Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 21
inn um helgar. Þegar ég kom í heimsókn til Hrefnu og Rósa á Patreksfjörð, þá voru alltaf kon- unglegar móttökur og dekrað við mann með veislumat og jaðar- sporti út í eitt. Elsku Rósi, ég kvaddi þig í huga mér eftir leitina á Öland, á bryggjunni við staðinn sem hafið gleypti þig. Dreymdi þig sömu nótt, þú komst til mín brosandi og gafst mér stórt knús. Ég finn fyrir mikilli sorg að kveðja þig. Ég mun aldrei gleyma þér. Næsta æfing verður í paradís minn kæri. Hvíldu í friði bróðir. Elska þig, Sigurjón Sigurjónsson. Elsku Rósi okkar, við erum ekki vöknuð af þessum hræðilega draumi að þú hafir verið kallaður burt frá okkur öllum svona snöggt. Frá unga aldri höfum við verið bestu vinir. Okkur þykir mjög sorglegt að koma í jarðarför- ina, en eins og við ræddum svo oft um: karma vinnur alltaf. Betri vin var og er ekki hægt að finna, svo hjartahlýr, ávallt með þinn stóra og einlæga faðm opinn, sama hvað. Þú komst alltaf með jákvæð svör við öllu og peppaðir mann upp. Ég, Már og þú þekktumst í 33 dýrmæt ár, þau varðveiti ég vel í hjarta mínu. Allar þessar góðu og dýrmætu minningar sem við eigum mun ég alltaf geyma. Þú varst alltaf svo duglegur og komst manni alltaf áfram. Við gátum allt- af leitað til þín ef við vorum í vanda og alltaf hjálpaðir þú okkur, sama hvað. Þú varst alltaf svo já- kvæður og hafðir svo góð áhrif á alla, það tekur rosalega á að þú sért ekki lengur meðal okkar með þinn breiða og góða faðm opinn fyrir alla, sama hvað. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi gefur þér ráð, eflir þig í hverdagsleika til að drýgja nýja dáð. Hvíldu í friði, elsku vinur. Við munum ætíð minnast þín. Már Valþórsson og Sandra Björk Gunnarsdóttir. Elsku Rósi okkar. Við erum bú- in að sitja nokkrar kvöldstundirn- ar og rifja upp minningarnar um þig og þær eru hreinlega of marg- ar til þess að skrifa þær niður og þess vegna geymum við þær og varðveitum í hjörtum okkar þar sem við getum náð í þær hvar sem við erum. Þó er ein minning sem stendur alltaf upp úr og það var 28. desem- ber 2019 þegar þú hélst upp á fer- tugsafmælið þitt. Þar kynnumst við Ómar og við tölum mikið um þetta kvöld. Þú og Hrefna þín er- uð einstakir gestgjafar og hafið svo yndislega nærveru. Þetta kvöld var svo skemmtilegt að það er langt síðan við höfum skemmt okkur svona vel, það var mikið sungið, spjallað og hlegið. Þú varst einstakur vinur og svo skemmtilegur karakter að það var ekki möguleiki á að vera eitthvað óhress nálægt þér, þú bara hafðir þannig áhrif á fólkið í kringum þig ásamt því að vera vinurinn sem hægt var að leita til og fá góðu ráðin og peppið sem maður þarfn- aðist. Við trúum því varla enn að þú sért farinn. Þetta er ennþá allt svo óraunverulegt og það er skrítin tilhugsun að vita til þess að við fáum aldrei símtal frá þér eins og svo oft áður þar sem var mikið hlegið. Við munum sakna þín, elsku vinur okkar. Ómar Örn Helenuson, Birna Ýr Th. Sigurðardóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 ✝ Guðbjörg Sveinsdóttir fæddist 3. desem- ber 1954 á Hólma- vík. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 14. október 2021. Foreldrar henn- ar eru Pálína Guð- laugsdóttir, fædd 7. apríl 1935, og Sveinn Kristins- son, fæddur 12. apríl 1933. Guðbjörg var elst sex systra, hinar eru Helga Sveinsdóttir, f. 21. okt. 1959, Ragnheiður Sveinsdóttir, f. 29. apríl 1961, Kristín Sveins- dóttir, f. 18. júlí 1962, Lilja Sveinsdóttir, f. 26. janúar 1964 og Ásdís Sveinsdóttir, f. 15. maí 1966. Guðbjörg giftist hinn 9. október 1973 Markúsi Jóni Ingvasyni, fæddur 2. desember 1954, dáinn 1. desember 2017. Foreldrar hans eru Ingvi Jóns- ur Ýr, f. 16. júlí 1989, eig- inmaður Helgi Freyr Helga- son, f. 20. maí 1989, börn þeirra: a) Markús Máni, f. 26. febrúar 2009, b) Áróra Fann- ey, f. 25. ágúst 2017. Fyrir átti Guðbjörg soninn Svein Inga Andrésson, f. 10. október 1972, eiginkona hans er Auður Björk Gunnarsdóttir, f. 9. mars 1973. Sonur Sigþór Svav- ar Jóhannesson, f. 23. janúar 1995. Guðbjörg fæddist á Hólma- vík en fluttist á Kirkjubrú á Álftanesi ásamt foreldrum 2. febrúar 1955. Fluttist frá Álftanesi á Vesturmörk í Hafnarfirði í júlí 1955. Fluttist síðan á Langeyrarveg 8 haust- ið 1961. Árið 1977 flutti hún með Markúsi til Reykjavíkur meðan þau voru að undirbúa heimili sitt á Langeyrarvegi 1 og héldu þar heimili í 12 ár, 1989 fluttu þau í Lyngberg 47 sem þau byggðu saman. Eftir fráfall Markúsar flutti hún á Álfaskeið 49 árið 2018. Á yngri árum vann hún hin ýmsu störf en lengst af í IKEA eða frá árinu 1990 þar til hún lést. Útför Guðbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 5. nóvember 2021 klukkan 10. son, f. 12. nóv- ember 1921, d. 29. desember 2000, og Inga Magnús- dóttir, f. 17. des- ember 1933. Börn hennar og Markúsar eru: 1) Ingvi Þór, f. 9. júní 1977, börn hans og Signýjar Dóru Harðardótt- ur (skilin): a) Anna María, f. 29. apríl 2000, dóttir Önnu Maríu er Máney Mirra Böðvarsdóttir, f. 11. janúar 2020, b) Birna Margrét, f. 23. maí 2004, og c) Emelía Guð- björg, f. 13. mars 2008. 2) Iða Brá Kuforiji Markúsdóttir, f. 6. desember 1981, eiginmaður Ayodeji Gbeminiyi Kuforiji, f. 14. mars 1974, börn þeirra: a) Birta Teresa, f. 23. júlí 2001, b) Angela Líf, f. 4. janúar 2008, c) Sean Þór, f. 30. sept- ember 2010, og d) Mary Mjöll, f. 26. ágúst 2012. 3) Ragnheið- Það eru þung skref að þurfa að fylgja þér síðasta spölinn, elsku mamma mín. Þú varst aldrei söm eftir að pabbi dó, hann hafði skilið það stórt skarð eftir sig að þú jafnaðir þig aldrei á því að hafa misst hann. Það sem við getum yljað okkur við eru minningar um frábært samband þín og pabba og af öllu því sem þið tókuð upp á að gera. Þér þótti ofboðslega gaman að ferðast og eigum við helling af minningum úr fjölda útilega sem við, stórfjölskyldan, fórum saman í. Krakkarnir minnast sérstaklega ferðarinnar sem þú fórst með okk- ur öll til London sumarið 2019 og vorum við farin að hlakka til næstu ferðar sem þú varst að spá í að fara í með okkur. Fyrir utan að sakna allra augnablikanna sem ég átti eftir að upplifa með þér, þá mun ég sakna þess að hafa ekki náð að mastera kjöt í karrí og kjötsúpuna þína meðan ég hafði tíma til. Það er ólýsanlega sárt að þurfa að kveðja þig svona allt of snemma og sérstaklega á þennan hörmu- lega hátt. Hvíl í friði mamma mín, ég elska þig. Kveðja Iða Brá. Hæ mamma, ég náði ekki að kveðja þig áður en þú fórst, en ætluðum við ekki í búðina? Þú fórst með svo miklum látum og skildir allt eftir í rúst en við systkinin lögum þetta fyrir þig, hafðu engar áhyggjur. Þú hefur náð pabba þó hann hafi farið aðeins fyrr af stað, þú ert ekki eins án hans. Ég er annars ágætur, ég hef litla matarlyst og sef illa en það kemur. Við systkinin erum búin að vera saman síðan þú fórst. Er Pjakkur ekki góður? Þú verður að passa þig á honum þeg- ar hann hleypur svona í kringum þig. Ég skila kveðju frá stelpunum, þær hafa áhyggjur af mér en ég verð í lagi. Ég á eftir að sakna tímanna á morgnana þegar við vorum að kveðja Máneyju í glugganum áður en við fórum í vinnuna. Ég áttaði mig ekki á því að við værum svona góðir vinir fyrr en þú fórst en við vorum svo mikið saman og deildum svipuðum áhugamálum. Það var alltaf hægt að hringja í þig ef ég lenti í vand- ræðum í eldhúsinu. Ég ætla gera baunasúpuna þína sem þú kenndir mér síðasta sprengidag, ég vona bara að hún heppnist jafnvel og þá. Ég er bú- inn að bjóða systkinunum mínum í súpu á laugardaginn. Ég vona að það sé hlýtt hjá ykkur svo gigtin sé ekki að angra þig lengur. Skilaðu kveðju frá okkur til pabba, við sjáumst seinna og ég veit að þið hafið allt tilbúið fyrir okkur og beinið okkur rétta leið eins og þið hafið alltaf gert í okkar ferðalögum. Mamma, það er ekkert eins eft- ir að þú fórst. Kveðja Ingvi. Elsku mamma Þegar ég hugsa til baka til allra góðu stundanna sem við áttum saman þá fæ ég verk í hjartað. Mér þykir svo ótrúlega vænt um þessar minningar og mun sakna þess svo sárt að verja tíma með þér. Við vorum nefnilega alltaf svo góðar vinkonur þótt við næðum ekki alltaf vel saman og ég á ótelj- andi góðar minningar með þér sem ég mun aldrei gleyma. Ég man til dæmis hvað þú lagðir mik- ið á þig fyrir okkur frænkurnar á öskudögum en það var sama hvað við sögðumst vilja vera, þú bjóst alltaf til búning fyrir okkur. Þegar ég sagðist svo vilja mála herbergið mitt í öllum regnbogans litum fór- um við saman og keyptum allar mögulegar málningarprufur og svo nutum við þess að mála, spjalla og vera saman. Herbergið varð að sannkallaðri 70‘s martröð og ég elskaði það. Ég mun aldrei gleyma því þeg- ar þú kenndir mér á saumavélina þína og leyfðir mér að dunda í saumaherberginu eða þolinmæð- inni sem þú sýndir mér við að kenna mér að taka upp snið. Ég mun heldur ekki gleyma hvernig þú bölvaðir mér svo og blótaðir fyrir að skilja pappírsklippur eftir úti um allt, sem ég gerði auðvitað oft því eins og þú var ég alltaf að föndra eitthvað. Þú varst enn þá að kenna mér og leiðbeina eftir að ég varð full- orðin og ég gat alltaf hringt í þig og beðið um hjálp með hvað sem er. Þú varst alltaf til í spjall og glöð að geta hjálpað. Bara núna nýlega kenndir þú mér hvernig á að sauma rennilás og daginn sem þú kvaddir okkur hringdi ég í þig til að fá leiðbeiningar um matar- gerð. Það síðasta sem þú sagðir við mig var „sjáumst á morgun“ enda komstu á hverjum morgni fyrir vinnu og knúsaðir krakkana mína og kláraðir að gera Áróru til fyrir leikskólann. Á hverjum morgni fóruð þið út saman og þú hjálpaðir henni að gera fimleika- æfingar eða fela sig frá mömmu sinni á meðan við Markús vorum að koma okkur út. Við gátum spjallað endalaust saman og skipst á hugmyndum um alls konar list, föndur, sauma- skap, prjón og bækur. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf mín aðalklappstýra. Ég elska þig svo mikið mamma mín, ég sakna þín svo sárt og mig langar svo innilega í mjúkt mömmuknús. Ragnheiður Ýr Markúsdóttir. Ef tár gætu búið til stiga og minningar væru kraftur við gætum farið til himna og náð í þig til okkar aftur. Engin kveðjuorð sögð enginn tími fyrir kveðju þú varst farin frá okkur aðeins guð veit afhverju. Öll erum við sorgmædd úr augum renna tár að missa þig var okkur mikið hjartans sár. Við vitum þú vilt ekki söknuð en gleðistunda minnumst því í lífinu margt er að gera og að lokum því við finnumst. Þér aldrei munum gleyma og heitum því í dag að helga stað í hjarta okkar þú átt að finna þar. Elsku mamma og pabbi, Svenni, Ingvi, Iða, Heiða, börn og barnabarn og fjölskyldur. Vottum ykkur innilega samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Systrakveðja. Kristín, Helga og Lilja. Aðfaranótt 14. október hringdi síminn, það hafði orðið hræðilegt slys og Guðbjörg systir var dáin. Ég dofnaði öll, nú er ég að reyna að vakna upp úr þessum vonda draumi, það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Guðbjörg var 12 árum eldri en ég. Við áttum kannski ekki mikla samleið þegar ég var lítil en tengslin urðu meiri þegar við urð- um eldri. Það var alltaf hægt að leita til hennar með hitt og þetta, hún vissi allt, stundum svolítið meira en aðrir, hún hafði áhuga á öllu, var í handavinnu, málaði, eld- aði, hafði áhuga á gróðri, söng og fl. Þú og Markús ferðuðust mikið á „Hlaðgerði“, húsbílnum sem þið smíðuðuð. Útileguferðir með ykk- ur voru alltaf skemmtilegar, það var svo margt sem við gátum talað saman um í þeim ferðum. Nú hefur þinn elskaði Markús, sem þú misstir fyrir fjórum árum, sennilega tekið á móti þér og Pjakk litla á Hlaðgerði og er byrj- aður að sýna þér nýja áfangastaði. Þú varst alltaf á leiðinni að skoða þær litlu breytingar sem við hjónin höfðum gert á sumarhús- inu okkar og varst spennt að fylgj- ast með þeim og ætlaðir að veita mér ráðleggingar með gróður- setningu á hinum ýmsu plöntum þar. Á annan í jólum var það hefð að öll fjölskyldan hittist heima hjá pabba og mömmu í pörusteik. Fjölskyldan var orðin svo stór að þessi siður lagðist af en síðastlið- inn ár komum við systurnar og makar ásamt pabba og mömmu saman um jólin og héldum við hefðinni, en nú vantar þig og Markús, ykkar verður sárt sakn- að. Augun þreyttu þurftu að hvíla sig. Það er stundum gott að fá að sofa. Armar drottins umlykja nú þig, okkar er að tilbiðja og lofa. Við þér tekur annað æðra stig, aftur birtir milli skýjarofa. Enginn nær flúið örlögin sín aldrei ég þér gleymi. Nú ert þú sofnuð systir mín sæl í öðrum heimi. Hlátra og hlýju brosin þín í hjarta mínu geymi. (Haraldur Haraldsson) Elsku mamma og pabbi, Svenni, Ingvi, Iða, Heiða og fjöl- skyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þessari erfiðu stund. Ásdís Sveinsdóttir og fjölskylda. Á svo erfitt með að trúa því að þú sér farin og svo sárt að með- taka að þú hafir farist í svona skelfilegu slysi. Það er hægt að reyna að hugga sig við að nú ertu aftur með Markúsi. Þið voruð svo samrýnd hjónin og missirinn var þér svo sár. Þú varst stóra systirin, fimm ára aldursmunur á þér og Helgu og svo tröppugangur á okkur systrunum sem á eftir komum. Þess vegna lenti það mikið á þér að passa okkur systurnar, fara með allan skarann í sunnudaga- skólann og bíó. Mér þótti alltaf svo vænt um það þegar þú fórst með mig eina í strætó inn í Reykjavík. Það var komið við í sjoppu og svo fórum við í Stjörnubíó á kl. 5 sýn- ingu að sjá Skassið tamið. Fyrir 9 ára krakka að fara með 15 ára stóru systur var það ævintýri sem aldrei gleymist. Þrátt fyrir að þú tækir bílpróf 17 ára þá voru ekki mikil tækifæri fyrir þig til að keyra, tíminn leið og þú þorðir það bara ekki fyrr en löngu seinna. Ég keyrði þig því oft og stundum upp í Hvalfjörð en þá varst þú að hitta þinn heittelskaða Markús sem var þá á einum af hvalbátunum. Ekki fékk ég að fara um borð enda ykkar einka- fundir en vafalaust hefur fjöl- skyldunni eitthvað fjölgað við þessar ferðir. Þú eignaðist fjóra frábæra ein- staklinga og öll hafa þau fengið húmorinn og sköpunargleðina frá þér. Fjölskyldan þín stækkaði og þú varst orðin langamma, það er mikill missir fyrir barnabörnin þín að hafa ekki faðminn þinn lengur. Við áttum skemmtilegar stund- ir og þá við oftast allar systurnar saman, mikið hlegið og haft gam- an. Manstu þegar þú gerðir slátur heima hjá þér, við systurnar hjálp- uðum til og svo bjóstu til besta blóðgraut í heimi handa okkur. Það var svo gaman að fara á námskeið með þér, t.d. að læra að gera víravirki hjá Dóru gullsmið og lita garn hjá Guðrúnu vinkonu og svo reyndi ég að kenna balderingu. Við vorum alveg ákveðnar í að halda áfram að læra eitthvað nýtt og þú ætlaðir að endurgjalda akst- urinn forðum daga til að fara á ein- hver námskeið. Þú varst svo listræn og allt lék í höndunum á þér, að elda gúrme mat og þú lærðir matsveininn til að hafa máltíðina sem besta. Gera skreytingar, mála listaverk, sauma, bara nefna það og hug- myndirnar fengu lausan taum. Nú kveð ég þig elsku systir og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Elsku mamma og pabbi, Svenni, Ingvi, Iða, Heiða og fjöl- skyldur, guð gefi ykkur styrk og huggun í sorginni. Ragnheiður, Gunnar, Guðjón Ingi og Sólhrafn Elí. Að kveðja fólk á besta aldri er alltaf sárt. Að kveðja hjón og nána vini með svo stuttu millibili er enn sárara. Aðeins tæpum fjórum ár- um eftir að Markús kveður, fer Guðbjörg á eftir honum. Eftir sitja minningar um matarveislurnar þar sem Guðbjörg var á heimavelli, enda snillingur í matargerð. Öll ferðalögin innanlands og utan sem alltaf voru ævintýri. Því miður hitt- umst við sjaldnar eftir fráfall Markúsar en það var alltaf gaman að hitta hana. Alltaf var talað um að hittast oftar. Síðast þegar við hittumst var byrjað að plana ferð í Veiðileysuna næsta sumar. Okkur var skyndilega kippt út úr þeirri ráðagerð, en treystum því að Markús og Guðbjörg haldi áfram að ferðast á Hlaðgerði í eilífðinni. Ásgeir og Sigríður. Guðbjörg Sveinsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA EIRÍKSSONAR rafvirkjameistara, Stykkishólmi. Elínborg Karlsdóttir Eiríkur Helgason Unnur M. Rafnsdóttir Þórdís Helgadóttir Friðrik S. Kristinsson Karl Matthías Helgason Íris Björg Eggertsdóttir Steinunn Helgadóttir Sæþór H. Þorbergsson Helgi, Borghildur, Þóra Sif, Elínborg, Þorbergur Helgi, Anita Rún, Aron Ernir, Dísella Helga, Lúkas Eggert og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR framhaldsskólakennari, Þorragötu 9, Reykjavík, andaðist umvafin ástvinum á hjúkrunarheimilnu Grund 3. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Birna Skúladóttir Árni Tómasson Erla Björg Skúladóttir Bradley Boyer Jón Barðason Sigríður Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn - Fleiri minningargreinar um Rósinkrans Má Konráðs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.