Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 17. NÓV. - 01. DES.- 14 DAGA FERÐ 01. - 20. DES. - 20 DAGA FERÐ Úrvalsferðir til Kanarí í vetur með íslenskri fararstjórn og skemmtilegri dagskrá á sérkjörum. Gott úrval gistinga í boði. INNIFALIÐ Í VERÐI BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG HANDFARANGUR GISTING Í 13 EÐA 19 NÆTUR ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI VERÐ FRÁ 112.900 KR. VERÐ Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA. VERÐ FRÁ 129.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA. ÚRVAL ÚTSÝN | 585 4000 | INFO@UU.IS | UU.IS ÚRVALSFÓLK 60+ SÉRTILBOÐ TIL KANARÍ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir skilaði minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Svandís vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald minnisblaðsins en staðfesti í samtali við mbl.is að um væri að ræða tillögur að hert- um samkomu- takmörkunum. „Já, þetta snýst um hertar takmarkanir. Við þekkjum það vel til hvaða aðgerða er hægt að grípa þegar faraldur- inn er í vexti og það er það sem ríkisstjórnin mun fjalla um á morgun [í dag],“ segir Svandís. Hún segir þá einnig að minnisblað- ið fjalli eingöngu um takmarkanir innanlands. Átak í bólusetningum Spurð hvort hún hafi áhyggjur af minnkandi samstöðu hvað varð- ar takmarkanir innanlands, segir Svandís: „Það er auðvitað eitthvað sem tíminn mun leiða í ljós. Sam- hliða þessum aðgerðum erum við að fara af stað í átak í örvunar- bólusetningum sem munu vonandi auka ónæmi í samfélaginu. Við er- um því að keyra á þessum tveimur þáttum, sem við vitum að virka, samtímis.“ Hún segir að hertar takmark- anir og baráttan við veiruna snúist helst um viðnámsþrótt Landspítala og heilbrigðiskerfisins. „Eins og allar þjóðir eru að glíma við um þessar mundir. Þetta snýst því bæði um að verja líf og heilsu fólks og að gæta þess að kúrfan rísi ekki það hátt að kerfið ráði ekki við þjónustuna.“ Engin aflétting 18. nóvember Svandís ítrekar einnig að málið snúist um líf og heilsu fólks, ekki bara um kerfin og ferlana. „Það eru manneskjur sem smitast, það er fólk sem liggur inni á spít- alanum í öndunarvél og það er fólk sem glímir við langvarandi eftir- köst vegna sýkingar af veirunni. Þetta snýst um fólk, en ekki bara kerfin.“ Að lokum sagði hún það ekki raunhæfan möguleika lengur að takmörkunum innanlands verði af- létt 18. nóvember næstkomandi. „Ég held að við sjáum það öll núna að vöxtur faraldursins í samfélag- inu er of mikill.“ Boða hertar takmarkanir - Vöxtur faraldursins of hraður - Snúist um fólk en ekki bara kerfin Svandís Svavarsdóttir Morgunblaðið/Eggert Beðið eftir sýnatöku Ekki þykir raunhæft að aflétta 18. nóvember. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Framkvæmdir við endurbætur í Laugardalshöllinni kunna að dragast á langinn vegna þess að enn einu sinni er búið að kæra útboð vegna verksins. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær ætlar Metatron ehf. að kæra samkeppnisútboð vegna uppfestibún- aðar lýsingar og viðburðabúnaðar í höllinni. „Mér þykir skelfilegt að heyra þetta. Þetta hefur áhrif á íþróttaæf- ingar barna og margt fleira,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og sýningarhallarinnar ehf., sem rekur Laugardalshöllina. Endurnýja átti lýsingu og gólfefni í sal Laugardalshallar á liðnu sumri. Höllin hefur nú verið lokuð sem íþrótta- og viðburðahús síðan í nóv- ember í fyrra. Þá varð heitavatnsleki sem eyðilagði parketgólfið. Búið er að hreinsa gamla og skemmda parketið út. Setja á upp lýsingu sem uppfyllir kröfur við íþróttakeppnir og notkun hússins sem fjölnota húss. Svo verður lagt nýtt parket. „Parketið er komið eða að koma til landsins. Ljósin eru komin í hús,“ sagði Birgir. Að hans mati er lykil- atriði að setja fyrst upp burðarvirkið fyrir ljósakerfið og allar aðrar fram- kvæmdir fylgi á eftir því. „Mig minnir að það séu 22 metrar upp í rjáfur. Það þarf að skrúfa upp- hengibúnaðinn upp í kúluþakið. Við þetta þarf tæki sem ná alla leið, stórar og þungar vinnulyftur. Tækin þurfa að geta keyrt á steyptri gólfplötunni. Þess vegna er ekki hægt að leggja parketið fyrr en búið er að setja upp- hengibúnaðinn upp.“ Verkið tefst lík- lega enn lengur - Útboð vegna Laugardalshallar kært Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll Þar hafa farið fram fjöldabólusetningar að undanförnu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er ekki nokkur spurning að fólk á að þiggja bólusetningu. Við sjáum að bólusetning er svona 50% virk við að koma í veg fyrir smit og við náum ekki hjarðónæmi með henni. Engu að síður er hún áhrifarík við að hindra smit og sérstaklega að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Þetta sýna tölur erlendis frá sem passa við okkar tölur sem sýna þetta mjög glöggt,“ segir Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Alls hafa um 7.400 manns greinst hér á landi með Covid-19 frá 1. júlí þegar Delta- afbrigðið fór að breiðast út. Af þeim sem greindust voru 59% fullbólusett og um 40% óbólusett. Á þessu tíma- bili hafa 159 manns þurft að leggjast inn á Landspítalann eða Sjúkrahúsið á Akureyri. Af þeim voru 56% full- bólusett. Inn á gjörgæslu þessara sjúkrahúsa lögðust 33 sjúklingar og var um helmingur þeirra fullbólu- settur. Hafa 17 þurft að fara á önd- unarvél og af þeim voru 45% full- bólusett. Fjórir hafa látist á þessu tímabili og voru tveir fullbólusettir. Gott er að hafa í huga að búið er að fullbólusetja 89% landsmanna 12 ára og eldri, samkvæmt covid.is. Það þýðir að um 11% landsmanna 12 ára og eldri eru óbólusett. Þórólfur segir því haldið fram að það að um og yfir helmingur þeirra sem veikjast sé bólusettur sýni að bólusetning geri ekkert gagn. Hann bendir á að nýgengi smita hjá óbólu- settum sé þrisvar sinnum hærra heldur en hjá bólusettum. Þá eru fimmfalt meiri líkur á því að óbólu- settir þurfi að leggjast á spítala vegna Covid-19 en fullbólusettir. „Ef við reiknum líkurnar á að þurfa að leggjast á gjörgæslu vegna Covid-19 hjá bólusettum og óbólu- settum þá er nýgengi hjá óbólusett- um sex sinnum hærra en hjá bólu- settum,“ segir Þórólfur. Hann segir þessar tölur sýna að miklu meiri líkur séu á að óbólusettir smitist af Covid-19 en fullbólusettir. Sjúkdómurinn verði alvarlegri hjá þeim óbólusettu og leiði til fleiri inn- lagna á sjúkrahús og gjörgæslu en hjá fullbólusettum. „Enda segja smitsjúkdómalæknar að jafnvel þótt fullbólusettir leggist inn á spítalann þá séu þeir fljótari að jafna sig og útskrifist fyrr heldur en þeir sem eru óbólusettir,“ sagði Þór- ólfur. Smitum fjölgar ört á landinu Fjöldi þeirra smita sem greindust í fyrradag var rakinn til skemmtana- lífs. Þar af voru 50 smit á Akranesi og voru 109 í sóttkví og 75 í einangr- un. Skólar í bænum verða lokaðir í dag. Lágmarksstarfsemi var á stofn- unum bæjarins í gær og falla íþrótta- æfingar hjá ÍA niður fram yfir helgina. Alveg ljóst að bólu- setning gerir gagn - Hindrar smit og kemur í veg fyrir alvarleg veikindi hjá mörgum fullbólusettum - 89% tólf ára og eldri fullbólusett 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september okt. Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 1. 0 0 íg æ r 144 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 1.129 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 291 er í skimunar- sóttkví1.015 eru með virkt smit og í einangrun 17 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar affimmá gjörgæslu Óbreyttar aðgerðir á landa- mærum til 15. janúar 2022 Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Fullbólusettir útskrif- ast jafnan fyrr af Landspítalanum. Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.