Morgunblaðið - 15.10.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2021
Joe Biden klúðraði brottför úr
Afganistan með ævintýra-
legum hætti og kom Bandaríkj-
unum í ógöngur og skildi svo eftir
ógrynni nýlegra hergagna sem
hvert Evrópuríki
hefði mátt vera
stolt af að ráða yfir.
Nú reynir ESB að
klúðra líka, þótt
það hafi verið víðs
fjarri: Jón Magn-
ússon fv. alþingis-
maður skrifar:
- - -
Ætla hefði mátt að vestræn
ríki mundu bindast sam-
tökum um að útiloka Afganistan
frá samfélagi siðaðra þjóða meðan
villimennska talibananna ræður
þar ríkjum. Krafist þess, að lág-
marksmannréttindi yrðu til staðar
í landinu auk ýmiss annars annars
yrði engin aðstoð í boði. En það er
ekki gert.
- - -
Í gær ákvað Evrópusambandið
að gefa talibanastjórninni 1000
milljónir evra eða 150 milljarða,
sem heitir aðstoð. Skattgreiðendur
í Evrópu hafa aldrei verið spurðir
um þetta eða þeirra samþykkis
leitað.
- - -
Þessir fjármunir hefðu getað
nýst vel til uppbyggingar og
aðstoðar í Evrópu, en sömu pen-
ingunum verður aldrei eytt tvisv-
ar.
Óneitanlega skýtur það skökku
við, að valdstjórn Evrópusam-
bandsins í Brussel skuli fyrst krefj-
ast þess að lönd Evrópu taki við
ómældum fjölda flóttamanna (um
90% þeirra eru ungir karlmenn)
vegna ógnarstjórnarinnar í Afgan-
istan og styrkja ógnarstjórnina síð-
an með gríðarlegum fjármunum.
- - -
Hvers eiga evrópskir skatt-
greiðendur eiginlega að
gjalda.“
Jón Magnússon
Sjá ekki ógöngur
nema taka þátt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Mannanafnanefnd samþykkti mörg
ný mannanöfn þann 12. október og
ákvað að þau yrðu færð á manna-
nafnaskrá. Nokkrum beiðnum um ný
eiginnöfn og millinöfn var hafnað.
Ný nöfn sem voru samþykkt voru
kvenkynsnöfnin Skúa, Rosemarie,
Dýrlaug, Kateri, Elika, Annarósa,
Emi og Manley.
Af karlkynsnöfnum var eiginnafn-
ið Hunter samþykkt og einnig nöfnin
Varði, Úrsúley, Ói, Kristan, Elliott,
Kristóbert, Zíon, Arne og Kalli.
Þá var beiðni um millinafnið Ár-
múla var samþykkt.
Beiðni um eiginnafnið Hel (kvk.)
var hins vegar hafnað og sömuleiðis
beiðni um millinöfnin Thunderbird
og Street.
Þá ákvað mannanafnanefnd að
eiginnafnið Villiljós, sem er kynhlut-
laust, skyldi tekið af mannanafna-
skrá. Hins vegar var beiðni um milli-
nafnið Villiljós samþykkt og skal
nafnið fært á mannanafnaskrá.
Helstu verkefni mannanafna-
nefndar eru að semja mannanafna-
skrá um eiginnöfn og millinöfn sem
teljast heimil samkvæmt lögum um
mannanöfn. Nefndin veitir einnig
ráðgjöf um nafngjafir og sker úr
álita- og ágreiningsefnum um nöfn,
nafnritun og fleira þess háttar.
gudni@mbl.is
Skúa, Dýrlaug, Zíon og Ármúla
- Mannanafnanefnd hafnaði nöfnunum
Hel, Street og Thunderbird
Morgunblaðið/Ásdís
Nöfn Ný nöfn bætast jafnt og þétt
við á mannanafnaskrá. Úr safni.
Björgvin Þorsteinsson,
lögmaður og marg-
faldur Íslandsmeistari í
golfi, lést á líknardeild
Landspítala aðfaranótt
fimmtudags, 68 ára að
aldri eftir langa bar-
áttu við krabbamein.
Björgvin fæddist á
Akureyri 27. apríl
1953, sonur hjónanna
Þorsteins Magnússonar
vélstjóra og Önnu
Rósamundu Jóhanns-
dóttur húsfreyju. Hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1973 og lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1980. Hann fékk
réttindi sem héraðsdómslögmaður
árið 1982 og sem hæstaréttar-
lögmaður 1986.
Björgvin starfaði sem fulltrúi
sýslumannsins í Austur-Skafta-
fellssýslu 1980-1981 og fulltrúi á
lögmannsstofu Gylfa og Svölu
Thoroddsen 1981-1983. Hann starf-
aði sjálfstætt frá 1983, síðast hjá
Draupni lögmannsþjónustu.
Björgvin sat í stjórn Golfklúbbs
Akureyrar 1967-1969 og í stjórn
Bridgesambands Íslands 1987-
1992, í stjórn Lögmannafélags Ís-
lands 1985-1987 og í stjórn Golf-
sambands Íslands 1998-2002. Þá
átti hann sæti í áfrýjunardómstól
ÍSÍ undanfarna tvo
áratugi.
Björgvin varð sex
sinnum Íslandsmeist-
ari í golfi á árunum
1971 til 1977 en hann
keppti 56 sinnum á
Íslandsmótinu, síðast
í sumar á Jaðarsvell-
inum á Akureyri og
var þá elsti keppand-
inn. Þá varð hann Ís-
landsmeistari í flokki
kylfinga 65 ára og
eldri í Vest-
mannaeyjum í sum-
ar. Auk Íslands-
meistaratitlanna varð hann 9
sinnum meistari Golfklúbbs Ak-
ureyrar, Golfklúbbs Reykjavíkur
tvisvar og Golfklúbbs Hafnar í
Hornafirði einu sinni. Hann fór 11
sinnum holu í höggi á ferlinum.
Björgvin var sæmdur heiðurs-
krossi ÍSÍ á ársþingi Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands nú í
október.
Fyrri eiginkona Björgvins var
Herdís Snæbjörnsdóttir, flugfreyja
og fulltrúi, þau skildu. Dóttir
þeirra er Steina Rósa. Síðari eig-
inkona Björgvins er Jóna Dóra
Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og ljósmóðir. Stjúpsonur Björgvins
og sonur Jónu Dóru er Kristinn
Geir.
Andlát
Björgvin Þorsteinsson