Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 Skreytingar Aðventan nálgast hraðar en við fáum ráðið við, bara 49 dagar til jóla. Ekki seinna vænna að setja upp jólatré, líkt og gert var í vikunni við Hallgrímskirkju. Eggert Einn ágætur vinur minn þoldi fátt jafn illa og framfarir. Hann sagði gjarnan; „var þetta ekki nógu slæmt fyrir“. Þetta hugarfar er íhald af versta tagi og leiðir af sér dauða- stirðnun. Einn meg- inþátturinn í kenningu Darwins fjallar einmitt um aðlögun að breytt- um aðstæðum. Myndin sem hér fylgir sýnir grundvallarbreytingu framleiðslu- fallsins. Færsla fallsins í upp á við er í raun mælikvarði á framleiðniaukn- ingu. Kommúnistar telja að öll fram- leiðsluaukning verði vegna meiri að- fanganotkunar en kapítalistar eru auðhyggjufólk og naumhyggjufólk. Hjá þeim skila sömu aðföng meiri framleiðslu, til hagsbóta fyrir neyt- endur. Afnám einokunar á fjar- skiptamarkaði Það hefur löngum verið til siðs að fjalla um Jimmy Carter forseta Bandaríkjanna með hæðnistón. Vissulega var hann mjög klaufaleg- ur í kappræðum við Ronald Reagan í aðdraganda forsetakosninga árið 1980. Carter var með allar tölur á hreinu en Reagan var mjúkmáll og hafði engar áhyggjur af tölum. Sá er þetta ritar hefur gjarna hug- leitt afnám einokunar á fjarskipta- markaði og í flugrekstri í Bandaríkj- unum en það gerðist einmitt á stjórnartíma Carters. Afnám einokunarinnar leiddi af sér „hið nýja hagkefi“, sem var í raun alls ekki nýtt, heldur aðeins nýjar lausnir á gamalkunnum einok- unartilburðum í rekstri. Vissulega hefur menntunarstig hækkað og auknar kröfur eru gerðar um þekkingu og tölvulæsi. Samkeppni í stað einokunar leiddi af sér nýjar lausnir þar sem mannshöndin kom hvergi nærri. Það leiddi til þess að ein- ingaverð við fram- leiðslu á vöru og þjón- ustu snarlækkaði. Nærtækt dæmi er bók- unarkerfi flugfélaga. Heilu salirnir af starfs- fólki hurfu, þjónusta batnaði og einingaverð snarlækkaði. Þetta heitir framleiðniaukning. Hið sama á við um bókanir á hótelum. Fólkið er horfið. Í þess stað hafa komið önnur störf og velmegun. Framfarir á Íslandi Nú er verðmæti flugfélaga mælt að nokkru í gæðum bókunarkerfa þeirra. Bókunarkefi Flugfélags Ís- lands hafði úrslitaáhrif á að innan- landsflug á vegum Flugleiða /Ice- landair hélt velli. Þetta á jafnvel einnig við um lyfjafyrirtæki, því það skiptir máli hvenær lyf birtast í leit- arvélum lækna. Afnám einokunar í fjarskiptum birtist fyrst á Íslandi með þeim hætti að hægt var að velja um svart- an eða gráan síma. Síðan komu margþættar lausnir tengdar farsím- um og stórlækkað verð á þjónust- unni vegna reikis í Evrópusam- starfsins. Framfarir á Íslandi hófust með innleiðingu samkeppni. Lausnir í símakerfum gefa óþrjót- andi möguleika í framleiðslu og sölu til neytenda. Og jafnvel í birgða- haldi. Einokun og samkeppni í sölu sjávarafurða Um tíma starfaði greinarhöfundur sem bankaútibússtjóri þar sem við- skiptavinir voru framleiðendur sjáv- arafurða. Afurðirnar voru seldar í gegnum einokunarfyrirtæki, sem voru samtök framleiðendanna. Ég bar mikið traust til þessara sölu- samtaka þar sem bankinn var veð- hafi í afurðunum þar til þær voru greiddar. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna voru í eðli sínu einokunarfyrirtæki, eins og banda- rísku fjarskiptafyrirtækin. Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda seldi saltfisk með bein- um til Suðurlanda en Jón Gunn- arsson verkfræðingur í Bandaríkjunum sagði íslenskum fiskframleiðendum að Bandaríkja- menn borðuðu ekki bein, minnugur þess að aðeins hundar bruddu bein: Sat ég á grænni grein, gjálfraði unn við hlein. Hundarnir bruddu bein, bak við mig sólin skein. (Steinn Steinarr) Framleiðsla íslenskra fisk- framleiðenda var tiltölulega einhæf og langt á milli framleiðenda og kaupenda. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna gerði skilyrðislausa kröfu um beinlausan fisk. Framfarir í fisksölu Áratug eftir afnám einokunar í fjarskiptum í Bandaríkjunum hrikti í samstöðu einokunar í íslenskri fisk- framleiðslu. Leiðin frá kaupanda til framleiðanda styttist vegna greiðra og ódýrra flugsamgangna og fjar- skipti við tilkomu fax og e-mail. Inn í framleiðslufyrirtækin var komið fólk, sem hafði tungumála- málaþekkingu, en vera kann að á það hafi skort í fyrirtækjum frum- herjanna. Sem dæmu um mikilvægi tungu- málakunnáttu má nefna að á lítilli skrifstofu í Reykjavík var íslenskur veiðarfærasali, sprenglærður í Jap- an og mælandi á því framandi tungu- máli. Veiðarfærasalinn byggði upp sölukerfi fyrir nýja framleiðendur. Svipað gerðist hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja þegar forstjórinn, Sig- urður Einarsson, ákvað að selja hlut félagsins í Sölumiðstöðinni, sem þá var orðin hlutfélag. Milliliðurinn reyndist að nokkru óþarfur þegar komust á milliliðalaus viðskipti framleiðanda og kaupanda, og lausnir sérsniðnar að óskum kaupandans. Með fiskveiðistjórnarkerfinu breyttust aðstæður enn meira og verð á þorskblokk skipti ekki lengur máli. Verð á þorskblokk var iðulega forsíðufrétt í Morgunblaðinu. Sú tíð er liðin. Vissulega er þorskur undirstaða krónunnar, því andspænis skjald- armerkinu á íslenskum krónupen- ingi er þorskur. Úrelding og framfarir Að lifa af í samfélögum byggist að verulegu leyti á aðlögunarhæfni. Það er alls ekki víst að verkalýðs- hreyfing lifi af breyttar aðstæður og aukið menntunarstig á vinnumark- aði. Það að lifa af byggist á aðlög- unarhæfni en ekki að halda í það sem áður var og er þekkt, og bíða eftir að allt verði eins og áður. En eins og skáldið segir í ljóði sínu „Biðin“: Við biðum, við biðum og brjóst okkar titruðu í ögrandi þögn Eftir örstutta stund skal það ske. Eins og kristaltær goðsögn mun það koma og fylla líf okkar óþekktri angan. (Steinn Steinarr) Eftir Vilhjálm Bjarnason » Samkeppni í stað einokunar leiddi af sér nýjar lausnir þar sem mannshöndin kom hvergi nærri. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Framleiðslufall, framfarir og framleiðni Framleiðslufall fyrir framfarir Framleiðslufall eftir framfarir Aðföng Afurðir Framleiðsluföll fyrir og eftir tækniframfarir Bilið milli framleiðslufalla er ávinningur Sömu aðföngu en meri afurðir = Framleiðniaukning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.