Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 20

Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 Síðasta vetur var lagður grunnur að átakinu þegar Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Helgi Rúnar Óskarsson frá SA skrifuðu undir viljayfirlýsingu. Markmiðið er að efla læsi nemenda, auka grunnfærni í stærðfræði og nátt- úruvísindum, efla hreysti og hreyf- ingu og breyta hugarfari. Er nem- endum fylgt eftir frá upphafi grunnskólagöngu í haust og til loka, alls í tíu ár. „Við lítum á þetta sem gríðarlegt tækifæri fyrir okkur og vonandi fyrir fleiri skóla ef vel gengur. Ekki hafa verið gerðar margar mennta- rannsóknir á Íslandi og ekki af þessari stærðargráðu. Þróunar- verkefni sem byggist á vísindum og sterkum rökum fyrir því að bæta læsi hjá íslenskum börnum,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir, skóla- stjóri GRV, þegar Morgunblaðið ræddi við hana. Hún segir reynda og góða kenn- ara lykilþátt og lestrarfræðingar hafi komið sterkir inn. Stofnuð voru teymi í læsi, stærðfræði, nátt- úrufræði, hreyfingu og hugarfari sem unnið hafa mikla og góða vinnu. Helstu áherslur eru breytt stunda- tafla, áhersla á þjálfun, mun meiri eftirfylgni og á markvissa hreyfingu alla daga. „Rann- sóknir sýna að hreyfing snemma dags hefur áhrif á einbeitingu og er jákvæð fyrir hreyfifærni, hreysti, vellíðan og fé- lagsfærni. Hver kennslustund er að hámarki 40 mínútur og mikilvægt að taka pásu á milli.“ Virkja heimilin Anna Rós segir hugarfarið mikil- vægan þátt og markvisst verði unn- ið að því að innleiða gróskuhugar- far hjá nemendum, starfsfólki og foreldrum. „Mikilvægt er að fá heimilin með í þá vinnu og verður lagt upp með að hafa reglulega fræðslu fyrir foreldra. Það er von okkar að foreldrar og samfélagið í Eyjum taki virkan þátt í verkefninu með okkur.“ Gríðarlegt tæki- færi fyrir okkur - Reyndir kennarar eru lykilþáttur Anna Rós Hallgrímsdóttir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Grunnskólinn í Vestmannaeyjum (GRV) er einn grunnskóla í landinu í samstarfi um átak til að efla lestur nemenda auk fleiri þátta í námi. Það kallast Kveikjum neistann og er langtíma þróunar- og rannsóknar- verkefni í samvinnu menntamála- ráðuneytis, Rannsóknarsetursins menntun og hugarfar (RMH), Há- skóla Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins (SA). Eitt markmiðið er að virkja bóka- söfnin á hverjum stað. Bókasafn Vestmannaeyja (BV) hefur svarað kallinu og lagst á sveifina með myndarlegum hætti. Var það kynnt með mikilli veislu í Safnahúsi Vest- mannaeyja þar sem starfsfólkið gerði safnið að miklum ævin- týraheimi og tók á móti miklum fjölda barna og foreldra. Í upphafi tóku til máls forsvars- maður átaksins, Hermundur Sig- mundsson, prófessor við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þránd- heimi og RMH, Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari og verkefna- stjóri við RMH, og Kári Bjarnason, forstöðumaður BV. Þau lögðu áherslu á að lestur er lykill að því að efla menntun og gera ungt fólk hæf- ara til að takast á við auknar kröfur til menntunar í breyttum heimi. Vitnaði Hermundur í reynslu Finna sem skara fram úr öðrum Norður- landaþjóðum í menntun barna og unglinga. Óviðunandi staða hér á landi Í alþjóðlegum samanburði er stað- an hér á landi alls óviðunandi að því er kom fram hjá þeim. Hermundur, Svava og Kári sögðu að nýta yrði öll ráð til að vekja áhuga barna og ung- linga á lestri bóka. Að þeirra mati stendur BV óvenjulega vel að vígi með yfir 15.000 barnabækur auk fjölda annarra bóka sem geta kveikt áhugann. Til að auðvelda leit að bók við hæfi hefur starfsfólkið unnið að því hörðum höndum að litamerkja bækur eftir erfiðleikastigi og efnis- flokkum. Er það nýjung hér á landi. Með sín eigin skírteini Allir nemendur í GRV eru með sitt eigið bókasafnsskírteini og eru fyrstubekkingar þegar farnir að nýta sín skírteini. Starfsfólk BV hefur löngum lagt sig fram um að laða að börn og unglinga sem oft mæta þekktum persónum bók- menntanna í yfirstærð þegar þau líta inn. Á hátíðina var sérstaklega boðið nemendum fyrsta til fjórða bekkjar Grunnskólans og foreldrum þeirra og var boðið upp á leiki og þrautir og var fjörið mikið. Hermundur, Svava og Kári eru sannfærð um að með átakinu takist að kveikja neistann og opna ungu fólki leið að þeim fjársjóði sem bók- menntirnar eru. Fátt sé mikilvæg- ara þeim sem erfa landið. „Þetta er einstakt verkefni og tækifæri fyrir okkur sem samfélag að stuðla að því að efla læsi og bæta líðan nemenda okkar og gefa þeim með þeim hætti gott veganesti út í lífið. Allir þeir fjölmörgu aðilar sem standa að verkefninu treysta á for- eldra og allt samfélagið í Eyjum að koma með í þessa vegferð, okkur öll- um til góða,“ sagði Kári Bjarnason sem á frumkvæði að aðkomu BV að verkefninu. Morgunblaðið/Ómar Átak Þau Svava, Kári og Hermundur stilltu sér upp með Þorsteini Glúmi, íbúa í Bókasafni Vestmannaeyja. Draugur Hrafntinna var ekki lengi að búa til þennan flotta draug. Neistinn kveiktur í Eyjum - Fjölþætt átak til að efla grunnskóla- nema í námi - Lestur lykill að árangri Leikur og starf Fjörið var mikið þegar börn og foreldrar brugðu á leik og leystu þrautir þegar lestrarátakið var kynnt í Bókasafni Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.