Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN ER KOMIN Í BÍÓ GEMMA CHAN RICHARD MADDEN KUMAIL NANJIANI LIA McHUGH BRIAN TYREE HENRY LAUREN RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T H ér er um að ræða fræðirit um valdakerfi og þróun þeirra með elítukenn- ingar að leiðarljósi. Í inngangi segir höfundurinn, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands: „Viðfangsefni þessa rits er annars vegar að kortleggja meginútlínur ís- lenska valdakerfisins og hins vegar að leita skýringa á því hvað hefur ráðið þróun þess frá einum tíma til annars. Markmiðið er að leita að megineinkennum og líklegum skýr- ingum frekar en að prófa skýrt formaðar kenn- ingar. Það helg- ast af því að hvorki gögnin né staða rannsókna á sviðinu leyfa formlegri nálgun. Verkefnið af- markast við tímabilið frá lokum nítjándu aldar til dagsins í dag.“ (16) Eins og þessi hógværa lýsing á verkinu gefur til kynna ber að líta á það sem vörðu á ferð sem ekki er lokið, enn hefur ekki verið fullrann- sakað hvar valdið liggur í íslensku samfélagi. Bókin snýst um eitt helsta viðfangsefni stjórnmálafræði- manna, leitina að valdinu. Inngangurinn ber heitið: Elítur og samfélag og síðan koma kafl- arnir: Íslenskar elíturannsóknir; Stjórnkerfiselítur; Efnahagselítur; Menntaelítur og loks: Niðurstöður og umræða. Megintextanum fylgir heimildaskrá en ekki nafnaskrá. Efnisyfirlit hefði mátt vera ítarlega til að auðvelda skoðun á einstökum efnisþáttum. Upphafssetningar bókarinnar eru: „Á öld popúlismans eru elítur hinn nýi óvinur alþýðunnar. Elítum er lýst sem þröngum hópum fólks sem í pólitískum skúmaskotum bruggar almenningi launráð. Elítu- væðing og spilling eru lagðar að jöfnu en fórnarlambið er hinn hrein- lyndi og óspillti almenningur.“ (9) Í nútímamálsorðabók Árnastofn- unar segir um orðið elítu „hópur sem nýtur forréttinda í krafti hæfi- leika sinna, valda eða auðs“. Það er í takt við tíðarandann að snúa gamalgrónum skýringum á haus og gera lítið úr mönnum með því að segja þá tilheyra hinni eða þessari elítunni. Engir skuli halda að þeir séu meiri eða betri en aðrir þótt þeir teljist til elítu. Við lestur bókar Gunnars Helga blasir þó við að elítur eru drif- kraftur hver á sínu sviði. Einmitt þess vegna er verðugt rannsókn- arefni að skoða þessa hópa. Það er hluti elítukeppni að tala niður til annarra eða lýsa áhrifum þeirra og ítökum sem óeðlilegum. Í því felst raunar elítismi að mynda valdapól í andstöðu við viðteknar elítur. Fræðilegi þáttur bókarinnar bregður ljósi á kenningar og rann- sóknir. Hann er venjulegum lesend- um að nokkru framandi en þegar höfundur tekur til við að kryfja ís- lenskt samfélag ættu flestir að standa nálægt viðfangsefninu og hafa á því skoðun. Rannsóknaraðferðir fræðimanns- ins leiða meðal annars til samtala við ónafngreinda einstaklinga úr elítum. Textinn ber með sér að vera endurbirtur hrár. Betur hefði farið á að vinna textann án þess að hrófla við skoðun viðmælandans. Höfundur stillir „fyrirgreiðslu- pólitík“ og „fagþróun“ upp sem and- stæðum. Með því fyrra er vísað til beinna afskipta stjórnmálamanna og hið síðara vísar til þess að svo- nefnd fagmennska nái undirtök- unum. Þróun í þessa átt verður vegna áhrifa og ákvarðana stjórnmála- manna. Breytingar urðu miklar hér á tíunda áratugnum eftir að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra: að- ildin að EES 1. janúar 1994, gildis- taka stjórnsýslulaga 1. janúar 1994 og upplýsingalaga árið 1996. Þarna urðu þáttaskil í stjórnarháttum. Að- hald almennings að stjórnkerfinu jókst. Kröfur til elíta gjörbreyttust. Efnistök í bókinni taka verulegt mið af gömlum tíma. Grundvallar- breyting varð til dæmis á háskóla- starfsemi á tíunda áratugnum þegar „einokun“ Háskóla Íslands (HÍ) var afnumin. Höfundur gerir háskóla- byltingunni í raun engin skil. Hefði verið fróðlegt að sjá greiningu hans á viðbrögðum elítunnar innan HÍ við henni. Í niðurstöðukafla bókarinnar seg- ir höfundur að á 21. öldinni hafi stjórnmálaelítan glatað ítökum og tengsl hennar við elítur viðskiptalífs og hagsmunasamtaka séu veikari en áður. Þá hafi stjórnmálaelítan misst ítök í fjölmiðlum og hún gegni „mjög litlu hlutverki“ í fræða- og listaheiminum. Mikilvægustu tengsl íslenskra elíta séu nú „fagleg“. Hér ríki „margræði fagmennskunnar“ þó njóti sjávarútvegurinn enn „sterkrar áhrifastöðu og elítur við- skiptalífsins keppa um yfirráð í fjöl- miðlum“. (s. 166) Miðað við fyrri ítök sjávarútvegs í íslensku samfélagi gefur alranga mynd að láta eins og útgerðarmenn deili nú hér og drottni. Þeir kjósa örugglega ekkert frekar en að starfa með margræði fagmennsk- unnar að leiðarljósi í nútímalegu, opinberu kerfi fiskveiðistjórnunar. Á að flokka baráttuna gegn kvótakerfinu eða fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem popúlisma gegn elítum? Eða eru þetta inn- byrðis elítu-átök? Sjálfstæðisflokk- urinn skapar sér sérstöðu með breiðum og fjölmennum próf- kjörum. Ráða þar elítur í stað al- mennra kjósenda í öðrum flokkum? Bókin vekur spurningar af þessu tagi og einnig hvort krafan um „fag- mennsku“ leiði til tæknikratisma. Stjórnarhátta sem fest hafa rætur í stjórnkerfi Evrópusambandsins og valda sífellt meiri spennu innan þess. Rannsóknir að baki bókinni Elít- ur og valdakerfi á Íslandi snúast eðli málsins samkvæmt um liðinn tíma. Valdið kann að leynast annars stað- ar nú en þá. Leit stjórnmálafræð- inga að valdinu er eilíf. Morgunblaðið/Kristinn Valdakerfi „Bókin snýst um eitt helsta viðfangsefni stjórnmálafræðimanna, leitina að valdinu,“ skrifar rýnir um bók Gunnars Helga Kristinssonar, og að rannsóknir að baki bókinni „snúast eðli málsins samkvæmt um liðinn tíma“. Sjórnmálafræði Elítur og valdakerfi á Íslandi bbbmn Eftir Gunnar Helga Kristinsson. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2021. Kilja, 182 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Leitin eilífa að valdinu Hin alþjóðlega IceCon-bókmennta- hátíð, þar sem fantasíur, vísinda- skáldsögur og hrollvekjur eru í há- vegum hafðar, verður haldin í þriðja sinn í dag og næstu daga, 5. til 7. nóvember, í Veröld, húsi Vig- dísar. IceCon gefur aðdáendum furðusagna hér á landi tækifæri til að spjalla við rithöfunda og gesti. Heiðursgestir hátíðarinnar nú eru margverðlaunaðir rithöfundar, Mary Robinette Kowal og Ted Chi- ang, sem hafa bæði hlotið Hugo- og Nebula-bókmenntaverðlaunin, og Hildur Knútsdóttir hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin. Meðal annarra höfunda sem taka þátt eru Alexander Dan, Emil Hjörvar Petersen, Giti Chandra, Yrsa Sigurðardóttir og Þórey Mjallhvít. Dagskrána má sjá á síð- unni icecon-reykjavik.is. Verðlaunuð Hildur Knútsdóttir. IceCon-hátíðin haldin í þriðja sinn Hin virta list- kaupstefna Frieze í London opnaði í liðnum mánuði salar- kynni að Cork Street númer 9 þar sem mörgum virtustu gallerí- um samtímans er boðið að setja upp sýningar á völdum listamönnum. i8 galleríið opnar sýningu þar í dag, á verkum þriggja listamanna sem galleríið hefur unnið með, þeim Rögnu Ró- bertsdóttur og B. Ingrid Olson, auk verka úr dánarbúi Birgis Andrés- sonar. Sýningin stendur til 20. nóv- ember. i8 sýnir hjá Frieze í Cork-stræti Ragna Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.