Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 34
34 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Eloflex rafknúinn hjólastóll fyrir fólk á ferðinni Léttur rafknúinn hjólastóll sem er fimur í keyrslu og með góða drægni. Hentar notendum sem þurfa einfaldan stól sem auðvelt er að ferðast með og setja í skottið á bíl. Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Trönuhrauni 8, Hafnafirði | Sími 565 2885 | stod.is Eva Kristin Han- sen, forseti norska Stór- þingsins, lýsti því yfir í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér, þrátt fyrir að spurn- ingar hafi vaknað um húsnæðismál hennar. Hansen hefur búið í bæn- um Ski í Nordre Follo frá árinu 2014, en lýsti því yfir við þingið að hún hefði búið á heimavist í Þránd- heimi á árunum 2014-2017 og leigt þar herbergi í íbúð Tronds Giske, þáverandi leiðtoga norska Verka- mannaflokksins. Vegna fjarlægðar Þrándheims frá Ósló fékk Hansen húsnæðisstyrk frá Stórþinginu. „Ég er ekki glæpamaður, ég ætl- aði ekki að gera neitt rangt,“ sagði Hansen í gær. Þá hefði hún verið kjörin forseti þingsins og hún hefði engin áform um annað. Stjórnarand- staðan hefur krafist rannsóknar á málinu. NOREGUR Segist ekki vera glæpamaður Eva Kristin Hansen Angela Merkel Þýskalands- kanslari varaði við því í gær að staðan í heims- faraldrinum í Þýskalandi væri orðin „drama- tísk“. Smitum hefur fjölgað mjög þar í landi undanfarnar tvær vikur, og er ótt- ast að fresta þurfi hefðbundnu jóla- haldi og jólamörkuðum annað árið í röð. „Fjórða bylgjan skellur nú á landi okkar af fullum krafti,“ sagði Merkel, og bætti við að fjöldi ný- smita á dag hefði aldrei verið meiri. Þá yllu hækkandi dánartölur einnig miklum ugg. Alríkisstjórnin og leiðtogar sam- bandslandanna 16 ætla að funda í vikunni og ræða hertar sóttvarna- aðgerðir. ÞÝSKALAND Fjórða bylgjan skoll- in á af fullum þunga Angela Merkel Andrés Magnússon andres@mbl.is Íhaldsflokkurinn (K) er ótvíræður sigurvegari á landsvísu í sveitar- stjórnarkosningunum í Danmörku, sem fram fóru á sunnudag. Hann jók fylgi sitt í 92 sveitarfélögum af 98 samanborið við úrslit í kosningunum 2017 og tvöfaldaði nánast fylgið. Danski þjóðarflokkurinn fékk hins vegar útreið og sagði formaður flokksins af sér í gær. Jafnaðar- mannaflokkur Mette Fredriksen forsætisráðherra varð fyrir áfalli, einkum í Kaupmannahöfn, en hélt þó víða áhrifum sínum. Þetta eru bestu úrslit Íhalds- flokksins um 36 ára skeið. Flokkur- inn jók fylgi sitt um meira en 10 pró- sentustig í 15 af sveitarfélögum landsins, en á landsvísu jókst fylgið um 6,4 prósentustig í 15,2%. Eftir kosningarnar 2017 átti flokkurinn átta borgarstjóra, en þeir eru 12 talsins eftir úrslit helgarinnar og kann að fjölga enn. Enn er óvíst um níu borgarstjórastóla, en þeir velta á því hvernig um semst við smærri flokka. Jafnaðarmenn tapa Hins vegar hallaði mjög undan fæti hjá Jafnaðarmannaflokknum (A), sem fékk verstu úrslit í sveitar- stjórnarkosningum síðan 1970 og hlaut skell í höfuðvíginu Kaup- mannahöfn. Jafnaðarmenn eru sem fyrr stærsti flokkurinn (28,5%), en það er 3,9 prósentustigum lægra en í kosningunum 2017 og flokkurinn missti fylgi í 70 sveitarfélögum. Sér- staklega í borgunum, þar sem hann hefur átt mestu fylgi að fagna. Ástæður hrakfaranna eru vafa- laust margar, en margir kenna Mette Fredriksen forsætisráðherra um, ekki síst vegna minkahneyksl- isins svonefnda. Það snýr að ólög- legri ákvörðun um að láta lóga öllum minkum í landinu í upphafi kórónu- veirufaraldursins og hreinskilni um þátt hennar. Aðrir segja tapið meira en svo, flokkurinn þurfi að leggjast í nafla- skoðun á meginstefnu sinni og skír- skotun. Hitt blasir við að staða Mette Fredriksen er veikari en nokkru sinni og margir hafa gagn- rýnt stjórnunarstíl hennar. Þjóðarflokkurinn helmingaður Verr hefði þó getað farið, en jafn- aðarmenn þóttu fikra sig talsvert til hægri í kosningabaráttunni, ekki síst með því að ítreka stefnu sína í inn- flytjendamálum, sem þeir tóku að miklu leyti upp frá Danska þjóðar- flokknum (DF), sem margir gagn- rýna fyrir að ala á fordómum. Það kann að hafa haft áhrif á gengi Danska þjóðarflokksins (DF), sem galt afhroð í kosningunum. Hann tapaði fylgi í hverju einasta sveitar- félagi landsins og engu smáræði, fór úr 8,8% fylgi á landsvísu árið 2017 í aðeins 4,1% nú. Af því tilefni sagði Kristian Thulesen Dahl af sér sem formaður flokksins í gær. Á ýmsu hefur gengið í ráðhúsi Kaupmannahafnar á kjörtímabilinu, en í fyrra sagði Frank Jensen, aðal- borgarstjóri jafnaðarmanna, af sér eftir að hafa verið sakaður um kyn- ferðislega áreitni. Umskipti í Kaupmannahöfn Um helgina tapaði Jafnaðar- mannaflokkurinn um þriðjungi fylgis síns í borginni frá fyrri kosn- ingum, en í fyrsta skipti í meira en öld er hann ekki stærsti flokkur höf- uðborgarinnar. Hann fékk aðeins 17,3% atkvæða en hinn vinstri græni Einingarlisti (EL) sópaði til sín fylgi og fékk hartnær fjórðung atkvæða í höfuðborginni. Þrátt fyrir það náðu jafnaðarmenn að halda aðalborgarstjórastólnum en Sophie Hæstorp Andersen verður nýr borgarstjóri Kaupmannahafnar. Svipað var upp á teningnum í Árós- um, Óðinsvéum og Álaborg; jafnað- armenn töpuðu verulegu fylgi en hélst á borgarstjórum. Hins vegar urðu þau sögulegu tíð- indi að þrátt fyrir að Íhaldsflokknum gengi vel í hinu borgaralega vígi Fredriksberg í Kaupmannahöfn, þá náðu borgaraflokkarnir ekki saman um borgarstjóra þar. Það tókst vinstrimönnum hins vegar. Kjörsókn í sveitarstjórnakosning- unum var óvenjulítil, aðeins 67,2%, sem margir vilja rekja til heimsfar- aldursins. Kjörsóknin var áberandi minnst í sveitarfélögum Kaup- mannahafnar. Stórsigur íhaldsmanna - Danskir íhaldsmenn auka fylgi sitt mikið - Sögulegur ósigur jafnaðarmanna - Danski þjóðarflokkurinn geldur afhroð - Lítil kjörsókn rakin til faraldursins AFP Afsögn Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokk sinn í gær tilkynnti Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóð- arflokksins, blaðamönnum afsögn sína í kjölfar afhroðs sem flokkurinn galt í kosningunum á sunnudag. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Breska lögreglan rannsakar nú bak- grunn Emad Al Swealman, sem nefndur hefur verið sem sprengju- maðurinn sem fórst í misheppnaðri tilraun til þess að fremja hryðjuverk í Liverpool á sunnudaginn. Lögregl- an telur að Swealman hafi undirbúið árás sína í sjö mánuði áður en hann lét til skarar skríða. Swealman flúði til Bretlands árið 2014 og sóttist þar eftir hæli, en var neitað. Sagðist Swealman þá játa kristna trú eftir að hafa gengist und- ir fimm vikna námskeið hjá ensku biskupakirkjunni í Liverpool, og því væri ekki hægt að senda hann aftur til síns heima, þar sem hans biðu trúarlegar ofsóknir. Tilraunir hans til þess að sækja um pólitískt hæli í Bretlandi runnu hins vegar út í sandinn en Swealman stóð enn í málaferlum við breska rík- ið þegar hann framdi árásina. Þá mun hann hafa leitað sér aðstoðar við geðröskunum. Kirkjan veitir ráð Samkvæmt heimildum Daily Tele- graph telur breska innanríkisráðu- neytið að ekki sé óalgengt að hæl- isleitendur „skipti“ um trú þegar þeir sjái fram á að umsóknum þeirra verði hafnað. Þá hafi enska biskupa- kirkjan tekið á móti slíkum trúar- játningum í þúsundatali og jafnvel veitt hælisleitendum ráð um hvernig þeir geti náð árangri í umsóknum sínum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, gagnrýndi í fyrradag það sem hún kallaði „hringekju“ kerfis- ins, þar sem hælisleitendur og lög- fræðingar þeirra reyndu allt til þess að leika á kerfið á kostnað skatt- greiðenda, jafnvel eftir að umsókn- um þeirra hefði verið hafnað. Undirbjó árás- ina í sjö mánuði - Hinn grunaði snerist til kristni AFP Liverpool Rannsókn á hryðjuverk- inu á sunnudag er í fullum gangi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.