Morgunblaðið - 25.09.2021, Page 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Takk fyrir leiðsögnina, kæri
vinur. Fordæmi þitt verður mér
leiðarljós í viðleitni við að
ástunda ríka vináttu og gott,
innihaldsríkt líf.
Milli trjánna
veður tunglið í dimmu
laufi
hausttungl
haustnæturgestur
á förum
eins og við
og allt eins og laufið
sem hrynur.
(Snorri Hjartarson,
Hauströkkrið yfir mér)
Kristín Atladóttir,
Hólshjáleigu.
Dýrmætur vinur og náttúru-
verndari dó í faðmi náttúrunnar
30. ágúst í blómagarðinum í
Grágæsadal. Hann fór til að
vökva blómin og dó í aldingarði
öræfanna meðal smávina fagra,
foldarskarts. Völundur bar nafn
með sanni, hann valdi undrið.
Við Kreppulón í 640 m hæð
ræktaði hann af alúð víði, birki,
furu, rabarbara, kartöflur,
blómplöntur fjölærar og einær-
ar. Hann byggði af listfengi
Einarsskála með vinum 1967 og
síðan fleiri hús í dalnum sem
risu látlaus en formfögur eins
og blóm og móhellur sem
prýddu garðinn. Síðasta húsið
var reist í sumar; „hús fyrir
konu og hund“ eins og hann
orðaði það og brosti út í annað.
Hugmyndin að húsinu var
göngutjald og útfærslan hag-
anleg og listræn.
Völundur sáði fræjum og
kom öllu til að blómstra. Dýr-
mæt vinátta blómstraði í nátt-
úruvernd og landgræðslu í
faðmi öræfanna. Samveru-
stundir vökvuðu fræ vonar og
verndar, fræ vináttu og virð-
ingar. Hann var sögumaður,
einlægur, íhugull, með dirrandi
húmor og skapandi óræða
stefnufestu bæði í frásögn og
öllum verkum. Hann var sér-
lega góður kennari og kenndi
með því að gera og vera. Það
var heilnæmt og hressandi að
taka til hendinni undir leiðsögn
Völundar. Öll verk voru vel
undirbúin en líka sjálfsprottin í
stefnumóti við veður og vinda.
Ég kynntist Völundi fyrst í
náttúruverndarbaráttunni 2002,
fyrstu Augnabliksferðirnar um
undraveröld Jöklu og Kringils-
árrana enduðu í Grágæsadal.
Þar tók Völundur á móti okkur
kyrrlátur en félagslyndur af
miklu örlæti og gestrisni. Gekk
með ferðafélögum í blómagarð-
inn og fræddi og sagði sögur af
jurtum og víðernum hálendis-
ins, leiðöngrum um óbyggðirn-
ar og byggingu skála til að auð-
velda fólki að fara í
skemmtiferðir og njóta víðern-
anna. Húsið sem hýsir garðá-
höldin í Grágæsadal er bænhús.
Það segir meira en mörg orð. Í
lok Augnabliksferða gengum
við kyrrðargöngu frá flagg-
stönginni að bænhúsi í vernd-
arbæn fyrir hálendinu. Margir
vökvuðu garðinn með tárum
sínum eftir þessa bænastund.
Lögðust í faðm jarðar og grétu.
Það voru tár sorgar og gleði.
Tár sem fögnuðu samtöðunni,
að vera hluti af náttúrunni,
vitni að fegurðinni og þátttak-
andi í að hlúa að lífinu á jörð-
inni. Þannig líður mér núna.
Það er sorg í hjarta að missa
góðan vin en um leið svo djúpt
þakklæti fyrir vináttuna og
samveruna í hjartnæmri há-
lendisvin við Kreppulón.
Síðasta samverustund okkar
Völundar var í sumar, 19. júlí, í
Grágæsadal. Það var flaggað í
hálfa stöng fyrir hálendið. Völ-
undur vaknaði snemma, dró
fánann í hálfa stöng, athöfnin
jarðtengd og fáguð, hljóðlát en
öflug. Síðastliðin 19 ár hefur
Völundur flaggað í hálfa stöng
19. júlí í samstöðu með hálend-
inu til að mótmæla virkjana-
framkvæmdum við Kárahnjúka.
Það er einstakt að eiga vin í
hálendisvin, gamlan vin í Grá-
gæsadal, vin sem með verkum
sínum brúar bil milli þess
mögulega og þess ómögulega,
þess sýnilega og þess ósýni-
lega, þess endanlega og þess
óendanlega. Takk fyrir allt
elsku Völundur, þín er sárt
saknað en við eigum stefnumót
í fræjum inni á öræfum þar
sem fegurstu blómin vaxa.
Ásta Arnardóttir.
Það var mikil gæfa að fá að
kynnast Völundi. Hann var sér-
lega vandaður maður og reynd-
ist mér ávallt afar hjálplegur
við kortlagningu jarðlaga á
Brúar- og Möðrudalsöræfum.
Áður en ég fór fyrst inn á þetta
svæði ráðlagði Sigurjón Rist
mér eindregið að tala við Völ-
und á Egilsstöðum, því enginn
þekkti öræfin þar betur en
hann. Á smíðaverkstæðinu á
Egilsstöðum fann ég Völund og
hann teiknaði slóðana fyrir mig
inn á atlaskort. Þegar ég síðan
ók um svæðið varð mér ljóst
hve nákvæmlega hann þekkti
hvern krók og kima, hann vissi
deili á öllu sem vita þurfti. Þá
var þekking hans örnefnum
ekki síðri. Síðar varð mér ljóst
að Völundur var einhvern veg-
inn með yfirumsjón á þessum
hluta hálendisins. Allir virtu
hans skoðanir og í hjarta þessa
svæðis, Grágæsadal, byggðu
hann og fleiri skála sem telst
með þeim bestu á hálendinu
með tilliti til víðáttu, kyrrðar
og útsýnis.
Á ferð minni um Egilsstaði í
síðasta mánuði hitti ég Völund
heima hjá sér í Hjarðarhlíð 5,
ásamt dóttur og tengdasyni.
Hann vantaði tvo daga í að
verða 91 árs og var á leiðinni að
halda uppá afmælið í Grágæsa-
dal. Hann lék á als oddi, spjall-
aði um öræfin og þegar ég
kvartaði um takmarkanir á
akstri utan slóða núorðið sagð-
ist hann hafa undanþágu. Einn
af samgönguráðherrunum hefði
einu sinni sagt við sig að hann
mætti aka hvar sem honum
sýndist. Það kom ekki á óvart
því aksturslagið hans var þann-
ig og gamli Willys-jeppinn hans
hafði auk þess undraverða
fjöðrun, var léttur og það sáust
varla nokkur för þar sem hann
fór yfir. Ég fór með Völundi í
bílskúrinn að skoða jeppann og
fékk í leiðinni frásagnir um eitt
og annað sem þarna var, m.a.
ísbrjót sem hann notaði fyrir
margt löngu til að brjóta ís við
vetrarveiðar á vötnum. Ég fékk
að taka nokkrar eftirminnilegar
myndir af honum í smiðjunni
þar sem engu hafði verið hent í
gegnum tíðina.
Sem lítið dæmi um hve vel
hann þekkti hálendið sagði
hann mér einu sinni frá opinni
sprungu við Arnardal sem gæti
rúmað tvo menn. Mér fannst
þetta frekar ótrúlegt, ég hafði
ekki fundið þar neinar opnar
sprungur þrátt fyrir mikla leit.
Næst þegar við áttum leið í
Arnardal gekk hann með mér
spölkorn til suðurs og sagði:
„Hérna er þetta,“ en ég sá ekk-
ert. Fór hann þá að hellu sem
hann dró til hliðar og kom þá í
ljós lítið op ofan í nokkurt rými
fyrir neðan, en Vilhjálmur
Jónsson í Möðrudal hafði upp-
haflega sagt honum frá þessu.
Ég kvaddi Völund og undr-
aðist hve ern hann var, léttur í
lund og vel á sig kominn miðað
við aldur. Mér eru í minni
margar ánægjulegar ferðir með
honum og ýmiss konar stúss
sem hann var ávallt tilbúinn að
sinna, hvort sem það var flutn-
ingur á kofum með Degi Krist-
mundssyni, viðgerð á jeppa eða
bara samflot um óbyggðirnar.
Völundur var einstakur, ávallt
traustur og úrræðagóður ferða-
félagi og það er mikil gæfa að
hafa fengið að verða honum
samferða úti í íslenskri náttúru.
Jóhann Helgason.
Sá kunnings-
skapur er jafnan
hlýjastur, sem
bundinn er snemma
á ævi, af því að hann byggist oft-
ast á því, að menn fella skap sam-
an. Það fór vel um tuttugu og
fjögur stúdentsefni Verslunar-
skólans uppi á hanabjálka húss-
ins við Grundarstíg. Lærifeðurn-
ir hver öðrum ágætari og gott að
minnast þeirra.
Skólastjórinn, dr. Jón Gísla-
son, sá viðbrigðasnjalli kennari,
gerði okkur nemendum sínum að
læra utanbókar 20 endursagnir á
þýsku. Þessar sprettilræður áttu
eftir að koma mörgum mannin-
um vel heldur en ekki, síðar á
ævi.
Ein var á þá leið, að auðmaður
amrískur réð hinn góðfræga
ítalska tenór Enrico Caruso sem
þá var í söngferð um Bandaríkin,
til þess að halda fyrir sig hús-
konsert og hét honum himinhárri
fjárhæð að launum. Söngvarinn
stóðst ekki mátið, kom á vettvang
á tilsettum tíma og tók með sér
píanóleikara. En honum til mik-
illar undrunar voru engir við-
staddir í viðhafnarstofu auðkýf-
ingsins, þar sem flygill var til
reiðu, aðrir en húsbóndinn sjálf-
ur og svolítill kjölturakki hans.
Og ekki hafði upphafið að íðilfag-
Einar Hjaltason
✝
Einar Hjalta-
son fæddist 22.
apríl 1945. Hann
lést 6. september
2021.
Útför Einars fór
fram 20. september
2021.
urri aríu fyrr farið
að hljóma en héppi
tók að spangóla
ámátlega (jämmer-
lich zu heulen beg-
ann). „Látið þér
þetta duga, góði,“
sagði þá milljónar-
inn og rétti hinum
rómaða söngmanni
ávísun, „ég ætlaði
bara að vita hvort
hundurinn minn
ýlfrar líka, þegar Caruso syng-
ur!“
Í löngu frímínútunum kl. 10.40
til 11.00 var plagsiður nemenda
að hlaupa út í húsið nr. 37 við
Bergstaðastræti, þar sem var
verslunin „Síld og fiskur“, stein-
snar frá skólanum, og kaupa af
Þorvaldi nýbakaða flatköku og
salat. Kaupmaður hafði farið ofan
um morguninn í rauðabítið að
hnoða saman þetta dýrindis
bakkelsi úr rúgmjöli, heilhveiti,
sykri og mjólk, en auk þess hrært
eggjarauður, grænar baunir, gul-
rætur og safa úr sítrónu saman
við olíusósu, svo að úr varð lost-
æti, sem hét ítalskt salat. Þessu
dengdi hann ótæpilega ofan á
flatkökuna, sem við brutum sam-
an, hvomuðum í okkur og kneyfð-
um maltöl við.
Skólabúðina, sem rekin var til
þess að afla fjár fyrir útskriftar-
ferð til Ítalíu, skiptust skóla-
systkinin á að annast, tvö og tvö
saman. Samviskusemi og ná-
kvæmni Einars fór ekki fram hjá
stallbróður, sem var svo heppinn
að starfa með honum að þessu.
Um vorið var svo haldið utan í
skemmtiferð og komið til Róms
og Pompeii, borgarinnar sem eld-
fjallið Vesúvíus gróf undir hraun
árið 79 e. Kr. Elstu íbúðarhúsin
höfðu verið reist á 4. öldinni fyrir
Krists burð. Ævintýralegur upp-
gröftur hófst árið 1709 og leiddi í
ljós svo jarðneskar leifar íbúanna
sem húsakynni þeirra, eldhús-
áhöld, mublur og baðhús.
Eftir að læknar hættu að
ganga sig með töskuna sína heim
til fólks og urðu síðar nærri því
óínáanlegir, var alveg ómetan-
legt að eiga Einar að.
Góð kveðja er flutt frá VÍ ’65.
Með þökk og í bæn um blessun
Guðs er kær skólabróðir og vin-
ur, Einar Hjaltason, kvaddur.
Guð varðveiti minningu hans og
ástvinina alla.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Fallin er frá góðvinur okkar
hjóna Einar Hjaltason læknir.
Kynni okkar hófust fyrir um 12
árum þegar Einar hóf sambúð
með sameiginlegri vinkonu okk-
ar.
Áhugasvið Einars var mest í
að ferðast og fórum við margar
ferðirnar saman bæði hér innan-
lands og erlendis. Mývatnssveit-
in var honum hjartkær enda ólst
hann þar upp.
Segja má að ekki væri komið
að tómum kofunum þar sem Ein-
ar var enda víðförull og vel lesinn
maður, og hafði yndi af því að
ferðast bæði hérlendis sem er-
lendis. Hafði hann á sínum yngri
árum unnið við brúargerð vítt og
breitt um landið og var því þekk-
ing hans mjög mikil um flesta
staði á landinu.
Utanlandsferðir voru farnar
fyrir sameiginlegan vinahóp okk-
ar og var Einar ávallt látinn
skipuleggja þær. Var meðal ann-
ars farið í hálendi Skotlands en
þar má segja að Einar hafi verið
á heimavelli því hann hafði ótal
sinnum ferðast um Skotland
bæði á ráðstefnur, á eigin vegum
og í hópferðum.
Gott dæmi um það er að Einar
var í skoskum læknahópi, og
funduðu þeir á hverju ári á mis-
munandi stöðum í Skotlandi síð-
an 1982. Enginn fundur mátti
fram hjá honum fara og mætti
hann þar öll árin.
Færeyjaferð var síðan farin
2019 og eins og áður sá Einar um
skipulagningu hennar sem hann
og gerði með sóma enda þekkir
hann marga Færeyinga eftir að
hann kom þangað fyrst sem far-
arstjóri með hóp handboltast-
úlkna fyrir um 40 árum.
Allur þessi ferðaáhugi varð til
þess að hann fór í leiðsögunám í
Ferðamálaskóla Íslands til að
fræðast meira um land og þjóð.
Útskrifaðist hann þaðan vorið
2019.
Sumarbústaðurinn við Búrfell
var hans uppáhaldsdvalarstaður
og þegar við komum þangað var
þar oft glatt á hjalla, mikið spjall-
að og hlegið.
Búið var að skipuleggja nú í
sumar hringferð um Snæfellsnes
og átti einnig að fara út í Flatey
og dvelja þar í tvær nætur en
vegna veikinda Einars varð ekk-
ert úr þeirri ferð. Hins vegar átt-
um við ljómandi samverustund
tveimur dögum fyrir andlátið á
veitingastað þar sem við vorum
að skipuleggja næstu ferð á kom-
andi sumri. Því miður auðnast
okkur ekki að fara þá ferð saman
en munum ávallt bera minningu
Einars sem góðs og skemmtilegs
ferðafélaga.
Kristín og Friðjón.
Kveðja vil ég
minn kæra skákvin
Harald Ólafsson,
einn af bestu skák-
meisturum Akureyrar um langt
árabil. Marga hildina háðum við á
skákborðinu þegar við vorum
ungir upp úr miðri síðustu öld.
Síðustu skákina tefldum við á
hraðskákmóti árið 1988. Við urð-
um jafnir og efstir.
Haraldur byrjaði ungur að
tefla hjá Skákfélagi Akureyrar.
Árið 1948, þá 17 ára, varð hann
efstur í 2. flokki á Skákþingi Ak-
ureyrar. Árið eftir sigraði hann í
1. flokki og í sama flokki á á
Skákþingi Norðlendinga árið
1953. Blaðið Verkamaðurinn
sagði þá að hann væri mjög efni-
legur skákmaður og ætti án efa
eftir að láta mikið að sér kveða á
skákþingum. Hann varð Hrað-
skákmeistari Akureyrar tvívegis,
árin 1959 og 1970,
Haraldur var jafnframt virkur
í starfsemi félagsins. Hann var
kjörinn í stjórn þess árið 1952 og
sat í henni með hléum til ársins
1965. Hann stjórnaði mörgum
skákmótum. Aldrei lét hann sig
vanta í ferðalögin sem farin voru
á vegum félagsins til að etja kapp
við skákmenn vítt um landið eða
erlendis.
Við Haraldur tefldum mikið
saman á árunum 1953-1959. Sér-
staklega minnisstæðir eru mér
skákfundirnir sem við héldum
nokkrir félagarnir á laugardags-
kvöldum heima hjá Júlíusi Boga-
syni. Þá var teflt fram undir
morgun næsta dags. Um mið-
nættið nutum við vellystinga
konu Júlíusar. Slík hraðskákmót
hélt Haraldur heima hjá sér um
langt árabil eftir að ég fór til
náms erlendis. Þar nutu kunnir
Haraldur Ólafsson
✝
Haraldur
Ólafsson fædd-
ist 5. október 1929.
Hann lést 12. sept-
ember 2021.
Útför Haraldar
fór fram 20. sept-
ember 2021.
skákmeistarar gest-
risni hjónanna.
Kynni mín af
Haraldi hófust ekki
hjá Skákfélaginu
heldur á gamla
Þórsvellinum. Ég
var þá stráklingur
og fylgdist með ung-
um mönnum sem
æfðu frjálsíþróttir
af miklu kappi. Har-
aldur var einn
þeirra og meira að segja Þórsari.
Sumarið 1946, þá 16 ára gamall,
keppti hann á drengjamóti (16-19
ára) á Þórsvellinum og sigraði í
langstökki og þrístökki og varð
annar bæði í 80 m hlaupi og há-
stökki. Næstu árin keppti hann á
mörgum mótum og stóð sig best í
stökkum, langstökki og þrí-
stökki. Árið 1948 var hann send-
ur suður til Reykjavíkur til að
keppa á Drengjameistaramóti Ís-
lands. Þótti það ekki lítil upphefð.
Keppnisferill Haraldar í frjáls-
íþróttum var stuttur eins og hjá
mörgum öðrum á þessum árum.
Námi og störfum þurfti að sinna.
Eftir að ég fluttist til
Árskógsstrandar fyrir tæpum
áratug leit ég öðru hvoru við hjá
Haraldi. Höfðum við báðir gam-
an af því að rifja upp liðna at-
burði og ræða um frjálsíþrótta-
menn og afrek þeirra en ekki
síður um skák og skákmenn.
Hann hafði frá mörgu að segja af
mönnum og málefnum. Hann var
afar minnugur. Það brást ekki að
hann vissi jafnan hvenær þessi
eða hinn íþróttakappinn var
fæddur og hvenær hann vann sín
helstu afrek. Sama gilti um
helstu íþróttaviðburði. Undrandi
varð ég þegar ég tók eftir því að
þegar fæðingarár og -dag ein-
hvers íþróttamanns bar á góma í
samræðum okkar gat Haraldur í
snarheitum fundið út hvaða viku-
dag sá hinn sami hefði komið í
heiminn.
Haraldur var hið mesta ljúf-
menni og drengur góður. Hans
verður saknað.
Ingimar Jónsson.
Mig langar til að
minnast Lillýjar
frænku minnar með
nokkrum fátæklegum orðum.
Það er svo skrítið að hún sé farin
þótt við vitum auðvitað öll að
kallið fer að nálgast þegar ald-
urinn færist yfir okkur.
Lillý og Kalla (Karl Jónatans-
son) eiginmann hennar sem lést
fyrir nokkrum árum hef ég þekkt
frá blautu barnsbeini og átt með
þeim ómældar gleðistundir.
Lillý var stolt, stórglæsileg og
hæfileikarík kona. Tungumál
lágu vel fyrir henni og hún söng
eins og engill þótt hún væri ekk-
ert að flíka því en raulaði oft
framandi rómatísk lög hvaðan-
æva. Hún var mikill mannþekkj-
ari og góður sögumaður með
næmt auga fyrir því kómíska í
hversdagslífinu. Húsmóðir var
hún með stóru „H“ og reiddi
fram gómsæta rétti og bakaði af
hjartans lyst hvort sem eldhúsið
var lítið eða stórt en þau hjónin
voru víðförul og eldhúsin misr-
úmgóð. Það var mjög gestkvæmt
á heimili þeirra hjóna enda Kalli
óspar á að bjóða fólki heim hvar
og hvenær sem var. Þau hjónin
voru höfðingjar heim að sækja
og ég heyrði móður mína eitt
sinn segja um Lillý „Hún hefði
átt að vera sendiherrafrú“ sem
endurspeglar viðhorfið í þá daga
en auðvitað hefði hún orðið frá-
bær sendiherra.
Þau hjónin bjuggu í Dan-
mörku, Noregi, í Dýrafirði, á
Flúðum, í Hveragerði og víðar og
alltaf var tekið á móti manni með
opinn faðminn á heimili þeirra.
Sólveig
Björgvinsdóttir
✝
Sólveig Björg-
vinsdóttir
fæddist 28. nóv-
ember 1928. Hún
lést 3. september
2021.
Útför hennar fór
fram 17. september
2021.
Það sem var svo
einstakt við þau var
hversu barngóð þau
voru og sú virðing
sem þau sýndu öll-
um börnum. Börn-
um var hampað á
því heimili en það
var ekki svo algengt
í þá daga. Alltaf
spurði Lillý „ Hvað
langar þig mest í?“
og svo voru óskirn-
ar uppfylltar eftir bestu getu.
Hún gaf sé tíma til að hlusta á
börn og fyrir vikið voru óróleg-
ustu börn eins og englar nálægt
henni. Ég man hvað ég var stolt
þegar við gengum saman og hún
var spurð hvort ég væri dóttir
hennar og hún svaraði „Nei því
miður,“ vildi þessi glæsilega
góða kona að ég væri dóttir
hennar, þvílíkur heiður. Á æsku-
árunum varð mér á að brjóta
ýmsa verðmæta hluti á heimili
hennar m.a. rúðu, forláta karöflu
og kristalsfat en hún kippti sér
ekki upp við slíka smámuni en
þótti verst hvað mér þótti þetta
leiðinlegt. Þessi brotasaga mín
gefur til kynna hversu oft ég
dvaldi hjá þeim annars hefði ég
náttúrulega ekki verið svona af-
kastamikil.
Sem betur hafði ég vit á,
nokkrum árum áður en hún lést,
að þakka henni vinsemdina, virð-
inguna og örlætið sem hún hefur
ávallt sýnt mér og mínum. Það er
svo mikilvægt að við segjum hug
okkar meðan enn er tími til eða
eins og móðir mín sagði stund-
um: „Giv mig blomster mens jeg
lever.“
Ég kveð Lillý með söknuði og
þakklæti fyrir hlýjar minningar
sem sem ég mun eiga til æviloka.
Starfsfólkinu í Ási í Hvergerði
þakka ég fyrir að hafa sýnt
frænku minni þá umhyggju og
virðingu sem hún átti svo sann-
arlega skilið.
María Sveinsdóttir.