Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Þó að Sólveig Anna Jónsdóttir sé hætt sem formaður Eflingar er hún ekki hætt að efna til ófrið- ar innan verkalýðs- hreyfingarinnar og sennilega ekki heldur utan hennar. Í gær gerðist það að kosinn var nýr 3. varaforseti Alþýðusambands Ís- lands í stað Sólveigar Önnu, en í stað þess að óska eftirmann- inum til hamingju notaði Sólveig Anna tækifærið á Facebook í gær til að skrifa langan pistil um það hve ómögulegur eftirmaðurinn, Halldóra Sveinsdóttir, sé. - - - Halldóra er formaður verkalýðs- félagsins Bárunnar á Suður- landi og hefur setið í miðstjórn ASÍ og gegnt fjölda annarra trún- aðarstarfa fyrir verkalýðshreyf- inguna. Þetta dugar ekki til að Sól- veig Anna telji hana nothæfa í baráttuna, því að Halldóra sé „manneskja bakherbergisins, hins notalega klúbbs þar sem verkalýðs- leiðtogar gleðjast yfir að fá „sæti við borðið“ og láta mata sig á kynn- ingum sérfræðinga“. - - - Helsti löstur Halldóru virðist að mati Sólveigar Önnu vera að hún hlusti á röksemdir og að hætta sé á að hún taki tillit til efnahags- aðstæðna við gerð kjarasamninga. - - - Þetta telur formaðurinn fallni af- leita afstöðu enda krefst „bar- áttan“ þess að ekkert sé hlustað og ekki tekið mark á nokkurri stað- reynd um efnahagsmál. Í baráttu sósíalista er þekkt að allt verður að víkja fyrir málstaðnum og það endurspeglast í ofsanum, óbilgirn- inni og óheftum fjandskapnum gegn þeim sem voga sér að hafa ólíka skoðun. Baráttan gegn bakherberginu STAKSTEINAR Halldóra Sveinsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Menntamálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við Rekstrarfélagið Grímu ehf. um rekstur og list- ræn störf á vegum Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar í Laugarnesi í Reykjavík. Félagið er í eigu fjölskyldu listamannsins sem mun annast daglegan rekstur, s.s. undirbúning og skipulagningu sýningahalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samnings- tímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja lista- mannsins, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. Fram kemur á heimasíðu menntamálaráðu- neytisins, að heildarfjárhæð samningsins sé 97,5 milljónir króna, eða 19,5 milljónir árlega á samn- ingstímanum. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu henn- ar. Samið um rekstur Listasafns Sigurjóns - Fimm ára samningur um rekstur og listræn störf Samningur Birgitta Spur og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifa undir samninginn. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri vill engar ástæður gefa fyrir því hvers vegna staða fréttastjóra Rík- isútvarpsins (Rúv.) verður ekki auglýst fyrr en einhvern tíma eftir að Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri lætur af störfum um áramót, eins og óvænt var boðað var í liðinni viku. Á meðan enginn fréttastjóri er að störfum mun Heiðar Örn Sigurfinns- son varafréttastjóri hlaupa í skarðið. Útvarpsstjóri vill ekkert segja um ástæður þess að uppsagnarfrestur- inn sé ekki nýttur til þess að auglýsa eftir nýjum fréttastjóra; segir aðeins að það hafi verið ákveðið. Sex mánaða uppsagnarfrestur er á ráðningarsamningi Rakelar og var tillit tekið til þess í starfslokasamn- ingi, án þess að Stefán vilji nokkuð segja um greiðslur. Staða fréttastjóra hefur verið eft- irsótt, en tólf sóttu um þegar Rakel var ráðin 2014. Þá var Heiðar Örn Sigurfinnsson einnig meðal umsækj- enda. andres@mbl.is Engin skýring á töf - Staða fréttastjóra ekki auglýst strax Stefán Eiríksson Morgunblaðið/Eggert Efstaleiti Staða fréttastjóra á fréttastofunni hefur áður verið eftirsótt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.