Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sala myndlistarvörufyrirtækisins Fila Nordic AB til Íslands hefur aukist um 40% milli ára að sögn Marks Kernicks, sölustjóra félags- ins. Það kemur til viðbótar mikilli söluaukningu til landsins á síðasta ári. Ástæðan er kórónuveirufarald- urinn, en sköpunargleði almennings hefur stóraukist í faraldrinum. Fólk sem dvaldi löngum stundum heima hjá sér vegna samkomutakmarkana leitaði gjarnan á náðir listagyðjunn- ar. Kernick ber ábyrgð á sölu á vörum fyrirtækisins á öllum Norðurlöndum og heimsækir við- skiptavini sína hér á landi, Slipp- félagið, Liti og föndur o.fl., að jafn- aði tvisvar á ári. Ferðatakmarkanir vegna faraldursins gerðu að verkum að tvö ár eru nú liðin frá síðustu heimsókn Kernicks. Fila Nordic AB er dótturfélag Fila Group á Ítalíu sem framleiðir og selur listmálunarvörur um allan heim, vörumerki eins og Daler Row- ney, Lukas og Lyra. Áhrif af lokunum skóla Spurður nánar um áhrif farald- ursins á viðskiptin segir Kernick að Fila hafi orðið fyrir miklum áhrifum af lokunum skóla víða um heim. „Hlutirnir eru hægt og rólega að komast í samt lag aftur en það skipt- ir máli að skólar opnist á nýjan leik. Við seljum mikið af blýöntum til þró- unarríkja og þá sérstaklega til Ind- lands og Mexíkó,“ útskýrir Kernick. Listmálunarvörur hafa selst vel á öllum Norðurlöndum í faraldrinum að sögn Kernicks. Hann segir að í út- göngubanni hafi fólk staðið frammi fyrir tveimur möguleikum; að vera „sófakartafla“ eða byrja að skapa. „Fólk fór að kaupa af okkur í stórum stíl fljótlega eftir að samkomutak- markanir voru settar á fyrri hluta síðasta árs. Svo kom önnur bylgja eftir sumarið 2020. Þá kom fólkið sem ekki hafði byrjað í fyrri bylgj- unni. Þarna eignuðumst við nýjan hóp viðskiptavina, fólk sem ekki hafði verið að mála og teikna áður.“ Spurður um mat á því hve margir haldi sig við sköpun eftir að hafa einu sinni byrjað, segir Kernick að 40- 50% fólks haldi skapandi starfi áfram. „Sköpun er eitthvað sem þú ánetjast. Þetta er líka nokkuð sem þú getur gert með börnunum þín- um.“ Spurður að því hvort salan á list- málunarvörum hjá Fila samstæð- unni hafi vegið upp minni sölu á blý- öntum í þróunarlöndunum, segir Kernick jafnvægi enn ekki náð. „Við erum ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldurinn.“ Skortur á litarefni Kernick segir að löskuð aðfanga- keðja vegna faraldursins hafi haft áhrif á Fila. Skortur hafi verið á gámum og kostnaður af flutningi frá Kína hafi hækkað fjórfalt. „Það hef- ur t.d. verið skortur á litarefni sem við notum í blýanta og málningu. Þá hefur timburverð hækkað mikið. Við búumst við miklum kostnaðarhækk- unum í byrjun næsta árs. Við mun- um þurfa að hækka okkar verð en einnig að sætta okkur við minni framlegð. Það er ekki hægt að velta öllum kostnaði yfir á viðskiptavini.“ Að lokum segir Kernick það morg- unljóst að sköpunargleði Íslendinga hafi aukist í faraldrinum, sem skili sér í meiri notkun á vörum frá Fila. Þá sé fólk að verða fyrir meiri og meiri ytri áhrifum. Það sæki inn- blástur í síauknum mæli á YouTube og Instagram. Kernick nefnir til dæmis flæðiefni (e. Pouring Medium) sem sé mjög vinsælt þessa stundina. „Ég byrjaði sjálfur að skapa með því efni í far- aldrinum. Maður getur horft á flæði- efnismyndbönd á YouTube tímunum saman. Þetta er efni sem er bætt við akrýlmálningu og gerir hana meira flæðandi án þess að glata litgæðun- um,“ útskýrir Kernick að lokum. 40% meiri sala til Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Málun Mark Kernick hjá Fila Nordic AB fór sjálfur að mála í faraldrinum. - Myndlistarvörur frá Fila hafa rokið út - Sala blýanta til þróunarlandanna dróst saman - Aukinn kostnaður skilar sér í verðhækkunum - Nýir kúnnar Sköpun » Sköpunargleðin jókst. » Listiðkun örvar heilann og er mótvægi við sjónvarpsgláp. » Flæðiefni vinsælt. » 40-50% fólks sem einu sinni byrjar að skapa halda því áfram. um króna. Jafngildir það því að lífeyrisþegar fái 76 þúsund krónur að meðaltali í sinn hlut. Fjárhæðin tekur þó mið af áunnum lífeyrisrétt- indum hvers og eins. Sjóðurinn grípur til þessara að- gerða í kjölfar þess að svokölluð tryggingafræðileg staða hans rauf 10% múrinn í fyrra. Samkvæmt árs- skýrslu sjóðsins mældist staðan, sem er mismunur eignarliða og líf- eyrisskuldbindinga, jákvæð um 10,7%. Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda ber sjóði sem mælist með jákvæða stöðu yfir 10% að grípa til aðgerða sem jafna stöðuna þar á milli. Sömu lög kveða á um að ef mismunur milli tryggingafræðilegrar stöðu og eign- arliða helst yfir 5% í fimm ár sam- fellt, skuli einnig grípa til samsvar- andi aðgerða. Af stóru lífeyris- sjóðunum hefur tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verslunarmanna verið langsterkust. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er rekinn í tveimur deildum. Stærri deildin, svokölluð A-deild hans, hafði nei- kvæða tryggingafræðilega stöðu sem nam 0,2% í árslok 2020 en hafði batnað talsvert frá árinu 2019 þegar hún var neikvæð um 2,9%. Gildi líf- eyrissjóður er þriðji stærsti sjóður landsins með jákvæða trygginga- fræðilega stöðu sem nemur 4% og batnaði hún um 0,3% milli ára í fyrra. Birta er fjórði stærsti lífeyris- sjóður landsins og er trygginga- fræðileg staða sjóðsins jákvæð um 0,41% við nýliðin áramót. Var það nokkuð lakari staða en í árslok 2019 þegar staðan var jákvæð sem nam 1,81%. Langhlaup með góðum árangri Mikill byr hefur verið í seglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna síð- ustu ár og voru heildareignir hans um síðastliðin áramót ríflega 1.000 milljarðar króna. Horft 10 ár aftur í tímann nemur meðalraunávöxtun eigna sjóðsins 6,7%. Tuttugu ár aft- ur í tímann er raunávöxtunin 4,5% og 30 ára saga vitnar um 5,4% raun- ávöxtun. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóður verslunarmanna til- kynnti í gær að hann hygðist færa réttindi sjóðfélaga upp um 10%. Þá mun sjóðurinn greiða lífeyrisþegum eingreiðslu í lok þessa mánaðar sem væri reiknuð afturvirkt til síðustu áramóta og tæki það mið af upp- færslu réttindanna. Eingreiðslan nær til um 21 þús- und sjóðfélaga og nemur heildar- fjárhæð útgreiðslunnar 1,6 milljörð- Sjóðnum skylt að hækka lífeyrisréttindin - Tryggingafræðileg staða Lífeyris- sjóðs verslunarmanna gríðarlega sterk Morgunblaðið/Eggert Fyrirhyggja Lífeyrissjóður versl- unarmanna var stofnaður 1956. 5. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.78 Sterlingspund 177.1 Kanadadalur 104.44 Dönsk króna 20.194 Norsk króna 15.231 Sænsk króna 15.154 Svissn. franki 142.1 Japanskt jen 1.139 SDR 183.09 Evra 150.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.5986 « Fasteigna- félagið Reginn hagnaðist um 1.180 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 67 milljónir króna yfir sama tímabil í fyrra. Það sem af er ári nemur hagnaður félags- ins 4,4 milljörðum en nam aðeins 162 milljónum á fyrstu níu mán- uðum ársins 2020. Sem fyrr er það endurmat á virði fjárfestingareigna sem mest munar um. Á þriðja fjórðungi ársins voru þær jákvæðar sem nam 1.174 millj- ónum en í fyrra námu þær 109 millj- ónum yfir sama tímabil. Tekjur fé- lagsins námu 2.752 milljónum á fjórðungnum og hækkuðu um ríflega 300 milljónir frá sama fjórðungi síð- asta árs. Eigið fé félagsins stendur nú í 51,3 milljörðum króna og hefur auk- ist um 4,4 milljarða frá áramótum. Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins. Reginn hagnast um 1,2 milljarða króna Helgi S. Gunnarsson STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.