Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 38

Morgunblaðið - 18.11.2021, Side 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Jólin nálgast og við verðum sífellt meira vör við það þessa dagana. Fjölmiðlar básúna að jólin séu á næsta leiti. Jólaljósin virðast spretta á runnum og trjám og vefja sig um þak- skegg og glugga. Búðirnar fyllast af vörum sem tilheyra þessum tíma og fjöl- skyldu-, vina- og vinnuhópar skipuleggja jólasamverustundir. Spennan magnast dag frá degi fyrir þennan tíma sem getur verið svo yndislegur og gefandi en er það ekki í huga allra. Það hlakka nefnilega ekki allir til jólanna. Þvert á móti finnst mörgum þessi árstími vera erfiður og kvíða honum af ýmsum ástæð- um. Margir upplifa mikla streitu á þessum tíma vegna ýmiss konar væntinga sem erfitt er að upp- fylla. Minningar um fyrri jól sækja á sem ekki eru allar góðar og það reynir mikið á fjöl- skyldutengsl sem eru allavega. Sumir hafa misst ástvini, aðrir skilið við maka sína og ýmsir upp- lifað ósætti og vinslit sem hefur áhrif á jólahaldið. Það eiga ekki heldur allir fjölskyldu til að vera með um jólin og margir eru ein- mana. Fólk upplifir líka gjarnan depurð á þessum árstíma og skilur ekki alltaf hvers vegna. Og þegar skilaboðin í umhverfinu eru öll á þá lund að öllum líði svo vel á jól- um þá getur fólki sem hlakkar bara alls ekkert til jólanna liðið enn verr. Þess vegna getur ver- ið gott að ræða um líðan sína við góðan vin eða einhvern sem við treystum fyrir til- finningum okkar. En það getur verið vanda- samt því að fólk sem nýtur þessa árstíma á stundum erfitt með að skilja þau sem gera það ekki. Í gegnum tíðina hafa margir leitað til kirkjunnar í sálgæslu vegna jólaóróans sem ólgar hið innra en nú í fyrsta skipti verður boðið til sérstakra stuðnings- samverustunda fyrir fólk sem kvíðir jólum. Þær verða á þriðju- dögum í Seljakirkju í Breiðholti frá 23. nóvember til 21. desember og öllum opnar sem vilja leita sameiginlega að leiðum að betri líðan, nú þegar jólin nálgast. Það er ýmislegt hægt að gera til þess að takast á við jólaóróann og njóta þessa árstíma betur. Með fræðslu, umræðum og stuðningi er hægt að finna leiðir til þess að mæta jólaóróanum og skynja innri sátt og gleði. Eftir Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur Petrína Mjöll Jóhannesdóttir » Það er ýmislegt hægt að gera til þess að takast á við jólaóróann og njóta þessa árstíma betur. Höfundur er prestur í Árbæjarkirkju. petamjoll66@gmail.com Jólaórói á aðventu Það er heldur dap- urlegt til þess að vita að Tryggingastofnun ríkisins skuli vera notuð til að skerða kjör aldraðra, sem hafa látið hluta af launum sínum renna til lífeyrissjóða sem stofnaðir voru til að bæta kjör aldraðra en ríkið notar til að skerða kjör þeirra og neita þeim um greiðslu frá Trygg- ingastofnuninni, sem þeir hafa greitt til alla starfsævi sína! En ríkið lætur ekki þar við sitja. Bæturnar sem aldraðir fá frá líf- eyrissjóðum eru skattlagðar og þeir peningar látnir renna til Tryggingastofnunar, sem lokar um leið fyrir greiðslu stofnunar- innar til þeirra. Hvaða siðferði er þetta? Á maður að trúa því að ákvæði sé í lögum sem segir að ef maður ver hluta af launum sínum til lífeyrissjóðs til að auka trygg- ingu sína á efri árum, þá skuli lokað fyrir greiðslu frá Trygg- ingastofnuninni til hans, sem hann hefur þó greitt til alla starfsævi sína? Margsinnis er búið að kvarta undan þessu, sem ekki hef- ur verið hlustað á. Úttekt á almannatryggingum Ég flutti tillögu til þingsálykt- unar um úttekt á almannatrygg- ingakerfinu er ég átti sæti á Alþingi sem varaþingmaður 1999. Í ræðu sem ég flutti er ég talaði fyrir til- lögunni sagði ég m.a.: „Það er alveg ljóst að tryggingafélagi á hin- um frjálsa markaði mundi ekki líðast að haga sér með þessum hætti. Eða sjá menn það fyrir sér að ef tveir menn keyptu sams konar tryggingu hjá tryggingafélagi gæti tryggingafélagið skert trygg- ingabætur annars mannsins af því að hann hefði látið hluta af launum sínum renna í lífeyrissjóð eða að tekjur hans færu yfir ákveðið mark? Það er mjög brýnt að taka allt þetta kerfi til gagngerrar end- urskoðunar.“ Ég sagði einnig: „Við búum hér við almenna velmegun, þótt vissu- lega séu aðilar, sem þyrftu að búa við betri kjör. Hverjir hafa skilað lengsta dagsverki til að byggja upp þetta velferðarþjóðfélag? Það eru aldraðir, sem alla sína starfs- ævi hafa greitt sína skatta til al- mennatryggingakerfisins og með því rekið styrkar stoðir undir vel- ferðarkerfið, sem við viljum vera stolt af. Það sæmir okkur því ekki að gera aldraða að afgangsstærð þegar við skiptum því sem þetta fólk hefur lagt mest til.“ Ég gat ekki fylgt málinu eftir þar sem ég var stuttan tíma á Al- þingi og mér er ekki kunnugt um að neinn þingmaður hafi gert það, því miður. „Árás á mannréttindi“ Sómakonan Guðrún Hafsteins- dóttir, nýkjörin til Alþingis, skrif- aði góða grein um þessi mál í Fréttablaðið 28. maí 2019, sem formaður Landssambands lífeyr- issjóða. Hún sagði: „Samspil al- mennatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Trygg- ingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfald- lega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerð- ingarnar jafngilda árás á mann- réttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi.“ Þetta er samhljóma því sem ég sagði á Alþingi 1999. Eftir Magnús L. Sveinsson » Bætur sem aldraðir fá frá lífeyrissjóðum eru skattlagðar og það látið renna til Trygg- ingastofnunar, sem lok- ar um leið fyrir greiðslur til aldraðra. Magnús L. Sveinsson Höfundur er fv. formaður VR. magnusl@simnet.is Tryggingastofnunin skerðir lífeyri aldraðra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.