Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hefur
sjálfsagt
flögrað að
mörgum áhuga-
sömum um pólitík
hér, hvers vegna
pólitískur leiði
grípi ekki banda-
rískan almenning. Þar er lítill
sem enginn friður fyrir stjórn-
málaþrefi og allir helstu fjöl-
miðlar með þann þátt mann-
lífsins í uppslætti hvern
einasta dag. Það er helst stór-
flóð eða óvænt morðárás á
vopnlausan almenning sem
nær að setja stjórnmálapexið
til hliðar stutta stund. Lang-
flestir stærri fjölmiðla á lands-
vísu fylgja demókrötum að
máli og leyna því hvergi og
birtast, svo helst minnir á
„RÚV,“ eins og nýkomnir af
flokksskrifstofunni oft á dag.
En það skrítna er að þessir
fjölmiðlar eiga fjárhagslegan
grundvöll sinn að nokkru und-
ir meðalgöngu auglýsenda sem
virðast láta þetta yfir sig
ganga.
Nú er rétt ár til næstþýðing-
armestu kosninganna vestra,
þegar kosið er um margt stórt
og smátt, annað en forseta-
embættið. Um það hefur þegar
verið fjallað á þessum vett-
vangi að líkast hafi verið að
ríkisstjórakosningar í tveimur
fylkjum, sem liggja nærri
kjarna valdsins á „austur-
ströndinni“, hefðu tekið flokk
demókrata í rúminu. Hafi svo
verið er skýringin helst sú að
hvorar tveggja þessar kosn-
ingar töldust fyrirfram hag-
felldar demókrötum og því
mjög heppilegar sem „próf-
raun“ á stöðu flokks forsetans
núna. Fyrir aðeins örfáum vik-
um bentu kannanir ótvírætt til
þess að alls ekki yrði mjótt á
munum þarna og stjórnmála-
bátnum því ekki ruggað svo
neinu næmi.
Talsmenn repúblikana á
landsvísu hafa dregið upp þá
mynd að bandarískur almenn-
ingur fái sitt fyrsta raunveru-
lega tækifæri til að gefa for-
setanum og flokki hans
einkunn sína í nóvember að
ári. Þá myndi, að þeirra mati,
koma í ljós að þau ríki sem
demókratar unnu tæpast 2020
myndu skipta um allmarga
fulltrúa á þinginu í Wash-
ington. Flokkur forsetans má
við mjög litlu þar. Í öldunga-
deildinni standa flokkarnir
hnífjafnt og staða forseta-
flokksins veltur á úrslita-
atkvæði varaforsetans sam-
kvæmt þeim reglum sem gilda.
En eins og komið hefur á
daginn að undanförnu þá eru
sumir þingdeildarmenn demó-
krata orðnir mjög órólegir yfir
því hversu langt flokkur þeirra
hefur sveigst til
vinstri síðustu
misserin. Það hef-
ur leitt til þess að
allmörg stórmál
hafa lent í upp-
námi og forsetinn
því hvað eftir ann-
að verið sendur í þinghúsið til
að reyna að knýja efasemda-
menn til uppgjafar. Hefur
hann oftast haft lítið upp úr
sínu krafsi. Það á að heita að
demókratar hafi meirihluta í
hinni fjölmennu fulltrúadeild,
en til hennar er aðeins kosið til
tveggja ára og fulltrúarnir því
veikari fyrir kjósendum en
ella. En það hefur þótt með
ólíkindum hversu langt þeir,
sem stjórna Demókrata-
flokknum núna í nafni veik-
burða forseta, hafa gengið í að
reyna að keyra í gegn mál sem
vitað er að kalla myndu á óróa
og hörð átök innan flokksins.
Varadekkin eru fá ef þing-
menn taka að springa á limm-
inu.
Það er nánast út frá því
gengið að repúblikanar nái
góðum meirihluta í fulltrúa-
deildinni að ári og sennilega
einnig í öldungadeildinni. Sú
er sennilegasta skýringin að
„eflingar“-hluti þingflokka
demókrata hefur gengið svo
hart fram.
En eftir að repúblikanar
stóðu uppi sem sigurvegarar í
Virginíu, ríki sem demókratar
unnu með ríflegum mun fyrir
aðeins einu ári, og hafa nú
nánast sama fylgi og stjórnar-
flokkurinn í New Jersey, hefur
staðan breyst. Demókratar
gengu algjörlega óttalausir til
þessara kosninga og því varð
áfallið svo mikið.
Við þessi úrslit hefur lýð-
ræðissinnum í flokknum, sem
hafa átt mjög erfitt, hlaupið
kapp í kinn. Hér eftir mun
verða erfiðara að trampa yfir
þá á skítugum skónum.
En í þessu samhengi gæti
verið fróðlegt fyrir áhugasama
hér á landi, þar sem „fjölda-
flokkurinn á þingi“ hefur oft-
ast eina skoðun um flest stórt
og smátt, að skoða hver voru
helstu áhugamál kjósenda
vestra. Það kæmi mörgum á
óvart. Víst er að dellumálið
sem er efst á blaði hér um
þessar mundir var harla neð-
arlega á áhugasviði kjósenda
beggja flokkanna í kosning-
unum núna. Mátti reyndar
þakka fyrir að komast á blað.
Þess vegna er varla hægt að
finna að því þótt Biden forseti
leggi augun og eyrun aftur
þegar hann hefur þá mynd og
þann söng í vitum sér og spyrji
sig dottandi í sæti sínu, eins og
á sjónvarpssviðinu á dögunum:
„Hvað er ég að gera hér?“
Úrslit kosninganna
vestra komu báðum
flokkum á óvart, en
demókrötum brá
meira}
Rassskelltir strax
F
ramtíð Íslands byggist að miklu
leyti á alþjóðasamstarfi, ekki síst
á sviði loftslagsmála. Í hinni sam-
eiginlegu alþjóðlegu sýn, sem
skerpist ár frá ári, er viðurkenn-
ing á þeim verðmætum sem felast í hreinu
andrúmslofti og virkum og stöðugum vistkerf-
um. Þetta er einfaldlega forsenda lífsvið-
urværis okkar. Parísarsáttmálinn frá 2015
veitir skýra leiðsögn, þ.e. að meðalhitastig
jarðar skuli ekki hækka meira en 2°C miðað
við upphaf iðnbyltingar og helst haldast við
1,5°C. Þessar tölur eru ekki dregnar úr hatti
heldur eru niðurstaða okkar fremsta vís-
indafólks.
Framlag Íslands felst ekki einungis í því að
draga úr losun heldur getum við orðið mik-
ilvæg fyrirmynd til dæmis með því að verða
fyrst þjóða til að losa okkur algjörlega við jarðefnaelds-
neyti. Það þýðir orkuskipti bíla, skipa og flugvéla.
Stærsta hindrunin er flugið en hér á Íslandi erum við þó
þegar farin að skoða rafvæðingu innanlandsflugsins.
Skipin eru komin vel á veg þar sem danska skipafélagið
Mærsk og fleiri stórir aðilar í flutningum eru þegar
komnir með skip knúin endurnýjanlegri orku. Hér á
landi snýst áskorunin ekki síst um uppbyggingu innviða.
Mikilvægi einkageirans
Einkageirinn er vettvangur til að breyta áskorunum í
tækifæri. Til þess þarf þó hvata bæði frá stjórnvöldum og
neytendum. Fyrirtæki þurfa að finna að ætlast sé til þess
að loftslagsmál séu tekin alvarlega í öllum
þeirra rekstri og framtíðaráformum.
Fyrirtæki sem hreyfa sig hratt og afger-
andi í sínum loftslagsmálum munu standa
uppi sem sigurvegarar. Þau hafa samkeppn-
isforskot og þar verða til lausnir og hug-
myndir sem fleyta samfélaginu í rétta átt. Þar
vill metnaðarfyllsta og hæfasta fólkið starfa.
Tækifærin eru auðvitað ekki eingöngu fólg-
in í hagsmunum einstakra fyrirtækja heldur í
miklu stærra samhengi. Heilbrigð vistkerfi og
hreint andrúmsloft eru vissulega afleiðing af
samdrætti gróðurhúsalofttegunda; en þau eru
líka forsendur færri náttúruhamfara, færri
sjúkdóma og aukinnar velmegunar, bæði fyrir
okkur og heimssamfélagið.
Jarðefnaeldsneytislaust Ísland er mögu-
legt, við þurfum einfaldlega að sýna frum-
kvæði. Íslensk stjórnvöld þurfa að þora að taka af skarið.
Ekki bara búa til stefnur og vegvísa heldur beita sér
markvisst fyrir stórum skrefum. Taka þátt í uppbygg-
ingu innviða um allt land. Styrkja myndarlega fyrstu
orkuskiptaverkefnin í þeim geirum þar sem orkuskipti
eru ekki enn farin af stað. Enda eru þau skref oft
áhættusöm og óhagkvæm og alls ekki á færi allra einka-
aðila að stíga. Ríkið getur lækkað þröskuldinn fyrir
breytingar í orkunotkun og stutt sérstaklega slíka ný-
sköpun. Þetta er verkefnið sem bíður stjórnvalda núna.
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Verum hluti af lausninni
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
hannakatrin@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ó
ljóst er hvort nægilega
skýr lagagrundvöllur er
fyrir þeirri gjaldskrá sem
kirkjuþing hefur sett fyrir
svonefnd aukaverk presta. Gjald-
skráin kann að stríða gegn ákvæði
laga um samkeppnishamlandi samn-
inga. Þetta kemur fram í lögfræðiá-
liti sem Lára V. Júlíusdóttur hrl.
vann fyrir fulltrúa Prestafélags Ís-
lands. Álitsgerð hennar var dreift á
nýafstöðnu kirkjuþingi.
Helstu auka-
verk presta eru
skírn, ferming,
hjónavígsla og út-
för. Löng hefð er
fyrir því að inn-
heimta sérstaka
þóknun fyrir
þessi verk.
Lengst af byggð-
ist innheimtan á
gjaldskrá sem
kirkjumálaráðu-
neytið setti á grundvelli laga um
embættiskostnað presta. Með lögum
um stjórn og starfshætti þjóðkirkj-
unnar frá 1997 var ákveðið að fram-
vegis skyldi kirkjuþing setja gjald-
skrá fyrir þjónustu kirkjunnar,
þ.m.t. fyrir prestþjónustu. Í nýjum
lögum um þjóðkirkjuna frá síðast-
liðnu sumri er hvergi fjallað um
gjaldskrá fyrir þjónustu kirkjunnar.
Hins vegar segir þar að kirkjuþing
skuli setja starfsreglur um málefni
þjóðkirkjunnar. Gjaldskráin sem
kirkjuþing samþykkti fyrr á þessu
ári og tók gildi í haust er byggð á
þessu ákvæði laganna. Hún gildir
fram til marsloka árið 2023.
Vantar skýrt ákvæði í lögin
Lára V. Júlíusdóttir segir að
lögskýringargögn gefi til kynna vilja
löggjafans til að kirkjuþing ákveði
gjaldskrá fyrir prestsþjónustu. Vís-
ar hún til greinargerðar og at-
hugasemda sem fylgdu nýju lög-
unum. Þetta komi hins vegar hvergi
fram með beinum hætti í lögunum
sjálfum. Lára segir að í gildandi
kjarasamningi Prestafélags Íslands
og Biskupsstofu komi fram að auk
fastra launa innheimti prestar þókn-
un fyrir tiltekin prestsverk, en aðilar
séu sammála um að endurskoða
þetta fyrirkomulag. Ekki komi fram
í samningnum með hvaða hætti
þóknunin skuli ákveðin eða hvenær
endurskoðunin skuli fara fram. Það
séu því engin ákvæði í kjarasamn-
ingnum sem komi í veg fyrir að fyr-
irkomulagi gjaldskrár fyrir prests-
verk verði breytt á gildistíma hans
sem er til marsloka 2023.
Lára rifjar upp að árið 2019 hafi
þjóðkirkjan sjálf tekið við öllum
starfsmönnum sínum og teljist þeir
framvegis til hins almenna vinnu-
markaðar. Þó haldi það starfsfólk
kirkjunnar, sem skipað var í emb-
ætti fyrir 2019, réttindum sam-
kvæmt lögum um opinbera starfs-
menn. Lára segir að sem starfsmenn
á almennum vinnumarkaði hafi
prestar sömu heimildir og aðrir til
að selja þjonustu sína á því verði
sem um semst við neytendur. En
samningafrelsi þeirra sé ekki óskert
því hér reyni til að mynda á sam-
keppnishömlur.
Ekki reynt á
samkeppnislögin
„Hingað til hefur ekki reynt á
það hvort gjaldskrá fyrir prestsverk
standist ákvæði samkeppnislaga,“
segir Lára í álitsgerðinni. Ástæðan
sé sú að gjaldskránni var á sínum
tíma komið á fót með sérstökum lög-
um. Þegar beinni lagastoð hafi nú
verið kippt undan henni geti mögu-
lega reynt á samkeppnissjónarmið.
Lára bendir á að samkeppnis-
lög taki ekki til launa eða annarra
starfskjara launþega samkvæmt
kjarasamningum. Færa megi rök
fyrir því að ákvæði í kjarasamningi
Prestafélagsins um innheimtu þókn-
unar fyrir prestsverk teljist hluti af
starfskjörum presta og heyri því
ekki undir samkeppnislög. En þetta
velti á því með hvaða hætti gjald-
heimtan sé útfærð.
Lára V. Júlíusdóttir bendir á að
Samkeppniseftirlitið hafi fjallað um
heimildir organista innan Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna til að setja
sér sameiginlega gjaldskrá fyrir
organleik. Árið 2006 hafi þeim verið
veitt undanþága frá samkeppnis-
lögum með vísan til þess að hún
mundi aðeins gilda um þóknun fyrir
organleik við útfarir og kistulagn-
ingu. Var vísað til sérstöðu slíkra at-
hafna miðað við aðrar kirkjulegar
athafnir. Hagkvæmt væri að að-
standendur látinna þyrftu aðeins að
snúa sér til útfararstofu við skipu-
lagningu útfarar.
Að öðru leyti hafi Samkeppnis-
eftirlitið talið félaginu óheimilt að
ákveða og semja eða á annan hátt að
fjalla um gjaldskrá fyrir organista
við kirkjulegar athafnir.
Gæti sótt um undanþágu
„Ef prestafélagið hyggst setja
sér gjaldskrá fyrir prestsverk þarf
mögulega að sækja um undanþágu
frá banni gegn samkeppnishamlandi
samningum,“ segir Lára. Hún nefnir
einnig þann möguleika að prestar
setji sér viðmiðunartaxta fyrir til-
tekin prestsverk í stað bindandi
gjaldskrár. Síðan verði látið reyna á
það hvort Samkeppniseftirlitið geri
athugasemd við þá framkvæmd.
Aukaverk presta verða til um-
ræðu á framhaldsfundi kirkjuþings
síðar í þessum mánuði. Verður þá
gengið til atkvæða um tillögu nokk-
urra þingfulltrúa um að gjöld fyrir
aukaverkin verði afnumin
Gjaldskrá gæti talist
samkeppnishamlandi
Lára V.
Júlíusdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Prestsverk Ekki er lengur bein lagastoð fyrir gjaldskrá presta fyrir svo-
nefnd aukaverk. Núverandi gjaldskrá gæti talist samkeppnishamlandi.