Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 59

Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 59
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég stóð framarlega á Rykkrokk- tónleikunum í Fellahelli 1989 og sá m.a. Ham og Sykurmolana. Og Neskaupstaðarsveitina Hálfur und- an sæng. Bróðir minn var með mér, þrettán ára (ég fimmtán) og ég passaði hann. Við höfðum aldrei verið svona framar- lega á tónleikum. Það var hálfgerð pytts-stemning framan við okkur („mosh-pit“). Þegar tók að kvölda komu Júpíters á svið. Í mínum eyr- um spiluðu þeir fyrst og síðast stórskemmtilega tónlist. Galsa- fengna, með vísunum í alls kyns heimstónlist eins og séðir markaðs- mógúlar höfðu ákveðið að kalla alla tónlist aðra en vestræna eftir góð- an fund. Fullt af blásturshljóðfær- um en líka slagverk og rafgítarar og bara stuð og gleði. Þetta var ekki beint tónlistin sem ég var að drekka í mig á þessum tíma, pönk- rottan sem ég var, en ég var samt búinn að kynnast aðilum eins og hálfgerður marseringartaktur, nema hvað. Þvínæst er það „Acqua- birrafanalacoca“ og vonandi ritaði ég það rétt. Hér leyfir Eiríkur sín- um innri grallaraspóa að hlaupa frjálsum, söngur þessi hefst með jarmi, leiðist út í klezmerbylgjur og fer á gríðarlegt hlemmiskeið, allt þar til liðsmenn sveitarinnar hefja upp raust sína og hrópa titil lagsins sýknt og heilagt. Rödd Halldóru skerst í gegn og mér finnst eins og ég sé staddur í ungversku brúð- kaupi. Já, hugrenningatengslin eru að sönnu margvísleg og ég er alveg ábyggilega úti að aka með þau í einhverjum tilfellum. Platan rúllar áfram í þessum ham. Lag Sólveigar heitir „Neyðarlínan“, svei mér þá, blásturinn er feitur eins og bassa- lína frá Primus og það er pínu James Bond-kafli líka. Ég veit! Við fáum svo að heyra „Ave Eva“ eftir Megas sem var útsett af Eiríki fyrir gestaflutning Látúns á Megasar-tónleikum Möggu Stínu fyrir tveimur árum. Magga Stína syngur lagið á plötunni og gerir það með bravúr að sjálfsögðu. Einnig rúllar sveitin sér skemmti- lega í gegnum „Vegir liggja til allra átta“ eftir Sigfús Halldórsson og var það Fjalar Sigurðarson sem útsetti. Mikið fjör, mikil ærsl. Ég ætla að nota þetta orð einu sinni enn. Skemmtilegt. Því að þetta er skemmtilegt! Látún lengi lifi. Fílíbomm-bomm-bomm Glaðværð Úthugsað stuð er dagskipunin hjá Látúni. Les Negresses Vertes og Mano Negra, sveitum sem léku sér með tónlist sem maður heyrði mest lítið af og knúðu hana áfram með sönn- um pönkanda. Það heyrði ég mjög greinilega og það heyrði ég líka í Júpíters sem ég skilgreindi á svip- uðu rófi. Mér fannst hún kúl og spennandi. Pönkarar og neðanjarð- artöffarar að spila lög sem báru nöfn eins og „Nótt í Trípólí“ og „Kóngasamba“. Geggjað! „Ertu búinn að frétta af nýju plötunni með Látúni,“ spurði koll- eggi minn í HÍ mig varfærnislega fyrir stuttu. Ég hváði en sá svo að þarna var kominn Eríkur Stephen- sen, fyrrum liðsmaður Júpíters og núverandi liðsmaður í Látúni. Þeg- ar ég renndi svo yfir listann yfir hljómsveitina fór ég allur að spenn- ast upp enda nöfn þarna sem ég kannaðist vel við og tengjast dásamlegu neðanjarðarsenunni sem við Íslendingar áttum á níunda ára- tugnum. Ásamt Eiríki eru þetta þau Hallur Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorkell Harð- arson. Aðra liðsmenn þekkti ég minna, þau Fjalar Sigurðarson, Sólveigu Morávek og Sævar Garð- arsson en eitt var á hreinu. Þetta þyrfti ég að heyra! Platan hefst með laginu „Litla Haítí“, suðræn stemma í millitakti eftir nefndan Eirík sem á svo fimm smíðar til viðbótar. Tvö tökulög ásamt lagi eftir Sævar og öðru lagi eftir Sólveigu fylla svo tíu laga skammtinn. „Leið 15“, lag Sævars, tekur við af opnunarlaginu og stemningin þar giska knýjandi, » Já, hugrenninga- tengslin eru að sönnu margvísleg og ég er alveg ábyggilega úti að aka með þau í ein- hverjum tilfellum. Trommur og sjö blásturshljóðfæri. Með slatta af ærslum, græskuleysi, þjóðlaga- stemmum og pönk- anda. Látún er allt þetta og meira til. MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 S ögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937. Félagið hefur gef- ið út meira en 100 rit um sögu Skaga- fjarðar. Nýjasta bók félagsins er Eyþór Stefáns- son, tónskáld – Ævisaga eftir Sölva Sveinsson, fyrrverandi skóla- meistara. Bókin er gefin út í tilefni 150 ára byggðar- afmælis Sauðár- króks. Eyþór Stefáns- son (1901-1999) lét víða að sér kveða í heimabæ sínum. Hann var kennari og burðarás tónlistar-, kirkju- og leiklistarstarfs á Sauðárkróki. Öðr- um þræði er bókin því annáll blóm- legs starfs á öllum þessum megin- sviðum menningarlegs samfélags. Fámennur en samhentur hópur karla og kvenna fékk miklu áorkað með listrænu framlagi. Þá tókst að skapa starfinu umgjörð sem höfðaði til margra. Sæluvikan á Sauðárkróki kom til sögunnar árið 1945 og leysti af hólmi skemmtanir sem tengdust árlegum sýslufundi Skagfirðinga, sýslufund- arvikunni. Öll félög sem stóðu fyrir skemmtanahaldi á Króknum sam- mæltust þá um að færa Sæluviku inn á dagatalið, hún skyldi hefjast 10. mars ár hvert eða þar um bil. Vikan varð þjóðkunnur menning- arviðburður og er það enn. Í vor var hún til dæmis vikuna 25. apríl til 1. maí 2021 með örlítið breyttum hætti vegna faraldursins. Eyþór kom fyrst fram á leiksviðið árið 1917, 16 ára gamall. Alls birtist hann í 118 hlutverkum á ferli sínum, stjórnaði tugum leiksýninga og hlaut gullmerki Félags íslenskra leikara. Af fræðilegri nákvæmni er þessi þáttur í leiklistarsögu þjóðarinnar rakinn. Þá segir einnig frá hlut Eyþórs sem organista og stjórnanda kirkju- kórsins frá árinu 1929 til 1972. Þeir sr. Helgi Konráðsson, prestur frá 1934, voru aldavinir og létu að sér kveða út fyrir veggi kirkjunnar með samstarfi sínu. Eyþór samdi lög við ljóð sr. Helga. Sr. Þórir Stephensen náði kjöri að sr. Helga látnum árið 1959 og áttu þeir Eyþór góða samvinnu: „Messum fjölgaði á starfsárum hans og kirkju- sókn jókst. Eyþór hafði nóg að starfa,“ segir á s. 209. Eftir að sr. Þórir hætti 1971 varð lægð í kirkju- starfi á Sauðárkróki. Tíu árum síðar rættist úr þegar sr. Hjálmar Jónsson hlaut kosningu sem prestur á Sauð- árkróki. Sjálfur sótti Eyþór síðast messu árið 1994. Frásögnin af leiklist og kirkju- starfi er aðeins brot af texta bókar- innar. Meginefnið snýr að Eyþóri sjálfum, tónsmíðum hans og fjöl- skyldu. Með einstöku áræði, dugnaði og sköpunargáfu ávann Eyþór sér virðingu sem tónskáld og menning- arfrömuður. Alls ekki lá í hlutarins eðli að svo langt mætti ná á þeim brautum á fyrri hluta 20. aldar á Sauðárkróki. Stefán Íslandi kemur víða við sögu í bókinni og er helgaður séstakur kafli. Þeir Eyþór voru frændur og Stefán lauk árlegum söngferðum sín- um um landið á Sauðárkróki. Jók það áhuga á flutningi tónlistar í bænum. Stebbi söngur, eins og tenórinn frægi er kallaður í bókinni, tók ástfóstri við lög Eyþórs og kom þeim á meira flug en ella hefði orðið. Vitnað er í bréfaskipti þeirra frænda en Eyþór hélt auk þess dag- bækur mjög skipulega frá 1959 til 1994 og um fyrri utanferð sína, til Hamborgar árið 1934. Hann naut þar vinsemdar og leiðsagnar Björns Kristjánssonar, sem ættaður var frá Sauðárkróki, og konu hans Hermínu Sigurgeirsdóttur píanóleikara. Opn- aði dvölin í Þýskalandi honum nýjar listrænar víddir enda nýtti hann hverja stund til að njóta tónleika, sviðslista og kirkjutónlistar. Hjónin Eyþór og Sigríður Anna Stefánsdóttir, Sissa, (1905-1992), voru einstaklega samhent. „Lífið var í föstum skorðum. Hann fer í skól- ann, hún í búðina. Hann æfði sig í kirkjunni, hún iðjaði eitthvað heima. Svo hægðist um þegar þau drógu sig út úr skarkala atvinnulífsins. En lífið var áfram bundið föstum venjum. Þau gengu mikið, skruppu í bankann, litu inn á pósthúsið þar sem þau áttu pósthólf nr. 51 og fyrsta símanúm- erið þeirra var líka 51.“ (s. 142.) Sölvi bregður upp ljóslifandi myndum af þeim hjónum, virðuleika þeirra og háttvísi. Vegna sjóndepru gekk Eyþór jafnan fast við hlið Sissu og þegar heilabilun sótti að henni veitti hann henni aðstoð og leiðsögn eins lengi og hann megnaði. Virðing og vinsældir Eyþórs sem tónskálds vörpuðu menningarlegri birtu á Sauðárkrók. Sérstakur kafli í bókinni er helgaður stórafmælum Eyþórs. Sölvi minnist sem drengur blysfarar á sextugsafmælinu. „Eyþór og Sissa komu út á stéttina, prúðbúin að vanda.“ Síðar segir: „Það fór ekki fram hjá Króksurum að Eyþór yrði sjötugur í janúar 1971, hvað þá fjöl- skyldunni.“ Raunar fóru stórafmælin ekki fram hjá neinum sem hlustuðu á einu útvarpsstöð landsmanna á þess- um tíma. Ríkisútvarpið sendi út sér- stakar dagskrár í tilefni þeirra. Heið- ursskjölum og nafnbótum rignir yfir afmælisbarnið auk fálkaorðunnar. Við dagbókina segir Eyþór að hann sé „hálf smeykur við allt þetta lof“ þegar honum er tilkynnt um orðuna og einnig: „Þetta breytir í engu neinu fyrir mér, ég er og verð hinn sami Eyþór.“ Sölvi segir dagbókina sýna að Eyþór hafi alla tíð verið „orðvar mað- ur og agaður“. Stíll Sölva tekur mið af þessu og hann er skýr og auðles- inn. Röðun á efni bókarinnar hefur kostað heilabrot við miðlun á fróðleik vegna byggðarafmælis með ævi og störf Eyþórs sem leiðarstef. Vegna þess hve þeir Eyþór og Sölvi eru orð- varir er aðeins ýjað að því sem kann að vera óvild milli manna. Til að raska ekki því yfirbragði hefði mátt sleppa texta eftir Harald Björnsson leikara sem segir raunar meira um hann sjálfan en leiksýningu sem hann ræðir. Með myndum er lýst þróun byggð- ar á Sauðárkróki. Þar má einnig sjá fjölmarga Króksara og gesti þeirra. Fyrir mig sem var í sveit í Skagafirði á sjötta áratugnum vakti margt, ekki síst myndir af einstaklingum, góðar minningar. Ég minnist Guðrúnar, dóttur þeirra hjóna, sr. Helga, Guð- jóns bakara, Kára Jónssonar o.fl., o.fl. Mér var auðvitað bent á Fögru- hlíð, hús þeirra Eyþórs og Sissu. Sérstaklega þótti mér skemmti- legt að sjá myndina á s. 260 af Stein- dóri í Birkihlíð og Elinóru, konu hans, með þeim Sissu og Eyþóri. Þegar farið var í göngur frá Reyni- stað var alltaf áð og safnast saman árla morguns í Birkihlíð og þaðan haldið út á Krók undir forystu fjall- kóngsins, Steindórs. Í Gönguskörð- um skipulagði hann smölun í Staðar- fjöllum og sendi hvern mann á sinn stað. Menningarfrömuður á Sauðárkróki Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðursborgari „Eyþór Stefánsson (1901-1999) lét víða að sér kveða í heimabæ sínum. Hann var kennari og burðarás tónlistar-, kirkju- og leiklistarstarfs á Sauðárkróki,“ segir í rýni um nýja ævisögu Eyþórs. Ævisaga Eyþór Stefánsson tónskáld bbbbn Eftir Sölva Sveinsson. Innb. 327 bls., ljósmyndir, heimildaskrá, nafnaskrá. Útgefandi: Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2021. BJÖRN BJARNASON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.