Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 37

Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Kyrrlátt Fallegt er alla jafna við Rauðavatn og sérstaklega í vetrarstillum líkt og á dögunum þegar vatnið var spegilslétt og skýin dönsuðu á himni er sól tók að hníga. Árni Sæberg Hvínandi þytur hefur leikið um samfélag okkar að undanförnu vegna ásakana um að mikið sé um að brotið hafi verið á fólki, einkum konum, með því að misbjóða því kynferðislega. Brotamenn sem neiti ásökunum sleppi við refs- ingar, því erfitt reynist að sanna á þá brotin. Nokkuð hefur verið um að slíkir menn séu samt nafn- greindir á opinberum vettvangi, án þess að sakir séu sannaðar, og veldur þetta þeim stundum vel- ferðarmissi, brottrekstri úr vinnu eða útskúfun frá þátttöku í íþróttum svo dæmi séu nefnd. Á þessu eru ýmsar hliðar sem ræddar hafa verið í ýmsar áttir og greinir fólk á um flestar þeirra. Ein er samt sú hlið á þessu öllu saman sem lítið sem ekkert hefur verið rædd og sumir telja jafnvel að ekki megi minnast á. Þar á ég við áfengis- og vímuefnanotkun langflestra sem þurfa að upplifa þá dapurlegu lífsreynslu sem hér um ræðir, bæði brotamenn og brotaþola. Sumir hafa gengið svo langt að telja óheimilt að vara þá við sem verða þolendur svona brota með því að benda þeim á að varast notkun vímuefna í því skyni að forðast brot. Ég tel að áfengis- og vímuefnanotkun sé ráð- andi áhrifaþáttur í langflestum þessara brota. Afleiðingar hennar geta auk nauðgana og ann- arra ofbeldisbrota verið ótímabærar þunganir, vanræksla og jafnvel misnotkun barna, fóstur- eyðingar, forsjársviptingar, skaðleg andleg áhrif á börn, framhjáhöld, slys og ótímabær andlát. Þó að enginn vafi sé á, að þessi neysla sé stærsti áhrifaþátturinn í bölinu, heyrast þær skoðanir að á þetta megi helst ekki minnast. Til dæmis megi ekki vara, oftast kon- ur, við vímuefnanotkun á skemmtistöðum. Með því sé verið að réttlæta brot misindismanna, sem á þeim brjóta. Þetta er auð- vitað hálfgerður þvættingur, sem á líklega rót sína að rekja til þess að svo margir vilja geta þjónað áfengisnautn sinni í friði. Í raun er verið að segja að ekki megi benda fólki á að reyna að gæta sín sjálft. Það er samt vafalaust besta vörnin gegn svona brotum að gæta sín sjálfur. Þetta jafnast t.d. á við að gæta sín í um- ferðinni til að forðast slys. Ráðið er sem sagt að hætta eða draga veru- lega úr notkun áfengis- og vímuefna hvort sem er á skemmtistöðum eða bara heima fyrir. Slíkt er til þess fallið að draga úr hættu á þessum brotum, þó að þau yrðu seint alveg úr sögunni. Þeir sem ekki geta nýtt sér þetta ráð eru líklega háðir vímugjöfunum með þeim hætti að þeir ættu að leita sér hjálpar. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það er samt vafalaust besta vörnin gegn svona brotum að gæta sín sjálfur. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Víman Nú er klukkan korter í kosn- ingar og það má heldur betur sjá á þeim ákvörðunum sem teknar eru í ráðhúsinu í Reykjavík þessa dagana. Það var hálfkjánalegt að horfa á oddvita meirihlutans tilkynna brosandi út að eyrum þá ákvörðun að 25 til 30 millj- örðum yrði á næstu fimm til sjö árum varið í viðhaldsmál. Núverandi meirihluti hefur lengi trassað viðhald á skóla- húsnæði í borginni, sama fólkið og hefur tekið á málefnum Fossvogsskóla á þessu kjörtímabili. Frumáætlun sýnir að kennsla í fullbúnum Fossvogsskóla hefst ekki fyrr en í ágúst 2023, í því máli var talað um móð- ursýki. Í Laugarnesi og Langholtshverfi eru foreldrar orðnir langeygir eftir lausnum enda er fjöldi barna í hverfinu mikill. Að- gerðaleysi hefur ríkt gagnvart þeim vanda og engar lausnir vegna hans komið á kjör- tímabilinu. Málunum bjargað á næsta kjörtímabili Nú á að framkvæma á næstu fimm til sjö árum; vitað var í upphafi þessa kjörtímabils að víða var þörf á úrbótum en í þær var ekki ráðist heldur á að fara í þær á næsta kjörtímabili. Grunnþjónustan okkar á alltaf að ganga fyrir, ekki bara rétt fyrir kosn- ingar þegar gefin eru loforð um mörg góð mál sem svo ná ekki fram að ganga. Þess vegna er þessi ákvörðun mjög ósannfærandi. Það er líka und- arlegt að berja sér á brjóst og segja líkt og borgarstjóri gerði að hér væri verið að gefa skýr skilaboð um að þetta myndu verða forgangsmál hjá borginni á næstu árum. Það þarf ekki að rifja upp fyrir Reykvík- ingum að Dagur B. Eggertsson var fyrst kosinn til starfa í borgarstjórn árið 2002 og hef- ur setið sem borgarstjóri frá 2014. Borg- arstjóri starfar líkt og framkvæmdastjóri í fyrirtæki. Það er undarlegt að ekki hafi verið spurt hvers vegna þessi gríðarlega viðhaldsþörf er komin, það er jú vegna trassaskapar. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi og því fer sem fer. Þessi loforð eru ekki traustvekjandi; þau eru frá meirihluta sem hefur haft nægan tíma og peninga til að grípa inn í og taka á heima- tilbúnum viðhaldsvanda því tekjur borg- arinnar hafa slegið met ár frá ári á þessu kjörtímabili. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Grunnþjónustan okkar á alltaf að ganga fyrir, ekki bara rétt fyrir kosningar. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viðhaldsmál í Reykjavík Reykjavík stendur á tímamót- um – spennandi umrótstímum sem kalla munu á breytingar. Borgir heims hafa dregið mik- ilvægan lærdóm af tímum heims- faraldurs og samkomutakmark- ana. Fleiri hafa þurft að reiða sig á nærumhverfið til að þjóna dag- legum þörfum. Borgarhverfin hafa orðið áður óþekkt þunga- miðja í hversdagslegu lífi fólks. Aukinn fjöldi fólks hefur sinnt störfum og námi frá heimili sínu. Vafalaust verður aukin fjarvinna og fjarnám varanleg afleiðing heimsfaraldurs. Starfsmenn munu verja fleiri vinnudögum innan hverfa. Námsmenn munu verja fleiri námsstundum innan hverfa. Frekari forsendur skapast fyrir fjölbreytta hverfisþjónustu – fólk mun síður vilja sækja langt yfir skammt. Hugmyndir um hin svoköll- uðu 15 mínútna hverfi hafa rutt sér til rúms víða í erlendum borgum. Innan 15 mínútna hverfa má nálgast helstu versl- un og þjónustu í innan við kort- ers göngufjarlægð. Forsendur slíkra hverfa eru gjarnan þétt og blönduð byggð hvar íbúðar- húsnæði, vinnustaðir og þjónusta eru í nálægð hvert við annað. Skólar mynda gjarnan þungamiðju hverfanna en þar geta fjöl- skyldur treyst á aðgengi að skólaþjónustu nærri heimili. Með 15 mínútna hverfum má stytta ferðatíma og bæta lýðheilsu – gera fleirum kleift að sinna erindum gangandi eða hjólandi. Með góðu borg- arskipulagi má nefnilega hafa heilmikil áhrif á lífsgæði, lýðheilsu og fjölbreytta félagslega þætti. Með lifandi nærþjónustu má ýta undir samskipti ólíkra þjóðfélagshópa – draga úr ein- semd og félagslegri einangrun – skapa lifandi umhverfi þar sem fólk mætist og þekkist. Ég vil að borgin verði endurskipulögð á for- sendum hverfanna – á grundvelli sérstöðu þeirra og styrkleika. Öll borgarhverfi verði þró- uð með það fyrir augum að unnt verði að nálgast helstu verslun og þjónustu í 15 mínútna göngu- færi. Að öll borgarhverfi bjóði skóla og leikskóla í námunda við heimili. Að með samstilltu átaki og réttum skipulagsáherslum verði hverf- iskjarnar gæddir fyrra lífi. Borgarhverfin ein- kennist af lifandi mannlífi og öflugri nærþjón- ustu hvar daglegar nauðsynjar finnast í korters kallfæri – og hversdagslegt líf verður einfaldara og betra. 15 mínútna hverfi Eftir Hildi Björnsdóttur »Ég vil að öll borgarhverfi verði þróuð með það fyrir augum að unnt verði að nálgast helstu verslun og þjónustu í 15 mínútna göngufæri. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. hildurb@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.