Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 260. tölublað . 109. árgangur . REGLUR SEM ALLIR MUNU ÞURFA AÐ HLÍTA SYNGUR Á FYRSTU SÓLÓPLÖTUNNI GERA ÞURFI UPP HVERNIG RÍKIN BRUGÐUST VIÐ ANNA GRÉTA 28 NORÐURLANDARÁÐ 11VANDA Í VIÐTALI 27 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verði þau verkefni um landeldi sem nú eru í undirbúningi eða byrjunar- fasa framkvæmda að veruleika verð- ur hægt að framleiða nokkuð yfir 100 þúsund tonn af laxi á ári. Það mun gerast á löngum tíma því fram- kvæmdir eru í flestum tilvikum áfangaskiptar. Til samanburðar má geta þess að áætlað er að framleidd verði um 40 þúsund tonn af laxi í sjókvíastöðvunum í ár. Uppbygging landeldis er fjárfrek og þarf að fjárfesta fyrir eitthvað á annað hundrað milljarða til þess að skapa aðstöðu og lífmassa til að upp- skera þann lax sem hér er rætt um. Mikil uppbygging er í landstöðvum fyrir laxeldi vestan Þorlákshafnar. Framkvæmdir eru hafnar á lóð eins fyrirtækisins og tvö fyrirtæki til við- bótar eru á fyrstu stigum umhverf- ismats. Samherji fiskeldi er að hefja stækkun á landeldisstöð sinni í Öx- arfirði og vinnur á fullu að undirbún- ingi Eldisgarðs við Reykjanesvirkj- un. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölf- usi, segir að mikill áhugi sé á lóðum fyrir landeldisstöðvar. „Þessi starf- semi reynir mikið á auðlindirnar þótt við séum ekki að nálgast neitt þak,“ segir hann og getur þess að ef þrjú til fjögur verkefni verði að veruleika aukist vatnsnotkun í og við Þorláks- höfn úr 4 þúsund lítrum á sekúndu í 38 þúsund lítra. Það er þrjátíuföld notkun á höfuðborgarsvæðinu. »10 100 þúsund tonn á landi - Uppgangur er í eldi á laxi í landeldisstöðvum í Ölfusi og á Reykjanesi _ Gjaldskrá sem kirkjuþing hefur sett fyrir svonefnd aukaverk presta gæti talist samkeppnishamlandi í skilningi samkeppnislaga. Staða presta hefur breyst eftir að þeir urðu starfsmenn á almennum vinnumarkaði með nýjum lögum um þjóðkirkjuna. Í lögin vantar bein ákvæði sem heimila kirkju- þingi að setja slíka gjaldskrá. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Lára V. Júlíusdóttir hrl. vann fyrir Prestafélagið. Álitsgerðin var lögð fram á kirkjuþingi. »14 Heimild skortir fyrir nýrri gjaldskrá Steinar Ingi Kolbeins Guðni Einarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Svandís vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald minnis- blaðsins en staðfesti við mbl.is í gærkvöldi að um væri að ræða tillögur að hertum sam- komutakmörkunum. „Já, þetta snýst um hertar takmarkanir. Við þekkjum það vel til hvaða aðgerða er hægt að grípa þegar faraldurinn er í vexti,“ sagði Svandís. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í dag og mun fara yfir tillögur sóttvarnalæknis að sögn Svandísar. Bólusetningar sannað gildi sitt Þórólfur Guðnason bendir á í samtali við Morgunblaðið að alrangt sé að bólusetning geri ekkert gagn, en því hafi verið haldið fram. „Ef við reiknum líkurnar á því að leggjast á gjörgæslu vegna Covid-19 hjá bólusettum og óbólusettum þá er nýgengi smita hjá óbólusettum sex sinnum hærra en hjá bólusettum.“ 144 greindust smitaðir af Covid-19 á landsvísu í fyrradag. Morgunblaðið/Eggert Hertar aðgerðir til skoðunar - Sóttvarnalæknir leggur til takmarkanir - Faraldurinn í vexti MAlveg ljóst að bólusetning … »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.