Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Ís- landi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum. Nú á tímum er landslagið orðið annað. Flestir sem ég kannast við semja orðið sjálfir um eigin laun og fyrirtæki eru í stöðugri samkeppni um besta vinnuaflið. Það er vissu- lega kærkomin breyting frá því að vinna á strípuðum töxtum eins og tíðkaðist. Það tel ég vera breytingu til batnaðar að stór hluti vinnuafls- ins skuli vera sjálfráður í eigin launamálum. Nýlega hóf ég störf hjá Sambandi stjórnendafélaga (STF) sem áður hét Verkstjóra- samband Íslands. Það sem vekur athygli mína er að þegar maður ræðir verkalýðs- eða félagsstörf í dag við yngra fólk þá ranghvolfir það augunum. En því miður er það þannig að þú tryggir ekki eftir á. Þó að stjórnendur standi einhvers staðar á milli fyrir- tækis og almennra starfsmanna þá þarf stjórnandinn ekki að fyrirgera rétti sínum til að eiga rétt á sjúkradagpeningum og öðrum styrkjum sem undirmenn þeirra fá í sínum stéttarfélögum. Það er of dýru verði keypt. En til að gera langa sögu stutta þá er STF samband stjórnenda- félaga sem gætir hags- muna félagsmanna í ellefu aðildarfélögum sambandsins um allt land. STF er einskonar regnhlífarsamband fyrir þessi ellefu aðildarfélög. Þar á meðal eru Brú – félag stjórnenda og Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar. Félagsmenn okkar eru aðallega fólk sem semur sjálft um sín eigin laun. Við höfum verkfallsrétt en höf- um aldrei beitt honum. Við hjá STF gerum reglulega launakannanir sem styðja við kröfur félagsmanna varð- andi laun þeirra eftir fagi. Þess má geta að við gerum kjarasamninga fyrir okkar félagsmenn. Eins höfum við aðstoðað félagsmenn við gerð ráðningarsamninga. Okkar sérstaða er gríðarsterkur sjúkrasjóður sem grípur fé- lagsmanninn í veikindum sínum (launavernd) eða barns undir 18 ára. Við bjóðum upp á ríkulega styrki til menntunar og heilsu. Einnig bjóðum við upp á fín sum- arhús víðs vegar um landið og leigu á hjólhýsum yfir sumartímann. Ég er vandvirkur og varkár mað- ur. Þegar ég tók við starfi kynning- arfulltrúa STF vildi ég gera ánægjukönnun hjá okkar fé- lagsmönnum til að vera þess viss að ég væri ekki að selja gallaða eða skemmda vöru. Við fengum til liðs við okkur margreynt ráðgjafarfyr- irtæki sem hefur gert mikið af könnunum fyrir helstu fyrirtæki landsins. Félagsmenn okkar voru spurðir um þjónustu STF; þjónustuveri, or- lofskostum, sjúkrasjóði, stjórn- endanámi og menntasjóði var gefin einkunn. Einnig var spurt hversu líklegt eða ólíklegt væri að þú mælt- ir með STF við vin eða vinnufélaga (NPS-kvarði). Niðurstöðurnar voru þessu ágæta ráðgjafarfyrirtæki ráð- gáta, því STF og aðildarfélög þess fengu svo góða einkunn í skoðana- könnuninni að það skákar bestu fyr- irtækjum landsins. NPS-kvarðinn er 200 stiga kvarði sem nær frá -100 stigum til 100 stiga. Meðaltalsskor fyrirtækja á Íslandi er -14 stig. Fremstu fyrirtæki heims eru með 50-70 stig í einkunn. En STF er að fá 48 stig sem er í raun 148 stig af 200 mögulegum. Það verður að telj- ast frábær einkunn. Ég hef því í raun komist að því að ég er ekki að selja skemmda eða gallaða vöru heldur þvert á móti framúrskarandi afurð. Því vil ég hvetja alla þá sem vilja njóta góðrar þjónustu og kjara að skoða hvort aðild að stjórnendafélagi sé ekki rökrétt skref inn í þeirra framtíð. Þeir sem semja sjálfir um eigin laun, starfsfólk án mannaforráða í sértækum verkefnum eða stjórn- endur (vaktstjóri, verslunarstjóri, bílstjóri, deildarstjóri, verkstjóri, tæknistjóri, mannauðsstjóri, liðs- stjóri o.s.frv.) eru gjaldgengir í stjórnendafélag. Viljir þú kanna málið betur bendi ég á stf.is eða að hafa samband við Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar eða Brú – félag stjórnenda í Reykjavík. Eftir Eyþór Ólaf Frímannsson » Okkar sérstaða er gríðarsterkur sjúkrasjóður sem grípur félagsmanninn í veik- indum. Eyþór Ólafur Frímannsson Höfundur er kynningar- og menntafulltrúi STF. eythor@stf.is Hagsmunasamtök stjórnenda Í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. á bls. 16 er samnefnd grein eftir Jónas Elíasson. Í grein- inni er komið að ýmsu varðandi heiðni og kristni og tæpt er á því að Íslendingasögur kynnu að hafa verið skrifaðar til að vekja andúð á heiðninni. Nefn- ir Jónas hve hinn heiðni Egill Skalla- grímsson var „brjálaður,“ fégráðugur og kom illa fram við vini sína. Mér virðist sem slík framkoma stjórnist ekki af trúarbrögðum, því Ísland var alkristið á Sturlungaöld, en þá voru hér uppi mestu illmennin og þá voru alverstu óþverraverkin unnin. Meir að segja Snorri Sturlu- son var sjúklega fégráðugur, og virt- ist einskis meta velferð barna sinna, enda hafði hann nánast „selt“ dætur sínar öðrum höfðingjum, til að efla eigin völd og áhrif. Hann hefur ekki vitað hvað vinátta var, enda áttu þrír fyrverandi tengdasynir hans þátt í morðinu á honum. Með þetta í huga get ég ekki séð að frásagnir Íslend- ingasagna varpi neinum skugga á manngildi heiðninnar, m.v. það sem gerðist á ritunartíma þeirra. Ég er sammála Jónasi þegar hann segir um höfund Njálu: „Það er ein- hver ríkur kirkjuhöfðingi sem hlutast til um verkið sem „patron“ og hann ræður þá efninu eins og hann vill.“ Svo bætir Jónas við þegar hann skrif- ar: „Einn maður er líklegastur, Páll Jónsson biskup í Skálholti 1195- 1211.“ Þegar ég var ungur maður var ég þessarar skoðunar og taldi ég Pál afarlíklegan sem Njáluhöfund. Sitt- hvað má tína fram til stuðnings því að Páll sé Njáluhöfundur. Eins og það að hann virðist vera í hópi þeirra fáu Íslendinga sem voru vel kunnugir í Orkneyjum, en það var Njáluhöf- undur. Vegna ferðalaga sinna sem biskup um þrjá landsfjórðunga, þá var Páll Skálholtsbiskup þeim ferða- leiðum gjörkunnugur, en það var Njáluhöfundur líka. Þegar ég fór síðar að skoða þessi mál gjörr, þá virtist mér Loftur bisk- upsson, sonur Páls, líklegri sem Njáluhöfundur heldur en faðir hans. Þó leiddi nákvæm athugun til þess að fram komu mörg atriði sem nær úti- lokuðu Loft sem höf- und. Það eru einkum tvö til þrjú atriði sem mér virðist sem nánast úti- loki að Páll Skálholts- biskup hafi ritað Njálu. 1. Ljóst má vera að Njála er rituð löngu eft- ir að Páll deyr sem er árið 1211, því að í Njálu er nefndur Kolbeinn ungi. Sá manndjöfull er fæddur um 1208 og því einungis þriggja ára þegar Páll and- ast. Kolbeinn kemst ekki til neinna áhrifa fyrr en um 1228. 2. Ætt Hvammverja í Vatnsdal er nefnd í Njálu. Þeirrar ættar er að litlu sem engu getið fyrr en Eyjólfur ofsi lætur að sé kveða um 1252 og ári síðar stendur hann fyrir Flugumýrar- brennu. Njáluhöfundur telur Hvamm- verja til hins „mesta mannvals“ á Ís- landi. Þó margir bæru þungan hug til Gissurar Þorvaldssonar (sem brennan beindist gegn), þá virðist brennan hafa verið illa þokkuð. Því má vart ætla að Njáluhöfundur fari slíkum viðurkenn- ingarorðum um Hvammverja, fyrr en einhverjum árum eftir brennuna, þeg- ar tók að fyrnast yfir þau verk og varla fyrr en Ásgrímur bróðir Eyjólfs ofsa er orðinn sýslumaður í Árnessýslu, en það er árið 1279. Varla öllu fyrr er Njáls saga rituð. 3. Þótt margt í Njálu tengist krist- inni trú, þá er slík heiðni í bókinni, að biskup hefur ekki ritað hana og mjög ólíklega maður sem hefur gegnt prestsstarfi. Um öll þau heiðnu atriði sem koma fram í Njálu, er fjallað ýt- arlega í bókinni Leitin að Njáluhöf- undi á bls. 115-118. Skv. ofanrituðu og fleiru er Páll Skálholtsbiskup ekki höfundur þeirr- ar Brennu-Njáls sögu sem við þekkj- um. Um Njálu – svar við samnefndri grein Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún Gunnar Guðmundsson »Með þetta í huga get ég ekki séð að frá- sagnir Íslendingasagna varpi neinum skugga á manngildi heiðninnar, m.v. það sem gerðist á ritunartíma þeirra. Höfundur er fræðimaður og bókahöf- undur. „Í Kristi Jesú eru all- ir fjársjóðir speki og þekkingar fólgnir. Ver- ið því rótfest á honum byggð á honum, stað- föst í trúnni og auðug að þakklátsemi,“ segir Páll Postuli í bréfi sínu til Kolosumanna á sín- um tíma. Og frelsarinn Jesús hvetur okkur til að vera stöðug í bæn- inni og þreytast ekki á að biðja. Hann segir: „Guð mun skjótt rétta hlut sinna útvöldu sem hrópa á hann dag og nótt.“ „Biðjið og yður mun gefast.“ Ævigangan er fjallganga, ferðalag, ljóðasafn, endalaus áskorun sem við erum kölluð til hvert með sínum hætti. Takk, Guð, fyrir alla þá sem eru og hafa verið á bæn. Takk fyrir öll þau sem leggja sig fram í þágu kærleika Guðs fyrir heilagan anda Jesú Krists og gefa af sér. Eru andlega örlát af náð í auðmýkt og kærleika. Takk fyrir kirkjuna þína og þau sem þar koma saman og leggja lið. Alla listina, tón- listina, sönginn, orðin, ljóðin, mynd- málið, sögurnar og vitnisburðina. Lífæð sálarinnar Bænin, söngur og tónlist ásamt sögum, ljóð- og myndlist er eitthvað það dásamlegasta, dýpsta og dýrmætasta sem okkur mannfólkinu hefur verið gefið. Söng- urinn og tónlistin til að mynda næra svo vel og græða sálina. Og með bæninni kemst jafn- vægi á hugann og friður tekur að færast í hjart- að. Fyrir mér er bænin lífæð sálarinnar. Allt það súrefni sem þarf til þess hreinlega að kom- ast af. Mér finnst bænin vera kvíða- stillandi og streitulosandi. Hún styrk- ir fjölskyldubönd, er nærandi, líknandi og læknandi. Með henni taka áhyggjur að líða á braut og friðurinn að flæða inn. Það er einhvern veginn ekkert sem sameinað okkur getur meira og betur en óendanleg sam- staða í bæn, í Jesú nafni. Það bara gerist eitthvað alveg óútskýranlegt. Fegurðin og friðurinn kemur með bæninni Ég verð þó að viðurkenna að ég veit eiginlega ekkert almennilega hvað bænin er eða hvernig hún virk- ar. En hitt veit ég af því að ég hef upplifað það svo margoft og iðulega sjálfur að mér finnst ósegjanlega gott að fá að hvíla í henni. Fá að meðtaka fyrirgefninguna, friðinn og kærleik- ann, náðina og vonina sem í henni er fólgin og henni fylgir. Því það er mín sannfæring að feg- urðin og friðurinn komi með bæninni. Þegar við köfum inn í okkar innsta kjarna. Bænin er nefnilega upp- spretta bættra samskipta, virðingar, skilnings og samstöðu, sé hún beðin af einlægni hjartans og í auðmýkt. Í henni finnum við til eilífrar núvit- undar. Fegurðin býr þar sem fyrirgefn- ing, réttlæti og friður faðmast. Og fegurðin er fingrafar Guðs í þessum heimi, og þú þar með talið. Takk óskiljanlegi, Guð, fyrir að mega þiggja þann leyndardóm að gjöf sem lífið er og ég skil ekki. Takk, Guð, fyrir að mega meðtaka það, lifa því og njóta þess, þrátt fyrir allt. Með einlægri kærleiks- og frið- arkveðju. – Lifi lífið! Að fá að hvíla í bæn á lífsins leið Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Ævigangan er fjall- ganga, ferðalag, ljóðasafn, endalaus áskorun sem við erum kölluð til hvert með sín- um hætti. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.