Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 10
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikill uppbygging er í landstöðvum
fyrir laxeldi vestan Þorlákshafnar.
Framkvæmdir eru hafnar á lóð eins
fyrirtækisins og tvö fyrirtæki til við-
bótar eru á fyrstu stigum umhverf-
ismats. Óvissa er með fjórðu stóru
lóðina. Samherji fiskeldi er að hefja
stækkun á landeldisstöð sinni í Öx-
arfirði og vinnur á fullu að undirbún-
ingi Eldisgarðs við Reykjanesvirkj-
un.
Verði þau verkefni um landeldi
sem nú eru í undirbúningi eða byrj-
unarfasa framkvæmda að veruleika
verður hægt að framleiða nokkuð yfir
100 þúsund tonn af laxi á ári. Nauð-
synlegt er að taka fram að það getur
gerst á löngum tíma því fram-
kvæmdir eru í flestum tilvikum
áfangaskiptar. Til samanburðar má
geta þess að áætlað er að framleidd
verði um 40 þúsund tonn af laxi í
sjókvíastöðvunum í ár.
Uppbygging landeldis er fjárfrek
og þarf væntanlega að fjárfesta fyrir
eitthvað á annað hundrað milljarða til
þess að skapa aðstöðu til að uppskera
það hámarksmagn af laxi sem hér er
rætt um.
Úr banka í fiskeldi
Geo Salmo ehf. hefur fengið vilyrði
fyrir lóð vestan Þorlákshafnar til að
reisa eldisstöð til framleiðslu á 20
þúsund tonnum af laxi með mögu-
leikum á aukningu í 24 þúsund tonn.
Hefur fyrirtækið kynnt matsáætlun
fyrir þessi áform. Ætlunin er að
koma þar einnig upp seiðaeldisstöð
og fiskvinnslu, ásamt gróðurhúsi og
öðrum tengdum rekstri til að nýta
þær afurðir og affall sem til falla við
eldið, í anda hringrásarhagkerfisins
sem yfirvöld í Ölfusi vilja að verði í
hávegum haft við uppbyggingu lax-
eldis í sveitarfélaginu.
Geo Salmo ehf. er í eigu Bull Hill
Capital hf. sem aftur er í eigu sænska
hlutafélagsins Bull Hill Capital AB.
Félögin tengjast Aðalsteini Jóhanns-
syni sem stofnaði og var meirihluta-
eigandi norræna fjárfestingabankans
Beringer Finance. Aðalsteinn samdi
við sveitarfélagið um lóðina.
Það tekur nokkur ár að afla leyfa
og byggja stöðina þannig að langt er í
að afurðir komi á markað. Það sama á
við um Fiskeldi Ölfuss. Það fyrirtæki
hefur einnig vilyrði fyrir lóð fyrir
landeldi vestan Þorlákshafnar og
mun hafa skilað tillögu að matsáætl-
un til Skipulagsstofnunar.
Fyrst í röðinni er þó Landeldi ehf.
(Deep Atlantic), sem hefur hafið
framkvæmdir á lóð sinni í þágu fyrsta
áfanga stöðvar sem á að hafa 32.500
tonna framleiðslugetu. Fyrirtækið er
með seiði í eldi á Öxnalæk og áformar
að flytja fyrstu seiðin í eldisstöðina
snemma á næsta ári.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölf-
uss, segir að framkvæmdir á lóð
Landeldis verði unnar samhliða hafn-
argerð í Þorlákhöfn. Þannig verði
grjót af lóðinni notað við hafn-
arframkvæmdirnar. Það segir hann
sýni hversu einbeittir allir séu að
nýta auðlindir í anda hringrásar-
hagkerfisins.
Fjárfestingafélagið Stoðir er kom-
ið inn í eigendahóp Landeldis með
þriðjungseignarhlut og samið hefur
verið um að laxaafurðir frá fyrir-
tækinu verði seldar í verslunum
Haga.
Fjórða landeldislóðin við Þorláks-
höfn er nú í eigu Arnarlax sem keypti
hana af Fish Seafood með eldisstöð
Náttúru fiskiræktar.
Elliði segir að mikill áhugi sé á
fleiri lóðum. Fyrirspurnir hafi verið
að koma erlendis frá. „Við erum að
fara yfir möguleikana. Þessi starf-
semi reynir mikið á auðlindirnar þótt
við séum ekki að nálgast neitt þak,“
segir hann. Nefnir bæjarstjórinn að
ef þrjú til fjögur landeldisverkefni
verði að veruleika muni heildarvatns-
notkun fara í 38 þúsund sekúndulítra.
Til samanburðar nefnir hann að
vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu
sé um 1.200 lítrar á sekúndu.
Undirbúningur á fullu
Samherji fiskeldi er stór leikandi á
sviði landeldis, bæði á bleikju og laxi.
Fyrirtækið er með mikil áform um
aukningu í laxi. Nægir að minna á
áform um Eldisgarð sem verður 40
þúsund tonna eldisstöð fyrirtækisins
á Reykjanesi. Jón Kjartan Jónsson
framkvæmdastjóri segir unnið að
umhverfismati, hönnun og skipulagi
svæðisins. Ef allt gengur að óskum
getur eldi í fyrsta áfanga hafist þar á
árinu 2025.
Samherji fiskeldi er að hefja fram-
kvæmdir við tvöföldun laxeld-
isstöðvar sinnar í Öxarfirði, þannig
að unnt verði að framleiða 3 þúsund
tonn á ári. Litið er á það verkefni sem
eins konar undanfara Eldisgarðs á
Reykjanesi. Þar verður eldi í stórum
skala reynt betur.
Þriðji áfangi í aukningu laxeldis
Samherja er stækkun stöðvarinnar á
Stað við Grindavík en þar verður
bætt við kerum fyrir 10 þúsund tonn
af laxi.
Áform um uppbyggingu eldis á
landi eru í undirbúningi víðar á land-
inu, til dæmis í Vestmannaeyjum.
Samherji hefur lengi verið í fisk-
eldi en einbeitt sér að landeldi í tvo
áratugi. Jón Kjartan segist finna
aukinn meðbyr með landeldi, á Ís-
landi eins og í heiminum öllum.
Spurður um ástæður þess telur hann
líklegt að aukin umræða um um-
hverfisáhrif sjóeldis valdi því. Land-
eldi sé valkostur við sjóeldið.
Nýir leikendur á sviði landeldis
Eldisgarður Stöð Samherja fiskeldis við Reykjanesvirkjun er stærsta verkefni landeldis sem nú er í undirbúningi. Nokkur ár eru í að framleiðsla hefjist.
Elliði
Vignisson
Aðalsteinn
Jóhannsson
Jón
Sigurðsson
Jón Kjartan
Jónsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umsvif Forsetahjónin skoðuðu eldisstöð Laxa í opinberri heimsókn í Ölfus.
- Fyrirtæki undirbúa framleiðslu á yfir 100 þúsund tonnum af laxi í landeldi - Fjárfest fyrir á ann-
að hundrað milljarða - Mikið um að vera í Þorlákshöfn og Samherji vinnur að sínum miklu áformum
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er klassískt svindl sem við er-
um nú að lenda í. Það eru alltaf ein-
hverjir sem reyna að svindla og
núna nota þeir okkar nafn í þetta,“
segir Björgvin Víkingsson, forstjóri
Ríkiskaupa.
Að undanförnu hefur borið á því
að óprúttnir aðilar sendi tölvupósta í
nafni Ríkiskaupa. Tilgangurinn er
að komast yfir persónulegar upplýs-
ingar fólks og reikningsupplýsingar.
Slíkar netveiðar hafa verið algengar
síðustu misseri en þær hafa gjarnan
snúið að bönkum eða póstfyrir-
tækjum sem fólk er vant að eiga í
samskiptum við og býst mögulega
við sendingum frá. Ríkiskaup hefur
nokkuð sérhæfðan hóp viðskiptavina
og flest samskipti við þá fara í gegn-
um kerfi stofnunarinnar. Þetta er
hins vegar í annað skipti á þessu ári
sem Ríkiskaup lenda í viðlíka net-
veiðum.
„Þetta er svolítið skrítið fiskerí en
þeir virðast vera að reyna að komast
í tölvur viðskiptavina okkar,“ segir
Björgvin sem getur sér til að svindl-
ararnir vilji nýta sér stöðu stofnun-
arinnar, að þeir veðji á að fólk vilji
bregðast við sendingum frá Ríkis-
kaupum. Forstjórinn hvetur fólk til
að vera á varðbergi en bendir á að
yfirleitt beri uppgefin netföng þess
merki að um svindlpóst sé að ræða,
þau endi til að mynda á @office-
finance1.com. „Þetta er ekki það
vandað en við höfum þó tilkynnt
þessar veiðar til lögreglu,“ segir
Björgvin.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
varaði í vikunni við holskeflu svika-
tilrauna sem ganga nú yfir netheima
í nafni Póstsins, DHL og Netflix.
Fylgdi sögunni að nokkur fjöldi ein-
staklinga hafi fallið fyrir svikatil-
raununum og að algengt sé að fólk
hafi tapað um 160 þús. kr. á því.
Netsvindl í nafni Ríkiskaupa
- Tilkynnt til lög-
reglu - „Svolítið
skrítið fiskerí“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögregla Netsvindl færist sífellt í
aukana og margir bíta á agnið.