Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Í júní spurði ég í
Bændablaðinu: 1) Er
kvótinn þjóðareign? Sé
svarið já er spurt: 2)
Hvernig ætlið þið að
auka arð af kvótanum
til þjóðarinnar?
Stjórnarskráin svar-
ar fyrri spurningunni:
Kvótinn er þjóðareign.
Ég átti ekki von á svari
við þeirri seinni.
Í kosningabaráttunni
er lítið minnst á kvótann. Lofað er
lækkun skatta og ýmsu öðru, sem
kostar mikið fjármagn og sagt er frá
hrikalegri skuldastöðu eftir Covid.
Er stjórnin búin að semja um
óbreyttan kvóta nái þau kjöri? Nær-
tækara væri að fá eðlilegan arð af
þjóðarauðlindinni, áður en meira er
selt af sameign þjóðar, eins og t.d.
Landsvirkjun.
Benedikt Jóhannesson, stofnandi
Frjálslynda flokksins, er sá eini sem
þorir að tala um að ná kvótanum til
baka. Gallinn við þann flokk er, að
hann vill koma þjóðinni í ESB, eins
og Samfylkingin.
Með inngöngu í ESB verða lög
ESB æðri íslenskum
lögum og þar með ráð-
um við ekki yfir sjáv-
arauðlindinni. Ekki
frekar en yfir rafork-
unni eftir samþykki
orkupakka 3.
Seinni spurningin.
Aukinn arður af auð-
lindinni:
Fyrsta skref er leið-
rétting fiskverðs, sem
er jafn vitlaust og geng-
isskráningin var um
miðja seinustu öld. Rétt
fiskverð fæst með því að setja allan
fisk á opinn markað. Markaðurinn
leiðréttir og finnur rétt fiskverð út
frá framboði og eftirspurn.
Næsta skref er að að bjóða kvót-
ann út. Lausnina á því sá ég í harð-
fiskspoka. Mynd af Heimakletti var
prentuð á pokann, vöruheitið var
Eyjabiti og framleiðandi Darri á
Grenivík. Forsaga þess að Eyjabiti
var seldur frá Vestmannaeyjum var
skortur á hráefni, því þar fékkst fisk-
ur ekki flakaður.
Sveitarfélag Grenivíkur hafði
keypt kvóta til að styrkja stoðir at-
vinnulífsins. Frystihúsið fékk afnot
af kvótanum. Kvóta sem var kominn
til að vera og Darri fékk að flaka fisk
keyptan á markaði í flökunarvél
frystihússins. Það var snemma
morguns eða að kveldi eftir því
hvernig stóð á hjá frystihúsinu. Við
að kynna mér þetta komst ég að því,
að sveitastjórnin á Grenivík stuðlaði
líka að uppbyggingu lyfjafyrirtæk-
isins Pharmartica, sem selur fram-
leiðslu sína um land allt.
Ég hefi hugsað til Grenivíkur með
sína 300 íbúa í hvert skipti, sem sagt
var frá sölu kvóta. Það eru þung
högg, hvort sem kvótinn fer með sölu
skipa úr byggðarlaginu eða beinni
sölu. Mörg sveitar- og bæjarfélög
stæðu betur hefðu þau borið gæfu til
að eiga jafn framsýnan sveitarstjóra
og Guðnýju Sverrisdóttur á Grenivík.
Það stóð aldrei til að kvótinn safn-
aðist á fáar hendur. Þjóðin hefur
lengi verið ósátt við það og er enn,
þótt stjórnmálamenn hafi gleymt hon-
um. Ein leið til að ná þjóðarsátt um
kvótann er að taka saman, hvað hvert
byggðarlag aflaði mikils á árunum,
áður en kvótanum var komið á og
deila svo núverandi kvóta í sömu hlut-
föllum til baka. Byggðarlögin eru best
til þess fallin að ráðstafa kvótanum
þannig að það sem fæst fyrir hann
komi sem best út fjárhagslega og at-
vinnulega. Þau geta boðið hann út all-
an eða leigt að hluta til fiskvinnslu og
útgerðarfyrirtækja á staðnum eða í
öðrum byggðarlögum. Markmiðið er
að fá réttan arð af kvótanum og nota
arðinn til uppbyggingar á staðnum.
Það getur bæði verið til uppbyggingar
innviða og sprotafyrirtækja. Þeir sem
stjórna á hverjum stað munu reglu-
lega verða að standa skil á verkum
sínum í sveitarstjórnarkosningum.
Á þennan hátt fær þjóðin meiri arð
af auðlindinni, sem byggðarlögin geta
ráðstafað. Tökum sem dæmi Vest-
mannaeyjar. Þaðan fara konur til
Reykjavíkur að fæða börn. Ein
ástæða þess er að handhafar kvótans
hafa farið með arðinn af auðlindinni úr
byggðarlaginu í brask. Á sama tíma
hefur skort fjármagn fyrir uppbygg-
ingu og rekstur sjúkrahússins. Önnur
ástæða gæti verið að sjúkrahús á
landsbyggðinni hafa setið á hakanum
eftir að ákveðið var að byggja há-
tæknisjúkrahús í Reykjavík fyrir ca.
20 árum.
Mannauður nýtist mikið betur með
útdeilingu kvótans á þennan hátt.
Víða um land leynast sprotar, sem
geta sprottið upp og dafnað sé hlúð
að þeim. Arna á Ísafirði er dæmi um
fyrirtæki, sem „mannauður“ hefur
byggt upp til framleiðslu á mjólk-
urafurðum.
Með þessu fyrirkomulagi er
grundvelli ekki kippt undan stærstu
fiskvinnslufyrirtækjum landsins. Þau
hafa í áratugi byggt sig upp og eru
nú með þeim fremstu í heiminum.
Uppbyggingin byggist á því, að þau
hafa fengið nýta kvótann nánast án
endurgjalds í áratugi og standa nú
mikið betur að vígi en aðrir, þegar
kvótinn verður boðinn út.
Fjármagnið í uppbygginguna kom
úr sjónum. Samtímis uppbygging-
unni hafa þau greitt út milljarða í arð
og munu áfram greiða sér milljarða í
arð miðað við óbreytt ástand.
Þeir sem vinna aflann mest fá mest
fyrir afurðirnar og geta boðið best í
kvótann. Það er því ekki verið að
taka neitt frá þeim. Einungis er opn-
uð smá glufa komi frumkvöðlar, sem
gætu fengið meira fyrir afurðirnar.
Það er heldur ekki lagt til að skella
þessu öllu á í einu. Það væri hægt að
bjóða út 25% fyrsta árið og áfram
þannig að þjóðin endurheimti kvót-
ann á einu kjörtímabili.
» Byggðarlögin eru
best til þess fallin
að ráðstafa kvótanum
þannig að það sem
fæst fyrir hann komi
sem best út fjárhags-
lega og atvinnulega.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur
og eldri borgari.
Endurheimtum kvótann
Eftir Sigurð Oddsson
Hinn 21. apríl 1943
var Northrop N-3PB-
flugvél norsku flug-
sveitarinnar týnd eftir
nauðlendingu á Þjórsá.
„Þeir voru á leið frá
Seyðisfirði til Reykja-
víkur og höfðu góða
veðurspá en svo versn-
aði veðrið og þar sem
þeir voru í sjónflugi
þótti þeim vissara að
finna sér lendingarstað og þar var
Þjórsá fyrir augum. Í lendingunni
rifnaði annað flotið af og þeir höfn-
uðu á sandrifi í miðri ánni,“ segir
Sevy Bulukin, ofursti í konunglega
norska flughernum. Vatnið var ís-
kalt en þeir björguðust á land og
hófu göngu að næsta bæ. Þrjátíu og
sjö árum síðar bankaði Bulukin aft-
ur á dyrnar en ekki sem flugmaður
úr brotlendingu að leita að skjóli
heldur sem meðstjórnandi í leið-
angri til björgunar flugvélarflakinu
sem hann lenti þar á
stríðsárunum. Íslend-
ingar, Flugsögufélagið,
Bandaríkjamenn, Bret-
ar og Norðmenn voru í
þessum björgunarleið-
angri til að ná flakinu
upp úr sandinum og
leirnum í Þjórsá. Það
tók marga daga og kaf-
ara við mjög erfið skil-
yrði að koma vélini upp
úr ánni en með góðu
verksviti og þekkingu á
straumum árinnar
tókst það.
330. flugsveit norska flughersins
hafði á að skipa 18 vélum af þessari
gerð en aðeins 24 voru smíðaðar í
allt. Sú fyrsta fór í loftið 1940 og var
þá hraðfleygasta sjóflugvél í heimi.
Er hún sú eina sem til er í dag og er
geymd á flugsafni á Gardermoen-
flugvelli í Osló. Aðalhlutverk þess-
arar flugsveitar var að verja skipa-
lestir fyrir kafbátum þýska hersins
og ráðast á þýskar njósnaflugvélar.
Aðstaða þeirra var frekar erfið í
Nauthólsvíkinni og enn í dag má sjá
básana þar sem vélunum var lagt á
landi til viðhalds og viðgerða úti
undir berum himni í öllum veðrum.
Björgun og endursmíði
1979-1981
Eftir átta daga vinnu við ána og
hátt í tug tonna af sandi og leir var
flakið híft upp, ef ég man rétt þá var
höfð samvinna við Landsvirkjun um
að stjórna vatnsmagninu þessa daga
svo að sem minnst vatnshæð væri á
vinnusvæðinu. Flakið var síðan sett í
herflutningavél frá norska flug-
hernum og flogið til Northrop-
verksmiðjunnar í Kaliforníu í
Bandaríkjunum í október. Strax var
hafist handa við endursmíðina.
Gerðu 88 starfsmenn Northrop það í
sjálfboðavinnu á kvöldin og um helg-
ar en níu af þeim höfðu komið að
smíðinni upphaflega og þekktu því
aðeins til flugvélarinnar. Marga
hluti vantaði sem ekki náðust upp úr
ánni og engar teikningar fundust til
að vinna eftir og voru hlutir smíðaðir
eftir minni eða ljósmyndum. Síðar
komu í ljós um 1.800 teikningar sem
fundust á míkrófilmum í skjala-
geymslu og þá fóru hjólin að snúast.
Mikil vinna var fólgin í hreinsun
hluta og reynt var að nota sem mest
af upphaflegum einingum flaksins
en smíða þurfti samt allmikið af
hlutum til að koma þessu öllu saman,
talið er að 30-40% af frumvélinni hafi
nýst í endursmíðina. Á þessum tæpu
40 árum hafði allri tækni og tækjum
við smíðar á flugvélum farið gífur-
lega fram og tölvuöldin handan við
hornið, því var endursmíði hluta
mun einfaldari og hraðvirkari en áð-
ur var. Eitt er þó sem ekki hefur
verið mikið sagt frá en í flugvélinni
var rafgeymir af Exide-gerð og hafði
hann legið þarna allan tímann. Í
fyrstu handtökum við endursmíðina
var hann settur í hleðslu og hélt
orku, þá var tengd við hann pera og
þrýstirofi og í hvert sinn sem ein-
hver gekk fram hjá ýtti sá á rofann
og fékk ljós! Þykir með ólíkindum
hversu vel hann stóð sig eftir svona
langan tíma í Þjórsá.
Ragnar J. Ragnarsson, fyrrver-
andi formaður Flugsögufélagsins,
átti drýgstan þátt í að koma þessari
björgun af stað og má einnig geta
þeirra Baldurs Sveinssonar, Einars
L. Gunnarssonar, Jóns Karls
Snorrasonar, Georgs Ólafs Tryggva-
sonar og Grétars F. Felixsonar, sem
skipuðu stjórn Flugsögufélagsins á
þessum tímum, auk fjölmargra fé-
laga sem stóðu að baki þessari sögu-
legu björgun. Þakkir eiga einnig
skildar fjölmargir sem lögðu hönd á
plóginn beint og óbeint.
Flugvélin var síðan afhjúpuð við
viðhöfn í nóvember 1980 í Northrop-
verksmiðjunni og önnur afhjúpunar-
athöfn var í Reykjavík, á Vatnsmýr-
arflugvelli, skýli 1, vorið eftir er
Northrop N-3PB endursmíðuð var á
leið til Noregs til varðveislu.
Eftir Jón
Svavarsson » 330. flugsveit norska
flughersins hafði á
að skipa 18 vélum af
þessari gerð en aðeins
24 voru smíðaðar. Er
hún á flugsafni í Osló.
Jón Svavarsson
Höfundur er flugmaður/flug-
sögumaður. motiv@simnet.is
Northrop N-3PB – endurminning
Með þátttöku í sam-
félaginu á vinnumark-
aðsaldri ávinnur fólk
sér rétt til ellilífeyris
frá TR þegar kemur að
því að ákveðnum líf-
aldri er náð. Þegar líf-
eyrissjóðakerfinu var
komið á fót var það
gert í því augnamiði að
auka ráðstöfunar-
tekjur í ellinni umfram
áunnin réttindi frá TR. Þess mis-
skilnings virðist gæta meðal margra
að eðli ellilífeyris megi jafna við ör-
orkubætur sem átti að vera örygg-
isnet fyrir þá sem vegna skertrar
starfsgetu geta ekki aflað sér tekna
með vinnu. Örorkubótakerfið er
gróflega misnotað en greiðslur úr
því eiga að taka mið af getunni til að
stunda launaða vinnu. Eðli ör-
orkubóta og ellilífeyris er hins vegar
gjörólíkt þar sem ellilífeyrir er í
raun ekki skilyrtur við starfsgetu á
nokkurn hátt og tekur eingöngu mið
af lífaldri.
Þótt báðir þessir málaflokkar
heyri undir almannatryggingakerfið
þá var það aldrei hugmyndin þegar
lífeyrissjóðakerfinu var
komið á fót að það yrði
til þess að ræna fólk
réttinum til áunnins
ellilífeyris. Sjálfur fór
ég að vinna á barns-
aldri og hóf greiðslu í
lífeyrissjóði 16 ára.
Fram til tæplega þrí-
tugs greiddi ég í Líf-
eyrissjóð sjómanna og
var ég með rífandi
tekjur á þessum árum.
Á námsárum mínum
tók ég alla þá vinnu
sem mér bauðst og ég hafði tíma til
að stunda og hafði því ágætis tekjur
einnig af því og alla tíð var greitt í líf-
eyrissjóð. Eftir að ég hvarf til starfa
í landi var ég með talsvert góðar
tekjur og var þá greitt í Frjálsa líf-
eyrissjóðinn af þeim tekjum þar til
ég hætti nýlega að vinna en ég stend
á sextugu á næsta ári.
Þar sem við hjónin erum á sama
máli um að þegar þessari jarðvist
lýkur þá muni þörf fyrir sparifé ekki
vera mjög rík þá ákváðum við í sam-
einingu að njóta þess sem við höfum
náð að nurla saman á lífsleiðinni
meðan lífsgæðin leyfa slíkt. Við
þessa ákvörðun litum við einnig til
þess að vinnuskyldu okkar beggja
var löngu lokið með tilliti til skilaðra
vinnustunda á lífsleiðinni. Við höfum
einnig safnað í annars konar lífeyr-
issjóð en bara hina hefðbundnu sem
fólk er skikkað til að greiða í. Eigið
húsnæði og fasteignir er nefnilega
fyrirtaks lífeyrissjóður og þótt
stjórnvöld reyni sýknt og heilagt að
rýra verðmæti sparifjáreigenda með
því að skattleggja verðrýrnun vegna
hárrar verðbólgu og lágra innláns-
vaxta þá er slíkt einnig lífeyrissjóður
fyrir viðkomandi og alls ekki síðri en
hinir hefðbundnu.
Samkvæmt þeim forsendum sem
gefnar eru upp á vefsvæði mínu hjá
Frjálsa lífeyrissjóðnum ef haldið
hefði verið áfram að greiða í sjóðinn
til 67 ára aldurs yrðu mánaðarlegar
útgreiðslur til mín úr öllum sjóðum
sem ég hef greitt til tæpar 185.000
krónur þar til samtrygging tekur við
85 ára. Þá yrðu mánaðarlegar út-
greiðslur til dauðadags samtals upp
á tæp 210.000. Rétt er að hafa í huga
að flestir komnir á níræðisaldur eru
orðnir ósjálfbjarga grænmeti sem
bíður þess aðeins að kveðja þetta
jarðlíf ef þeir eru þá ekki löngu farn-
ir. Finnst mér nú til mikils hafa verið
stofnað með söfnun í hefðbundna líf-
eyrissjóði fyrir heldur rýra útkomu.
Samkvæmt reiknivél TR fengi ég
266.000 mánaðarlega í ellilífeyri það-
an frá 67 ára aldri ef engar út-
greiðslur kæmu úr hefðbundnum
sjóðum með ráðstöfun eftir skatt
upp á 233.000 en 194.000 fái ég út-
greiðslur eins og vísað er í að framan
með heildarráðstöfun upp á 309.000
eftir skatt.
Að greiða í lífeyrissjóði 12% af
launum mínum allan starfsaldur
minn hefur því skilað mér meiri ráð-
stöfunartekjum í ellinni upp á 76.000
á mánuði þar sem stjórnvöld ræna
mig þeim réttindum upp á 109.000 á
mánuði sem ég hafði áunnið mér.
Ekki skilur á milli feigs og ófeigs
með þessum auknu ráðstöfunar-
tekjum en hæpið er að stigbreyta
orðið dauður, það væri þá kannski
hálfdauður, dauður, steindauður og
áhöld um hvað af því er verst. Þetta
er algjörlega án tillits til þess hvort
ég held áfram launaðri vinnu eftir 67
ára aldur en þá er slíkt hirt af mér til
viðbótar.
Telji embættismennirnir sem
stjórna svona fáránleika einhverja
sanngirni í þessu ætti með réttu að
skerða föst laun þeirra sem nemur
öllum greiðslum til þeirra umfram
föst laun. Lífeyrissjóðirnir eru þar
fyrir utan allt of margir og dýrir og
þar valsar um sjálftökufólk sem ekki
er með nokkru móti tengt þeim
raunveruleika sem hinn almenni líf-
eyrisþegi býr í. Samkvæmt árs-
reikningi Frjálsa lífeyrissjóðsins
nam rekstrarkostnaður 2020 að
meðtöldum fjárfestingagjöldum 824
milljónum, framkvæmdastjórinn er
með 31,5 milljónir í árslaun og
stjórnarformaður 5,2 milljónir fyrir
að sitja nokkra fundi árlega. Inn-
greiðslusjóðsfélagar voru í fyrra
21.374 og heildariðgjöld námu 21,2
milljörðum. Lauslega reiknað eru
því meðalárslaun hvers inngreiðslu-
félaga 7,2 milljónir. Hvers vegna
ætti framkvæmdastjóri sjóðsins að
hirða fjórfaldar tekjur og stjórnar-
formaður nánast árslaun meðal-
mannsins í sjóðnum?
Þetta fólk hefur virkilega þörf fyr-
ir göngutúr í kirkjugörðunum en þar
hvílir ómissandi fólk í stórum stíl og
það án þess að almennt hafi verið
tekið eftir því að það hafi horfið til
annars tilverustigs. Þótt ég sé mikill
frjálshyggjumaður þá býr í mér sá
laumukommi að ég tel rétt að þjóð-
nýta alla lífeyrissjóðina og ellilíf-
eyrir TR taki bara við þessu eins og
var.
Eftir Örn
Gunnlaugsson »… en hæpið er að stig-
breyta orðið dauður,
það væri þá kannski
hálfdauður, dauður,
steindauður og áhöld
um hvað af því er verst.
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er fv. atvinnurekandi.
orng05@simnet.is
Lífeyrissjóðir fyrir hverja?