Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Lengjudeild karla Vestri – Kórdrengir ................................. 3:3 Lokastaðan: Fram 22 18 4 0 58:17 58 ÍBV 22 15 2 5 43:22 47 Fjölnir 22 13 3 6 38:21 42 Kórdrengir 22 11 6 5 39:28 39 Vestri 22 11 3 8 38:39 36 Grótta 22 11 2 9 52:40 35 Grindavík 22 7 5 10 38:45 26 Selfoss 22 7 3 12 35:44 24 Þór 22 6 5 11 33:37 23 Afturelding 22 6 5 11 37:54 23 Þróttur R. 22 4 2 16 39:53 14 Víkingur Ó. 22 2 2 18 28:78 8 EM U17 kvenna Undanriðill í Serbíu: Serbía – Ísland ......................................... 1:4 Ísland er einnig í riðli með Spáni og Norð- ur-Írlandi og mætir næst Spáni á mánudag. Belgía Club Brugge – OH Leuven ..................... 1:1 - Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á varamannabekk Leuven. Bandaríkin Chicago Fire – New England................. 2:3 - Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 60 mínúturnar með New England Revolution og lagði upp mark. Frakkland B-deild: Nimes – Le Havre .................................... 0:1 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 62 mín- úturnar fyrir Nimes. England B-deild: Coventry – Peterborough........................ 3:0 WBA – QPR.............................................. 2:1 Þýskaland Greuther Fürth – Bayern München....... 1:3 4.$--3795.$ Olísdeild kvenna ÍBV – Afturelding ................................ 35:20 Staðan: KA/Þór 1 1 0 0 26:24 2 Valur 1 1 0 0 31:20 2 Haukar 1 1 0 0 21:15 2 Fram 1 1 0 0 24:22 2 ÍBV 2 1 0 1 59:46 2 Stjarnan 1 0 0 1 22:24 0 HK 1 0 0 1 15:21 0 Afturelding 2 0 0 2 40:66 0 Grill 66-deild kvenna FH – Stjarnan U................................... 32:13 ÍBV U – Víkingur ................................. 33:18 Grótta – Valur U................................... 25:19 Olísdeild karla Afturelding – Haukar .......................... 26:26 Staðan: KA 2 2 0 0 51:43 4 Haukar 2 1 1 0 55:53 3 Fram 2 1 0 1 56:52 2 ÍBV 1 1 0 0 30:27 2 FH 1 1 0 0 25:22 2 Stjarnan 1 1 0 0 36:35 2 Valur 1 1 0 0 22:21 2 Afturelding 2 0 1 1 61:62 1 HK 1 0 0 1 25:28 0 Grótta 2 0 0 2 43:47 0 Selfoss 1 0 0 1 23:29 0 Víkingur 2 0 0 2 45:53 0 Grill 66-deild karla Fjölnir – ÍR ........................................... 27:34 Selfoss U – Valur U.............................. 29:23 Þýskaland Bensheim – Sachsen Zwickau ........... 25:18 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Sachsen Zwickau. B-deild: Gummersbach – Dessauer ................. 35:27 - Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars- son skoraði 1 mark. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Bietigheim – Emsdetten..................... 31:31 - Anton Rúnarsson skoraði 3 mörk fyrir Emsdetten. Svíþjóð IFK Ystad – Kristianstad ................... 24:24 - Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad. Hallby – Guif ........................................ 25:28 - Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr- ir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði 9 skot í marki liðsins og skoraði 1 mark. Skövde – Sävehof ................................ 27:30 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 8 mörk fyrir Skövde. Frakkland B-deild: Nice – Dijon.......................................... 35:29 - Grétar Ari Guðjónsson varði 9 skot í marki Nice. Austurríki Alpla Hard – Barnbach....................... 28:21 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. %$.62)0-# að loknum fjórmenningi var því 3:1. Eftir hádegi í gær var einnig keppt í fjórbolta og voru Bandaríkin sömuleiðis með tögl og hagldir þar. Tony Finau og Harris English unnu Rory McIlroy og Shane Lowry 5/3 og Dustin Johnson og Xander Schauffele unnu Paul Casey og Bernd Wiesberger 2/1. Staðan var því orðin 5:1 samanlagt en enn var tveimur viðureignum ólokið í fjór- boltanum þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler mættu þar Jon Rahm og Tyrrell Hatton og Justin Thomas og Patrick Cantlay mættu Viktor Hovland og Tommy Fleetwood. Bandaríkin leiða sem áður segir mjög afgerandi eftir fyrsta dag en á fyrsta degi er staðan venjulega jafn- ari en raunin varð að þessu sinni. Í dag fara aðrar átta viðureignir fram og verður sama fyrirkomulag við lýði, fjórar viðureignir í fjórmenn- ingi fyrir hádegi og fjórar viður- eignir eftir hádegi í fjórbolta. Bandaríkin mun sterkari - Fyrsti dagurinn eign heimamanna AFP Golf Hinir bandarísku Xander Schauffele og Dustin Johnson léku vel í gær. RYDER Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ryder-bikarinn í golfi hófst í gær- morgun með keppni í fjórmenningi þar sem tveir úr hvoru liði, Evrópu og Bandaríkjanna, etja kappi. Lið Evrópu byrjaði betur, en heima- menn í Bandaríkjunum létu það ekki á sig fá og sneru blaðinu við svo um munaði og eru með sannfærandi for- ystu að loknum fyrsta keppnisdegi. Dagurinn hófst á því að Spánverj- arnir Jon Rahm og Sergio García unnu Bandaríkjamennina Justin Thomas og Jordan Spieth 3/1. Dust- in Johnson og Collin Morikawa svör- uðu fyrir Bandaríkin með því að vinna Viktor Hovland og Paul Casey 3/2. Daniel Berger og Brooks Koepka fylgdu því eftir með því að vinna Matt Fitzpatrick og Lee Westwood 2/1 og þeir Xander Schauffele og Patrick Cantlay klykktu út með því að vinna Rory McIlroy og Ian Poulter 5/3. Staðan Íslenska U17-ára landslið kvenna í knattspyrnu hóf undankeppni fyrir Evrópumótið í aldursflokknum af miklum krafti þegar liðið vann frækinn 4:1-sigur gegn heimakon- um í Serbíu, en undanriðilinn er all- ur spilaður þar í landi. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skor- aði á 14. og 19. mínútu og kom Ís- landi í 2:0 áður en Serbar minnk- uðu muninn. Katla Tryggvadóttir skoraði þriðja markið á 40. mínútu og staðan 3:1 í hálfleik. Margrét Lea Gísladóttir rak smiðshöggið með fjórða markinu undir lok leiks. Frábær sigur gegn Serbum Ljósmynd/KSÍ Undirbúningur U17-ára landslið kvenna á æfingu í Serbíu í vikunni. Arnar Grétarsson verður áfram þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu en Akureyrarfélagið tilkynnti í gær að samningar hefðu tekist þar að lútandi. Arnar tók við liðinu um miðjan júlímánuð á síðasta ári þar sem hann kom því af botninum og upp í miðja deild. Undir stjórn Arn- ars hefur KA síðan blandað sér í baráttuna um efstu sætin í úrvals- deildinni i ár og á fyrir lokaumferð- ina í dag möguleika á að ná í Evr- ópusæti en liðið hefur fengið á sig fæst mörk af öllum í deildinni, að- eins átján í 21 leik. Arnar verður áfram með KA Ljósmynd/Þórir Tryggvason KA Arnar Grétarsson hefur stýrt liðinu frá 15. júlí á síðasta ári. Afturelding og Haukar skildu jöfn, 26:26, í æsispennandi leik í úrvals- deild karla í handknattleik í Mosfells- bænum í gærkvöldi. Heimamenn í Aftureldingu virtust vera að sigla fræknum sigri í höfn þegar staðan var 26:24 er skammt var eftir. Allt kom þó fyrir ekki og jafnaði Adam Haukur Baumruk metin fyrir Hauka þegar 14 sekúndur lifðu leiks. Afturelding tók umsvifalaust leikhlé og hafði nægan tíma fyrir eina lokasókn. Hún fjaraði þó út án skottil- raunar og sanngjarnt jafntefli niður- staðan. Birkir Benediktsson var marka- hæstur heimamanna með 5 mörk en Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur Hauka með 8 mörk úr jafnmörgum skotum. Aron Rafn Eð- varðsson varði 11 skot í marki Hauka og Andri Sigmarsson Scheving, láns- maður frá Haukum, varði 7 skot í marki Aftureldingar. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Drjúgur Adam Haukur Baumruk jafnaði metin fyrir Hauka á ögurstundu. Allt í járnum hjá Aftureldingu og Haukum ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann fimmtán marka stórsigur, 35:20, gegn nýliðum Aftureldingar þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í gær. Gestirnir sáu aldrei til sólar og leiddu Eyjakonur með tíu mörk- um, 21:11, í hálfleik. Hornakonur Eyjakvenna fóru báðar mikinn en vinstra megin skoraði Harpa Valey Gylfadóttir 11 mörk og hægra megin skoraði hin sænska Lina Cardell tíu mörk. At- kvæðamest gestanna var Ólöf Mar- ín Hlynsdóttir með sjö mörk. Á meðan hér um bil allt gekk upp hjá Eyjakonum gekk lítið sem ekk- ert hjá Mosfellingum, hvort sem um sóknarleik, varnarleik eða mark- vörslu, eða skort þar á, var að ræða. Því er ljóst að nýliðarnir úr Mosfellsbænum þurfa að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara í deildinni á tímabilinu. Eyjakonur unnu nýliðana með fimmtán mörkum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Einbeitt Elísa Elíasdóttir skorar eitt af fimm mörkum sínum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.