Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 St. 6- 1 . . withMemory Foam KRINGLAN - SKÓR.IS F T TUM HÆL SKECHERS Einhverjir dagar munu líða þar til fyrir liggur með hvaða hætti vaxta- hækkanir Seðlabankans munu hafa áhrif á vaxtatöflur bankanna. Morg- unblaðið leitaði upplýsinga hjá tals- mönnum viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Ar- ion banka um það hvort og með hvaða hætti stofnanirnar myndu bregðast við. Í öllum tilvikum var svarið einfaldlega það að ekkert lægi fyrir í þeim efnum. Sé horft til viðbragða bankanna að undanförnu, þegar Seðlabankinn hefur tilkynnt um vaxtahækkanir hafa bankarnir fylgt í humátt á eftir en í mörgum tilvikum hefur vaxta- stefnunni ekki verið miðlað að fullu út í vaxtakjör viðskiptavina. Þannig má til dæmis nefna að í október, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentur þá hækkaði Landsbankinn vexti á breytilegum óverðtryggðum íbúða- lánum um 0,2 prósentur og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækkuðu um 0,15 prósentur. Þá hækkuðu vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða um 0,1 prósentu. Hins vegar var var vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum, bæði með fasta og breytilega vexti, haldið óbreyttum. Ljóst er að miðlun pen- ingastefnunnar kemur fyrr fram í heimilisbókhaldi landsmanna nú en oftast áður. Sífellt fleiri leita í óverð- tryggð íbúðalán en áður. Það sem af er ári nema ný íbúðalán bankanna til heimilanna, að teknu tilliti til upp- og umframgreiðslna ríflega 250 millj- örðum króna. Upp- og umfram- greiðslur verðtryggðra lána eru 44 milljarðar umfram ný útlán en óverðtryggð íbúðalán hafa vaxið um 294,2 milljarða. Af þeirri fjárhæð eru 180 milljarð- ar með breytilegum vöxtum en 114 með föstum. Eftir því sem verð- bólguhorfur hafa versnað hefur þunginn í nýjum útlánum með fasta vexti hins vegar aukist til muna. - Bankarnir rýna í ákvörðun nefndarinnar Viðbrögð liggja ekki fyrir Vísbending Stýrivextirnir gefa leið- sögn um vænt vaxtakjör bankanna. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands tók hressilega í handbremsuna með ákvörðun sem kynnt var í gær og felur í sér að stýrivextir bankans hafa nú verið hækkaðir um 0,5 pró- sentur. Er þetta fjórða vaxtahækkun nefndarinnar frá 19. maí síðastliðn- um og hafa vextirnir nú hækkað um 1,25 prósentur á tímabilinu. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur skýrt fram að ákvörðunin nú sé tekin í skugga hærri verðbólgu og versn- andi verðbólguhorfa. Þannig hafi verðbólga aukist í október og mælist nú 4,5%. Þá hafi þrálátar alþjóðlegar verð- hækkanir, hraðari viðsnúningur í efmahagsumsvifum hérlendis og hækkandi launakostnaður neikvæð áhrif. Það valdi því að „horfur eru á að verðbólga aukist áfram á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna enda haldist kjölfesta verðbólgu- væntinga við markmið,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Nefndin ítrekar einnig að aðstæð- ur í hagkerfinu markist mjög af mik- illi óvissu sem tengist framvindu far- sóttarinnar. Á kynningarfundi í kjölfar þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri las upp yfirlýsinguna var hann spurður út í niðurlag hennar þar sem sérstak- lega er ítrekað að nefndin muni beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur að markmiði innan „ásættanlegs“ tíma. Sagði seðla- bankastjóri að það væri ekki tilviljun að þessi skoðun nefndarinnar væri sérstaklega ítrekuð. Útflutningshorfur batna Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur SÍ, sagði í kynningu á nýj- asta hefti Peningamála að fram- leiðslutruflanir í alþjóðahagkerfinu væru enn dragbítur á efnahagsbata. Það kæmi fram, m.a. vegna viðvar- andi skorts á íhlutum og erfiðleikum við vöruflutninga. Birtir bankinn m.a. línurit (hér til hliðar) sem sýnir að smásala hefur aukist mjög hratt og mun hraðar en iðnframleiðsla sem tekur lengri tíma að knýja í gang til að mæta eftirspurn. Sömu gögn sýni hins vegar annað alvarlegt vandamál, þ.e. að bæði hefur hægt mjög á iðn- framleiðslu og smásalan hefur gefið eftir. Benti Þórarinn á að birtingar- mynd þessa kæmi ekki síst fram í minni einkaneyslu í Bandaríkjunum. Loðnan hefur gríðarleg áhrif Þrátt fyrir þetta hafa útflutnings- horfur Íslands batnað. Kemur það ekki síst fram í auknum loðnukvóta sem talinn er geta haft verulega mikla þýðingu fyrir þjóðarbúið á komandi ári. „Nú er búið að gefa út loðnukvóta sem er u.þ.b tvöfalt meiri en við átt- um von á í ágúst sem samsvarar ein- hverjum 30 milljörðum í útflutnings- tekjum. Þetta þýðir þá að útfutningur á sjávarafurðum eykst 9% meira en við áttum von á og heild- arútflutningur um 2% miðað við það sem áður var gert ráð fyrir,“ sagði Þórarinn. Hins vegar á vöru- og þjónustuút- flutningurinn enn eftir að ná fyrri styrk og er nú í svipuðum sporum og hann var árið 2010. Hann er enn um fjórðungi undir því sem hann var fyr- ir innreið kórónuveirunnar. „Það er heill áratugur af útflutningsmagni sem hefur tapast í þessari farsótt,“ sagði Þórarinn til að lýsa stöðunni. Stefnir í 720 þúsund ferðamenn Í síðustu spá bankans, frá því í ágúst, var gert ráð fyrir að hingað myndu koma 680 þúsund ferðamenn á árinu. Þrátt fyrir bakslag vegna fjölgunar smita í samfélaginu og raunar víða um Evrópu þar sem nokkrir af helstu mörkuðum ís- lenskrar ferðaþjónustu eru gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir að hingað til lands komi 720 þúsund ferða- menn á þessu ári og hefur spáin því verið hækkuð um tæp 6%. Það sem af er ári hafa um 550 þúsund ferða- menn lagt leið sína hingað og því þurfa um 170 þúsund ferðamenn að skila sér til landsins, eigi spáin að ganga eftir. Benti aðalhagfræðing- ur Seðlabankans á að upptakturinn í veirusmitunum þessa dagana gæti sett strik í reikninginn á komandi vikum. Gagnrýnir hagvaxtarauka Seðlabankastjóri var ómyrkur í máli þegar talið barst að launahækk- unum á launamarkaði. Hélt hann uppi stífri gagnrýni á þau ákvæði kjarasamninga sem að öllu óbreyttu munu leiða til umframhækkana launa vegna þess hagvaxtar sem nú mælist í hagkerfinu. „Þegar samið var um þennan hag- vaxtarauka þá hefði í upphafi átt end- inn að skoða. Ef þú ert bara að miða við hagvöxt einan og sér, því nú fór hagkerfið í mikinn samdrátt sóttar- árið mikla, og svo kemur hagkerfið til baka og þá kemur hagvöxtur sem leiðir til meiri launahækkana, án þess að landsframleiðsla hafi vaxið því hún er enn minni en hún var fyrir far- aldur. Hagkerfið er að fá á sig launa- hækkanir sem eru ekki studdar af aukinni framleiðslu. Það kemur inn í verðbólguna núna. Þá er komin þörf á að við ítrekum það með orðum og gjörðum að okkur er full alvara að halda verðbólgu í skefjum.“ Þá vísaði hann heitingum verka- lýðsforystunnar til föðurhúsanna og sagði ótækt að gagnrýni beindist að Seðlabankanum fyrir að bregðast við hækkandi verðlagi með vaxtahækk- unum. Sagði hann hótanir um frekari kröfur um launahækkanir vegna vaxtahækkana vera „öfugmælavís- ur“ og á pari við fullyrðingar um að „vatnið rynni upp á við“. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að hafa skilning á því að Seðlabankinn hefði það hlutverk að varðveita verðstöð- ugleika og kaupmátt launa og það myndi hann gera. Horfur á meiri hagvexti á nýju ári - Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur - Meginvextir Seðlabankans nú 2% - Spár bankans gera ráð fyrir ríflega 5% hagvexti á næsta ári - Seðlabankastjóri harðorður í garð verkalýðshreyfingarinnar - Undirliggjandi verðbólga hjaðnar Verðbólguspá og óvissumat 1. ársfj. 2015 til 4. ársfj. 2024, breyting frá fyrra ári (%) Heimild: Seðlabanki Íslands 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 PM 2021/4 PM 2021/3 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil Iðnframleiðsla og smásala Árstíðarleiðréttar magnvísitölur, janúar 2019 til september 2021 120 110 100 90 80 70 60 120 110 100 90 80 70 60 Heimild: Seðlabanki Íslands 2019 2020 2021 2019 2020 2021 Iðnframleiðsla Smásala 2016 = 100 2016 = 100 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Seðlabankinn spáir því að hag- vöxtur á næsta ári verði 5,1%. Í Peningamálum birtir bankinn hins vegar svokallað fráviksdæmi sem sýnir hvaða áhrif það hefði á hag- vöxt komandi ára ef heimilin myndu haga sparnaði sínum með öðrum hætti en reyndin hefur verið síðustu misseri. Þannig birtist í frávikinu dæmi þar sem heimilin taka að ganga hraðar á uppsafnaðan sparnað en gengið er út frá að þau geri sam- kvæmt grunnspá bankans. „Gangi það eftir gæti vöxtur einkaneyslu reynst meiri á spátím- anum en felst í grunnspánni.“ Í henni er gert ráð fyrir hægari vexti einkaneyslu á næsta ári en verið hefur en að horfur séu á 4% árleg- um vexti að meðaltali út spátímann. Líkt og meðfylgjandi graf sýnir myndi hagvöxtur á komandi árum vaxa um 6% á næsta ári, eða 0,9 prósentum meira en samkvæmt grunnspánni ef einkaneyslan vex um 6,7% í stað 3,8% líkt og fyrr- nefnd grunnspá gefur til kynna. Nýjar tölur Hagstofunnar um kortaveltu heimilanna, og fjallað var um í ViðskiptaMogganum í gær, gætu bent til þess að einka- neyslan sé að aukast. Þær tölur birtust hins vegar eftir að Seðla- bankinn lauk við gerð hagspár sinnar sem birt er í Peningamálum. Breyting sparnaðarhlutfalls heimila Breyting frá fyrra ári (%) Heimild: Seðla- banki Íslands 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2022 2023 2024 2022 2023 2024 Einkaneysla Hagvöxtur 6,7 3,8 5,3 3,9 4,3 4,0 6,0 5,1 2,72,6 2,22,4 Grunnspá Fráviksdæmi með hraðari lækkun sparnaðarhlutfalls Einkaneyslan getur haft mikið að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.