Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Glæsileg náttföt og náttkjólar
frá þýska merkinu
Gjöfin
hennar
Frí
heimsending
um land allt
Vefverslun
selena.is
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka
telur að nýjasta vaxtahækkun
Seðlabankans ein og sér dugi ekki
til að koma böndum á þær miklu
hækkanir sem orðið hafa á fast-
eignamarkaðnum á síðustu miss-
erum. Meira þurfi að koma til.
Hins vegar kunni vaxtahækkanir í
bland við aðrar auknar kvaðir á
lántakendur að kæla markaðinn
nokkuð hratt.
„Snarhækkandi greiðslubyrði og
svo heltist úr lestinni ákveðinn
hópur sem lendir vitlausum megin
við þetta greiðslubyrðisþak,“ segir
Jón Bjarki. Hann telur einnig að
væntingar um kælingu á fast-
eignamarkaðnum í bland við trú
markaðarins á að framboð muni
aukast, geti slegið á þensluna, jafn-
vel áður en framboðsaukningin
raungerist.
Jón Bjarki og Konráð Guð-
jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs, eru gestir í Dag-
málum í dag og þeir eru sammála
um að allra augu verði á fasteigna-
markaðnum næstu vikurnar en
ekki er að vænta nýrrar vaxta-
ákvörðunar frá peningastefnunefnd
Seðlabankans fyrr en í febrúar.
Jón Bjarki og Konráð eru ekki
að fullu leyti sammála um hvað búi
í kortunum á komandi ári, ekki síst
þegar litið er til væntinga um auk-
in umsvif í ferðaþjónustunni. Telur
Jón Bjarki að mikil fjölgun ferða-
manna muni sennilega ýta talsvert
undir gengi krónunnar. Konráð tel-
ur hins vegar að raungengi krón-
unnar sé nú þegar orðið hátt í
sögulegu samhengi og að lítil inni-
stæða sé fyrir því að það styrkist
enn frekar. Hann veltir einnig upp
þeirri spurningu hvort Seðlabank-
inn muni grípa inn í og halda aftur
af styrkingu, verði hún of mikil.
Það hafi bankinn ekki gert síðast
þegar ferðaþjónustan olli ójafnvægi
á þessu sviði. Þá hafi reyndar aðrir
húsbændur verið í Svörtuloftum og
aðgerðir og framganga núverandi
seðlabankastjóra hafi fram til þessa
fremur einkennst af inngripum en
því að halda sér til hlés.
Af orðum hagfræðinganna
tveggja að dæma er spennandi ár í
vændum í íslensku efnahagslífi en
Seðlabankanum sé vandi á höndum.
Hækka þurfi vexti þótt harkalega
sé tekið í þær aðgerðir. Raunvextir
séu enn neikvæðir sem ekki geti
gengið til lengdar.
„Okkar spá gerir ráð fyrir að
bankinn verði í þessum vaxtahækk-
anafasa allt næsta ár og eitthvað
fram á árið 2023.
Þetta verður ár áframhaldandi
efnahagsbata og baráttu við verð-
bólguna og það er ekkert annað í
myndinni fyrir Seðlabankann en að
halda sínu striki í að hækka vexti
þar til raunvextir eru orðnir að
minnsta kosti jákvæðir,“ segir Jón
Bjarki og bætir því við að senni-
lega hætti bankinn ekki fyrr en
jafnvægisraunvextirnir séu komnir
í 1%.
Dagmál Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur
Íslandsbanka, í settinu í Hádegismóum þar sem nýjasta ákvörðun peningastefnunefndar var tekin til umfjöllunar.
Allra augu á fasteignamarkaðnum
- Tveir mánuðir í næstu vaxtaákvörðun - Ró gæti færst yfir fasteignamarkaðinn áður en framboðs-
hliðin réttir sig af - Gæta þarf að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til lengri tíma litið
18. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.3
Sterlingspund 177.92
Kanadadalur 105.56
Dönsk króna 20.224
Norsk króna 15.213
Sænsk króna 14.996
Svissn. franki 142.86
Japanskt jen 1.1579
SDR 185.37
Evra 150.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.4977