Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 43
lenskum fjölskyldum, stuðnings- net sem kom í stað náinna ætt- ingja sem voru staddir víðs fjarri. Við brölluðum margt saman; leigðum sumarhús, bök- uðum fyrir jólin, pössuðum hvert fyrir annað, grilluðum úti í garði og drukkum Grøn og Hof. Í minningunni var eiginlega allt- af sól á Kagså, Jóhanna og Gunni órjúfanlegur hluti af sviðsmyndinni og sannir vinir í gleði og raun. Þegar við vorum öll aftur flutt heim til Íslands hélst vináttan. Við höfum ótal sinnum notið gestrisni þeirra, fyrst á Hvann- eyri, svo Selfossi og loks á Akri. Þar hafa börnin okkar notið þeirra forréttinda að fá að dvelja á tímabilum og kynnast Íslandi frá öðru sjónarhorni en af mölinni. Áhugi Gísla og Gunna á Manchester United leiddi þá með sonum sínum í fót- boltaferðir sem lengi verða í minnum hafðar. Gunni var áhugamaður um stjórnmál og gætti þess að kjósa áður en hann tók lokaslaginn við erfiðan sjúkdóm. Í veikindum Gísla var Gunni nálægur og traustur vin- ur. Þeir Gísli og Gunni voru þre- menningar, áttu ættir að rekja til Mjóafjarðar. Það var efni í margar umræður og ættfræði- rannsóknir. Forfaðir frá Lesø í Danmörku vakti sérstaka for- vitni. Við vorum með plön um að fara þangað saman. Þess í stað tóku þeir frændur ótímabæra vinkilbeygju og fóru með tveggja ára millibili í aðra ferð, til Sumarlandsins. Allt of fljótt, finnst okkur sem eftir erum. Ég og börnin mín, María, Grímur og Ragnar, þökkum góðum dreng fyrir samfylgdina og sendum honum hlýjar kveðj- ur til handanheima. Hugur okk- ar er hjá Jóhönnu, Helgu, Pálma og Þuríði. Megi guð og góðar vættir veita þeim styrk. Þorgerður Ragnarsdóttir. Ég var á tíunda ári þegar ég kynntist Gunnari Rúnari Krist- jánssyni. Þá flutti ég úr Skaga- firði suður til Reykjavíkur í Laugarnesið og var nýtt heimili fjölskyldunnar á Laugarnesvegi 100. Það var mikil breyting fyrir lítinn dreng að koma úr sveitinni til borgarinnar og hefja nám í nýjum skóla þar sem allt var ókunnugt, bæði fólk og um- hverfi. Fljótlega kynntist ég þó Gunna, jafnaldra mínum, sem átti heima á 102. Þau kynni urðu síðan að góðri vináttu sem þró- aðist á bernsku- og unglingsár- um og var til staðar alla ævi. Að kynnast Gunna var þáttur í því að takast á við umskiptin og sættast við lífið í borginni. Heimili Gunnars stóð mér ávallt opið og á ég þaðan góðar minningar, um foreldra hans, Guðnýju og Kristján, og systk- inahópinn. Margar stundir var ég þar og þau reyndust mér vel. Við Gunni byrjuðum snemma í skátunum. Vorum í Skátafélag- inu Dalbúum og störfuðum þar fram á fullorðinsár. Það starf mótaði líf okkar á margan hátt. Fórum saman í fjölmargar úti- legur og skálaferðir, skátamót og fundi. Á unglingsárum vorum við í dróttskátafélaginu Aquila, sem var hópur góðra vina sem bröll- uðu margt saman. Eftir að full- orðinsaldri var náð og hópurinn dreifðist minnkuðu samskiptin. Við getum þakkað Gunna það að hann hélt hópnum saman öðrum fremur, þreyttist ekki á að hvetja til þess að við hittumst og var síðan hrókur alls fagnaðar þegar hann náði fólkinu saman. Stundum heimsótti Gunni mig í Skagafjörðinn á sumrin. Fermingarárið okkar keyptum við okkur eins fermingarföt og hann kom norður í ferminguna mína. Við vorum svipaðir á hæð, ekki ólíkir og í eins fötum. Eftir ferminguna greip roskin kona í peysufötum Gunna í fangið, um- vafði hann örmum og kossum og óskaði honum innilega til ham- ingju með ferminguna. Við glottum báðir, en létum sem ekkert væri. Nokkrum árum síðar vorum við að fara suður með Norður- leiðarrútunni. Stoppaði rútan við afleggjarann að Akri í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Þar biðu tvær fallegar stúlkur og tók önnur sér far með rútunni, hin varð eftir. Ekki fór þetta atvik fram hjá okkur félögum og varð Gunna starsýnt á stúlkuna sem varð eftir og kom hún til tals nokkrum sinnum á leiðinni. Það var eins og hugur hans hefði líka orðið eftir norðan heiða. Þarna sá Gunni Jóhönnu sína í fyrsta sinn. Og seinna fannst mér vænt um að hafa verið viðstaddur það augnablik. Ég fékk síðar að vera við- staddur brúðkaup þeirra í Þing- eyrakirkju síðsumars 1982. Það þótti mér einnig vænt um. Gunni og Jóhanna gengu síð- an æviveginn saman og studdu hvort annað. Ekki var hann allt- af sléttur og greiðfær og brekk- urnar misbrattar. Ekki síst eftir að Gunnar greindist með krabbamein og þurfti að takast á við þann vágest sem lagði hann að lokum að velli. Að leið- arlokum þakka ég mínum gamla vini fyrir allt það sem hann var mér. Þegar litið er yfir farinn veg er þakklætið ofarlega í huga, en einnig eftirsjá – að hafa ekki eytt fleiri stundum saman hin síðari ár. Guð blessi minningu góðs drengs og ástvini alla. Gísli Gunnarsson, Glaumbæ. Nú hefur kvatt okkur okkar ástkæri Gunnar Rúnar Krist- jánsson, bóndi á Akri. Hann hef- ur verið hluti af fjölskyldunni í yfir 45 ár. Öll þau ár hefur verið tekið á móti okkur með opnum örmum þegar við höfum heim- sótt þau Jóhönnu og börnin þeirra. Bæði í Danmörku, Hvanneyri, Selfossi og svo ekki sé talað um á Akri. Það var sér- staklega ánægjulegt þegar þau ákváðu að festa rætur á Akri, sem við öll höfum svo miklar taugar til. Gunni tók alltaf vel á móti okkur fjölskyldunni þegar við komum norður á Akur, oft með rjúkandi heitum og rótsterkum kaffibolla eða dýrindissteik af grillinu. Hann hafði alltaf áhugaverðar sögur og bein- skeytta brandara að segja. Oft var umræðuefni okkar Gunna tengt framkvæmdum á Akri. Ef það var vor sá hann alltaf um að það væri búið að undirbúa að hægt væri að taka flag, sem er uppáhaldsverkefni. Það er betra en allar aðrar skemmtanir. Það var gaman að ferðast með Gunna og var hann forvit- inn um alla hluti sem á vegi hans urðu. Hann var hreinskiptinn og hægt að treysta því sem hann sagði. Hann sá alltaf það skemmtilega út úr hlutunum. Gunni hafði mjög gaman af að skipuleggja atburði. Við tengd- umst því best þegar hann skipu- lagði ferð systkina mömmu í brúðkaup okkar Marianne í Danmörku. Skipulagið var svo gott að ferðin er í minnum höfð. Brúðkaup var haldið á Jótlandi og kom fjölskyldan frá Íslandi til Gunna og Jóhönnu í Kaup- mannahöfn, alls 20 manns. Síðan var farið með lestum og ferjum til Jótlands og varð til skemmti- efni á hverjum stað. Gunni, takk fyrir baráttuna. Takk fyrir árin sem þú gafst okkur að gjöf. Núna getur þú hvílt þig. Minning þín lifir áfram í okkur og hún er góð og lær- dómsrík. Hér er aðeins stuttur listi af því sem við getum tekið með okkur: Það er gott að hafa skoðanir á hlutunum og það má ræða málin. Fótboltinn (lesist Manchester United) er mikið sameiningartákn. Að standa yfir grillinu nálgast hugleiðslu. Það er gott að geta haft gaman af sjálfum sér, glott aðeins í annað munnvikið og sett á sig forláta hatt. Viljastyrkur smitar frá sér og gefur innblástur. Gott er að hugsa til þín Gunni. Oft heyrði ég „Gunni minn“ á Akri og hvar sem við hittumst. Þú munt ávallt vera Gunni okkar. Jón, Marianne, Níels Pálmi, Henrik og Anna Elísabet. Traustur liðsmaður og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Erfið veikindi lögðust þungt á góðan dreng og gerðu honum oft erfitt fyrir. Alltaf lagði hann sig þó fram um að sinna þeim skyldum sem hann hafði tekið að sér og var falið af sínu samferðafólki. Hann vildi efla hag byggðanna og styrkja sveitirnar. Sauðfjárræktin var honum sérlega hugleikin og tók hann þar við góðu búi eftir tengdaföður sinn, sem var ein- stakur fjárræktarmaður og með afbrigðum glöggur. Við Gunnar á Akri höfum ver- ið nánir samstarfsmenn í stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár um langt skeið. Þegar Gunnar var kjörinn í stjórnina var honum strax falið það vandasama hlut- verk að rita fundargerðir á öll- um fundum félagsins. Þær voru glöggar fundargerðirnar hans Gunnars, allt fært til bókar sem máli skipti, en sleppt því sem ekkert erindi átti í fundargerð. Gunnar var einnig tillögugóður í stjórninni og oft áttum við sam- ræður um málefni lax- og sil- ungsveiða utan stjórnarfunda. Þær samræður leiddu jafnan til góðrar niðurstöðu, sem við oftar en ekki fylgdum eftir á fundum. Gunnar hafði áhuga á öllum samfélagsmálum. Hann sá fyrir löngu mikilvægi þess að efla sveitarstjórnarstigið og hann var traustur stuðningsmaður þess að íbúar í Húnaþingi sam- þykktu að sameinast í eitt sveit- arfélag. Honum þótti miður þeg- ar sameining allra hreppa í A-Hún. var felld síðastliðið vor. Hans draumur um sameinað Húnaþing fjarlægðist við þá nið- urstöðu. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum saman fyrir mörgum árum vestur í sýslu til að ræða við forustumenn þar um sameig- inleg hagsmunamál okkar varð- andi veiðimál. Aðalefni fundar- ins var að ræða hina miklu ásókn fiskeldismanna um eldi í sjókvíum við landið. Þá var sú holskefla að hvelfast yfir á ógn- arhraða. Í hópi talsmanna þessa eldis var engin biðlund að taka hófleg skref og sjá hverjar af- leiðingar mikið eldi gæti haft á lífríki og náttúru. Við Gunnar sáum ávallt ýmsa vankanta á þessum stóru áformum. Einkum vildum við vara við að eldið yrði stórfellt strax í byrjun, áður en reynsla kæmi á hvert það leiddi. Við bentum á hvernig fyrri til- raunir hefðu endað með ósköp- um. Þessi fundur var haldinn á þeim tíma sem sjúkdómurinn herjaði skarpt á Gunnar en þrátt fyrir það lagði hann margt gott fram á þessum fundi. Á heimleiðinni komst Gunnar al- veg á flug varðandi áhuga sinn á að efla sveitarstjórnarstigið. Svona var hann; jafnvel á erf- iðum stundum þegar hann var að berjast við sjúkdóminn og lyfin tóku sinn toll af orku og huga var hugurinn á fullu að leita leiða til að sinna þeim mál- um sem hann taldi skipta miklu fyrir okkar samfélag. Það var aldrei gefið eftir. Því miður hafði sjúkdómurinn sigur. Spor Gunnars verða ekki fleiri í okkar samfélagi. Minning um góðan baráttudreng lifir. Jó- hönnu og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Magnús á Sveinsstöðum. Fallinn er í valinn æskufélagi okkar, Gunnar Rúnar Kristjáns- son, langt um aldur fram. Hann háði hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm í mörg ár og við fé- lagarnir héldum að hann myndi jafnvel hafa betur í þeirri bar- áttu en svo fór þó ekki. En alltaf var Gunni, eins og við kölluðum hann, jákvæður og horfði fram á veginn með æðruleysið að vopni. Við ólumst upp í sömu blokk- inni á Laugarnesveginum frá því við vorum hvítvoðungar og fram eftir unglingsárunum. Vor- um svona þríeyki sem geyst- umst um allt og þurftum að gera og prófa allt sem okkur datt í hug og þar var nú ekki komið að tómum kofunum. Þá var mikið ónumið land í Laugarnesinu, stór tún og alvöru fjara, þar sem við lékum okkur öllum stundum. Leið okkar lá í Skátafélagið Dalbúa sem ylfingar en seinna þegar við höfðum aldur til stofn- uðum við Dróttskátasveitina Aquila ásamt fleirum. Vorum við átta strákar og fjórar stúlkur sem skipuðum sveitina. Óhætt er að segja að unglingsárin voru viðburðarík hjá okkur, útilegur um hávetur í skálana Glym og Surt á Hellisheiðinni sem og skátamót vítt og breitt um land- ið á sumrin. Og ekki má gleyma Disco-skemmtikvöldunum í Saltvík sem við stóðum fyrir. Þegar horft er til æskuáranna kemur upp í hugann mynd af ljúfum og glaðsinna dreng. Fyr- ir tilstilli Gunna hittist gamli skátahópurinn Aquila nokkuð reglulega hin síðari ár. Þá var nú glatt á hjalla og æskubrekin rifjuð upp. Alltaf var stutt í kímnina og skemmtilegar sögur hjá Gunna. Hann stofnaði í maí 2012 fésbókarhóp þeirra sem ól- ust upp saman og bjuggu í blokkinni okkar, Laugarnesvegi 96 til 102. Reglulega var flautað til hittings og þar var Gunni í aðalhlutverki. Hópurinn hefur notið þess að koma saman þessi ár, rifja upp fortíðina og end- urnýja kynnin. Þar er sama ein- ingin eins og hún var fyrir um það bil hálfri öld. Það er hart að sjá á eftir góð- um dreng, alltof snemma, en hugur okkar er hjá móður, eig- inkonu, börnum, ættingjum og vinum Gunnars Rúnars Krist- jánssonar. Megi góðar minning- ar sefa söknuðinn og færa okkur birtu og yl. Við varðeldana voru skátar, palavú. þeir voru og eru mestu mátar, palavú. Þeir þrá hið fríska fjallaloft og flykkjast þangað löngum oft. Ingi, pingi, palavú, palavú, palavú. Kristinn Dagur Gissurarson, Stefán Hermannsson. Í dag kveðjum við með sökn- uði samstarfsmann og vin, Gunnar Rúnar Kristjánsson. Gunnar Rúnar hóf störf hjá RARIK í október 1997 sem fjár- málafulltrúi á Norðurlandi vestra með aðsetur á Blönduósi. Var það stuttu eftir að hann fluttist að Akri ásamt konu sinni Jóhönnu Pálmadóttur. Í fjár- málastjórastarfinu kom hann m.a. að áætlanagerð og annarri fjármálastarfsemi umdæmisins og var í miklum samskiptum bæði við viðskiptavini og sveit- arfélög. Árið 2004 söðlaði hann um og tók við starfi svæðisstjóra vinnuflokka á Norðurlandi vestra. Þar stýrði hann og skipulagði verkundirbúningi í hinum fjölþættu verkefnum RA- RIK á svæðinu, bæði í rafdreifi- kerfi og hitaveitum. Hann tók svo við starfi fulltrúa á deild Áætlana og uppgjörs 2009, sem hann gegndi til dánardægurs. Þar nýttist reynsla hans af fyrri störfum vel, m.a. við greiningar á kostnaði innan RARIK, for- sendum á töxtum starfsmanna og tækja, ásamt forsendum fjár- hagsáætlana. Gunnar kom þannig að fjöl- þættum verkefnum í störfum sínum hjá RARIK og sinnti þeim af kostgæfni. Hann var tal- naglöggur og kom það sér vel við öll þau verkefni sem komu á hans borð. Hann greindist með krabba- mein um mitt ár 2011 og glímdi við þann vágest síðan. Veikindin tóku mikinn toll af starfsorkunni seinni árin, en þrátt fyrir þau sinnti Gunnar verkefnum sínum af bestu getu. Ef ekki á skrif- stofunni á Blönduósi þá úr stof- unni á Akri. Í vikunni áður en hann lést var honum efst í huga að geta ekki verið til staðar í ár- legri rekstraráætlanagerð. Gunnar var mjög áhugasamur um starfsemi RARIK og tók virkan þátt í skipulagshópum og nefndum hjá fyrirtækinu. Hann lagði sig fram um að auka við þekkingu sína með námskeiðum og var alltaf tilbúinn að tileinka sér nýjungar í starfi. Má t.d. nefna að eftir að hann veiktist fór hann í mastersnám í opin- berri stjórnsýslu. Hann var áhugamaður um málefni landsbyggðarinnar og ræddi oft málefni sveitarfélaga og hvað hægt væri að gera til að efla dreifðar byggðir. Sveitar- stjórnar- og landsmál voru hon- um hugleikin, sérstaklega efna- hags- og atvinnumál. Honum leiddist ekki að taka umræðuna við þá sem ekki voru honum sammála í pólitík og var þá oft stutt í glensið hjá honum. Hann gekk til liðs við Samfylkinguna 2012 og gaf kost á sér á fram- boðslista til Alþingis. Gunnar var léttur í skapi með góða návist. Hann tók veikind- um sínum af æðruleysi og eftir erfiðar meðferðir kom hann til baka eins og ekkert hefði ískor- ist. Var aðdáunarvert að sjá hvað hann gat haldið léttleikan- um og gleðinni þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið. Og af því að það hafði gengið vel að halda sjúkdómnum niðri í mörg ár kom það eins og reiðarslag þegar hann blossaði skyndilega upp og ekki varð við neitt ráðið. Núna þegar við kveðjum Gunnar Rúnar félaga okkar og vin er okkur efst í huga þakk- læti fyrir að hafa kynnst honum og verið samferða í þau ár sem hann hefur verið samstarfsmað- ur okkar. Fyrir hönd RARIK og sam- starfsmanna sendum við Jó- hönnu og fjölskyldu Gunnars okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Tryggvi Þ. Haraldsson, Gretar D. Pálsson. Það er alltaf áfall þegar til- kynning kemur um lífshættuleg- an sjúkdóm. Við bregðumst við á mismunandi hátt en flest sætt- um við okkur við það sem orðið er og tökum til við að glíma við meinið. Það eru til ýmsar leiðir til hjálpar við að komst í gegn- um skafl lyfja, mótlætis og von- brigða. Þar mæðir auðvitað mest á nánustu fjölskyldu en góðir vinir skipta einnig miklu máli. Gunnar var einn af þeim sem starfaði ötullega með Perluvin- um og var þar í forustu. Perlu- vinir er félag þeirra sem greinst hafa með mergæxli. Gunnar lagði mikið upp úr því að mæta á fundi okkar og skipulagði fund- artíma þannig að hann hefði tök á því. Hann vildi styðja og styrkja þá sem þurftu að ganga í gegnum það sama og hann. Hann var einnig ötull í því að fræðast um sjúkdóminn svo að hann gæti miðlað til annarra. Gunnar stýrði fundum okkar með mildri ákveðni, þegar hon- um þótti nóg masað þá dró hann saman efnið og leiddi fram nið- urstöðu. Hann var alltaf hress, glaður og hvetjandi. Hann smit- aði út frá sér miklum baráttu- anda þótt auðvitað blési stund- um á móti. Í síðustu símtölum við hann var hann bjartsýnn á að allt færi vel þótt ekki væri út- litið gott og sigraði sjúkdómur- inn hann að lokum og aðeins of snemma því hann ætlaði svo sannarlega að kjósa. Vonandi verða úrslitin í dag honum ekki vonbrigði. Jóhanna eiginkona Gunnars var honum stoð og stytta og stóð eins og klettur við hlið Gunnars allt til enda. Við vottum Jó- hönnu og fjölskyldu þeirra inni- lega samúð. Gunnars verður sárt saknað af Perluvinum. Kristín Einarsdóttir, Kjartan Gunnarsson. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.