Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
Konfektskál – 4.290,-
EINIBERJALÍNA
NÝTT FRÁ
Borðtuska – 890,- stk.
Viskastykki – 3.390,- stk.
Servíettur
990,- stk.
Bakki
5.590,- stk.
Bretti
6.590,- stk.
Bjarni Jónsson rafmagnsverk-
fræðingur skrifar á blog.is:
„Nú geisar orkukreppa á Bret-
landseyjum og á meginlandi Evr-
ópu, og bera margir kvíðboga fyr-
ir vetrinum, því að
ekki munu allir
geta staðið straum
af orkureikning-
unum, þar sem ein-
ingarverðið hefur
jafnvel þrefaldazt
og var þó hátt fyr-
ir. Angar þessa
teygja sig til vatnsorkulandsins
Noregs, sem hefur rækilega tengt
raforkukerfi sitt við þessi skort-
svæði raforku. Þar sem norska
þjóðin lendir þá í beinni sam-
keppni um sína eigin orku á upp-
boðsmörkuðum Evrópu (Nord Po-
ol fyrir norðanverða Evrópu),
hefur raforkuverðið jafnvel hækk-
að meira hlutfallslega í Noregi,
þar sem það var mun lægra en á
Bretlandi og á meginlandinu og
góðar tengingar á milli orku-
svæða jafna orkuverðið, en stærri
markaðurinn verður alltaf ráð-
andi.
- - -
Öflugir norskir sæstrengir voru
nýlega teknir í notkun, annar
til Þýzkalands og hinn til Bret-
lands, sem hafa aukið fylgni
norsks raforkuverðs við hið
brezka og þýzka. Þetta veldur nú
eðlilega óánægju í Noregi, og
vilja nú sumir, að Norðmenn taki
stjórn strengjanna í eigin hendur,
en með Orkupakka 3 framseldu
þeir völdin til regluverks ESB og
markaðarins. Stórþingsmenn vilja
margir hverjir niðurgreiðslur á
raforkuverði í Noregi, en það
rímar illa við Orkupakka 3, og
ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) gæti
fljótlega veifað refsivendi sínum
um samningsbrot í kjölfar slíks
inngrips á markaði.“
- - -
Íslendingar geta ornað sér við
þá staðreynd að ekki liggur
raforkustrengur til og frá Íslandi.
Bjarni Jónsson
Orkuskortur teygir
sig til Noregs
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bjarni Guðráðsson,
bóndi í Nesi í Reyk-
holtsdal og fyrrver-
andi kórstjóri og org-
anisti við
Reykholtskirkju, er
látinn, 86 ára að aldri.
Bjarni fæddist 13.
janúar 1935 á Skáney í
Reykholtsdal, sonur
hjónanna Guðráðs
Davíðssonar og Vig-
dísar Bjarnadóttur
sem þar bjuggu þá en
stofnuðu síðar nýbýlið
Nes. Bjarni lauk
landsprófi frá Héraðs-
skólanum í Reykholti og stundaði
síðar tónlistarnám.
Bjarni giftist Sigrúnu Einars-
dóttur frá Kletti. Þau hófu búskap í
Gróf en fluttu að Nesi árið 1957 og
bjuggu þar alla sína búskapartíð
upp frá því. Þau voru aðallega með
kúabúskap en sneru sér síðar að
ferðaþjónustu. Bjarni gerði golfvöll
á jörð sinni og byggði
golfskála. Sigrún lést
2017. Þau láta eftir sig
fimm börn.
Bjarni stjórnaði kór
Reykholtskirkju og
var organisti þar í
áratugi og kom við
sögu fleiri kóra. Hann
vann að uppbyggingu
í Reykholti, byggingu
nýrrar kirkju í Reyk-
holti og Snorrastofu.
Vann Bjarni að ýms-
um öðrum félags-
málum í sveit sinni og
héraði, meðal annars
fyrir Ungmennafélag Reykdæla,
Ungmennasamband Borgarfjarðar
og Búnaðarsamband Borgarfjarðar
og átti sæti í hreppsnefnd Reyk-
holtsdalshrepps.
Útför Bjarna Guðráðssonar verð-
ur gerð frá Reykholtskirkju á
morgun, laugardag, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Andlát
Bjarni Guðráðsson,
bóndi og kórstjóri í Nesi
„Orsök atviksins var óaðgæsla á
ókunnugu svæði,“ segir í nefnd-
aráliti rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa, siglingasviðs, um
strand Alla GK 37 við Reykjanes í
apríl síðasta vor. Á fundi síðasta
mánudag voru meðal annars af-
greiddar lokaskýrslur um tvö
strönd smábáta.
Alli GK var á grásleppuveiðum í
Krossvík þegar hann strandaði og
var óskað eftir aðstoð. Kallaðir
voru út björgunaraðilar í efsta for-
gangi og var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kölluð út. Tveir menn voru
um borð og skáru skipverjar á veið-
arfærin og tókst að losa bátinn af
strandstað. Við athugun reyndist
enginn leki hafa komið að honum.
Þyrla og björgunarsveit voru aftur-
kölluð en björgunarskipið Oddur V.
Gíslason fór á staðinn og fylgdi Alla
á siglingunni aftur til Grindavíkur
þar sem báturinn var hífður í land.
Við rannsókn kom meðal annars
fram að hraði bátsins var 0,7 hnút-
ar þegar hann strandaði á flös í
Krossvíkinni sem erfitt var að sjá.
Skipverjar höfðu verið að draga
netin og voru báðir skipverjar að
vinna við að draga inn flækju sem
komið hafði upp. Skipstjórinn
kvaðst hafa litla þekkingu á svæð-
inu og ekki hafa vitað af grynning-
unum sem hann strandaði á. Eng-
inn viðvörunarbúnaður í siglinga-
búnaði var í gangi, s.s. dýptar-
mælir.
Amfetamín í blóði
Strandveiðibáturinn Víðir ÞH
210, níu metra plastbátur, var á
landleið þegar hann strandaði á
Finnastaðanesi á Húnaflóa í júlí í
sumar. Skemmdir urðu á stefni og
var mikill leki þar. Björgunarskipið
Hafbjörg frá Skagastönd dró bát-
inn af strandstað og síðan til
Skagastrandar.
Einn maður var um borð og fram
kemur í skýrslu rannsóknarnefndar
að í blóði skipverjans reyndist vera
amfetamín og var gefin út ákæra á
hendur honum. Auk gagna RNSA
var lögregluskýrsla lögð fram í
málinu. aij@mbl.is
Skortur á aðgæslu á ókunnugu svæði
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS