Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Guðmundur Ingi, þú
ættir ekki að láta ákaf-
ann hlaupa með þig í
gönur! Ég held að þú
ættir að hætta að
monta þig af hvað þú
ert búinn að friðlýsa
marga staði á landinu
og fara að skammast
þín fyrir að traðka á
fólki og brjóta lög og
stjórnaskrá. Þú situr á
ráðherrastóli, var troðið í hann af
VG, ekki kosinn af þjóðinni, öfga-
maður í ýmsum málum, þá sér-
staklega friðlýsingum, náttúruvernd
og rembingi við að gera allt landið
og miðin að einum allsherjar þjóð-
garði.
Víst er það rétt sem þú skrifar í
Fréttablaðið 14. september sl. að Ís-
lendingar búa að þeim auði að hafa
lítt snortna náttúru, víðerni, fossa og
fjöll, þökk sé Guði fyrir okkar fallega
og góða land. Það er ekki nóg að
friðlýsa og hafa einhverja fallega
tölu á blaði sem sýnir hvað þú hafir
verið duglegur að ruddast áfram og
þykjast vera vernda landsvæði með
henni, það þarf að hafa fólk til að
fylgjast með að farið sé að settum
reglum. Og það er ekki
nóg að segja að um-
hverfisstofnun/
ráðuneyti muni sjá um
þetta allt og gefa skít í
landeigendur og gera
svo sem minnst af því
sem þið eruð að lofa.
Þið/þú eruð að traðka á
og brjóta á stjórn-
arskrárvörðum rétt-
indum manna.
Hvar er eftirlitið?
Eftirlitið sem þið
segist í samningaviðræðum ætla að
hafa með friðlýstu stöðunum er í al-
gjörri mýflugumynd, fyrir nú utan
eftirlitið sem þið eigið að hafa lögum
samkvæmt með verksmiðjum og
ýmsum fyrirtækjum sem eru að
spilla náttúrunni með spúandi eitur-
gufum upp í loftið og losandi ógeð í
hafið, væri hægt að nefna mörg
dæmi sem upp hafa komið um slíkt.
Þið þykist vera að vernda náttúruna
og fuglalífið en vegna eftirlitsleysis,
sem þið náttúrulega ráðið ekki við
vegna skorts á fólki og/eða fólkið
sem á að vera að sjá um þessa hluti
er í einhverjum leikaraskap. Eins og
t.d. landvörður sem UMST hefur
ráðið í eitt af nýjustu óleyfisfriðlýs-
ingunni þinni, hann þykist vera í ein-
hverjum lögguleik stoppandi bíla
innan svæðisins og segja þeim að
bíllinn séu eineygður eða vanti aftur-
ljós. Fólk hefur kvartað undan þessu
við mig. Ég, sem eigandi að stórum
hluta í Hvallátrum/Látrabjargi, hef
verið mikið á staðnum frá því í vor
og þar til nú, og verið mikið úti við,
hef mjög lítið séð til landvarðarins,
sem reyndar áttu að vera tveir þegar
ég var í viðræðum við umhverf-
isstofnun á sínum tíma.
Þú skellir á einhverri friðlýsingu á
Látrabjarg með viljayfirlýsingu frá
formanni Bjargtanga sem hefur
ekkert umboð landeigenda til að
taka slíkar ákvarðanir enda skýrt í
lögum félagsins að svo sé ekki, það
þarf leyfi eigenda allra jarðarinnar/
býlanna til að skuldbinda landeig-
endur. Samkvæmt lögum um friðlýs-
ingar þarf samþykki allra eigenda
fyrir slíku og ekki má brjóta stjórn-
arskrárvarinn rétt manna þó svo að
Alþingi semji einhver lög sem fara í
berhögg við stjórnaskrána. Þú ert
líka að brjóta netalög með því að
taka yfir eign manna.
72. gr. Eignarrétturinn er frið-
helgur. Engan má skylda til að láta
af hendi eign sína nema almennings-
þörf krefji. Þarf til þess lagafyr-
irmæli og komi fullt verð fyrir.
Eins og stjórnarskráin segir þá
þarf í okkar tilfelli, eigenda Látra-
bjargs og umhverfis, leyfi allra eig-
enda til að friðlýsa, en þú Guð-
mundur, hefur ekki leitast eftir því
af fullum heiðarleika heldur gert
eitthvert samkomulag við formann
Bjargtangafélagsins og fengið hann
til að skrifa undir einhverja vilja-
yfirlýsingu sem heldur ekki vatni.
Bara að nauðga þessu í gegn til þess
að geta skreytt þig með þessum lé-
legu fjöðrum. Kannski hefurðu feng-
ið formanninn til að skrifa undir
þessa viljayfirlýsingu með því að
leyfa honum að stunda tófu/
refaveiðar í hinu svokallaða friðlandi
sem hann er farinn að stunda.
Ég get tínt margt og miklu fleira
til um okkar samskipti og Umhverf-
isstofnunar en sökum þess að ekki
má hafa greinar mjög langar í blaðið
er það ekki hægt að sinni en eitt vil
ég þó segja að lokum: Það hefði mátt
gera samkomulag um friðlýsingu ef
græðgi ykkar í yfirráð yfir eignum
annarra hefðu ekki verið í forgrunni
hjá ykkur. Ég bauð ykkur að frið-
lýsa 15-50 metra inn á bjargbrún
sem er meira en nóg til að vernda
fuglinn, því hann heldur sig við hafið
og fer sáralítið inn á land, og einnig
ferðamenn, þeir halda sig við bjarg-
brúnina. En eins og þú sagðir við
okkur sem mættum einu sinni á fund
með þér þar sem þú máttir varla
vera að því að tala við okkur eða
hafðir kannski ekki áhuga á því, þá
svaraðir þú þegar ég nefndi 15-50 m,
að það væri alltof lítið til að stofna
þjóðgarð. Svo er það nú að skemmta
skrattanum að leyfa tveimur hópum
að rányrkja bjargið með eggjatöku
tugþúsunda eggja í gróðaskyni, hvar
er friðunin þá? Fyrir utan það sem
fullt af aðkomubátum hirða líka egg
og svo allt fugladrápið sem fer fram
frá sjó því það er ekkert eftirlit.
Nú krefst ég þess að þú dragir
þennan gjörning þinn til baka, að
öðrum kosti verð ég að leita réttar
míns fyrir dómstólum.
Eftir Marías
Sveinsson » Svo er það nú að
skemmta skratt-
anum að leyfa tveimur
hópum að rányrkja
bjargið með eggjatöku
tugþúsunda eggja.
Hvar er friðunin þá?
Marías Sveinsson
Höfundur er eigaandi
Sæbóls Hvallátrum.
saebol@simnet.is
Opið bréf til umhverfisráðhera
Nú þegar kosningar
nálgast leyfi ég mér
að minna á að í lýð-
ræðisríki má segja að
kosningarétturinn sé
„heilagur“. Á fjögurra
ára fresti getum við
valið þann stjórn-
málaflokk sem við
helst viljum að stjórni
landinu næstu fjögur
árin.
Þegar ég segi að kosningarétt-
urinn sé heilagur þá vísa ég til þess
að hann er eina tækifæri okkar til
að hafa bein áhrif á hverjir stjórna
landinu – og þar með okkur sjálf-
um.
Þeir, sem ekki eru fastir á klafa
ákveðins flokks, hlusta á framboðs-
ræður og fögur fyrirheit frambjóð-
enda. Þá er frammistaða flokkanna
á fyrri árum rifjuð upp og metin.
Lítum á nokkra.
Betra líf
Samfylkingin.
Lítum snöggvast um öxl. Ríkis-
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,
formanns Samfylkingarinnar
komst til valda snemma árs 2009, í
hruninu mikla og hinnar illræmdu
Icesave-kröfu. Flokkurinn hafði
verið við stjórn ásamt Sjálfstæð-
isflokknum undir stjórn Geirs
Haarde. Því samstarfi rifti Sam-
fylkingin en bauð Vinstri grænum
til samstarfs og hélt þannig áfram
um stjórnartaumana. Jóhanna Sig.
hófst þegar handa við höfuðáhuga-
mál sitt; að koma Íslandi í Evrópu-
sambandið ESB – og um leið að
hnýta Íslendingum Icesave-
skuldabagga til margra ættliða.
Formaður VG var Steingrímur Sig-
fússon fjármálaráðherra. Hann
lagðist þegar í tíð ferðalög til Brüs-
sel, að semja við ESB og kröfuhafa
Icesave. Þar sveik VG hugsjónir
sínar og kjósenda sinna.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra tjáði okkur Íslendingum
að stjórn hennar myndi láta hjól
atvinnulífsins snúast og slá skjald-
borg um heimilin – ástæðulaust
væri því að óttast hrun íslensku
bankanna, fjárhagslega ringulreið
og atvinnuleysi.
Raunin varð því miður önnur:
Gjaldþrot fyrirtækja og heimila,
þúsundir fólks misstu heimili sín
og mikill fjöldi fjölskyldna fluttist
búferlum – mest til
Kanada og Noregs.
Eftir að hafa upp-
lifað öll ósannindin,
leynimakkið og svikin
tel ég að Samfylkingin
hafi hvorki vilja né
heilindi til starfa í
þágu heildarinnar –
okkar allra. Þá hafa
þeir nú lýst vilja sín-
um til að koma Íslandi
í Evrópusambandið –
en það má aldrei
verða. Ísland og ís-
lensk þjóð er ekki til sölu.
Framtíðin ræðst á miðjunni
Framsóknarflokkurinn þrífst vel
á miðjunni – þaðan er jú styst bæði
til vinstri og hægri. Að öðru leyti
segir þetta slagorð ekki margt.
Sárt þykir mér að sjá hve lítið ligg-
ur eftir ráðherra mennta- og
menningarmála, útvarps og
íþrótta.
Oft var þörf en nú er brýn nauð-
syn. Íslenskir nemendur eru marg-
ir illa læsir og standa jafnöldrum
sínum á Norðurlöndum hvergi
nærri á sporði. Enskuslettur ná
stöðugt meiri útbreiðslu m.a.s. í
ríkisfjölmiðlum, ekki síst sjónvarpi
allra landsmanna. Hér mætti
Framsókn vera framsæknari – hér
dugar ekkert miðjumoð.
Í þessu eins og fleiru þarf skipu-
lag, aga og kjark.
Við gerum það sem…
Miðflokkurinn hefur lagt fram
metnaðarfullar áætlanir. Fast er
að orði kveðið og framtíðin máluð
sterkum litum; beingreiðslur til
landsmanna, báknið minnkað, ný
sýn og hugmyndir fyrir íslenskan
landbúnað. Margir minnast baráttu
Miðflokksins gegn samþykkt orku-
pakka 3. Því miður var það „afsal
íslenskrar raforku“ knúið gegnum
Alþingi á hæpnum forsendum. Það
á því miður eftir að koma okkur í
koll og reynast okkur dýrkeypt.
Framganga og barátta Miðflokks-
manna segir mikið um skoðanir og
metnað þeirra fyrir Íslands hönd.
Þá er eftir því tekið að í röðum
þeirra eru margir frambjóðendur á
miðjum aldri með reynslu á mörg-
um sviðum þjóðfélagsins. Miðflokk-
urinn nýtur þess nú að koma fersk-
ur til leiks, án hala af brostnum
kosningaloforðum. Það verður
frambjóðendum hans hvati til að
„gera það sem þeir segjast ætla að
gera“. Ef ekki, verður fallið of hátt.
Land tækifæranna
Formaður Sjálfstæðisflokksins
talar um Ísland sem land tækifær-
anna. Ekki skal um það deilt enda
hefur hann næmt auga eins og t.d.
hvenær skuli selja banka eða
lækka veiðigjöld stórútgerðanna.
Þá er rétt að fagna því að hann tel-
ur nú rétt að lækka skatta. Leitt að
hann skyldi ekki fá þessa góðu
hugmynd í upphafi kjörtímabilsins
frekar en núna við lok þess! Ýmsir
vilja nýja stjórnarskrá ekki síst til
að lögfesta eignarhald íslensku
þjóðarinnar á öllum auðlindum
lands og sjávar. Þetta stendur í
sjálfstæðismönnum. Raunar er
merkilegt hvað þeir hafa lengi
komist upp með þetta, svo stórt
mál sem þetta er.
Margir sáu formanninn í sjón-
varpi sýna handbragð sitt við kö-
kuskreytingar. Nú er bara að vona
að fimi hans með kökuhnífinn sé
ekki síðri en með rjómasprautuna.
Þá vefst vart fyrir honum að skipta
kökunni – jafnt!
Fólkið fyrst …
Segir flokkur fólksins. Stofnaður
til að berjast fyrir hagsmunum
aldraðra og sjúkra. Það segir eig-
inlega meira um stjórnarflokkana
að það skuli þurfa sérstaka rödd á
hinu háa Alþingi til að gæta hags-
muna þeirra sem sjúkir eru og
aldraðir – eins sjálfsagt og það er í
þjóðfélagi eins og okkar Íslend-
inga.
Gefðu framtíðinni tækifæri
Viðreisn á sér svipuð baráttumál
og Samfylkingin, þ.e. að koma Ís-
landi í Evrópusambandið og taka
upp evru. Slík framtíð er ekki ís-
lensk framtíð. Afkomendur okkar
eiga betra skilið.
Eftir Baldur
Ágústsson »Með atkvæði okkar
í vasanum setjast
þau á þingstóla, ráða
ráðum sínum og
taka ákvarðanir
sem snerta okkur öll.
Vöndum val þeirra vel.
Baldur Ágústsson
Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð-
arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004.
bagustsson@mac.com
baldur@landsmenn.is
Á okkar ábyrgð
Geðveiki er líkami í
baráttu gegn um-
hverfi sínu. Biðlistar
bera ekki vott um
gallaða einstaklinga,
þeir eru vísbendingar
um galla í kerfinu.
Kvíði er aukaverkun
aftengingar okkar við
náttúruna. Streita er
afleiðing þess að
sofna á færibandinu.
Fíkn er frí frá stað-
reyndunum. Munurinn á anorexíu
og öðrum hungurverkföllum er
samvitund þátttakenda. Munurinn
á persónuleikaröskun og skap-
sveiflum er hentisemi söluaðilans.
Siðblinda er ekki yfirnáttúruleg
illska, hún er hluti sálarinnar sem
virkjast í valdastöðu.
Í heimi þar sem myndin er góð
ef lækin eru mörg og fréttin er
sönn ef smellirnir eru margir er
sannleikurinn einfaldlega sá sem
flestir segja honum að vera. Þess
vegna verður maður stöðugt að
spyrja sig hver maður er, því um
leið og maður hættir að svara
þessari spurningu er einhver ann-
ar tilbúinn að svara fyrir mann.
Það er alltaf einhver tilbúinn að
útskýra hvað er að okkur, og það
er freistandi að trúa þeim sem
segir að lyfseðillinn sé uppskriftin
að bestu útgáfunni af sjálfum okk-
ur.
Þegar við köllum eiginleika okk-
ar einkenni og römmum okkur inn
í greiningu fáum við ástæður til að
líða eins og okkur líður, en ástæð-
urnar eru ekki ókeypis. Fórn-
arkostnaður þess að skipta sér út
fyrir sjúkling er sjálfstæð hugsun.
Andstæða frelsis er vantraust á
eigin getu til að bera skynbragð á
þann veruleika sem mænir á mann
hverju sinni. Sjálfsefinn er fang-
elsið sem við köllum
þægindarammann.
Feimni er afsökun
þess sem þorir ekki að
ábyrgjast eigin fram-
komu, og eðlilega
breikkar bilið milli
þess sem við hugsum
og segjum þegar við
treystum ekki eigin
sannfæringu.
Það er engin lækn-
ing við því að vera
manneskja, og lífið er
of stutt til að lyfja sig frá vand-
ræðunum sem því fylgja. Mistök
eru augnablikin sem sameina okk-
ur í sömu tegundina. Sambönd eru
eins og önnur náttúrufyrirbæri:
nærandi og eitruð í senn. Suma
daga finnum við frið í vænt-
umþykju hvort annars; aðra daga
finnum við öryggi í örvæntingu
hvort annars. Persónuleikar eru
síbreytileg fyrirbæri og til að
þekkja fólkið í kringum okkur
verðum við að kynnast því á hverj-
um degi. Áhyggjur eru vasaþjófar
augnablikanna. Reiði er varnarlás
tilfinninganna. Ofbeldi er ekki
annað en yfirgengileg þrá eftir
nánd, og um leið og við missum
tenginguna við fólkið í kringum
okkur verður það ofbeldið sem
skilgreinir okkur.
Maður verður að brotna smá og
bila því batnandi mönnum er best
að lifa. Engar manneskjur eru eins
og þess vegna getum við ekki lært
neinn utanbókar, ekki einu sinni
okkur sjálf.
Eftir Ernu Mist
Erna Mist
» „Áhyggjur eru vasa-
þjófar augnablik-
anna.“
Höfundur er listmálari.
ernamist@ernamist.net
Deyfandi ástæður
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is