Morgunblaðið - 15.10.2021, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 242. tölublað . 109. árgangur .
Í DAG RENNA 3KR.
TIL BLEIKU SLAUFUNNAR
*3 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum hjá Orkunni 15. okt. renna til Bleiku slaufunnar, óháð greiðslumáta.
kr.
ELÍSABET
SMÝGUR INN Í
SAMFÉLAGIÐ SÓLHEIMAJÖKULL HOPAR
HVAÐ DREGUR
FÓLK AÐ
HRYLLINGI?
MÆLINGAR HVOLSSKÓLANEMA 4 VINSÆLIR SMOKKFISKSLEIKAR 29HEIÐURSLISTAMAÐUR 28
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skýrslutökur fyrir dómi vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis gagnvart börnum
sem fram fara í Barnahúsi voru nær
tvöfalt fleiri á fyrstu níu mánuðum
þessa árs en á sama tímabili í fyrra.
Þær voru 133 frá janúar til sept-
ember í ár en voru 73 á sama tíma-
bili í fyrra og 61 á árinu 2019.
Þetta kemur fram í tölum Barna-
verndarstofu um þjónustu í Barna-
húsi. Skýrslutökum vegna líkamlegs
og heimilisofbeldis hefur einnig
fjölgað mikið að undanförnu.
Á fyrstu sex mánuðum ársins
2021 voru skýrslutökur vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis fleiri en allt árið
2018 og allt árið 2019 og nánast
jafnmargar og í fyrra. Þá segir í
skýrslu Barnaverndarstofu að fjöldi
skýrslutaka vegna kynferðislegs of-
beldis á fyrstu níu mánuðum ársins
2021 hafi verið 56,4% fleiri en allt
árið 2018, 26,7% fleiri en allt árið
2019 og 15,6% fleiri en allt árið
2020. »4
Tvöfalt fleiri ofbeldismál
- Skýrslutökur í Barnahúsi vegna kynferðislegs ofbeldis það
sem af er árinu eru orðnar 15,6% fleiri en á öllu seinasta ári
Fjöldi skýrslutaka í
Barnahúsi
Fyrstu níu mánuði
áranna 2018-2021
Heimild: Barna-
verndarstofa
91 88
149
213
2018 2019 2020 2021
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Logi Einarsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, segir að hann sé formað-
ur í augnablikinu, en að landsfundur
flokksins verði haldinn á næsta ári.
Nokkuð hefur verið rætt um for-
ystumál Samfylkingarinnar í ljósi
dræms árangurs flokksins í nýliðn-
um þingkosningum, en þingmenn
flokksins, sem Morgunblaðið ræddi
við, telja ekkert liggja á í þeim efn-
um. Brýnna sé að leggja drög að
sveitarstjórnarkosningum næsta vor
og ná vopnum í stjórnarandstöðu,
sem þeir telja blasa við.
Hins vegar var nefnt að kosninga-
úrslitin kölluðu á naflaskoðun hjá
flokknum. Hún gæti hvorki ein-
skorðast við forystumálin, innra
skipulag né hvað úrskeiðis hefði far-
ið í kosningabaráttunni. Vandinn
væri djúpstæðari en svo og athyglin
þyrfti að beinast að inntaki flokksins
og erindi hans við kjósendur.
Logi Einarsson
situr áfram í bili
MSamfylking í sárum »14
Ríflega hundrað fundir og 400 ræður eru á dag-
skrá á Arctic Circle-ráðstefnunni sem var sett í
Hörpu í gær. Ráðstefnan mun standa fram á
laugardagskvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr-
verandi forseti Íslands og formaður stjórnar
Arctic Circle, bauð gesti velkomna í Silfurbergi í
gær en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
ávarpaði ráðstefnuna. Öllum gestum var gert að
vísa fram nýlegu neikvæðu Covid-prófi. »6
Morgunblaðið/Eggert
1.300 gestir á Arctic Circle-ráðstefnunni
_ Þúsundir heimila í landinu, eða
10,5% allra leigjenda, greiða meira
en 70% af ráðstöfunartekjum sínum
í leigu af íbúðarhúsnæði.
Þetta kemur fram í mánaðar-
skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar, HMS, fyrir
október sem birt var í gær á vef
stofnunarinnar.
Þar segir einnig að 27% leigjenda
greiði meira en 50% af ráðstöfunar-
tekjum sínum í leigu.
Ólafur Sindri Helgason, yfirhag-
fræðingur HMS, segir í samtali við
Morgunblaðið að um það bil 32 þús-
und heimili á landinu séu á leigu-
markaði.
Í skýrslunni segir að merki séu
um að framboð á hentugu leigu-
húsnæði sé að minnka, sem að sögn
Ólafs hefur áhrif á húsnæðisöryggi
og samningsstöðu leigjenda. »12
Þúsundir greiða
meira en 70%
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hús Framboð á leiguhúsnæði að minnka.