Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
60 ÁRA Lárus Rafn Blöndal er fæddur 5.
nóvember 1961 á Siglufirði og ólst þar upp.
Hann fór síðan í Menntaskólann á Akureyri
og lauk cand.jur.-námi við lagadeild Háskóla
Íslands árið 1987. Lárus hefur starfað sem
lögmaður frá árinu 1990 og er einn af eig-
endum lögmannsstofunnar Juris. „Þetta hef-
ur eiginlega allt verið viðskiptatengt, málin
sem ég hef sinnt. Hef ekkert verið í saka-
málum eða öðru slíku.“
Lárus hefur verið forseti ÍSÍ, Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands, frá 2013 og hefur
tekið virkan þátt í íþróttahreyfingunni, en
hann var t.d. formaður Stjörnunnar í Garða-
bæ í mörg ár. Hann hlaut Fálkaorðuna 2018
fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
„Það er alltaf fullt í gangi hjá ÍSÍ, Ólympíu-
leikarnir eru nýbúnir og Vetrarólympíuleikar
fara fram í Peking í byrjun febrúar. Sumar-
ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra
og því eru bara nokkrir mánuðir milli Ól-
ympíuleika. Við gerum ráð fyrir að 5-7 kepp-
endur verði á leikunum í Peking og þeim
fylgir auðvitað töluvert af fólki. Þetta verða
hins vegar skrítnir leikar og líklega engu
skárri en þeir voru í Tókýó, þar sem voru
miklar hömlur. Það er mjög takmarkað
hverjir mega koma, það verða ekki aðrir
gestir en framkvæmdastjóri ÍSÍ og forseti. Í
Tókýó máttum við ekki fara af hótelinu
nema bara til að fara á leikvanga eða í ól-
ympíuþorpið. Við máttum ekkert fara út að
ganga og maður sá bara borgina í gegnum
bílrúðuna.“
Lárus hefur gegnt ýmsum stjórnunar-
störfum gegnum tíðina og er núna stjórnar-
formaður Bankasýslu ríkisins, varaformaður
stjórnar Eimskipafélags Íslands og varafor-
maður stjórnar Íslenskrar getspár. Hann er
einnig stjórnarmaður í Orkusölunni.
Helsta áhugamál Lárusar er golf og er
hann bæði í GKG, eða Golfklúbbi Kópavogs
og Garðabæjar, og Golfklúbbi Öndverðar-
ness, en þau hjónin búa í Garðabæ og eiga
bústað við Álftavatn í Grímsnesi. „Ég er
með 21 í forgjöf,“ segir Lárus aðspurður,
„og því miður fer hún hækkandi. Helsta af-
rekið er að hafa náð að fara í holu í höggi
hjá GKG.“
Lárus heldur upp á afmælið á Tenerife
með allri fjölskyldunni. „Við erum fjórtán
hérna saman og þar af þrír strákar sem eru
eins árs, en dætur mínar þrjár eignuðust all-
ar strák í fyrra. Það er því mikið fjör hérna,
sem mun bara fara vaxandi með árunum.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Lárusar er
Soffía Ófeigsdóttir, f. 1961, framhaldsskóla-
kennari í Menntaskólanum í Kópavogi.
Dætur þeirra eru 1) Erna Kristín Blöndal,
f. 1984, lögfræðingur og skrifstofustjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Eiginmaður hennar er
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Ice-
landair, og börn þeirra eru Lárus, Sólrún og
Úlfar, og Benedikt sem er látinn; 2) Marta
Guðrún Blöndal, f. 1988, yfirlögfræðingur
hjá ORF líftækni. Eiginmaður hennar er
Steinn Friðriksson, hagfræðingur í Seðla-
banka Íslands. Börn þeirra eru Soffía og
Friðrik; 3) Brynja Rut Blöndal, f. 1994,
verkfræðingur hjá AGR Dynamics. Sam-
býlismaður hennar er Þorgeir Sigurðsson,
tölvunarfræðingur hjá Fjarskiptastofu.
Sonur þeirra er Örn.
Foreldrar Lárusar voru hjónin Lárus
Blöndal, 1912, d. 2003, bóksali og kaupmaður
á Siglufirði, og Guðrún Jóhannesdóttir Blön-
dal, f. 1923, d. 2010, húsmóðir. Þau eignuðust
tíu börn og fyrir átti Lárus einn son.
Lárus Blöndal
Afmælisbarnið Lárus er forseti ÍSÍ.Stórfjölskyldan Lárus heldur upp á afmælið með sínum nánustu á Tenerife.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þreyttu ekki aðra með endalausum
sögum af sjálfum þér. Þótt þér líði frábær-
lega skaltu láta það eiga sig að upplýsa
aðra um hvað veldur því.
20. apríl - 20. maí +
Naut Bjartsýni er smitandi, svo þú verður
ekki að predika yfir neinum að líta á björtu
hliðarnar. Láttu öfund annarra ekki draga
þig niður heldur láttu sem ekkert sé.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Láttu faguryrði ekki blekkja þig,
það er svarta letrið sem gildir. Allt getur
gerst þegar góðir vinir gera sér glaðan dag.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þarft að búa þig undir breyt-
ingar á vinnustað þínum og þarft að tileinka
þér ný vinnubrögð. Gefðu þér því nægan
tíma til að undirbúa hlutina.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Hafi fólk áhuga á því sem það er að
gera vinnur það miklu betur en ella. Eitt
bros getur dimmu í dagsljós breytt og þú
munt sjá að það smitar líka út frá sér.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Sérhver réttindi fela í sér ábyrgð og
öllum forréttindum fylgir fyrirvari. Frábær
tímasetning gerir fjarræna hugmynd
mögulega.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þetta verður góður dagur í vinnunni og
þú kemur miklu í verk. Láttu ekkert trufla
þig, ekki einu sinni fólk sem gleypir allt súr-
efnið í herberginu með sífelldu blaðri.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er engin ástæða til þess
að þú gerir hvaðeina sem aðrir vilja. Hlust-
aðu án þess að dæma.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það stendur ekkert í vegi fyrir
því að þú tjáir þig af öllu hjarta og hug-
myndirnar láta ekki á sér standa. Kannski
færð þú óvænt framlag eða aðstöðu til
þess að sinna starfi þínu betur.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Sinntu þínu starfi af kostgæfni
og þegar starfsdeginum er lokið máttu láta
hugann reika. Notaðu daginn til þess að
spá í útlit þitt og heilsufar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Áhyggjur af því að breyta rangt
eiga eftir að draga úr ráðvendni þinni í
vinnunni. Ekki gefast upp nema þú sért ekki
til í að breyta neinu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú stendur á tímamótum og ættir
ekki að líta um öxl. Oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi svo það er best að hafa allt á hreinu.
Við tók óþrjótandi vinna en um
margt gefandi starf. Uppbygging
staðar og skóla tóku hug minn all-
an. Áhersla var lögð á að á Reykj-
um yrði miðstöð garðyrkjunnar og
að í hendur héldist menntun, end-
urmenntun, garðyrkjunámskeið,
rannsóknir og tilraunir. Hófum út-
gáfu á Garðyrkjufréttum. Garð-
yrkjuskólinn var gerður að sér-
iðnskóla fyrir skrúðgarðyrkjuna
1967. Ný tilraunagróðurhús byggð.
Deiliskipulag að landi Reykja sam-
þykkt 1987 og skógrækt efld í
hlíðum Reykjafjalls eins og sjá má
í dag. Ég lagði mikla áherslu á að
umhverfi staðarins væri til fyrir-
myndar og varð staðurinn á þess-
og eignaðist ég trausta vini. Kom
heim um sumarið og við Guðrún
giftum okkur og stofnuðum heimili
í Fífilbrekku á Reykjum.“
Grétar var ráðinn í eitt ár við
Garðyrkjuskólann en hafði þá
fengið samþykkt doktorsnám við
landbúnaðarháskólann í framhaldi
af því. „En þá gripu forlögin í
taumana. Faðir minn féll frá fyrir
aldur fram, 22. nóvember 1966.
Þetta breytti öllum okkar framtíð-
aráætlunum og ég var beðinn um
að taka við skólastjórninni til vors-
ins 1967, þá nýorðinn 25 ára. Stað-
an var auglýst um vorið og ég var
hvattur til að sækja um. Ráðinn til
starfa og var skólastjóri 1966-1999.
G
rétar Jóhann Unn-
steinsson er fæddur 5.
nóvember 1941 á
Reykjum í Ölfusi og
ólst þar upp. Faðir
hans var fyrsti Íslendingurinn sem
lauk háskólaprófi í garðyrkjufræð-
um og fyrsti skólastjóri Garð-
yrkjuskólans sem tók til starfa
1939.
„Skólinn var eins og eitt stórt
heimili og bernskuárin voru
ánægjuleg. Lýsingu var komið upp
í skíðabrekkunni í Reykjafjalli.
Góðir menn stofnuðu skátafélag í
Hveragerði og er margs að minn-
ast úr skátastarfinu. Æv-
intýraferðir um páska inn í
Reykjadal eru eftirminnilegar. Ég
lærði ungur að tefla og komst
snemma í lið Hvergerðinga sem
tók þátt í Hrókskeppninni sem
haldin var á milli skáksveita á
Suðurlandi. Frá þeim árum hefur
skákin fylgt mér og veitt mér
mikla ánægju.“
Ég var í sveit sumrin 1951-1958
að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal þar
sem amma og afi bjuggu. Sveitad-
völin var ánægjuleg og lærdóms-
rík. Hestamennsku hef ég stundað
alla tíð síðan og fór sumar hvert í
lengri og skemmri hestaferðir með
góðum félögum. Móðir mín var frá
Vendsyssel á Norður-Jótlandi.
Sumardvalir hjá móðurfólkinu eru
ógleymanlegar og með tíðum
heimsóknum síðar tengdist ég
fólkinu mínu þar traustum fjöl-
skylduböndum.
Grétar gekk í skóla í Hvera-
gerði, lauk landsprófi vorið 1957
og stúdentsprófi frá ML vorið
1961. „Ánægjulegir vetur þar sem
ég eignaðist góða félaga og mörg
okkar höfum haldið hópinn og hist
reglulega.“ Grétar stundaði nám
við HÍ einn vetur og lauk námi í
forspjallsvísindum vorið 1962, en í
ágúst sama ár sigldi hann með
Gullfossi til náms í Kaupmanna-
höfn þar sem hann hafði fengið
inngöngu í garðyrkjudeild Kon-
unglega landbúnaðarháskólans.
Hann lauk garðyrkjukandídats-
prófi þar vorið 1966. „Námsárin í
Höfn voru einstaklega ánægjuleg
um tíma vinsæll til heimsókna með
innlenda og erlenda gesti.
Garðyrkjan er alþjóðleg og gekk
Grétar fljótt í Félag norrænna bú-
vísindamanna (NJF) og tók þátt í
störfum innan garðyrkjudeildar
samtakanna. Síðar tók hann sæti í
stjórn Íslandsdeildar NJF. Frá
1982 var hann fulltrúi Íslands í
stjórn Alþjóðasamtaka garðyrkju-
sérfræðinga (ISHS). Tók sæti í
stjórn International Joint Course
1985 á Írlandi og var kosinn for-
maður samtakanna í Edinborg
1990. Tók þátt í stofnun Samtaka
garðyrkju- og landbúnaðarskóla í
Evrópu (JTP) á fundi í Hollandi
og sat í stjórn fyrstu árin. Hann
skipulagði og var fararstjóri í
mörgum náms- og kynnisferðum
til útlanda með nemendur og garð-
yrkjufólk. Var 1986-1987 í starfs-
leyfi í Englandi og Þýskalandi.
Dvaldi í fræðimannsíbúð Alþingis í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn sum-
arið 1992.
Grétar var hvatamaður að end-
urreisn garðsins Skrúðs í Dýra-
firði og stjórnandi verksins á ár-
unum 1992-1996. Hann var í
nefndum og félagasamtökum hér-
lendis og má þar nefna Tilraunar-
áð landbúnaðarins, Ylræktarvers-
nefnd, einn af stofnendum
Búnaðar- og garðyrkjukenn-
arafélags Íslands 1972 og sat í
nefndum á vegum Ölfushrepps, í
bókasafnsnefnd og formaður um-
hverfisnefndar. Var formaður í
Norræna félaginu í Hveragerði og
sat í sambandsstjórn Norrænu fé-
laganna á Íslandi og var stofn-
félagi í Lions í Hveragerði.
„Ég stóð vörð um Reyki og
Garðyrkjuskólann,“ og árið 2019
var Grétar sæmdur heiðurs-
verðlaunum garðyrkjunnar sem af-
hent voru af forseta Íslands.
„Áhugamálin eru mörg og verk-
efnin næg en fjölskyldan er mér
allt.“
Fjölskylda
Eiginkona Grétars er Guðrún
Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1945 í
Reykjavík, íþróttakennari. Þau
bjuggu á Reykjum í Ölfusi 1966-
Grétar J. Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins – 80 ára
Haag í Hollandi Kristín, Grétar, Fjóla, Guðrún og Unnsteinn.
Helgaði sig garðyrkjunni
Barnabörnin Neðri röð frá vinstri: Guðrún Herdís, Grétar Björn, Eva,
Unnur Birna og Hjördís Ylfa. Efri röð frá vinstri: Tómas Orri, Lilja Dögg,
Ásta Karen og Haukur Steinn. Myndin er tekin 2018.
Til hamingju með daginn