Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 10

Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis á árinu 2021 Hækkandi lífaldur, hvernig bregðast lífeyrissjóðirnir við? Vegna samkomutakmarkana verðurfundurinn aðfullu rafrænn. Honum verður streymt á íslensku og ensku en nánari upplýsingar má finna á www.gildi.is. Sjóðfélagar eru hvattir til að taka þátt ífundinum og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs 25. nóvember klukkan 17:00 Gildi–lífeyrissjóður Rafrænn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Næsta kynslóð er komin inn og hún kemur virkilega sterk inn,“ segir Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarð- inum í Kringlunni. Fastir viðskiptavinir verslunarinnar hafa tekið eftir breyttri samsetningu kúnnahóps- ins að undanförnu. Nú eru ekki lengur bara fullorðnir karlmenn sem sækja þangað vandaðar vörur og góða þjónustu heldur allt niður í börn á fermingaraldri. „Við höfum alltaf verið sterkir í ungu fólki, til að mynda í kringum útskriftir, en nýi hópurinn er að meðaltali 13-17 ára. Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum en hefur aukist mikið að undanförnu. Við starfs- mennirnir þurfum að vera búnir í mat klukkan þrjú á daginn til að geta tekið á móti krökkunum eftir skóla,“ segir Vil- hjálmur Svan. Unga fólkið sækir í merkjavöru sem fæst í Herragarðinum. Stóru merkin Polo, Boss og Armani hafa á síðustu árum farið að bjóða upp á fjölbreyttara vöruúrval og jogg- inggallar, pólóbolir, hettupeysur, vesti og úlpur njóta til að mynda mikilla vinsælda. „Nú er þetta orðið meira sportí. Þessi fatnaður er orðinn mjög stór hluti af línum stóru tískumerkjanna. Verðið hér er mjög samkeppnishæft við verðið úti og krakk- arnir vita það,“ segir verslunarstjórinn. Vilhjálmur segir að stór merki eins og Armani hafi lengi framleitt jogginggalla. Hann hafi áður fyrr keypt lítið inn af slíkum vörum en nú kaupi hann meira. Stór breyt- ing hafi orðið með kórónuveirunni þegar fólk fór að verja meiri tíma heima hjá sér en áður. Þá hafi margir kosið frjálslegri klæða- burð en áður, enda þurfi fólk ekki að vera í jakkafötum fyrir framan tölvuna heima hjá sér. „Við höfum svarað eftirspurninni, við fundum vel fyrir henni. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt allt saman. Þetta er eig- inlega með skemmtilegri tímabilum sem ég hef upplifað síðan ég byrjaði í þessum bransa 1998. Fjölbreytnin er svo mikil,“ segir Vilhjálmur. Hann játar því fúslega að ólíkt sé að af- greiða ungmenni í búðinni og stálpaða karl- menn. „Það má segja að þessi unga kynslóð sé betur upplýst en við hin eldri. Þegar ég byrjaði að selja herraföt og útskriftarnemi labbaði inn í búðina þá réð ég ferðinni. Nú ráða þau ferðinni. Þessi kynslóð veit betur en við hvað þau vilja, hvort sem það á við um fatnað, síma, tækni eða hvaðeina. Þau vita hvað er í tísku og hvað er á boðstólum, eru búin að skoða vöruna áður en þau labba inn í verslun og vita hvað þau vilja.“ Hann segir áberandi hversu sjálfstætt í hugsun unga fólkið sé. „Það er ekki lengur þannig að mamma og pabbi eigi bara að velja. Við eigum helst ekkert að skipta okk- ur af þessu.“ Vilhjálmur segir að endingu að unga fólk- ið sé ánægjuleg viðbót við kúnnahópinn og þeir hinir eldri hafi tekið þessari þróun vel. „Vissulega er einn og einn sem spyr forviða við kassann hvað sá 14 ára við hliðina á hon- um hafi verið að kaupa. En það er nóg af fermetrum og starfsmönnum fyrir alla.“ Unga fólkið sækir í merkjavöruna - Kúnnahópur Herragarðsins hefur breyst að undanförnu - Nú versla 13-17 ára krakkar þar í bland við stálpaða karlmenn - Unga fólkið sækir í merkjavöruna - Betur upplýst en hinir eldri Morgunblaðið/Árni Sæberg Annir Vilhjálmur Svan fagnar þeirri breytingu sem orðið hefur á kúnnahópnum í Herragarð- inum að undanförnu. Nú kaupa 13-17 ára gamlir krakkar þar föt frá Polo, Armani og Boss. Vinsælt Jogginggallar frá Polo njóta mikilla vinsælda í dag, ekki síst hjá ungmennum. Vetur Úlpurnar eru klárar í Herragarðinum fyrir köldustu mánuði ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.