Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
SUMAR BÆKUR ERU EKKI ÆTLAÐAR
TIL ÚTLÁNS UNDIR NEINUM
KRINGUMSTÆÐUM.
„ÞAR FÓR KENNING ÞÍN UM AÐ JÖRÐIN
SÉ HNÖTTÓTT.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að svífa af hrifningu
þegar þú heyrir rödd
hans.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HELDURÐU AÐ VIÐ EIGUM EFTIR
AÐ MUNA STUNDIRNAR SEM VIÐ
EYÐUM SAMAN?
AUÐVITAÐ
GERUM VIÐ ÞAÐ!
EF VIÐ FÁUM
OKKUR SNARL
MERLÍN, GET ÉG RÁÐIÐ
ÞIG FYRIR AFMÆLI?
SONAR
ÞÍNS?
NEI, FYRIR MIG! ÉG VIL AÐ ÞÚ GERIR
MIG YNGRI!
HAFIÐ HLJÓTT
2010. Frá 2011 hafa þau verið bú-
sett á Selfossi. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðmundur Guðjóns-
son, óperusöngvari, húsgagna-
smiður og sviðsstjóri hjá sjónvarp-
inu, RÚV, f. 3.3. 1922, d. 11.4.
2016, og Kristín Bjarnadóttir hús-
móðir, f. 14.4. 1922, d. 28.2. 2021.
Börn Grétars og Guðrúnar eru
1) Fjóla, f. 19.3. 1968, íþróttakenn-
ari og íþróttanuddari, gift Helga
Hafsteini Helgasyni, krabbameins-
lækni í Haag í Hollandi. Börn
þeirra eru Ásta Karen, f. 27.2.
1992, visthagfræðingur; Lilja
Dögg, f. 1.7. 1994, verkfræðingur;
Haukur Steinn, f. 1.7. 1994, há-
skólanemi. 2) Kristín, f. 7.5. 1971,
líffræðingur, gift Arnari Frey Guð-
mundssyni, tölvunarfræðingi og
MBA. Börn þeirra eru Guðrún
Herdís, f. 16.11. 1998, háskóla-
nemi; Tómas Orri, f. 14.9. 2002,
háskólanemi; Hjördís Ylfa, f. 17.1.
2006. 3) Unnsteinn, f. 26.5. 1974,
tæknifræðingur, kvæntur Auði
Aðalbjarnardóttur. Börn þeirra
eru Grétar Björn, f. 7.7. 2006;
Unnur Birna, f. 17.11. 2009; Eva, f.
22.10. 2012.
Systkini Grétars: 1) Ólafur Jó-
hannes Unnsteinsson íþróttakenn-
ari, f. 7.4. 1939, d. 9.9. 1996. 2)
Reynir Unnsteinsson stúdent frá
MA, handritavörður, f. 29.6. 1945,
d. 13.12. 1998. 3) Bjarki Aage
Unnsteinsson, stúdent frá MR, f.
15.12. 1947, d. 12.9. 2005. 4) Hanna
Unnsteinsdóttir félagsráðgjafi, f.
17.6. 1951.
Foreldrar Grétars voru hjónin
Jón Unnsteinn Ólafsson, f. 11.2.
1913, d. 22.11. 1966, skólastjóri
Garðyrkjuskóla ríkisins, og Elna
Ólafsson, f. 21.6. 1912, d. 20.3.
1998, húsfreyja á Reykjum.
Grétar Jóhann
Unnsteinsson
Martha Christiansen
húsfreyja í Tversted
Thomas Christian Olesen
bóndi í Tversted, Vendsyssel
Hanne Christiansen (f. Olesen)
húsfreyja í Nørre-Hytten
Johannes Senius Christiansen
óðalsbóndi og jarðasali í Nørre-Hytten,
Vendsyssel á Norður-Jótlandi
Elna Ólafsson (f.
Christiansen)
húsfreyja á Reykjum í Ölfusi
Amalia Christensen
húsfreyja í Mosbjerg
Christian Olesen
bóndi og skreðari í Mosbjerg, Vendsyssel
Margrét Björnsdóttir
húsfreyja á Útibliksstöðum
Jóhannes Jóhannesson
útvegsbóndi á Útibliksstöðum
í Miðfirði
Margrét Jóhannesdóttir
húsfreyja á Stóru-Ásgeirsá
Ólafur Jónsson
bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal
Steinunn Davíðsdóttir
húsfreyja á Söndum
Jón Skúlason
bóndi á Söndum í Miðfirði
Ætt Grétars J. Unnsteinssonar
Jón Unnsteinn Ólafsson
skólastjóri Garðyrkjuskóla
ríkisins 1939-1966
Vísnahorninu bárust nokkrar
vísur hagyrðingsins mæta Jóa
í Stapa, sem lést fyrr á árinu og
verður sárt saknað. Vísurnar voru
ortar í hestaferð á Hrunamanna-
afrétti um aldamótin. Þegar komið
var nokkuð upp með gljúfri Stóru-
Laxár vildi það óhapp til að tveir
hestar sluppu úr hópnum og
stefndu hratt til byggða. Tveir úr
flokknum eltu, fóru geyst og náðu
hestunum framan við Hrunakrók.
Hraut þá oddhenda af vörum Jóa:
Fram um heiðarfirnin breið
fákaskeiði beita,
Þetta greiða gönuskeið
gikkir reiðar þreyta.
Inn við afréttargirðingu var
skipt um hesta og gaf fararstjórinn
það fyrirheit að nú ætlaði hann að
verða fullur í kvöld. Það rataði óðar
í vísu hjá Jóa:
Ef að gleðin á sér völd
enginn telst það bagi
þó Árni verði kannske í kvöld
kenndur í meira lagi.
Um kvöldið var margt spjallað.
Þótti líklegt að Jói myndi kveðja
manna fyrstur þetta jarðlíf, þar
sem hann var elstur. Hann var
spurður hvernig hann myndi taka á
móti hinum er þeir kæmu til himna.
Jói svaraði:
Ef á himnum frið ég finn
fjarri vítispínum,
Pétur bið að bjóða inn
bestu vinum mínum.
Ekki amalegt að eiga Jóa að fyrir
handan. Reffilegri gerast hagyrð-
ingarnir ekki. Kerlingin á Skóla-
vörðuholti hefur löngum verið
virktarvinur Vísnahornsins. Af vís-
um hennar má ráða að hún er óhefl-
uð, orðhittin og með hjarta úr gulli.
Eftir rigningarsumar í Reykjavík
orti hún:
Regnið vætir nára og nef,
nauð er við að búa,
ryðskán ég á rumpi hef,
rakaskemmd og fúa.
Þegar hún átti afmæli á
kvennafrídaginn bárust henni ham-
ingjuóskir að vanda, þar á meðal
frá Dagbjarti Dagbjartssyni:
Óska ég þér uppá grín
alveg gæfu helling
og til lukku ljúfan mín
litla spræka kelling.
Þá Benedikt Jóhannsson:
Á Skólavörðuholti hrum
húkir kerling gömul,
ei snertir hana skrílsins skrum,
skakklappast einsömul.
Enn er beðið svars frá kerlingu
við þessum frómu afmæliskveðjum.
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnahorn
Af kerlingu, hestaferð
og Jóa í Stapa