Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Við lifum á miklum
breytingatímum sem
kunna að verða ör-
lagaríkir fyrir land og
þjóð. Sumt í íslenskum
stjórnmálum minnir nú
á það sem hér gerðist á
13. öld, þegar við geng-
um Noregskonungi á
hönd og glötuðum full-
veldi okkar. Þeir ís-
lensku menn sem að
þessu unnu hafa verið nefndir land-
ráðamenn og þjóðníðingar.
Í íslenskri nútímapólitík eru þrír
stjórnmálaflokkar sem vilja koma
okkur inn í Evrópusambandið (ES),
sem gæti þróast í það að verða sam-
bandsríki (Evrópustórveldið). Ef við
gengjum þar inn, þá
yrði fyrst í orði kveðnu
sagt að við héldum full-
veldinu, en í reynd yrði
áfangaþróunin sú að
inngangan leiddi til
þess að erlendur dóm-
stóll yrði Hæstarétti
Íslands yfirsterkari og
erlend lög – erlendar
tilskipanir rústuðu
ákvörðunum Alþingis
Íslendinga.
Enginn vafi er á því
að forkólfar þeirra
stjórnmálaflokka sem
óska eftir inngöngu í ES vita vel
hvað þeir eru að gera og til hvaða
framtíðarafleiðinga inngangan
leiddi. Hins vegar eru margir hinna
ágætu kjósenda þessara flokka ekki
nægilega upplýstir til að sjá afleið-
ingarnar fyrir. Inngangan leiddi
m.a. til þess að við töpuðum yfirráð-
um á auðlindum okkar; heitu vatni,
raforku, fiskveiðum (þ.m.t. fisk-
vinnslu) og neysluvatni sem verður
ákaflega dýrmætt í framtíðinni.
Þessir landráðaflokkar eru Pírat-
ar, Samfylking og Viðreisn. Með
óverulegum undantekningum virðist
málflutningur þeirra vera fjarri ís-
lenskum veruleika og þjóðlegri
hugsun. Og sumir þeirra berjast fyr-
ir innflutningi erlendra landbún-
aðarvara.
En hvað um Vinstri græn? Þegar
sá flokkur var stofnaður, þá fylgdu
honum margir vegna þess að þeir
töldu að flokkurinn mundi standa
vörð um fullveldi landsins, enda
höfðu frambjóðendur þeirra talað
þannig fyrir kosningar. Ásamt Sam-
fylkingunni mynduðu VG fyrstu
raunverulegu vinstristjórnina á Ís-
landi. Sú stjórn vann „kraftaverk“
eftir hrunið, við að forða okkur frá
þjóðargjaldþroti og að reisa efna-
haginn við og það er því mjög ómak-
legt og ósanngjarnt að tala um þau
verk þeirra eins og þáverandi
stjórnarandstaða gerði.
Hins vegar samþykkti VG að
sækja um inngöngu í ES. Í reynd
var þetta ekki umsókn, heldur aðlög-
unarferli. (Að segja að VG hafi ekki
átt annars úrkosta til að mynda
stjórn eru lygar, því Samfylkingin
var þá ekki í neinni pólitískri stöðu
til öðruvísi stjórnarmyndunar).
Þessari landráðastarfsemi VG var
síðar framhaldið með því að troða í
gegn orkupakka 3, sem gæti orðið
liður í því ferli að við glötuðum tök-
um á raforku okkar og raforkufram-
leiðslu.
Það er hættulegt fullveldi okkar
að kjósa landráðaflokkana. Við þurf-
um flokka sem vilja og þora að gæta
hagsmuna Íslands, m.a. með því að
stöðva uppkaup erlendra auðmanna
á íslensku landi. Hagsmunir Íslands,
varðveisla íslenskrar þjóðmenningar
og fullveldi lands og þjóðar eiga að
vera ofar öllu öðru.
Eftir Gunnar
Guðmundsson
frá Heiðarbrún
» Í íslenskri nútíma-
pólitík eru þrír
stjórnmálaflokkar sem
vilja koma okkur inn í
Evrópusambandið …
Þessir flokkar eru
Píratar, Samfylking
og Viðreisn.
Gunnar
Guðmundsson
Höfundur er fræðimaður
og bókahöfundur.
Eru landráðaflokkarnir þrír eða fjórir?
Í sjónvarpsþætti ný-
lega voru nokkrir
frambjóðendur til Al-
þingis spurðir hvort
þeir hafi neytt eitur-
lyfja. Fram kom að
flestir þeirra svöruðu
játandi. Kom þetta
einhverjum á óvart?
Notkun fíkniefna af
ýmsu tagi hefur aukist
stöðugt hér á Íslandi
undanfarin ár. Eins og
flestir í okkar þjóðfélagi þekki ég
slæm dæmi um upplausn í fjöl-
skyldum vegna eiturlyfjanotkunar.
Dæmin eru mörg skelfileg þar sem
jafnvel einn fjölskyldumeðlimur í
neyslu raskar fjölskyldulífi annarra
verulega. Um árabil tók ég þátt í
stjórnunarstörfum hjá Samhjálp
sem meðal annars er með rekstur
Hlaðgerðarkots, meðferðarheimilis
fyrir fíkla. Það var mjög lærdóms-
ríkur tími og gerði mér enn betur
ljóst hvað eiturlyfjaneyslan er risa-
stórt vandamál.
Ég hef lengi velt því fyrir mér að
setja á blað hugleiðingar mínar um
þetta alvarlega þjóðfélagsmein og
reyna að skoða hverjar mögulegar
leiðir gætu verið til að draga úr
þeim skaða sem eiturlyfjaneyslan
veldur í þjóðfélaginu. Umræðan um
vandann er ótrúlega lítil og allt útlit
er fyrir að margir leiði þetta hjá
sér og að uppgjafarástand sé
ríkjandi. Spurning er hvort þær
leiðir sem stjórnmálamenn hafa val-
ið undanfarin ár og kallast skaðam-
innkandi aðgerðir, séu frekar til
þess fallnar að viðhalda vandanum,
en leiði ekki til lausna. Heimild til
að setja upp og reka neysluskýli og
fleira má væntanlega rökstyðja sem
skaðaminnkandi, en um leið má
einnig rökstyðja að þær aðgerðir
stuðli að því að neyslu sé viðhaldið
og að hún jafnvel aukist. En hver
er ávinningurinn að öðru leyti ef
þessar leiðir auka möguleika til
meiri neyslu og jafnvel auðvelda
sölustarfsemina? Er ekki rétt að
þetta verði skoðað betur?
Er uppgjafarstefna
í fíkniefnamálum?
Reynslan sýnir að stjórnvöld
taka of væg og jafnvel röng skref í
fíkniefnamálum. Um þessar mundir
hvetja Píratar til meira frelsis til
eiturlyfjaneyslu með því sem þeir
kalla afglæpavæðingu neyslu-
skammta eiturlyfja. Með því hvetja
þeir til þess að fyrsta skrefið yrði
stigið til að heimila sölu eiturlyfja.
Margir aðilar leggjast eindregið
gegn svona tillögu af eðlilegum
ástæðum. Landlæknisembættið
lagðist á sínum tíma eindregið gegn
málinu og vísaði meðal annars til
þess hver áhrif afnáms refsinga
hafði haft á ungmenni í Portúgal og
Hollandi. Bent var á að í evrópsku
vímuefnarannsókninni hafi komið
fram að kannabis-
neysla meðal portú-
galskra unglinga hafi
aukist í kjölfar þess að
refsingar voru felldar
niður árið 2001. Einnig
var vísað til umtals-
verðrar aukningar á
neyslu ungmenna í
Hollandi. Þá ítrekaði
landlæknir afstöðu
sína til þess að tekið
yrði á tillögunni og
málaflokknum í heild-
rænni stefnumótun til
framtíðar. Tillaga Pírata er stór
hættuleg og klárlega leið til algjörr-
ar uppgjafar í baráttunni við skelfi-
legar afleiðingar af fíkniefnaneyslu.
Hvar eru allir fíklarnir?
Ef marka má fréttir um magn
eiturlyfja og læknadóps sem áætlað
er að sé í umferð og aukist stöðugt,
má gera ráð fyrir að neytendur séu
mjög víða í þjóðfélaginu. Sjaldan
eða kannski aldrei heyrast vanga-
veltur um það, hvaða aðilar eru
neytendur þess mikla magns eitur-
lyfja og læknadóps sem er í umferð
og við hvað þeir aðilar mögulega
starfa?
Er ekki full ástæða til að velta
þessu aðeins betur fyrir sér?
Er fólk í þessum hópi á Alþingi
og innan stjórnsýslunnar, er það
innan lögreglunnar og tollsins, er
þarna að finna heilbrigðisstarfsfólk
eða kennara og nemendur í skólum
landsins? Hvað með sjófarendur
eða fólk sem starfar við flug, nú eða
bílstjóra á hópferðabílum eða
stórum flutningabílum á þjóðvegum
landsins? Svona mætti lengi halda
áfram að spyrja? Eiturlyfjaneyt-
endurnir eru einhvers staðar, það
er alveg klárt.
Í hverri viku stöðvar lögreglan
fjölda fólks sem ekur undir áhrifum
áfengis og fíkniefna. Með auknum
skimunum í þjóðfélaginu kæmi í
ljós hvar neytendurna má finna.
Mögulega er sú aðferð að skima
fyrir notkun ólöglegra fíkniefna
besta leiðin til að minnka fíkniefna-
neysluna verulega sem augljóslega
er mjög útbreidd.
Skimanir fyrir fíkniefnum
þurfa að aukast
Allt síðast liðið ár hafa tugþús-
undir manna verið skimaðir fyrir
ólukkans Covid19 veirunni hér á Ís-
landi sem og annars staðar. Flestir
eru fylgjandi því og gleðjast yfir
góðum árangri.
Í keppnisíþróttum er hins vegar
mikið um óvæntar og fyrirvara-
lausar skimanir íþróttafólks fyrir
notkun ólöglegra lyfja og fíkniefna
og ströngum refsingum er beitt.
Lögreglan á Íslandi skimar einnig
fjölda ökumanna í hverri viku, já
hugsið ykkur í hverri viku vegna
gruns um neyslu ólöglegra fíkni-
efna og áfengis og ströngum refs-
ingum er beitt. Ýmis fyrirtæki á Ís-
landi hafa mjög skýr ákvæði í
ráðningarsamningum við starfsfólk
um óvæntar skimanir fyrir ólögleg-
um fíkniefnum. Sem dæmi má
nefna fyrirtæki í stóriðju, sjávar-
útvegi og fleiri atvinnugreinum.
Fréttir á þessu ári frá Icelandair
herma að ákvæði um óvæntar skim-
anir fyrir ólöglegum fíkniefnum
verði framvegis í ráðningarsamn-
ingum við starfsfólk fyrirtækisins.
Fyrirtæki sem nota skimanir
hafa náð mjög góðum árangri þar
sem ég þekki til. Starfsfólk sem
hefur orðið uppvíst af neyslu hefur
fengið góða aðstoð til að taka á sín-
um málum og þannig komist aftur
heilbrigðara til vinnu. Þakklæti að-
standenda í slíkum tilfellum er ólýs-
anlegt. Eftirlit og óvæntar skimanir
fyrir ólöglegum fíkniefnum væri að
mínu mati skynsamlegt að taka upp
sem víðast í þjóðfélaginu. Það væri
raunverulega skaðaminnkandi fyrir
svo marga aðila. Stjórnvöld í sam-
starfi við aðila í atvinnulífi og laun-
þegahreyfingu ættu að vinna að því
að útbreiða þá leið sem víðast.
Öll umræða er mun opnari nú
Í ljósi mjög opinnar umræði und-
anfarið má sjá að mörg þeirra erf-
iðu vandamála sem þjóðfélagið
glímir við má rekja til neyslu áfeng-
is, eiturlyfja og annarra vímuefna.
Neyslan leiðir oft af sér alvarlegt
ofbeldi og glæpi af ýmsu tagi og
einnig alvarlegar heilsufarslegar af-
leiðingar. Kostnaður þjóðfélagsins
er gríðarlegur. Í hverri viku þurfa
lögregla og heilbrigðisstarfsfólk að
hafa afskipti af málum, sumum
mjög slæmum og erfiðum, sem
rekja má til neyslu fíkniefna af
ýmsu tagi. Róttækar og markvissar
aðgerðir til úrbóta, svo sem víðtæk-
ari skimanir má ætla að geti
minnkað þessi vandamál verulega
og þar af leiðandi minnkað mikinn
kostnað og álag sem þeim fylgja.
Ég bið fólk að hugleiða þessi mál,
ekki hvað síst ráðamenn þjóð-
arinnar. Ef verulegur árangur á að
nást í baráttunni við fíkniefnin,
þurfa sem flestir að leggja málinu
lið. Þjóðin þarf virkilega að standa
saman og það þarf kjark til að tak-
ast á við vandamálið og ná umtals-
verðum árangri. Versta leiðin fyrir
þjóðfélagið er uppgjöf eins og Pí-
ratar og fleiri boða.
Eftir Jón Norðfjörð » Fyrirtæki sem nota
skimanir hafa náð
mjög góðum árangri þar
sem ég þekki til. Starfs-
fólk sem hefur orðið
uppvíst að neyslu hefur
fengið góða aðstoð til að
taka á sínum málum.
Jón Norðfjörð
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.
Eru eiturlyf á Alþingi?
Síðustu misseri hef-
ur veira leikið heims-
byggðina grátt. Bólu-
efni voru framleidd
með hraði en lækning
með lyfjum er ekki til.
Fleiri veirur hrjá
mannfólkið og sem
betur fer eru til bólu-
efni við mörgum
þeirra. Ein er sú veira,
sem kölluð hefur verið
mannavörtuveira (human papilloma
virus – HPV). Veiran finnst hjá
stórum hluta fólks. Telja sumir, að
80% kvenna smitist af veirunni ein-
hvern tímann á ævinni. Kynfæra-
vörtur eru þó ekki eina birtingar-
myndin og til eru fjölmörg afbrigði
veirunnar. Bóluefni eru framleidd til
að koma í veg fyrir þennan vágest.
Tengsl HPV við leghálskrabbamein
leiddi til þess, að mælt er með bólu-
setningu ungra stúlkna víða um lönd
og einnig á Íslandi. Á Íslandi er
bólusetningin niðurgreidd fyrir
stúlkur.
Skaðsemi veirunnar er þó ekki
einungis bundin við legháls-
krabbamein. Hún er orsök margra
annarra krabbameina. Krabbamein í
hálsi og hálskirtlum, kynfærum
karla og við endaþarm bæði karla og
kvenna eru afleiðing veirusýkingar
með HPV. Það er því mikilvægt að
bólusetja bæði stúlkur og drengi
gegn HPV. Bólusetninguna er bezt
að gefa fyrir kynþroskaaldur.
Tvö bóluefni eru fáanleg á Íslandi.
Þau eru ekki jafnvíg. Annað þeirra
virkar á fleiri tegundir veirunnar, en
er að mér er sagt, eitt-
hvað dýrara. Verðið er
þó ekki hátt. Bæði efnin
kosta innan við 30.000
krónur hver skammtur.
Annað þeirra er nið-
urgreitt fyrir stúlkur en
ekki drengi. Sparnaður
við að koma í veg fyrir
krabbamein síðar á æv-
inni er gríðarlegur. Öll
krabbamein, sem HPV
veldur, geta verið ban-
væn. Tíðni sumra
þeirra er í örum vexti.
Tilgangur þessara skrifa er tví-
þættur. Í fyrsta lagi, til að vekja at-
hygli á hættulegum vírus, krabba-
meinsvaldi, sem má hindra með
bólusetningu. Í öðru lagi, er mis-
ræmi í niðurgreiðslum milli stúlkna
og drengja á engan hátt verjandi.
Ég vil hvetja alla foreldra til að
láta bólusetja börn sín og unglinga
fyrir kynþroskaaldur. Leitið til
heilsugæzlunnar og berið upp erind-
ið. En sérstaklega vil ég hvetja
stjórnvöld til að hætta þeirri mis-
munun, að niðurgreiða bóluefni að-
eins til nota hjá stúlkum en ekki
drengjum. Það er ekki verjandi.
Varla er það jafnræði. Drengir eru
og verða líka menn.
Eftir Þorstein
Gíslason
Þorsteinn Gíslason
» Þörf er bólusetninga
hjá drengjum jafnt
sem stúlkum vegna
HPV-veirunnar.
Höfundur er þvagfæraskurðlæknir.
trani@mac.com
HPV-bólusetning
Eina raunverulega
lýðræðið er að kosn-
ing til Alþingis fari
fram sem kennitölu-
lottó. Engir fram-
bjóðendur heldur
verði notað svokallað
kennitölulottó þar
sem þingmenn til
fjögurra ára eru
valdir út frá slembi-
úrtaki frá Hagstofu
Íslands á fjögurra
ára fresti líkt og valið
er í kviðdóm í Banda-
ríkjunum. Flokks-
pólitík á Íslandi er
óheilbrigð og stund-
um eitruð og hún er í
raun úrelt. Hún er
villandi og oft óheil-
indi á bak við hvar
stjórnmálafólk staðsetur sig.
Stjórnmálafólk er að mestum hluta
tækifærisinnar sem
myndu selja hugsjónir
sínar fyrir rétta upp-
hæð eða bitlinga. Ég
held að langstærstur
hluti stjórnmálafólks
sé narsissistar í þykj-
ustuleik. Stefnur
stjórnmálaflokka eru
flestar fallegar á
prenti, en við vitum
öll að við höfum fyrst
og fremst verið að
kjósa fólk en ekki
stefnur þótt þær séu
að vissu leyti áætl-
aður fókus þess sem
er að tæla af þér at-
kvæðið þitt. Beint og
hreint lýðræði eins og
kennitölukosning er
heillavænlegust,
heiðarlegust og heil-
brigðust.
Kosningar til Alþingis
Eftir Snorra
Ásmundsson
Snorri Ásmundsson
»Eina raun-
verulega lýð-
ræðið er að kosn-
ing til Alþingis
fari fram sem
kennitölulottó.
Höfundur er listamaður.
snorri.asmundsson@gmail.com