Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 ✝ Hrafnkell Kárason, vél- fræðingur, fæddist 8. ágúst 1938 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk þann 29. október 2021. Foreldrar hans voru Kári Sigurðs- son, f. 1897, d. 1976, og Þórdís Jóna Jónsdóttir, f. 1907, d. 1973. Bræður hans eru Sigurður Þrá- inn, f. 1935, og Guðni, f. 1942, d.2001. Hrafnkell kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Dröfn Jónsdóttur, f. 11. október 1940, 21. nóvember 1959. Þau eign- uðust fjögur börn: 1) Dagný Rúna, f. 24.11. 1960. Börn hennar: a) Funi Magn- ússon, f. 17.9. 1983, kvæntur Rögnu Stefánsdóttur, f. 23.1. 30.12. 2004. 4) Kári Hrafn, f. 6.1. 1971, kvæntur Ólafíu (Lóu) Ósk Sigurðardóttir, f. 16.10. 1966. Börn þeirra: a) Gabríel, f. 22.7. 1996. b) Ágúst Sævar Einarsson, f. 1.6. 1984, kvæntur Fríðu Hrönn Halldórsdóttur, f. 17.2. 1980. Börn þeirra: Guðbjörg Sól Sindradóttir, Thelma Lind, Andrea, Esther Lóa og Betsý María. c) Sigþór Einarsson, f. 26.7. 1990, í sambúð með Ingi- björgu Sigurjónsdóttur, f. 18.7. 1991. Sonur þeirra: Einar Ingi. d) Brynjar Einarsson, f. 22.8. 1994, í sambúð með Guðrúnu Maríu Guðbjörnsdóttur, f. 11.11. 1993. Sonur þeirra: Björn. e) Aníta Einarsdóttir, f. 22.8. 1994. Hrafnkell fæddist og ólst upp í Miðtúni í Reykjavík. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu fór hann í gagnfræðiskóla verk- náms og þá í Iðnskólann í Reykjavík samhliða því að læra vélvirkjun á Vélaverkstæði Sig- urðar Sveinbjörnssonar. Þá lá leið fjölskyldunnar til Kaup- mannahafnar þar sem hann lauk tækninámi í vélvirkjun. Fljót- lega eftir heimkomu réði Hrafn- kell sig til RARIK þar sem hann starfaði til starfsloka 2005. Fjöl- skyldan flutti austur í ágúst 1967 og settist að í Grímsár- virkjun þar sem hann var stöðv- arstjóri í sjö ár og vann svo við eftirlit og viðhald á dísil- og vatnsaflsstöðvum á Austurlandi til starfsloka. Úr Grímsár- virkjun fluttist fjölskyldan til Egilsstaða og bjuggu Hrafnkell og Dröfn þar uns þau fluttu til Reykjavíkur. Hrafnkell var virkur í félags- störfum alla tíð en útivist, fjall- göngur og hreyfing áttu hug hans allan. Hann keppti í kapp- róðri, sundi og sundknattleik á sínum yngri árum í Reykjavík. Eftir að hann flutti austur starf- aði hann með frjálsíþróttafólki hjá UÍA og var um tíma formað- ur sambandsins. Hrafnkell og Dröfn fluttu aftur til Reykjavík- ur 2004 þar sem hann bjó til dauðadags. Útför Hrafnkels fer fram frá Grensáskirkju í dag, 5. nóv- ember 2021, kl. 13. 1983. Börn þeirra: Einar Frosti, Sindri Hrafn og Þorbjörg Tinna. b) Hrafnkell Fannar Magnússon, f. 10.10. 1985, í sambúð með Björk Björnsdóttur, f. 21.9. 1992. Synir hans: Magnús Atli og Bjarni Már. c) Ása Dröfn Fjal- arsdóttir, f. 14.3. 2002. 2) Þórdís Jóna, f. 19.4. 1965, gift Finni Sveinssyni, f. 11.9. 1966. Börn þeirra: a) Sveinn, f. 22.8. 1991, í sambúð með Þórhildi Hafsteinsdóttur, f. 6.12. 1991. Dóttir þeirra: Eydís Anna. b) Arndís Eva, f. 3.1. 1993. 3) Vigdís Sif, f. 12.6. 1967. Dæt- ur hennar: a) Freyja Bark- ardóttir, f. 12.11. 1990, gift Ant- oni Jóni Loftssyni, f. 25.10. 1989. Börn þeirra: Hekla Hvönn og Jakob Ingi. b) Sif Jónasdóttir, f. Mikil og góð fyrirmynd er fallin frá. Það er erfitt að minnast föð- ur okkar öðruvísi en að hugsa til foreldra okkar beggja. Eft- irlifandi móðir okkar og faðir kynntust fyrir 64 árum, giftu sig ung og voru komin með fjögur börn rétt rúmlega þrítug. Þá dugði ekkert annað en að standa þétt saman og þegar horft er til baka þá skynjum við hversu samhent og dugleg þau voru í gegnum tíðina. Þau lærðu að treysta á hvort annað þar sem lengst af bjuggu þau fjarri fjölskyldu og venslafólki. Þau fluttu ung til Kaupmannahafnar þar sem pabbi fór í frekara nám en fljótlega eftir heimkomu fluttu þau austur á Hérað þar sem þau bjuggu í 37 ár. Það er óhætt að segja að við höfum notið góðs atlætis þar sem hvatning til að stunda íþróttir og heilbrigðan lífsstíl var þeim mikilvæg. Pabbi var handlaginn og gat smíðað og gert við flestallt og bar heimilið þess gott vitni. Honum féll sjaldan verk úr hendi og ef laus stund gafst þá fylgdi hann okkur eftir í fjöl- mörgum áhugamálum og veitti okkur ómetanlegan stuðning hvort heldur sem um íþróttir eða skóla var að ræða. Pabbi lagði áherslu á að við skyldum standa við okkar og gera vel í því sem við tækjum okkur fyrir hendur, því þannig var hann. Þegar við horfum yfir farinn veg er ótrúlegt að sjá hvað hann áorkaði miklu, vinnu sinn- ar vegna vann hann oft fjarri heimahögum, en þegar heim var komið var hvergi slegið af í heimilisstörfum eða öðru sem gera þurfti. Það þótti sjálfsagt mál að allir á heimilinu hjálp- uðust að, en á þeim tíma var ekki svo algengt að feður tækju virkan þátt í uppeldi barna sinna og heimilisstörfum. Þau voru ófá frjálsíþróttamótin sem hann mætti á til að hvetja okk- ur eða starfa við og tók hann á tímabili að sér formennsku í UÍA. Þegar skorti áhöld til æf- inga þá tók hann sig til og smíðaði þau, má þar nefna grindahlaupsgrindur og startk- lossa sem nýttust til æfinga og keppni í mörg ár. Þegar vantaði umsjónar- mann í unglingadeild Björgun- arsveitarinnar Gróar þar sem Kári starfaði, þá stökk hann til og tók að sér verkefnið. Pabbi var áhugamaður um leiklist og virkur þátttakandi í Leikfélag- inu á Héraði og var einnig virk- ur félagi í Lionsklúbbnum. Það verður samt að segjast að hann naut sín best við útivist og há- lendisferðir, hvort sem var á Landrover, skíðum eða tveimur jafnfljótum. Eftir að foreldrar okkar fluttu suður var hvergi slegið af og farið nánast á hverjum morgni í útskurð í félagsmið- stöð aldraðra í Mjóddinni. Þá nýttist vel öspin sem hann felldi í garðinum fyrir austan og liggja eftir hann ýmsir fal- legir munir. Pabbi tók alltaf brosandi og hress á móti okkur, til í að stríða smá og glettast. Einstakt lundarfar, hlýja og jákvætt hugarfar er það sem er okkur efst í huga og þrátt fyrir erfið veikindi hin síðari ár skein um- hyggja hans alltaf í gegn. Fyrir þremur árum fluttu foreldrar okkar á Suðurlands- brautina og síðustu tvö árin dvaldi pabbi í Mörkinni þar sem hann naut góðrar umönn- unar alla tíð. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Megi hann hvíla í friði. Dagný Rúna, Þórdís Jóna, Vigdís Sif, Kári Hrafn. Elsku afi Hrafnkell, síðustu daga hef ég fundið fyrir miklu þakklæti í bland við sorgina. Ég er þakklát fyrir þig, þakklát fyrir að hafa átt svona glæsi- legan afa sem vildi allt fyrir alla gera. Þú varst svo flott fyr- irmynd, svo hlýr og góður. Dóttir mín sér þig núna fyrir sér sem rúsínu uppi í skýjunum en hún elskar rúsínur og því ljóst að henni þótti ósköp vænt um þig, afa-lang sem gerði skrítnu hljóðin og brostir svo fallega til hennar. Ég sé þig fyrir mér sem tein- réttan glæsilegan mann, bros- andi og spjallandi að hjálpa öllu og öllum á einhverjum fallegum og góðum stað. Takk fyrir góðar stundir – ég læt fylgja með texta úr laginu sem hefur ómað í hausnum á mér síðustu daga. Það fylgja því nefnilega yndislegar minningar af þér raula það fyrir mig á Furuvöllunum: Það var einu sinni strákur sem átti lítinn bíl, lítinn bíl, bíl, bíl, lítinn, lítinn, lítinn bíl, og kennslukonan sagði’ honum að semja’ um bílinn stíl, bílinn stíl, stíl, stíl, semja’ um bílinn, bílinn stíl. Þín Freyja. Hrafnkell Kárason ✝ Jón Þorsteinn Arason eða Donni eins og hann var jafnan kallaður fæddist á Patreks- firði 9. október 1930. Hann lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 24. októ- ber. Foreldrar hans voru hjónin Ari Jónsson, skósmiður og kaup- maður á Patreksfirði, f. 9.11. 1883, d. 24.8. 1964, og kona hans Helga Jónsdóttir húsmóðir, f. 10.3. 1893, d. 9.5. 1962. Donni var fimmti í röð sjö systkina sem eru þessi : 1) Ingólfur Arason, f. 6.12. 1921, d. 1.11. 2018. 2) Þórhallur Arason, f. 28.7. 1923, d. 8.11. 2020. 3) Steingrímur Einar Arason, f. 28.3. 1925, d. 13.3. 2012. 4) Una Guðbjörg Aradóttir, f. 14.5. 1927. 5) Júlíana Sigríður Aradóttir, f. 24.6. 1932. 6) Erna Aradóttir, f. 12.3. 1934, d. 23.11. 2000. Donni kvæntist 10. desember árið 1955 Þórdísi Toddu Ólafs- dóttur, f. 24.3. 1936, d. 10.2. 2020. Börn þeirra eru þessi: Donni og Todda bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en fluttu vestur á Patreksfjörð 1959 þar sem þau reistu þau sér íbúðarhús að Mýr- um 3 og bjuggu þar lengst af. Á Patreksfirði starfaði Donni við iðn sína, auk þess að reka umboðsverslun. Þá rak hann jafnframt smá- söluverslun með málning- arvörur og verkfæri í samstarfi við aðra. Donni var alla tíð virkur í fé- lagsmálum og einn af stofn- endum Lionsklúbbs Patreks- fjarðar og var formaður klúbbsins um skeið. Hann var góður söngmaður og starfaði með bæði karlakórnum og kirkjukórnum á staðnum, var virkur í starfi Leikfélags Pat- reksfjarðar og tók þátt í mörg- um uppfærslum félagsins, var í tvígang formaður Íþróttafélags- ins Harðar, virkur í starfi Iðn- aðarmannafélags Patreks- fjarðar, formaður Alþýðuflokksfélags Patreks- fjarðar um árabil, og einn af hvatamönnum þess að stofnaður var tónskólistarskóli á staðnum svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1985 fluttu Donni og Todda ásamt fjölskyldunni til Reykjavíkur, þar sem Donni starfaði við iðn sína á meðan heilsan leyfði, og héldu þau hjón- in síðast heimili að Boðaþingi 24 í Kópavogi. Donni verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 5. nóv- ember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. 1) Ari Jónsson, f. 1956, maki hans er Sigríður Ellen Þór- isdóttir, f. 1963. 2) Ólafur Haf- steinn Jónsson, f. 1957, maki hans er Jónína Sóley Hjalta- dóttir, f. 1960. 3) Þór Jónsson, f. 1959. 4) Ægir Jónsson, f. 1963, maki hans er Eyrún Karlsdóttir, f. 1964. 5) Helgi Rúnar Jónsson, f. 1965, maki hans er Katríona Bríet Franciscosdóttir, f. 1987. 6) Þorsteinn Geir Jónsson, f. 1974, maki hans er Linda Björk Guðmundsdóttir, f. 1979. Barnabörnin eru 13 talsins og barnabarnabörnin 13. Donni ólst upp í húsi fjölskyld- unnar, Vertshúsi á Patreksfirði, og stundaði nám við barnaskól- ann á Patreksfirði og fór árið 1946 til framhaldsnáms í Reykja- nesskóla við Ísafjarðardjúp og síðan Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið 1954 flutti hann til Reykjavíkur og hóf þar nám við Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lagði stund á málaraiðn. Náminu lauk hann með sveins- bréfi 1958 og meistararéttindi fékk hann 1962. Í dag kveðjum við fjölskyldan í hinsta sinn hann pabba minn Jón Þorstein Arason sem ávallt var kallaður Donni. Pabbi var einstak- ur maður, glaðvær, mikill húmor- isti og mannvinur sem átti enga óvini og var elskaður af öllum sem þekktu hann. Ég naut þeirra for- réttinda að eyða einn heilum degi með pabba og mömmu þegar ég var að undirbúa ræðu sem ég flutti á afmæli pabba og fara yfir lífs- hlaup þeirra og skrá það hjá mér, það gaf mér einstaka sýn í líf þeirra. Pabbi fæddist 9. október 1930 á Patreksfirði og átti þar góða æsku. Hann byrjaði snemma að vinna en gekk í barnaskóla á Pat- reksfirði og fór síðar í framhalds- nám á Reykjanesi við Ísafjarðar- djúp og síðar á Reykjum í Hrútafirði. Pabbi fór til Reykjavíkur 1954 þar sem hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík í málara- iðn. Hann fór á samning þar og kláraði sitt nám og varð málara- meistari. Hann kynntist mömmu, Þórdísi Toddu Ólafsdóttur, sama ár og þau giftust 10. desember 1955. Samband þeirra var einstakt og einkenndist af ást, virðingu og væntumþykju og bar þar aldrei skugga á í þau 66 ár sem þau voru saman, eða allt þar til að mamma lést þann 10. febrúar 2020. Allar minningar mínar tengdar pabba eru góðar. Hann var ávallt léttur í lund og lofaði okkur bræðrum að taka fullan þátt í lífi sínu og starfi og vorum við að velt- ast með honum á málningarverk- stæðinu og alls staðar þar sem hann fór. Mamma og pabbi höfðu gaman af að ferðast og fóru með okkur bræður í ferðalög um allt land. Ég á ljúfar minningar frá því þar sem við gistum gjarnan í tjaldi við árfarveg eða á gistiheimilum. Pabbi var okkur bræðrum stoð og stytta alla tíð. Mamma og pabbi bjuggu okkur fallegt og kærleiks- ríkt heimili þar sem aldrei skorti neitt og fyrir það erum við ákaf- lega þakklátir. Pabbi elskaði alla tíð þorpið sitt Patró og hafði ákaflega gaman af að fara vestur í heimsókn. Best þótti honum að vera í fjörunni og rifja upp minningar úr æsku sinni. Eitt sinn er ég var staddur á Patró og pabbi í Reykjavík þá hringdi ég í hann úr fjörunni og þegar ég sagði honum hvar ég væri þá bað hann mig um að leyfa sér að hlusta á sjávarniðinn í gegnum símann. Það er erfitt að rifja upp allt það skemmtilega og góða sem við áttum saman, það er af svo mörgu að taka. Síðustu vikur í lífi hans áttum við oft saman spjall um lífið og tilveruna og hvað væri fram undan því þó svo líkaminn væri veikur þá var hugurinn í lagi og þegar við kvöddumst í hinsta sinn þá sagði hann „hafðu ekki áhyggj- ur af mér Óli minn, mér líður vel“. Þannig var pabbi. Maður heldur alltaf að maður hafi meiri tíma og sé tilbúinn en þegar kallið kemur þá verður höggið mikið þyngra og sárara en maður gat nokkurn tímann ímyndað sér. Á aðeins nítján mán- uðum höfum við bræður og fjöl- skyldan öll misst pabba og mömmu úr lífi okkar og það er okkur öllum erfitt. En minning- arnar standa eftir. Minningar um gott líf með einstaklega góðu fólki eins og pabbi og mamma voru. Þær verða aldrei frá okkur teknar og munu fylgja okkur alla tíð. Ólafur Hafsteinn Jónsson Sóley Hjaltadóttir börn og barnabörn. Elsku besti frændi minn, Donni, hefur nú kvatt þennan heim. Donni var bróðir mömmu og þekkti ég hann framan af bara sem Donna frænda, málarameist- arann sem bjó ásamt Toddu sinni og sex sonum á Mýrunum á Patró en ég á Urðargötunni þar sem ég er fædd og uppalin. Eftir fyrsta árið mitt í mennta- skóla urðu breytingar á okkar kynnum. Pabbi minn þurfti að láta mála þakið á rafstöðinni heima á Patró og vildi endilega að Donni frændi tæki mig í vinnu og þakið yrði minn prófsteinn. Ég hlýt að hafa staðið mig vel því málning- arvinnan varð mín vinna næstu ár- in í öllum mínum fríum á meðan ég var í námi. Mikið fannst mér ég heppin, að komast í þessa vinnu hjá tvíeykinu Donna og Daða. Fyrir utan hvað það var gaman í vinnunni og þeir skemmtilegir þá lærði ég alla tækni við málningarvinnu og ýmislegt annað er tengist annarri iðnaðar- vinnu. Þessi þekking hefur fylgt mér í gegnum lífið og nýst mér og mínu fólki vel í gegnum árin. Útvarpið fylgdi okkur ávallt í vinnunni hvert sem við fórum þó einungis hafi verið hægt að hlusta á gömlu Gufuna lengst af. Mér er það svo minnisstætt þegar uppá- haldslögin hans Donna glumdu í útvarpinu, þá söng hann hástöfum með og sagði manni svo sögur af skemmtunum sem hann sótti sem ungur maður. Þarna kynntist ég öðlingnum honum frænda mínum og þótt árin á milli okkar væru þrjátíu þá urð- um við perluvinir enda ekki annað hægt þegar Donni var annars veg- ar. Alltaf glaður og kátur með glott á vör og glettni í augum. Oft vor- um við í útivinnu og staðsett þar sem margir áttu leið hjá, allir vildu eiga orð við Donna enda skemmti- legur maður og gaf hann sér ávallt tíma í smá spjall. Oft vorum við líka að vinna fyrir fólk sem bjó eitt og þá var gefinn tími í smá kaffi- sopa og nærandi samveru. Þannig var Donni, hlýr inn að hjarta. Þegar við Villa systir hittum hann um daginn tók hann fagn- andi á móti okkur, enn með sama gamla húmorinn þótt lasinn væri. Við ræddum eitt og annað og þar á meðal minntist hann á söknuðinn eftir Toddu sinni. Hjónaband þeirra varði í heil 70 ár, þar sem kærleikurinn skein ávallt skært á milli þeirra og þau svo glöð og kát saman. Ég trúi því að nú séu þau saman á ný. Ég hugsa mikið til Donna frænda þessa dagana og í hjarta mínu býr söknuður en líka þakk- læti yfir að hafa kynnst þessum yndislega manni, átt hann fyrir vin, fengið öll þessi nærandi faðm- lög og átt allar þessar ógleyman- legu stundir með honum og Daða í málningarvinnunni. Takk fyrir samveruna elsku frændi. Samúðarkveðjur til fjölskyldu Donna frá mér, systkinum mínum og okkar fjölskyldum. Ester. Ég kveð þig í dag hinstu kveðju minn kæri mágur og vinur, með kökk í hálsi og þungt fyrir brjósti. Ég man ekki tilveruna öðruvísi en með þig sem hluta hennar og svo samofinn varst þú fjölskyldunni að ég leit stundum á þig sem stóra bróður. Todda systir mín kynnti þig fyrir fjölskyldunni vestur í Kolls- vík, um það leyti sem sem yngsti bróðir okkar fæddist og nánast á þeirri stundu tókuð þið Todda við keflinu af móður hennar, ef þannig má orða það, og áttu þið ykkar fyrsta son snemma árs 1956 áður en hún náði tvítugsaldri og svo fimm syni í röð á eftir honum á næstu 18 árum. Þú varst ekki óþekktur fyrir vestan, uppalinn á Patreksfirði í stórri þekktri fjölskyldu og það varð til þess að mín góða systir flutti með þér úr Reykjavík vest- ur, þar sem þið stofnuðuð til fjöl- skyldu, byggðuð stórt hús á Mýr- um 3 og bjugguð því í nábýli við foreldra mína og okkur í um 20 ár. Það var mikill samgangur og vin- átta milli fjölskyldanna og þið pabbi áttuð samleið í pólitík og það styrkti enn samband okkar. Þú varðst umsvifamikill verk- taki sem málarameistari og hafðir um tíma 18 manns í vinnu og verk- efni á öllum suðurfjörðum Vest- fjarða og náði ég því að vinna hjá þér sem táningur í tvö sumur. Okkur kom alltaf vel saman og áttum oft skemmtileg samtöl um heima og geima og alltaf var glatt á hjalla. Við systkinin fórum iðu- lega saman í stuttar ferðir og þú forsöngvarinn og hrókur alls fagnaðar. Í einni slíkri ferð á Snæ- fellsnes 2014 varðstu fyrir því óhappi að detta og brjóta upp- handlegg upp við öxl og náðir þér aldrei að fullu eftir það, þótt ekk- ert sæi á húmornum og lífsgleð- inni. Þetta var mikið áfall og Toddu systur minni varð mikið um og við höfum tengt upphaf veikinda hennar þessum atburði. Hún lést í febrúar 2020. Eftir að hún varð rúmliggjandi eyddir þú flestum stundum við hlið hennar, þið höfðuð verið svo samrýnd og svo lengi að þetta varð þér nánast um megn og hún var alltaf efst í huga þínum. Þú hafðir þá trú, að þið mynduð hittast aftur eftir að jarðvistinni lyki og var það að sumu leyti þín sáluhjálp þótt þú værir mjög ósáttur við veikindi þín undir lokin. Ég og fjölskyldan mín sendum sonum þínum, tengdafólki og öllum afkomend- um og ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Takk fyrir samfylgdina í 66 ár. Þinn mágur og vinur, Guðbjartur Á. Ólafsson. Jón Þorsteinn Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.