Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Verðbólga er eitur í bein- um Þjóð- verja og er það við- horf og sú saga sem er ástæða þess flestum vel kunn. Nú standa mál þannig í ríkjunum sem mynda ESB að verðbólgu- mæling sýnir að Þýskaland er núna með hvaða lakasta stöðu í þessum efnum. Má rétt ímynda sér hvernig þýsk þjóð og for- ysta hennar kann við sig í þeirri stöðu. Þó þarf ekki að nefna að verðbólgutölurnar í umræðunni hefðu ekki þótt tiltökumál hér á landi í fyrri tíð. Og það eru fleiri með áhyggj- ur og ekki að ástæðulausu. Eng- landsbanki og ríkisstjórn Bret- lands liggja undir þungri gagnrýni fyrir það hvernig haldið hefur verið á verðbólgu- málum seinustu misserin. Og sé horft vestur um haf þá eru verð- bólgutölurnar þar nær því að vera nálægur óhugnaður en gamanmál og þarf að fara langa tíð aftur til að sjá slíka mynd. Furðulegar fjárhagstillögur þeirra sem stjórna Joe Biden eru sannarlega ekki fallnar til þess að skapa bjartsýni og ró í landinu. Umræða er nú á okkar heima- slóð um nýjustu ákvarðanir Seðlabankans og rökstuðning bankans fyrir þeim. Og vantar lítið upp á það að ýmsir sýnast hafa misst sig illa vegna þeirra sjálfsögðu skrefa sem bankinn steig og var í raun neyddur til að draga ekki lengur. Þeim, sem stóðu að gerð kjarasamninga í síðustu lotu, hlýtur að vera ljóst og reyndar orðið það fyrir löngu, að þeir lifðu í draumalandi eða skamm- tímaórum, þegar sú leið var vörðuð, svo ógrund- uð sem hún var. Vitað er að þeir sem búa í sýndar- heimi af slíku tagi hrökkva fyrr en síð- ar upp með ónotum og geta engum kennt um nema sjálfum sér, sem bætir ekki úr. En það sem verra er að það verða umbjóðendur þeirra eða skjólstæðingar, fyrirtækin og fólkið sem þar starfar, sem þurfa að fást við afleiðingar af ákvörðunum sem veikar eða engar forsendur gátu réttlætt. Hér á landi voru stigin mun stærri skref út í ógöngurnar en gert var annars staðar, einmitt „í löndunum sem við berum okk- ur saman við“. Og það þýðir að samkeppnisstaðan út á við veik- ist eins og hendi sé veifað, og at- vinnuleysið er það sem fyrst drepur á dyr þegar þannig er staðið að verki. Það gerir svo vont mun verra þegar ein stærsta eining þjóðfélagsskip- unarinnar, sjálf höfuðborg landsins, birtist um sömu mund- ir sem vita stjórnlaust fyrir- bæri, með fjárhagslega stöðu sína verri en áður hefur sést þar og undirstöðu framfara, skipu- lagsmálin, í hreinu uppnámi. Þegar þetta tvennt er í glóru- lausu uppnámi í stærsta sveit- arfélagi landsins verður fátt til bjargar þar. Svokallaðir aðilar vinnu- markaðarins bera sameiginlega og meira eða minna jafna ábyrgð á því hversu djarft var siglt upp í vindinn, þótt engar spár eða áætlanir réttlættu slíka för. Seðlabankanum mætti kenna um ef hann hefðist ekki að, en fráleitt er að áfellast hann fyrir hið gagnstæða. Það blasir við að lausatök á næstu misserum eru ekki boðlegur kostur fyrir ríkisstjórnina} Verðbólga í veirustað Seint verður sagt að formaður Félags eldri borg- ara, Helgi Pét- ursson, hafi klapp- að fyrir nýjum greiðslukortum Strætó bs., sem af ókunnum ástæðum heita Klapp. Formaðurinn benti á það sem Strætó hafði láðst að greina frá í kynningu sinni á nýjunginni, að henni fylgdi 60% hækkun fargjalda fyrir eldri borgara. Þessi óhóflega hækkun far- gjaldanna er þó fjarri því að duga til að bjarga rekstri Strætó því að félagið er rekið með halla þrátt fyrir háa styrki frá ríkinu og sveitarfélögunum sem að því standa. Þessir styrk- ir námu á fyrri hluta ársins rúmum þremur milljörðum króna, eða um fjórum krónum af hverjum fimm sem skiluðu sér í kassa fyrirtækisins. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel yfirgengileg hækk- un fargjaldanna hefur sáralítið að segja um rekstrar- lega stöðu Strætó þó að hún komi illa við pyngju aldraðra. Þessi gríðarlegi hallarekstur hlýtur að vera umhugsunarverð staðreynd þegar á sama tíma eru uppi áform um að stórauka kostnaðinn við almennings- samgöngur án þess að nokkuð bendi til sérstaks ávinnings, nema síður sé. Væri ekki nær að nota eitthvað af þeim viðbótar- milljörðum sem annars er áformað að setja í svokallaða borgarlínu til að halda far- gjöldum hóflegum innan núver- andi kerfis? Eða er ætlunin að fargjöldin hækki enn frekar með þeim dýra kosti sem borgarlínan er? Hvaða áhrif ætli það muni hafa á notkunina? Hvernig verður far- gjaldaþróunin ef borgarlínan kemur?} Klapp fær ekki klapp U ppbygging Landspítala við Hringbraut er risavaxið verk- efni sem nú stendur yfir. Bygg- ing sjúkrahótels við Hring- braut var einn fyrsti áfanginn í uppbyggingu nýs Landspítala við Hring- braut sem var náð á síðasta kjörtímabili, en starfsemi í húsinu hófst árið 2019. Nú er unn- ið að byggingu meðferðarkjarna, sem verður stærsta byggingin í Landspítalaþorpinu og hjartað í hinum nýju byggingum við Hring- braut, auk þess sem skóflustunga var nýlega tekin að nýju rannsóknahúsi og samningur vegna hönnunar og framkvæmda á nýju bíla- stæða- og tæknihúsi undirritaður. Framkvæmdir vegna uppbyggingar þjóð- arsjúkrahússins okkar, Landspítala við Hringbraut, marka risastórt og langþráð skref í eflingu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þær munu gera það að verkum að húsnæði sjúkrahússins mun standast nútímakröfur og leiða til þess að mögulegt verður að veita þeim sem leita á sjúkrahúsið hverju sinni enn betri þjónustu en áður, auk þess sem öll að- staða fyrir starfsfólk mun batna til muna. Í upphafi framkvæmda vegna nýs Landspítala var gerð þarfagreining fyrir húsnæði spítalans. Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var svo tekin ákvörðun um að uppfæra þá greiningu. Áður en það er gert þurfa for- sendur slíkrar þarfagreiningar að liggja fyrir. Heil- brigðisráðuneytið ákvað því að óska eftir liðsinni ráð- gjafa við að kortleggja forsendur þarfagreiningar Landspítala og bauð út þjónustu ráðgjafa vegna framtíðarþjónustu nýs Landspítala í lokuðu útboði eftir forval. Í framhaldinu var gerður samningur við alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKin- sey árið 2020, og fyrirtækið vinnur nú að gerð skýrslu um fjölda þátta sem viðkoma framtíðarþjónustu nýs Landspítala við Hringbraut. Með McKinsey starfar stýri- hópur og tveir undirhópar, þar sem sitja m.a. fulltrúar nokkurra heilbrigðisstofnana og fulltrúar frá NLSH, landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu og tækniþróunarsjóði. Ráðgjafarfyrirtækinu hefur verið falið að kanna núverandi hlutverk Landspítala í heil- brigðiskerfi landsins og setja fram spá um þá þjónustu sem spítalinn mun þurfa að veita á næstu 20 árum þegar litið er til þróunar í mannfjölda, sjúkdómsbyrði, landfræðilegra þátta og hlutverks sjúkrahússins sem um- dæmissjúkrahúss. Þá var McKinsey gert að greina hlut- verk spítalans sem hátæknisjúkrahúss sem og þátt þess sem háskólasjúkrahúss í rannsóknum og þróun og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Gert er ráð fyrir að vinnu McKinsey ljúki með skilum á skýrslu um miðjan desember 2021. Þessi kortlagning á framtíðarþjónustu Landspítala er mikilvæg til þess að þjóðarsjúkrahúsið geti sem best sinnt sínu hlutverki, til að mynda með hliðsjón af hlut- verki sjúkrahússins samkvæmt heilbrigðisstefnu og lögum um heilbrigðisþjónustu. Eins og uppbygging sjúkrahússins sjálfs mun greiningin einnig stuðla að betri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Svandís Svavarsdóttir Pistill Framtíðarþjónusta Landspítala Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þ ótt stóru laxeldisfyrirtækin á Vestfjörðum hafi ekki gefið út hvar þau hyggjast byggja upp sameiginlegt laxaslát- urhús og vinnslu virðast öll vötn falla til Patreksfjarðar í því efni. Fyrir hef- ur legið að fyrirtækin töldu Flateyri og Patreksfjörð helst koma til greina en áhætta við uppbyggingu á Flateyri dregur úr möguleikum þess staðar vegna andstöðu eiganda að húsnæði sem liggur að fasteignum Arctic Fish á staðnum. Arnarlax rekur sláturhús og vinnslu á Bíldudal og slátrar einnig fyrir hitt stóra laxeldisfyrirtækið, Arc- tic Fish. Vegna aukins eldis er slát- urhúsið að verða of lítið og hafa fyrir- tækin stefnt að því að byggja saman aðstöðu til slátrunar. Þótt ríkið og Vesturbyggð séu að fjárfesta verulega í hafnarmannvirkjum og landfyllingu á Bíldudal, meðal annars með stækk- un laxasláturhúss í huga, virðast fyrir- tækin ekki telja þá staðsetningu hent- uga. Knýjandi þörf á stækkun Sláturhúsið á Bíldudal er rekið á fullum afköstum og dugar ekki til. Þannig þurfti Arctic Fish að fá erlent sláturskip til að létta á kvíum sínum í Dýrafirði vegna góðs árangurs í eldinu og til þess að lífmassi þar færi ekki yf- ir það sem leyfi heimila. Fyrirtækin fengu vind í seglin þegar hlutabréf móðurfélaga þeirra voru skráð í kauphöllinni í Ósló og mikil eftirspurn var eftir nýjum hlut- um. Þau lýstu bæði yfir að þau myndu nota viðbótarfjármagn til að styrkja innviði, meðal annars vinnslu. Arnarlax og Arctic Fish gengu sameiginlega til vinnu við staðarval enda mikil samlegðaráhrif í rekstr- inum og virtist Flateyri líta einna best út. Þar á Arctic Fish land og fasteignir sem til stóð að rífa til að rýma fyrir uppbyggingu sláturhúss. Fyrirtækið ÍS 47 ehf. sem hyggst efla starfsemi sína í firðinum á húseign sem liggur að eignum Arctic Fish og þyrfti einnig að víkja. ÍS 47 og meirihlutaeigandi þess, Íslensk verðbréf, leggjast eindregið gegn áformum um uppbyggingu laxa- sláturhúss á staðnum með þeim rök- um að slíkur rekstur og tilheyrandi umsvif myndi ógna hagsmunum og framtíðaráformum þeirra um eldið. Þótt húsið sé víkjandi samkvæmt skipulagi getur Ísafjarðarbær ekki tryggt nægjanlegt athafnarými fyrir laxasláturhúsið, að sögn Birgis Gunn- arssonar bæjarstjóra. Hann segir að enn sé verið að reyna að vinna í málinu enda dapurlegt ef mikilvæg atvinnu- uppbygging strandar á þessu. Mikil fjárfesting Ljóst er að þörf fyrir aukna slátr- un ýtir á stjórnendur laxeldisfyr- irtækjanna að taka sem fyrst ákvarð- anir um staðsetningu sameiginlegs laxasláturhúss til þess að hægt sé að hefja fyrir alvöru undirbúning að byggingu aðstöðunnar. Framkvæmdir þyrftu að hefjast á næsta ári, helst í vor. Forstjórar fyrirtækjanna veita engar upplýsingar um málið á þessari stundu. Mikil fjárfesting er í laxaslátur- húsi. Bygging aðstöðu til að slátra 40 til 50 þúsund tonnum af laxi á ári gæti kostað 5-6 milljarða króna og þyrfti um 100 starfsmenn þegar vinnslan verður komin í full afköst. Birgir Gunnarsson segir mikil- vægt að laxasláturhús verði byggt á Vestfjörðum en vinnslan ekki leyst á annan hátt. Þannig haldist þjónusta við vaxandi atvinnugrein innan fjórð- ungsins. Mörg afleidd störf myndu skapast. Það yrði mikil innspýting fyr- ir atvinnulífið. Dregur úr möguleika á vinnslu á Flateyri Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Pökkun Smá ís er enn settur í kassana, að ósk kaupanda, í sláturhúsi Arn- arlax. Búið er að kæla fiskinn með ofurkælingu svo óþarft er að ísa mikið. Verði ákveðið að reisa nýtt laxa- sláturhús á Patreksfirði stendur fyrirtækjunum til boða lóð á Vatneyri þar sem stendur gam- alt hús sem ýmist er kennt við Kaldbak eða Straumnes. Sveit- arfélagið á húsið og hefur því öll réttindi í sinni hendi. Þá eru áform um að byggja stórskipa- kant á því svæði hafnarinnar. Rebekka Hilmarsdóttir bæjar- stjóri Vesturbyggðar segir að beðið sé niðurstöðu í staðarvali laxeldisfyrirtækjanna. Uppbygging sláturhúss á Pat- reksfirði myndi hafa mikil áhrif þar en Rebekka minnir á að það myndi einnig hafa neikvæð áhrif á Bíldudal þar sem slátrunin fer fram nú. Sömu sögu væri að segja ef slátrunin færi annað. Hún segir að unnið sé að við- auka við innviðagreiningu til að hægt sé að átta sig á stöðunni á Bíldudal, ekki síst hvaða mögu- leikar séu á að nýta þær fram- kvæmdir sem unnið er að í höfninni og landfyllingu. Eiga góða lóð á Vatneyri PATREKSFJÖRÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.