Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 19
hann væri ferðbúinn. Hún hætti við, sagði að þeir yrðu alla vega til tíu. Ekki óraði nokkurn fyrir að hálftíma síðar hefði Stebbi verið farinn í ferðina sem bíður okkar allra. Hann varð bráðkvaddur. Ég kynntist Stebba stuttu eftir að þau Inga kynntust, vorið 2002. Þar kynntist ég því strax þvílíkur öðlingur hann var. Stebbi gaf Ingu systur minni bestu tæpu tuttugu ár í lífi hennar. Milli þeirra ríkti virðing og þau voru svo samstíga í öllu. Þau ferðuðust mikið, bæði um Evrópu og Suður- Afríku, og áttu saman yndislegar stundir í sumarbústaðnum sínum í Efstadalsskógi. Þar hlúðu þau að fjölskyldu og barnabörnum auk þess sem Stebbi bauð þangað tékkneskum fréttamönnum á mínum vegum (sem ég þekkti ekki áður) og fræddi þau um Suð- urland meðan þau gæddu sér á veitingum sem Inga bar á borð. Stebbi varð vinur allra og allir elskuðu hann. Í fyrrasumar kom vinur minn frá Bretlandi og Stebbi tók honum strax sem vini og endaði á að bjóða honum til Vestmannaeyja og svo á Jóm- frúna! Inga og Stebbi áttu fallegt heimili við Sunnuflöt þar sem gestrisni var í hávegum höfð. Þau undu sér vel tvö ein, spiluðu á spil við kertaljós eða dönsuðu við tón- list. Mömmu okkar, Elínu Krist- jánsdóttur, sinnti hann af mikilli hlýju og virðingu og hér er honum þakkað. Stebbi kallaði Ingu aldrei annað en „Inga mín“ og ég var „Anna mokka“, sem systkinin frá Stóra-Hrauni kölluðu mága og mágkonur. Hann var sonum Ingu, Daníel og Róbert, sem besti faðir og börnunum þeirra í senn vinur og afi. Mikill harmur er kveðinn og við söknum hans sárt. Þá er missir hans tryggu vina mikill. Elsku Inga mín, Vala, Agla Marta, Kristján, Daníel, Róbert og barnabörn. Minnumst afa Stebba með því að reyna að vera eins og hann. Hvíldu í friði elsku Stebbi mokka. Takk fyrir vináttuna og stuðninginn. Ég mun alltaf sakna þín. Megi hið eilífa ljós lýsa þér. Anna Kristine Magnúsdóttir (Anna „mokka“). Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri sálufélaga fyrir elsku Ingu móðursystur mína og vin- konu en hann Stebba okkar. Stebbi gerði allt betra; byggði alla upp, hvatti, gladdi og annaðist af kostgæfni. Þau voru ekki bara hjón heldur bestu vinir og sálufélagar. Stebbi var gestrisinn, gjafmild- ur, hlýr, fyndinn, greindur og gegnumgóður. Við mamma höfum varið undanförnum gamlárs- kvöldum með þeim hjónum og notið samvistanna við þau, eins og reyndar alltaf þegar við hittum þau. Stebbi hafði einstakt lag á að láta öllum líða eins og þeir væru klárasta og skemmtilegasta fólk sem hann hafði hitt. Maður fór alltaf af fundi Stebba aðeins beinni í baki og stoltari. Hann hafði náðargáfu í að byggja fólk upp og hvetja það áfram. Fordómar og snobb eru orð sem hann hefði þurft að fletta upp í orðabók, því það gleymdist að setja þessa eiginleika í hann. Hann reyndist okkur öllum vel, ekki síst elsku ömmu. Hann gerði allt skemmtilegt. Þau Inga keyrðu ömmu í margar læknisheimsóknir en það var aldrei bara skutl til læknisins og heim. Stebbi keyrði ömmu um Reykjavík, sýndi henni hversu langt bygging Hörpunnar væri komin, sýndi henni nýju hverfin í borginni, kíktu á kaffihús og amma var eins og ný mann- eskja eftir slíka daga. Ég held að Stebbi hafi „læknað“ mun meira en læknirinn sem amma hitti þann daginn! Hann elskaði Daníel og Róbert eins og sína eigin, sem og börnin þeirra og maka. Þeim, og dætrum sínum og barnabörnum, sinnti hann af sömu alúð og kær- leik og hann sýndi elskaðri eigin- konu sinni, Ingu. Hann hafði ein- stakt skap, alltaf glaður og alltaf rólegur og yfirvegaður. Hann vissi ekki hvað „ókunnugt fólk“ var, þetta voru bara nýir vinir sem hann átti eftir að kynnast! Höggið sem fjölskyldan hefur orðið fyrir er þungt en á sama tíma þakkar maður fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að þekkja þennan góða mann í tvo áratugi. Maður varð betri manneskja með því að umgangast Stefán Ólafs- son. Elsku Inga mín, Vala, Agla Marta, tengdabörn, barnabörn, Daníel, Róbert og fjöldamargir vinir: Mínar dýpstu samúðar- kveðjur við fráfall elsku Stebba. Látum anda hans svífa áfram yfir með því að tileinka okkur hlýju framkomuna hans, gestrisni, ljúf- mennsku, húmor og höfðings- skap. Guð blessi minningu þessa einstaka manns. Lízella. Stebbi, góður vinur okkar, er fallinn frá. Við kynntumst allir á unglingsárunum á sjöunda ára- tugnum. Hressir ungir menn sem áttu framtíðina fyrir sér. Við átt- um margar skemmtilegar stundir saman á þessum árum, yfirleitt með Stebba í fararbroddi. Hann var oftar en ekki hrókur alls fagn- aðar um leið og hann var einstak- lega góður og traustur vinur. Hann var hjálpsamur með af- brigðum og færðist aldrei undan ef að ósk um aðstoð kom. Tíminn leið við eignuðumst allir fjölskyldur og leiðir okkar lágu í ýmsar áttir. Vináttan hélst engu að síður og samgangur oft mikill á milli fjölskyldnanna þegar börnin voru að vaxa úr grasi. Samverustundum okkar fækk- aði með tímanum eins og gengur og gerist en ávallt fagnaðarfundir þegar blásið var til hittings. Við minnumst Stebba með hlý- hug og eftir sitja góðar minningar um vinarhug og traust. Við sendum Ingu, Völu og Öglu Mörtu ásamt fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór (Dóri) og Örn (Össi). Látinn er vinur minn Stefán Ólafsson. Hann varð bráðkvaddur í hópi góðra vina. Ég kynntist Stebba í gegnum tengdaföður hans, Gunnar Ás- geirsson stórkaupmann, en Val- gerður dóttir hans var kona Stef- áns. Þau Valgerður byggðu upp fyrirtæki sitt Hurðaborg af mikl- um dugnaði. Með henni eignaðist Stefán tvær góðar dætur, Val- gerði og Öglu Mörtu. Stefán var góður fjölskyldufaðir og lét sér annt um dætur sínar og barna- börn. Svo fór þó, að þau slitu sam- vistum, en Valgerður er látin. Stefán eignaðist nýjan lífsföru- naut, Ingunni, sem reyndist hon- um vel og áttu þau Ingunn mörg góð ár saman með börnum sínum og barnabörnum. Stebbi, eins og hann var ávallt kallaður, var einstakur maður að mörgu leyti. Hann var ávallt glað- ur og léttur í lund í vinahópi og gaf af sér mikla lífsgleði. Hann var vinmargur og vinfastur. Hann var traustur og góður kaupmaður. Hann var ótrúlega hugmyndarík- ur og mikill „dellukarl“ sem tók hlutina alla leið. Í bílskúrnum var fornbíllinn, í billjardherberginu gamli rauði coca cola-kælirinn, jukeboxið o.fl. o.fl. Bíladellan var reyndar ættlæg en föðurafi Stebba var „Bíla-Bergur“ af Skaganum, en margar voru sög- urnar sem Stebbi sagði af þeirri hetju. Reyndar var frásagnar- gleðin honum í blóð borin og á ótal mörgum fundum okkar Stoð- félaga hélt hann uppi kátínu með gamansögum. Við félagar minn- umst þess þegar Stebbi bauð okk- ur öllum ásamt eiginkonum heim til sín en tilefnið var að hann hafði hitt oní bæ hljómsveitarmeðlimi Platters, sem þá voru heimsfræg- ir og boðið þeim heim í „kotið“ á Seltjarnarnesi. Þegar við komum öll þangað var hljómsveitin Plat- ters mætt á staðinn. Héldu þeir ógleymanlega tónleika á heimilinu og voru þeir fullir aðdáunar á Stebba, heimboði hans á íslenskt fallegt heimili og höfðinglegum móttökum. Ég minnist margra gleðistunda í vinahópi með Stebba, hestaferða, fjallaferða að vetrarlagi og einnig golfferða okk- ar félaga heima og heiman. Þar var hann ávallt hrókur alls fagn- aðar. Stebbi varð aðeins 72 ára er hann féll frá. Það telst ekki hár aldur og alls ekki fyrir athafna- mann eins og hann. Þótt á móti blési á stundum, átti hann góða ævi með fjölskyldu sinni og vin- um. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og vináttuna og far í friði. Ég er þess viss að þú „fattar upp á ein- hverju skemmtilegu“ enn um sinn og verður áfram gleðigjafi á nýj- um grundum. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, Öglu Mörtu, Val- gerðar og Ingunnar. Sigurður Sigurjónsson. Það brá skugga á líf okkar, fé- laga Stefáns Ólafssonar, er hann hann kvaddi öllum að óvörum. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldu hans, ekki sísti konu hans, Ingunni Magnúsdóttur, en sam- búð þeirra var einstaklega ástrík. Stebbi og Inga, eins og vinir þeirra kölluðu þau, voru einstök heim að sækja þar sem húmor Stebba réð ríkjum, en hann heill- aði alla, bæði börn og fullorðna, sem kynntust honum. „Í raun og veru,“ var setning sem oft var byrjun á máli Stebba, þegar hann hafði orðið. Hann var sjálfur sannarlega „í raun og veru“. Vinur allra, glaður og sér- taklega mannblendinn. Hann var vinur vina sinna í raun. Skyndilegt fráfall hans kom okkur öllum í opna skjöldu, en við höfðum átt góða stund saman vinirnir, aðeins skömmu áður, og hann var þar eins hann átti að sér að vera og hrókur alls fagnaðar. En enginn veit hvenær kallið kemur. Við kynntumst Stebba fyrir einum fjórum áratugum og fórum í ótal snjósleðaferðir með honum hér innanlands og hjólreiðaferðir bæði heima og erlendis. Svo hel- tók golfið okkur og golfferðirnar urðu margar. Heimur okkar verður ekki hinn sami eftir fráfall Stebba, en þessa trausta félaga verður ávallt minnst er vinir hans koma saman, hvort sem er til íþróttaiðkana eða á gleðistund. Innilegar samúðarkveðjur til Ingu og barnanna. Gunnar Þór og Jóhanna, Jón Helgi og Þórunn, Jón Þór og Anna. Það er sjónarsviptir að Stebba frænda og við kveðjum hann með hlýhug og söknuði. Óborganlegar sögur af honum úr æsku hafa varðveist og munu ylja og við- halda minningu hans. Við systur ólumst upp við hlið þeirra Stebba, Öddu, Kollu, Sig- rúnar og Sollu sem oft voru öll nefnd í sömu andrá. Góður systkinahópur og sam- hentur alla tíð. Þvílík forréttindi sem við öll bjuggum við. Sam- gangur fjölskyldnanna var mikill og alltaf opið á milli húsa. Dyrum sem snúa í suður var rétt læst yfir blánóttina. Stebbi var orðinn húsasmiður og glæsigæi á leið út í lífið þegar við systur vorum að nálgast unglingsárin. Honum auðnaðist gott og gjöfult líf sem hann skapaði sér og sínum með miklum dugnaði, greiðvikni og út- sjónarsemi sem hann átti sko ekki langt að sækja. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Vottum Ingu og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Þórdís, Gerður og Áslaug Leifsdætur. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 ✝ Sigrún Sæ- mundsdóttir fæddist á Stóra- Bóli á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu 17. maí 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn 26. október 2021. Foreldrar Sig- rúnar voru Guðrún Þorsteinsdóttir frá Horni í Nesjum, f. 3. janúar 1892, d. 20. mars 1973, og Sæ- mundur Halldórsson frá Rauða- bergi á Mýrum, f. 19. febrúar 1887, d. 14. september 1976. Systkini Sigrúnar voru Hall- dór, f. 7. janúar 1913, d. 13. maí 1991, Guðríður, f. 28. febrúar 1914, d. 11. maí 1982, Að- alsteinn, 20. september 1915, d. 14. október 1995, Halla, f. 6. mars 1917, d. 26. febrúar 1993, Sigurbjörg, f. 27. apríl 1918, d. 2. júní 1997, Katrín, f. 4. október 1919, d. 11. ágúst 2000, Guð- mundur, f. 17. janúar 1921, d. 24. apríl 2005, Helgi, f. 13. apríl 1924, d. 24. apríl 1987, Hall- grímur, f. 19. júní 1926, d. 22. júní 2013, drengur, f. 6. maí 1930, d. 6. maí 1930, og Sigur- jón, f. 12. janúar 1932, d. 16. jan- Sigrún fæddist í torfbænum á Stóra-Bóli og flyst síðar með foreldrum sínum í Baldurshaga til Höllu systur sinnar og Vig- fúsar hennar manns. Sigrún ólst upp við hefðbundin sveitastörf ásamt systkinum. Hún fékk hefðbundna skóla- göngu, líkt og tíðkaðist á þess- um árum. Síðar lærði hún fata- saum hjá föðursystur sinni, Elínu Halldórsdóttur. Sigrún vann ýmis störf og fór m.a. til sjós sem kokkur á Hvan- ney SF á síldarvertíð. Ásamt saumaskap og fleiru rak Sigrún stórt heimili, en auk barna þeirra Harðar bjuggu þar full- orðin skyldmenni. Um árabil ráku þau Sigrún og Hörður Olís á Höfn og eftir það eigin verslun með hann- yrðavörur og fleira. Sigrún tók þátt í starfi kvenfélagsins á Höfn. Þau hjónin ferðuðust mik- ið og dvöldu langdvölum í sum- arbústað sínum í Stafafells- fjöllum í Lóni. Sigrún var mikil handverkskona og nutu margir góðs af prjóna- og saumaskap hennar. 1998 fluttu þau Hörður að Víkurbraut. Bjó Sigrún þar eftir að maður hennar lést þar til í september síðastliðinn er hún flyst á Skjólgarð. Útför Sigrúnar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag, 5. nóv- ember 2021, kl. 13. Streymt verður frá athöfninni: http://bjarnanesprestakall.is/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat úar 1934. Sigrún giftist 30. desember 1951 Herði Júlíussyni frá Kambahrauni í Lóni. Foreldrar hans voru Júlíus Sigfússon, f. 31. júlí 1894, d. 13. maí 1982, og Guðný Magnúsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 29. nóvember 1995. Börn Harðar og Sigrúnar eru Sæmundur, f. 9. júní 1950, maki 1 Anna Elín Marteinsdóttir, f. 12. mars 1953, þau eiga þrjár dætur, maki 2 Vigdís Unnur Gunnarsdóttir, f. 8. júlí 1943. Sigfús, f. 28. september 1951, maki Þóra Jóna Jónsdóttir, f. 3. mars 1957, þau eiga tvö börn. Ásta Guðríður, f. 24. desember 1953, maki Sigurjón Björnsson, f. 20. apríl 1952, þau eiga eitt barn. Herdís Kristrún, f. 18. september 1962, maki Guð- mundur Björnsson, f. 10. desem- ber 1959, þau eiga fjögur börn. Friðþór, f. 15. febrúar 1964, maki Rigmor Jensen, f. 8. apríl 1965, þau eiga þrjú börn. Elín Sigríður, f. 5. apríl 1970, maki Hermann Stefánsson, f. 12. mars 1970, þau eiga fjögur börn. Elsku Sigrún amma. Það er með söknuði og góðum minningum sem við systkinin minnumst þín. Dugnaður, vinnu- semi og þrautseigja er það fyrsta sem kemur upp í huga okkar þegar við hugsum um þig. Þú varst alltaf að. Ef þú varst ekki að sauma, prjóna, baka, taka til eða róta í beðum hvort sem var heima eða í sumarbústaðnum þá varst þú að huga að barnabörn- unum með spilum og leikjum. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín og afa, sérstak- lega þegar í boði voru heimsins bestu pönnukökur, flatbrauð og ástarpungar. Okkur var aldrei kalt á hönd- um né fótum þegar að við vorum krakkar þökk sé þér og þínum prjónaskap því alltaf fengum við eitthvað mjúkt og hlýtt í jóla- og afmælispakkana. Sumarbústað- urinn Skógarhlíð er sá staður sem við eigum okkar dýrmæt- ustu minningar um þig og afa. Þar var margt og mikið brallað, súkkulaðirúsínur tíndar af trjám, farið niður að vatni, hoppað á stóru dekkjaslöngunni og ófá voru kvöldin þar sem yljað sér var við eldinn í kamínunni með heitt kakó, ostabrauð og spil. Með söknuði við kveðjum þig elsku amma, en við vitum að þú ert komin á góðan stað þar sem afi hefur tekið vel á móti þér. Við þökkum fyrir allar dýrmætu stundirnar og þau áhrif sem þú hefur haft á líf okkar allra. Blessuð sé minning þín. Sædís Ósk, Sigurbjörg, Daníel og Dagur Snær Guðmundarbörn. Sigrún Sæmundsdóttir ✝ Sonja Gunnars Kamilludóttir fæddist á Akureyri 27. febrúar 1940. Hún lést 13. októ- ber 2021 á dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar Sonju voru Kamilla Karlsdóttir hús- móðir, f. 4. ágúst 1922, d. 14. júní 1968, og Gunnar Árni Sigþórs- son múrari, f. 1. september 1913, d. 26. júní 1980. Systkini Sonju eru Sigríður, Gunnur Jak- obína, Sigþór, Guðmundur, Elín og Eiður. Sonja ólst upp á Akureyri og maki Elín Björg Ragnarsdóttir og Borgar Ragnarsson, maki Hulda Katrín Hersteinsdóttir. Barnabörnin eru sautján og langömmubörnin eru tuttugu. Á yngri árum sínum starfaði Sonja meðal annars á netaverk- stæði og Akra smjörlíkisgerð. Þegar börnin fóru að koma var hún heimavinnandi húsmóðir og tók að sér ýmis önnur verkefni. Eftir að börnin uxu úr grasi hóf Sonja störf í Hagkaup á Akur- eyri þar sem hún var til margra ára. Sonja starfaði lengi með Sál- arrannsóknafélagi Akureyrar, sat bænahringi og fékk fólk í heilun. Hún var einnig þátttakandi í starfsemi SÁÁ og í Samfrímúra- reglu karla og kvenna. Útför hennar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 5. nóv- ember 2021, klukkan 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat kláraði þar barna- og gagnfræða- skóla. Sonja giftist Ragnari Heiðari Sigtryggssyni (Gógó) 22. júní 1965, hann lést 31. mars 2009. Börn Sonju og Ragnars eru Guð- rún Friðjónsdóttir, maki Aðalsteinn Árnason, Gunnar Jónsson, maki Sigrún Gunnarsóttir, Ragnheið- ur Ragnarsdóttir, maki Auðun Benediktsson, Sigtryggur Ragn- arsson, Kamilla Ragnarsdóttir, maki Ragnar Þór Björnsson, Hermann Lýður Ragnarsson, Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hafðu þakkir fyrir allt elsku vinkona okkar. Ættingjum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Þínar vinkonur, Sigrún og Ragnhildur. Elskuleg vinkona mín, Sonja Gunnarsdóttir, er horfin til hins eilífa austurs. Við erum búnar að eiga fallegt vinasamband til langs tíma og höfum ræktað það vel. Hún átti, mér miklu fremur, stór- an þátt í því. Sonja var með góða og hlýja nærveru - umlykjandi móður- orku sem nærði mig. Hún var mjög áhugasöm um alla sem hún þekkti og spurði frétta og fylgd- ist mjög vel með. Við sátum saman ásamt fleir- um til margra ára í bænahring og voru þetta dýrmætar og lær- dómsríkar stundir sem tengdu okkur enn meira saman. Þegar hún gekk til liðs við Al- þjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, fyrir 25 árum urðum við reglu- systur og enn urðu vinaböndin sterkari. Hún vann í reglunni af alúð og nærgætni við hvern og einn, sinnti sínum skyldustörfum þar af áhuga og gleði og var okkur systkinum þar afar mikilsverð. Reglan og hennar hugsjónir höfðuðu mjög til Sonju og síðast þegar ég heimsótti hana var ég að segja henni frá starfinu sem hafið er á ný af fullum krafti og var hún mjög áhugasöm og spurði um systkinin og hvað væri framundan í starfinu - og sagði svo „segðu mér meira“. Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, þakkar Sonju hennar vel unnu störf í þágu reglunnar og óskar henni velfarnaðar á leið hennar til ljóssins. Ég kveð kæra vinkonu með virðingu og þakklæti fyrir það sem hún var mér. Ástvinum Sonju sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Guðmundsdóttir. Sonja Gunnars Kamilludóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.