Morgunblaðið - 25.09.2021, Page 64
Tvennir tón-
leikar eru á dag-
skrá Sinfóníu-
hljómsveitar
Íslands um
helgina. Fyrstu
Tónsprota-
tónleikar vetr-
arins verða í
Eldborg Hörpu í
dag, laugardag,
kl. 14. Þar kynnir
Sævar Helgi
Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, tónlist
um undur jarðar. Hljómsveitin leikur verk eftir Strauss,
Williams, Grofé, Mozart og Jón Leifs undir stjórn
Noams Aviel. Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
kemur fram á tónleikum í Eldborg á morgun, sunnudag,
kl. 17. Þar leikur sveitin Sinfóníu nr. 2 eftir Jean
Sibelius undir stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda
sveitarinnar.
Ungsveitin og Stjörnu-Sævar á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Eva
Ollikainen
Sævar Helgi
Bragason
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Lið Bandaríkjanna fer gífurlega vel af stað í Ryder-
bikarnum í golfi, sem fer fram á Whistling Straits-
vellinum þar í landi, og var komið með afgerandi for-
ystu á fyrsta degi mótsins sem fram fór í gær.
Eftir að lið Evrópu vann fyrstu viðureign dagsins í
fjórmenningi sneru Bandaríkin taflinu við og unnu
hverja viðureignina á fætur annarri.
Þremur sigrum í röð í fjórmenningi var fylgt eftir
með tveimur sigrum til viðbótar í fjórbolta. Í dag fara
svo fram átta viðureignir líkt og í gær. »54
Heimamenn í Bandaríkjunum hefja
leik í Ryder-bikarnum af krafti
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Afi er mjög hissa á að við séum að
gera söngleik um hann og ömmu, en
þau eru bæði mjög spennt að sjá
þetta á sviði,“ segir hin 17 ára Tinna
Margrét Hrafnkelsdóttir, nemandi á
leiklistarbraut í Fjölbrautaskólanum
í Garðabæ, en hún og Guðrún Ágústa
Gunnarsdóttir, nemi á tónlistarbraut
í Menntaskólanum við Hamrahlíð,
hafa samið söngleik í fullri lengd sem
frumsýndur verður í leikhúsinu í
Fjölbraut í Garðabæ á morgun,
sunnudag.
„Söngleikurinn heitir einfaldlega
Pálmar, eins og afi minn, og fjallar
um ævintýri hans, tónlistarmannsins
og arkitektsins Pálmars Ólasonar.
Söngleikurinn er byggður á sann-
sögulegum atburðum og segir frá afa
þegar hann var ungur maður og tog-
streitu hans að velja á milli listar-
innar og þess hagkvæma. Þetta er
líka ástarsaga ömmu Sigurveigar og
afa. Í söngleiknum segir af Pálmari
sem er góðhjartaður skemmtikraftur
sem fer til Ítalíu í nám en þar verður
hann heltekinn af ítalskri tónlist.
Hann skrifar íslenska lagatexta við
lögin og sendir þau heim til Íslands
svo að Raggi Bjarna, Haukur
Morthens og Elly Vilhjálms geti
sungið þau og Íslendingar þannig
fengið að njóta þeirra. Pálmar veikist
alvarlega og kærastan kemur alla
leið til Ítalíu til að sinna honum,“ seg-
ir Tinna sem vill ekki láta meira uppi
um framvindu mála í söngleiknum.
„Þetta hefur verið draumur hjá
okkur Guðrúnu mjög lengi að semja
saman söngleik. Þetta byrjaði á því
að ég þurfti að gera skólaverkefni
um eldri borgara og ég ákvað að gera
það um afa minn. Hann sagði mér
alls konar sögur úr ævi sinni, sem ég
hafði enga hugmynd um, til dæmis
að hann var alltaf á kafi í leiklist og
tónlist, en hann er menntaður arki-
tekt. Við sáum alltaf fyrir okkur at-
burðina á sviði þegar afi var að segja
okkur frá. Þetta var svo gaman og
okkur Guðrúnu fannst magnað hvað
afi hafði haft mikil áhrif á íslenskt
menningar- og tónlistarlíf. Þessi lög
urðu mjög vinsæl hér heima, til
dæmis Ciao, Ciao Bambina og
Horfðu á mánann með Hauki Mort-
hens, og Við hafið, sem flestir þekkja
sem Kveðju sendir blærinn, sem Elly
söng. Okkur langaði að draga þessa
áhugaverðu þætti í ævi afa fram í
söngleiknum,“ segir Tinna og bætir
við að þær Guðrún hafi samið söng-
leikinn í sumar á vegum skapandi
sumarstarfa í Garðabæ. Hún segir að
gríðarleg vinna liggi að baki því að
koma heilum söngleik á svið. „Þetta
er 11 manna leikhópur og við erum á
bilinu 16 til 23 ára. Nokkur okkar eru
í námi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar,
nokkur eru þegar útskrifuð og sum
eru í öðrum skólum. Afi Pálmar
teiknaði skólann okkar, Fjölbraut í
Garðabæ, á sínum tíma þegar hann
var byggður, sem er enn ein teng-
ingin og vel við hæfi að sýna söng-
leikinn þar.“
Miðar á söngleikinn fást á tix.is.
Pálmar afi varð efni í
söngleik í fullri lengd
- Tvær vinkonur frumsýna frumsaminn söngleik á morgun
Morgunblaðið/Eggert
Guðrún og Tinna Þær hefur lengi dreymt um að setja saman upp söngleik.
Líf og fjör Það er engin lognmolla í söngleiknum um Pálmar afa.
Pálmar
Ólason