandi hætti
í hverju landi. Árlega hafa Vigdís-
arstofnun, STÍL – Samtök tungu-
málakennara á Íslandi og Tungu-
málamiðstöð Háskóla Íslands tekið
höndum saman og fagnað deginum
í Veröld – húsi Vigdísar, með við-
burðum tileinkuðum störfum
tungumálakennara og tungu-
málatengdum verkefnum sem
skólabörnum er boðið að taka þátt
í.
Með deginum er vakin athygli al-
mennings á mikilvægi fjölbreytts
tungumálanáms sem lið í að stuðla
að fjöltyngi og fjölmenningarlegum
skilningi. Bent er á mikilvægi ævi-
langs tungumálanáms jafnt innan
sem utan skólakerfisins, hvort sem
er af hagnýtum ástæðum eða ein-
faldlega til ánægju og
skemmtunar.
Vigdísarstofnun
starfar í nánum
tengslum við mála- og
menningardeild Há-
skóla Íslands. Hún
leggur áherslu á fjöl-
menningarleg viðhorf
og þekkingu á öðrum
þjóðum og tungu-
málum vegna þess að
fjöltyngi felur í sér
persónulegan, menn-
ingarlegan og efna-
hagslegan ávinning. Í
tilefni Evrópska tungumáladagsins
í ár verður tungumálakennurum
boðið í Vigdísarstofnun, þar sem
unnið er að uppsetningu tungu-
málasýningar sem einkum er ætluð
börnum á aldrinum 12-19 ára. Frá
og með áramótum verður kenn-
urum þessa aldurshóps boðið að
heimsækja sýninguna með skóla-
hópa til að fræðast um tungumál og
þróun þeirra í víðu samhengi. Með
sýningunni er meðal annars dregið
fram mikilvægi þess að tungumála-
og menningarleg fjölbreytni meðal
íbúa landsins fái að njóta sín.
Sameinuðu þjóðirnar hafa út-
nefnt áratuginn 2022-2032 Alþjóð-
legan áratug frumbyggjatungu-
mála, undir heitinu IDIL
2022-2032. Fulltrúar Vigdísarstofn-
unar hafa tekið sæti í stýrihópi og
undirbúningsnefnd UNESCO
vegna áratugarins fyrir Íslands
hönd og vinna nú að stefnumótun í
tengslum við þetta alþjóðlega átak.
Í byrjun næsta árs mun fara fram
kynning á helstu alþjóðlegu stefnu-
málum IDIL 2022-2032 en innan
stofnunarinnar verður meg-
ináhersla lögð á eflingu fámennis-,
minnihluta- og frumbyggjatungu-
mála og fjöltyngis.
Hnattvæðing kallar á þvermenn-
ingarlega færni sem tekur mið af
fjölbreyttum samskiptum á öllum
sviðum mannlífs. Nýjum áskor-
unum sem samfélög, stofnanir,
fyrirtæki og einstaklingar standa
frammi fyrir á alþjóðavettvangi
verður ekki mætt nema með hæfni
til samskipta þvert á menningar-
heima. Hér á landi hefur þekking á
erlendum tungumálum auðgað ís-
lenska menningu, stuðlað að góðum
samskiptum við önnur lönd og ver-
ið lykill að framförum á nær öllum
sviðum.
Eftir Ásdísi Rósu
Magnúsdóttur »Með deginum er vak-
in athygli almenn-
ings á mikilvægi fjöl-
breytts tungumálanáms
sem lið í að stuðla að
fjöltyngi og fjölmenn-
ingarlegum skilningi.
Ásdís Rósa
Magnúsdóttir
Höfundur er stjórnarformaður
Vigdísarstofnunar.
Evrópski tungumáladagurinn