Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 27
Madrid í sumar fyrir 34 milljónir
punda en hann hefur byrjað sex leiki í
ensku úrvalsdeildinni til þessa.
_ Arnór Gauti Ragnarsson mun leika
með Fylki í næstefstu deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu á næsta ári.
Arnór var lánaður til Aftureldingar og
lék með Mosfellingum í Lengjudeild-
inni en þar hófst hans knattspyrnufer-
ill. Hann var hins vegar samnings-
bundinn Fylki og hefur nú gert nýjan
tveggja ára samning við Árbæinga.
Arnór hefur einnig leikið með Breiða-
bliki, Selfossi og ÍBV á ferlinum en
hann á að baki 68 leiki í efstu deild þar
sem hann hefur skorað sjö mörk.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, at-
vinnukylfingur úr Keili, lék á parinu á
fyrsta hringnum á
Aramco Saudi La-
dies International
mótinu sem fram
fer í Sádi-Arabíu.
Mótið er hluti af
Evrópumótaröð-
inni en langt er lið-
ið á keppnis-
tímabilið. Guðrún
náði mjög góðum kafla um miðbik
hringsins þegar hún fékk þrjá fugla á
fjórum holum. Var hún þá á tveimur
undir pari en fékk tvo skolla eftir það
og kom inn í skála á parinu.
Guðrún Brá er í 29.-39. sæti og á góða
möguleika á því að komast í gegnum
niðurskurðinn á mótinu.
_ Enski knattspyrnustjórinn Eddie
Howe hefur gert tveggja og hálfs árs
samning við enska úrvalsdeildar-
félagið Newcastle. Hann tekur við lið-
inu af Steve Bruce sem var sagt upp
störfum á dögunum.
Howe náði mögnuðum árangri með
Bournemouth á sínum tíma og fór
með liðið úr fallsæti úr D-deildinni og
upp í ensku úrvalsdeildina. Hann hætti
með Bournemouth árið 2020 og hefur
verið án starfs síðan.
Newcastle er ríkasta félag heims eftir
að Mohammed bin Salman, krónprins-
inn í Sádi-Arabíu, keypti það á dög-
unum fyrir 300 milljónir punda. Liðið
er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar
með aðeins fjögur stig eftir tíu leiki og
enn án sigurs. Félagið á eftir að til-
kynna um ráðninguna en Sky Sports
segir að samkomulag sé í höfn.
_ Albert Guð-
mundsson var á
skotskónum í
2:0-sigri AZ
Alkmaar gegn
CFR Cluj í D-riðli
Sambandsdeild-
ar Evrópu í
knattspyrnu í
Alkmaar í Hol-
landi í gær. Albert skoraði fyrsta mark
AZ Alkmaar strax á 5. mínútu eftir
stoðsendingu Jespers Karlssonar en
þetta var hans annað mark í Sam-
bandsdeildinni á tímabilinu. Albert lék
allan leikinn fyrir AZ Alkmaar sem er í
efsta sæti riðilsins með 10 stig en
hann hefur skorað fjögur mörk í öllum
keppnum fyrir hollenska liðið á tíma-
bilinu.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
Bakvörður dagsins gerðist
svo frægur að vera á staðnum
þegar Liverpool rótburstaði Man-
chester United á þeirra eigin
heimavelli um þarsíðustu helgi,
5:0.
Til að losna við mikla röð
skutust undirritaður og ferða-
félagi hans á salernið stuttu áður
en flautað var til leikhlés í stöð-
unni 3:0. Þegar stutt salernis-
ferðin var á enda var staðan orðin
4:0.
Sem betur fer er undirritaður
ekki stuðningsmaður Man. Utd.
Það hefði verið ákveðið högg að
ferðast alla þessa leið til að sjá
eitt versta tap liðsins í mörg ár. Í
staðinn naut ég þess að skola
vondri kjötböku niður með volg-
um Carling í plasti í hálfleik.
Það sama verður ekki sagt
um ferðafélagann, sem hefur
stutt Rauðu djöflana í gegnum
súrt og sætt. Hann tók þá ákvörð-
un að drekka til að gleyma eftir
leik og ég skil hann ósköp vel.
Daginn áður höfðum við
farið á hinn gullfallega Elland
Road og séð Leeds ná 1:1-jafntefli
á móti Wolves. Jöfnunarmarkið
kom í uppbótartíma og var mikið
fagnað.
Undirritaður, sem var með
Leeds-prjónahúfu á höfðinu, og
ferðafélaginn skelltu sér á barinn
eftir leik. Það fyrsta sem tók við
undirrituðum var tannlaus, sköll-
óttur maður sem var heldur alvar-
legur á svip. Hann spurði mig
hvort ég væri stuðningsmaður
Leeds, sem ég játti. Svipurinn
breyttist ekki. Í kjölfarið spurði
hann mig hvers vegna í fjand-
anum ég væri með sænska álfa-
húfu á höfðinu. Svo skellihló hann
og tók utan um mig. Gamla góða
Leeds.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslandsmeistarar Þórs frá Þorláks-
höfn ætla sér stóra hluti á þessari
leiktíð en liðið sýndi sannkallaða
meistaratakta er það heimsótti
Keflavík í Subway-deild karla í
körfubolta í gærkvöldi og vann
89:80-sigur.
Tapið var það fyrsta hjá Kefla-
vík á leiktíðinni, en sömu lið mætt-
ust í úrslitaeinvíginu á síðustu leik-
tíð. Þá voru Þórsarar mun sterk-
ari. Síðan þá hafa meistararnir
misst marga sterka leikmenn á
meðan Keflavík hefur bætt við sig
góðum leikmönnum. Þrátt fyrir
það voru það Þórsarar sem voru
sterkari í gær. Þór var með foryst-
una stærstan hluta leiks og náði
mest 17 stiga forskoti.
Leikmenn Þórs hittu vel fyrir
utan og skoruðu alls 14 þriggja
stiga körfur. Þá héldu þeir vel aft-
ur af Dominykas Milka, sem skor-
aði aðeins fjögur stig. Milka er
einn besti leikmaður deildarinnar á
sínum degi, en hann á oftar en ekki
erfitt uppdráttar gegn Þór. Lárus
Jónsson er einn allra færasti þjálf-
ari landsins og hann er enn og aft-
ur að fá mikið út úr sínum leik-
mönnum. Það skal enginn afskrifa
Þór.
Þrátt fyrir tapið hefur Keflavík
byrjað þessa leiktíð vel og eru leik-
menn liðsins hungraðir að fara
einu skrefi lengra en á síðustu leik-
tíð. Það hefur því verið högg að ná
ekki að hefna sín á tapinu frá því
síðasta vor. Bæði lið eru með átta
stig á toppnum, eins og Grindavík.
Reykjavíkurliðin unnu
Þar á eftir koma fjögur lið með
sex stig en þeirra á meðal eru
Reykjavíkurliðin Valur og KR,
sem unnu einnig góða sigra í gær-
kvöldi.
Valsmenn gerðu afar góða ferð í
Garðabæinn og unnu sterkan 91:79-
sigur á Stjörnunni.
Eftir tvö töp í fyrstu þremur
leikjunum hefur Valur nú unnið
þrjá af síðustu fjórum. Valsmenn
eru með mjög sterkt lið, nokkra af
bestu íslensku leikmönnum deild-
arinnar og margfaldan Íslands-
meistara á hliðarlínunni. Liðið virð-
ist loksins vera að smella
almennilega saman og leikmenn
eins og Callum Lawson og Krist-
ófer Acox að detta í gang. Kristófer
er orðinn meiri leiðtogi hjá Val og
virðist kunna vel við sig í því hlut-
verki. Þá á Valur meira inni frá
leikmönnum eins og Hjálmari Stef-
ánssyni og Kára Jónssyni. Vals-
menn geta því orðið enn sterkari.
Stjörnumenn ætla sér ávallt
stóra hluti og þrjú töp í fyrstu fjór-
um leikjunum verða að teljast von-
brigði þar á bæ. Leikmenn eins og
Gunnar Ólafsson og Arnþór Freyr
Guðmundsson verða að spila betur,
en hvorugur þeirra komst á blað í
gærkvöldi.
Eftir tvö töp í röð hefur KR
fagnað tveimur góðum sigrum í röð.
Helgi Már Magnússon virðist vera
að ná betur til leikmanna, en hann
þarf að læra hratt sem þjálfari.
Undir hans stjórn er Þórir Þor-
bjarnarson að blómstra, en strák-
urinn skoraði 17 stig og tók auk
þess 16 fráköst. Það má aldrei af-
skrifa KR í körfuboltanum hér á
landi, þótt liðið sé ekki eins sterkt
og oft áður. Vestri heldur áfram að
sparka ágætlega frá sér sem nýliði,
en það gengur hægt að safna stig-
um. Nýliðarnir eru aðeins með einn
sigur.
ÍR vann einvígi botnliðanna
ÍR náði í sinn fyrsta sigur í vetur
er liðið skellti Þór frá Akureyri á
heimavelli, 86:61. ÍR-ingar voru
með forskotið frá upphafi til enda
og var sigurinn sannfærandi. Sig-
valdi Eggertsson átti enn og aftur
góðan leik í kærkomnum sigri.
Þórsarar líta alls ekki vel út og
skellur gegn liði sem var stigalaust
fyrir gærkvöldið lofar alls ekki
góðu. Þór á Keflavík og nafna sína
frá Þorlákshöfn í næstu tveimur
leikjum og gæti verið nokkuð í að
liðið fagni sínum fyrsta sigri.
Sigurinn í gær leysir ekki öll
vandamál ÍR-inga, þeir verða að
fylgja honum eftir og ná í fleiri
stig. Það er hinsvegar ágætis-
byrjun að vinna slakasta lið deild-
arinnar.
Íslandsmeistararnir með
meistaratakta í Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabærinn Englendingurinn Callum Lawson í hörðum slag fyrir Val í Garðabænum í gærkvöldi.
- Þór vann Keflavík aftur - Valur og KR fögnuðu - ÍR vann botnslaginn
„Það verður þannig í framtíðinni
innan íþróttahreyfingarinnar að
þjálfurum verði settar ákveðnar
skorður,“ sagði Vanda Sigurgeirs-
dóttir, formaður Knattspyrnu-
sambands Íslands, í Dagmálum,
frétta- og menningarlífsþætti Morg-
unblaðsins.
Vanda, sem er 56 ára gömul, var
kjörin formaður KSÍ á aukaþingi
sambandsins hinn 2. október sem
fram fór á Hilton Reykjavík Nor-
dica-hótelinu við Suðurlandsbraut.
Hún tók nokkuð óvænt við stjórn-
artaumunum hjá knattspyrnuhreyf-
ingunni eftir að Guðni Bergsson
sagði óvænt af sér í lok ágúst eftir að
knattspyrnusambandið hafði legið
undir harðri gagnrýni fyrir þöggun
og meðvirkni með meintum ger-
endum innan knattspyrnuhreyfing-
arinnar.
„Það er þannig í öllum íþrótta-
félögunum í Reykjavík að á meðan
ofbeldis- eða kynferðisbrotmál er í
skoðun þá stígur viðkomandi til hlið-
ar, svo einfalt er það,“ sagði Vanda.
„Það er hins vegar ekki það sama
og að formaður einhvers sérsam-
bands segi viðkomandi þjálfara að
hann megi ekki velja þennan leik-
mann eða hinn. Þetta verða bara
reglur sem allir munu þurfa að hlíta.
Eins og staðan er í dag erum við
ekki með neinar reglur um þessi til-
teknu mál en það verður þannig í
framtíðinni,“ bætti Vanda við.
Þjálfurum verði settar skorður
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Vanda tók við stjórnar-
taumunum hjá KSÍ í október.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Grindavík: Grindavík – Breiðablik...... 18.15
Ljónagryfjan: Njarðvík – Tindastóll .. 20.15
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Hamar ..................... 18.30
Akranes: ÍA – Skallagrímur................ 19.15
Höfn: Sindri – Höttur........................... 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Selfoss .............. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Kaplakriki: FH – HK U ....................... 19.30
Hertz-höll: Grótta – Fjölnir/Fylkir .... 19.30
Í KVÖLD!
Subway-deild karla
ÍR – Þór Ak. .......................................... 86:61
Stjarnan – Valur ................................... 79:91
Vestri – KR ........................................... 75:87
Keflavík – Þór Þ.................................... 80:89
Staðan:
Þór Þ. 5 4 1 473:449 8
Grindavík 5 4 1 409:381 8
Keflavík 5 4 1 457:432 8
Tindastóll 4 3 1 356:347 6
KR 5 3 2 468:440 6
Njarðvík 5 3 2 469:421 6
Valur 5 3 2 378:395 6
Stjarnan 5 2 3 443:438 4
Breiðablik 4 1 3 447:447 2
Vestri 5 1 4 406:439 2
ÍR 5 1 4 446:475 2
Þór Ak. 5 0 5 358:446 0
NBA-deildin
Cleveland – Portland........................ 107:104
Indiana – New York ......................... 111:109
Orlando – Boston.................................. 79:92
Philadelphia – Chicago ...................... 103:98
Washington – Toronto ..................... 100:109
Brooklyn – Atlanta ........................... 117:108
Memphis – Denver ........................... 108:106
Minnesota – LA Clippers ................ 115:126
San Antonio – Dallas ........................ 108:109
Golden State – Charlotte ................... 114:92
Sacramento – New Orleans............... 112:99
>73G,&:=/D