Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 50 ÁRA Leó er Selfyss- ingur en býr núna í Reykja- vík. „Ég stefni samt heim ein- hvern daginn,“ segir Leó. Hann er stjórnarformaður og og einn af eigendum Sig- túns þróunarfélags sem stendur að uppbyggingu ám- iðbæ á Selfossi. Húsin sem verið er að byggja eiga sér öll sögulega fyrirmynd svo það má segja að sagan sé á hverju strái þegar gengið er þarna um. Þótt það sé bara búið að byggja 5.000 fermetra en 16.000 fermetrar eru eftir þá er þegar komin blómleg starfsemi í miðbæinn, versl- anir, veitingahús og ýmis þjónusta. „Viðbrögð fólks hafa verið vonum framar og það skynjar ákveðna stemn- ingu sem verður til þarna. Það munu mörg söguleg hús koma í næsta áfanga, eins og Fell sem var á Ísafirði, Hótel Akureyri sem stóð í Aðalstræti, Horn- grýti sem stóð við Strandgötu á Akureyri, Hótel Ísland við Ingólfstorg, sem er líklega frægasta húsið og Glasgow-húsið.“ Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir við þennan áfanga í kringum áramótin og munu þær standa yfir í um þrjú ár. Áhugamál Leós eru fjallahjól og skíðamennska. „Ég fer reglulega í Alpana á skíði og undanfarin ár hef ég líka í hjólaferðir Alpana. En svo er ég mjög hrifinn af Íslandi, að ferðast og hjóla um Ísland er geðveikt. Ég hjólaði t.d. Laugaveginn í sumar með syni mínum og tengdadóttur. Það var stórkostleg upplifun.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Leós er Þórunn Guðmundsdóttir, f. 1974, fram- kvæmdastjóri Hlýju tannlæknastofu. Börn þeirra eru Árni Evert, f. 1995, Bjarki, f. 1998, og Anna Kristín, f. 2000. Barnabarn er Leó Árnason, f. 2020. Foreldrar Leós eru Árni Leósson, f. 1945, byggingameistari, og Halldóra Gunnarsdóttir, f. 1946, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eru búsett á Selfossi. Leó Árnason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra. 20. apríl - 20. maí + Naut Sparaðu þér ekki ómakið í rann- sóknum, því án niðurstaða þeirra verður allt þitt erfiði unnið fyrir gýg. Stundum getur maður verið góður í því sem maður hefur aldrei áður prófað. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Áhyggjur af því að breyta rangt eiga eftir að draga úr ráðvendni þinni í vinnunni. Svaraðu rökstuddri gagnrýni af hógværð og tillitssemi. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur nóg að gera í félagslífinu og nýtur þess að eiga góða vini. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert viðkvæmur fyrir líðan annarra í dag og tilbúinn til að leggja þitt af mörkum til að hjálpa þeim sem minna mega sín. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur trú á því að vinnuaðferðir þínar séu betri en annarra og vilt að þeir fylgi þínu fordæmi. Hlustaðu á ráðleggingar annarra. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft að beita öllum þínum hæfi- leikum til þess að koma málstað þínum á framfæri í dag. Varastu að senda öðrum misvísandi skilaboð. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta ýmsum vandamálum fyrir þér. Sæktu styrk til þeirra sem eru þér nánastir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Eldmóður skiptir öllu máli þegar hvetja skal áfram liðið þitt. Treystu innsæi þínu og því að hollur er heimafenginn baggi. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú færð góðar hugmyndir í dag. Þú ert í laumi að hlakka til tíma þegar þú þarft ekki að gera það sem þú ert núna að gera. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Farðu varlega í dag og gættu þess að kaupa engan óþarfa. Leggðu þig fram um að vera sérstaklega skýr í öllum samskiptum þínum við aðra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Allt sem þú tekur þér fyrir hendur aflar þér virðingar. Talaðu bæði hátt og skýrt svo ekki fari á milli mála, hvað það er sem þú vilt. „Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga fyrir þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér. Það má segja að í prestsstarfinu hafi ég kynnst hinni kirkjulegu hlið kirkjugarðanna og í starfinu hjá RR viðskiptahliðinni. Þessi störf leiddu mig síðan til starf- anna sem ég hef gegnt síðan hjá KGRP. Á tímanum hjá RR dreif ég mig í viðskipta- og rekstrarnám í Há- skóla Íslands og hefur það komið sér mjög vel í núverandi störfum. “ Árið 1995 hafði Þórsteinn frum- kvæði að stofnun Kirkjugarðasam- tug. Meðfram starfinu hjá RR var ég einnig safnaðarprestur hjá Óháða söfnuðinum í 50% starfi. Sr. Emil Björnsson stofnaði söfnuðinn 1950. Þar kynntumst við hjónin traustu og góðu fólki.“ Síðla árs 1994 var Þórsteinn ráðinn forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma (KGRP) og hóf þar störf í ársbyrjun 1995. Meðfram því starfi gegndi hann einnig stöðu fram- kvæmdastjóra Útfararstofu Kirkju- garðanna ehf., sem er dótturfyrirtæki KGRP, á árunum 1996-97. Þ órsteinn Ragnarsson fæddist 25. september 1951 á Akureyri. Hann ólst upp á Siglufirði með- an síld var þar söltuð eða brædd og gekk þar í barnaskóla og gagnfræðaskóla. Að loknu landsprófi vorið 1967 settist hann á skólabekk í MA um haustið og var þar í einn vetur og hélt síðan áfram námi í MR eftir að foreldrarnir fluttu frá Siglufirði til Reykjavíkur. Þórsteinn innritaðist í guðfræðideild HÍ að loknu stúdents- prófi 1971 og lauk embættisprófi það- an árið 1978. Með náminu vann hann hjá lögreglunni í Reykjavík og sem leigubílstjóri á frívöktum, hjá Lands- virkjun sem línumælingamaður og sem samningamaður við landeig- endur. Árið 1978 var Þórsteinn vígður til Miklabæjar í Skagafirði og var þar prestur, bóndi og kennari. Á Miklabæ höfðu áður gegnt þjónustu langafi hans Björn Jónsson, (1858-1924) og föðurafi, Lárus Arnórsson (1895- 1962). Þess má geta að Þórsteinn er 5. liður í beinan karllegg sem er prests- vígður: Þórsteinn – Ragnar – Lárus á Miklabæ – Arnór á Hesti í Borgarfirði og Þorlákur á Undirfelli í Vatnsdal. „Við Elsa, konan mín, hófum bú- skap á Miklabæ og dvöldum þar í sex ár. Þetta var viðburðaríkur tími. Við stunduðum þar hefðbundinn búskap og vorum með um 150 fjár og 30-40 hross og að auki 20 naut á hverju ári til kjötframleiðslu. Það var að mörgu að sinna við bústörfin en við endur- ræktuðum hluta af túnum, girtum slægjurnar af og byggðum 200 kinda fjárhús með véltæku haughúsi og 1.130 rúmmetra súgþurrkunarhlöðu. Ég sat í sveitarstjórn þessi ár og kenndi við grunnskólana í framan- verðum Skagafirði. Í safnaðarstörfum var einnig nóg að gera en í prestakall- inu voru fjórar sóknir: Hofsstaðir, Flugumýri, Miklibær og Silfrastaðir. Við hjónin eignuðumst marga vini í Skagafirði til lífstíðar en á þeim tíma voru um 60 bæir í prestakallinu.“ Árið 1984 ventu þau hjón kvæði sínu í kross og fluttust til Reykjavík- ur. „Þar réð ég mig sem deildarstjóra viðskipta hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur (RR) og gegndi því starfi í ára- bands Íslands (KGSÍ) sem eru lands- samtök sem allir kirkjugarðar lands- ins eiga aðild að. Þórsteinn hefur frá því að KGSÍ var stofnað verið formað- ur sambandsins og fulltrúi þess í stjórn norræna félagsins NFKK (Nordiska Förbundet för Kyrkogård- ar och Krematorier) en tilgangur NFKK er að bera saman reynslu nor- rænu þjóðanna í sambandi við rekstur kirkjugarða og bálstofa og efna til funda, ráðstefna og námskeiða um þau málefni. Þá hefur hann reglulega sótt fundi innan evrópska bálfarar- sambandsins, ECN (European Crem- ation Network), sem fundar a.m.k. annað hvert ár miðsvæðis í Evrópu. Þórsteinn er ritstjóri Bautasteins sem er fagrit KGSÍ um málefni kirkju- garða- og bálstofumál og kemur út ár- lega og er dreift í 1.400 eintökum um allt land. Þórsteinn segir að nú styttist í starfslok hjá KGRP en það séu eink- um tvö verkefni sem hann vilji vinna að fram að þeim tíma. „Annars vegar vil ég stuðla að og reyna að tryggja að ný bálstofa og líkhús verði reist á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð á næstu 5-8 árum og samstæðan verði byggð og rekin af ríki, sveitarfélögum og kirkjugörðum landsins í formi sjálfseignarstofnunar. Framkvæmda- stjórn og forstjóri KGRP hafa óskað eftir því að kirkjugarðaráð hafi for- göngu um að koma þessu verkefni á laggirnar með samkomulagi við ríki og sveitarfélög og er þegar hafinn undirbúningur þess. Hins vegar vil ég fylgja eftir byggingu þjónustuhúss í Kópavogskirkjugarði en bygginga- framkvæmdir eru þar hafnar og stefnt er að því að vígja húsið um miðjan maí 2022.“ Helsta áhugamál Þórsteins er að dvelja með eiginkonu og afkomendum í sumarbústað fjölskyldunnar (Mikla- bæ) í Grímsnesi og huga að gróðri og fuglalífi og fara í göngutúra um ná- grennið. „Til að mæta hreyfingarleysi skrifstofustarfsins spila ég badminton tvisvar í viku yfir vetrartímann og frá Siglufjarðarárunum hef ég áhuga fyr- ir skíðaíþróttinni þó að hún hafi ekki verið iðkuð mikið á seinni árum hér syðra. Til að rækta andann er ég í bænahópi sem hittist á föstudags- Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma – 70 ára Hjónin Elsa og Þórsteinn áttu gullbrúðkaup í ágúst síðastliðnum. Fimm ættliðir í röð prestvígðir Dæturnar Frá vinstri: Guðný, Herdís, Valý Ágústa og Svanhildur. Til hamingju með daginn Veiðivefur í samstarfi við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.