Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM ER KOMINN Í HÚS DURANCE JÓLAILMUR 2021 MODULAX HÆGINDA- STÓLAR RAFSTILLANLEGIR HLEÐSLUSTÓLAR – FALLEG HÖNNUN OG ÞÆGINDI NÝ SENDING Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu „Fugl“ kallar myndlistarkonan Helga Páley Friðþjófs- dóttir sýninguna sem hún opnar í sýningarrými NORR11 á Hverfisgötu 18 í dag, föstudag, kl. 16. Sýnd verða ný verk eftir Helgu Páleyju sem tengjast öll sama tímabili í lífi listakonunnar en tíminn er sagður tengjast sköpun hennar órjúfanlegum böndum. Helga Páley ólst upp á Snæfellsnesi þar sem er mikið kríuvarp og birtast þær tengingar í verkunum. Helga Páley (f. 1987) býr og starfar í Reykjavík og hafa verk hennar verið sýnd á fjölmörgum stöðum á undanförnum árum. Fuglar og tímatengingar í verkum á sýningu Helgu Páleyjar í NORR11 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ísak Óli Ólafsson, Arnór Ingvi Traustason og Aron Elís Þrándarson kom inn í landsliðshópinn sem mætir Rúm- eníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans Eiður Smári Guðjohnsen greindu frá valinu á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. Arnór Ingvi Traustason er í hópnum í fyrsta sinn síð- an í mars og þeir Aron Elís Þrándarson og Ísak Óli Ólafsson bætast einnig í hópinn en þeir voru síðast með í vináttuleikjunum í júní. »26 Þrír koma inn í landsliðshópinn sem verður án margra lykilmanna ÍÞRÓTTIR MENNING Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Verslun Rauða krossins á Þórshöfn telja ýmsir vera vinsælustu búðina í bænum. Þar ráða ríkjum Hrefna Marinósdóttir og Kristín Kristjáns- dóttir sem hafa unnið þar óeigin- gjarnt starf frá opnun verslunar- innar á Þórshöfn eða í rúm þrjú ár. Hlýlegar móttökur mæta við- skiptavinum og alltaf nýlagað kaffi á könnunni hjá þeim Hrefnu og Krist- ínu í litlu búðinni og logandi ilmkerti á borði. Þær segja afar ánægjulegt hve vel versluninni hafi verið tekið og ljóst að full þörf hafi verið fyrir þessa við- bót í verslunarflóru Þórshafnar sem var ekki stór fyrir. Bæði heimafólk og fólk úr ná- grannabyggðarlögum leggur leið sína í verslunina og hefur hún jafn- vel náð því um tíma að vera ein sölu- hæsta búðin af verslunum Rauða krossins á landinu. Mikið var um ferðafólk á Þórshöfn í góða veðrinu í sumar, margir heimsóttu verslunina og gerðu góð kaup. Sálfræðingur átti hugmyndina Hrefna og Kristín eru iðnar við að fara í gegnum lagerinn, flokka, senda í burtu og fá nýjar vörur, sem ýmist koma frá Akureyri eða Reykjavík, en þær segja algjöra nauðsyn að hafa hreyfingu og endur- nýjun á lagernum. Sú vinna skilar sér greinilega og jafnan er fjölmennt í versluninni þegar þær auglýsa nýj- ar vörur en opið er tvo daga í viku. Hugmyndin að stofnun verslunar- innar á Þórshöfn kviknaði upp- haflega hjá sálfræðingnum Kristínu Heimisdóttur sem sá þarna tæki- færi fyrir eldri borgara til að efla fé- lagsstarf þeirra og virkni og leist stjórnarfólki Rauðakrossdeild- arinnar í byggðarlaginu vel á. Sama sjónarmið var í Félagi eldri borgara og með góðri hjálp og sjálfboða- vinnu var þarna komin ný verslun á Þórshöfn, alveg í umsjón eldri borg- ara. Verslunin hefur nú fengið meira rými og selur ekki eingöngu fatnað eins og í upphafi, heldur einnig ýmsa smávöru eftir því sem rýmið leyfir. Í allri umræðunni um loftslagsvá í heiminum hefur fólk orðið meira meðvitað um mikilvægi þess að end- urnýta föt og hluti og verslanir Rauða krossins á landinu eru því meðal mikilvægra þátta sem vinna gegn sóun og mengun. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Hrefna Marinósdóttir og Kristín Kristjánsdóttir taka vel á móti viðskiptavinum í verslun Rauða krossins. Vinsælasta búðin - Hlýjar móttökur í verslun Rauða krossins á Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.