Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Byggingarréttur fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ hefur verið auglýstur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Garðabæ er reiknað með að framkvæmdir í þessum áfanga hefjist á árinu 2022 og lóðir verði af- hentar haustið 2022. Vetrarmýri er eitt af þremur fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Vífilsstaða- landi. Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og golfvelli GKG til austurs. Áætluð heild- arstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66 þúsund fer- metrar af fjölbýli og 36 þúsund fermetrar af atvinnu- húsnæði með 664 íbúðum að hámarki. Í fyrsta áfanga, sem nú hefur verið auglýsur, eru boðnir út u.þ.b. 26 þúsund fermetrar af fjölbýli og 26 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reit- um auk möguleika fyrir bjóðendur í atvinnuhúsnæði að bjóða í bílastæðahús við Reykjanesbraut. Miðað er við að hús á svæðinu verði ekki hærri en fjórar hæðir. Við gerð deiliskipulagsins var horft til góðra tenginga við stofnbrautina Reykjanesbraut, al- menningssamgöngur og göngu- og hjólastíga og ná- lægðar við útivistarperlur. Reiknað er með að svæðið tengist eldri byggðum og miðbæ með nýrri göngu- og hjólaleið á svokallaðri jarðbrú yfir Reykjanesbraut. Að hluta meðfram Reykjanesbrautinni mynda bílastæðahús „vegg“ milli brautar og byggðar. aij@mbl.is Vetrarmýri í Garðabæ Brú yfir Reykjanesbraut Reykjanesbraut Vífilsstaðavegur Golfvöllur GKG Vífilsstaðir Íþróttasvæði 20 hektara byggingarland fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði Fyrsti áfangi útboðs Framkvæmdir hefjast í Vetrarmýri á næsta ári - Byggingarréttur á fimm reitum í fyrsta áfanga auglýstur Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Því miður er þetta ekki alltaf þessi glansmynd sem dregin er upp í fjöl- miðlum með það eitt markmið að selja fólki ódýra þjónustu í Austur- Evrópu,“ segir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlækna- félags Íslands, um tannviðgerðir og aðra slíka þjónustu sem Íslendingar sækja í erlendis. Fram kom í umfjöll- un ViðskiptaMoggans á miðvikudag að læknastofur í Búdapest hefðu þjónustað á sjötta þúsund Íslendinga hið minnsta á undanförnum árum og að tannlæknastofur þar væru stöð- ugt að færa út kvíarnar og hefðu jafnvel hafið markaðssetningu á tannlæknaþjónustu hér á landi. Jóhanna segir Tannlæknafélagið þó ekki hafa sérstakar áhyggjur af þessari þróun, í skriflegu svari til Morgunblaðsins. „Þessi tanntúrismi hefur verið lengi til á Norðurlöndun- um og er ekkert nýr af nálinni. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem velur að fara þessa leið en það eru yfirleitt þeir sem hafa svo sem ekki endilega verið að nýta sér þjónustu tannlækna á Íslandi. En við höfum kannski frek- ar áhyggjur af því þegar fólk snýr til baka og hefur lent í vandræðum og áttar sig ekki þeirri meðferð sem þau hafa valið og hvað getur gerst í kjöl- far umfangmikillar meðferðar. Þar má nefna ofmeðhöndlun og sýkingar af völdum fjölónæmra baktería (mosa).“ Hún bendir á að embætti land- læknis aðhafist ekkert í slíkum til- fellum þar sem embættið hafi ein- ungis eftirlit með þeirri starfsemi sem hefur starfsleyfi á Íslandi. Lög- bundnar sjúklingatryggingar á Ís- landi nái ekki heldur yfir þessa starf- semi. „Þannig er það nú að hinn almenni borgari er ekki fær um leggja mat á merðferðarþörf né meðferðarúrræði sem í boði eru og er því oft verið að bera saman epli og appelsínur hvað verðlagningu varðar.“ Gæðin ekki sambærileg Ljóst er að Íslendingar sækja helst í þessa þjónustu erlendis vegna verðmunar. Þótt aðgerðirnar geti kallað á nokkrar ferðir til Búdapest eru þær sagðar borga sig margfalt. Beðin að skýra þennan verðmun seg- ir Jóhanna: „Verðlagning tann- læknaþjónustu á Íslandi er í takti við almenna verðlagningu á öðrum vörum og þjónustu á Íslandi. Það er nú sennilega líka ódýrara að fara í klippingu eða leita til lýtalækna í Austur-Evrópu. Nótt á hóteli er líka ódýrari í Búdapest en í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Hér er einfald- lega um að ræða allt annað markaðs- svæði og teljum við réttast að miða okkar starfsemi eins og svo margt annað við Norðurlöndin frekar en Austur-Evrópu. Hvað veldur er aug- ljóst, rekstur tannlæknastofa á Ís- landi þarf að lúta þeim reglum og við- miðum sem gilda í okkar samfélagi.“ Hún nefnir sem dæmi að hér gildi til að mynda „allt önnur lög varðandi lágmarkslaun starfsfólks sem eru sennilega töluvert hærri en í Austur- Evrópu“. Þá séu „skattar og álögur á fyrirtæki há hér á landi og í hinum norrænu ríkjunum og verð á aðföng- um hér vestar í álfunni er allt annað en í Austur-Evrópu.“ Spurð hvort hún telji að gæði að- gerða í Austur-Evrópu séu þau sömu og aðgerða hér á landi segir hún: „Eins og áður sagði þá er þessi tann- túrismi ekkert nýtt fyrirbæri á Norð- urlöndunum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar þar benda til að gæðin séu ekki sambærileg því sem tíðkast á Norðurlöndunum.“ Hún segir lítið við þessu að gera. „Þessi hópur verð- ur alltaf til staðar og lítið sem við get- um í því gert nema þá kannski að upplýsa og fræða fólk um kosti og galla þess að leita í þessa tegund tannlæknaþjónustu.“ Verið að bera saman epli og appelsínur - Áhyggjur af vandræðum sem geta fylgt tannlæknaferðum Morgunblaðið/Kristinn Formaður Jóhanna Bryndís hjá Tannlæknafélagi Íslands. Karlmaður á fertugsaldri lést í um- ferðarslysi sem varð síðdegis á mið- vikudag þegar bíll fór út af Hval- fjarðarvegi á móts við Félagsgarð í Kjós. Hann var farþegi í bílnum. Ökumaður bílsins slasaðist alvarlega og er á gjörgæsludeild Landspítal- ans. Bíllinn fór út af vegi við Lax- árvog og kviknaði eldur í honum. Mikil hálka var á slysstað og á svæð- inu í kring og gerði það slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum enn erf- iðara fyrir. Þetta er fimmta banaslysið í um- ferðinni hér á landi í ár. Hið síðasta varð 17. febrúar þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Urriðaholti í Garðabæ. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu á dögunum hefur það ekki gerst í áratugi að meira en 200 dagar líði milli banaslysa í umferðinni á Ís- landi. Síðasta langa tímabil án bana- slysa var 171 dagur; frá 28. ágúst 2014 til 15. febrúar 2015. Þetta er skv. slysaskráningargrunni Sam- göngustofu sem nær aftur til 1985. Fimmta banaslysið í umferðinni í ár - Látinn eftir slys á Hvalfjarðarvegi Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Mér finnst þetta alveg frábært átak og mér sýnist áhuginn vera nokkuð mikill fyrir þessu,“ segir sundkenn- arinn Brynjólfur Björnsson um átak- ið Syndum sem fer fram 1.-28. nóv- ember. Nú þegar hafa yfir 850 manns skráð sundferðir sínar á vefsíðunni syndum.is. Alls höfðu verið syntir um 1.700 kílómetrar, þ.e. um 1,29 hringir um landið, síðdegis í gær, á fyrstu fjórum dögum átaksins. „Vatnið hefur náttúrulega rosa- lega góð áhrif á okkur. Þótt maður syndi kannski ekkert þá finnur mað- ur hvað maður er endurnærður, eins og nýr maður, eftir sundferðina. Hvað þá þegar maður bætir við hreyfingunni í mótstöðu vatnsins, syndir nokkrar sundtegundir, þá er maður að virkja næstum alla vöðva- hópa líkamans og svo er maður að styrkja hjarta- og æðakerfi. Þetta er mjúk og góð hreyfing fyrir liðina og það er lítil meiðslahætta,“ segir sundkennarinn. „Maður veit að það er fólk sem er að fara algjörlega á mis við það hvað við höfum mikla heilsulind í þessum sundlaugum svo maður vonar að þetta verði hvatning fyrir fleiri að sækja laugarnar. Það eru bara allt of margir sem hafa ekki séð ljósið, hafa ekki uppgötvað þetta. Það finnst manni svolítið sorglegt því þetta er svo ofboðslega gott fyrir okkur og heldur okkur ungum. Þetta er hreyf- ing fyrir alla.“ Morgunblaðið/Eggert Sundgarpur Brynjólfur var kátur þegar nemendur af sundnámskeiði hans, Garpasundi, syntu átakið formlega af stað í Laugardalslaug í fyrradag. „Of margir hafa ekki séð ljósið“ - Sundátakið Syndum fer vel af stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.