Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI dúnúlpa Kr. 33.990.- GRÍMSEY hansk Kr. 2.990.- Þín útivist - þín ánægja ar KLETTUR húfa Kr. 2.490.- HVÍTAN Merínó lambhúshetta Kr. 4.990.- ES ASOLO Angle GV Kr. 25.990.- GOLA Barna regnbuxur Kr. 4.990.- HEIÐI barna úlpa Kr. 18.990.- Vindur úlpa fyrir börn Kr. 18.990.- HILDA dúnúlpa Kr. 67.990.- Eyjafjallajökull hlý dúnúlpa Kr. 48.990.- Marta María mm@mbl.is Sæl Þyrí Má sitja í óskiptu bú eftir að selt er úr búinu, til dæmis íbúð? Getur eft- irlifandi gift sig aftur og setið áfram í óskiptu búi? Kveðja, Torfi. Sæll Torfi, Varðandi fyrri spurningu þína þá kemur fram í erfðalögum að maki sem situr í óskiptu búi hafi eignarráð á fjármunum búsins. Í því felst m.a. að hann ber ábyrgð á eigum og skuldum hins látna sem um hans eig- in eignir og skuldir væri að ræða. Það er alls ekkert útilokað að maki geti setið áfram í óskiptu búi þótt eignir eins og íbúð séu seldar úr búinu á eðlilegum forsendum. Hins vegar ber að hafa það í huga að aðrir erfingjar geta krafist skipta á dánar- búi ef þeir sýna fram á að eftirlifandi maki rýri efni búsins með óhæfilegri fjárstjórn sinni eða veiti tilefni til að óttast megi slíka rýrnun. Að því er varðar seinni spurningu þína, er skýrt kveðið á um það í erfðalögum að gangi eftirlifandi maki í hjúskap að nýju, falli niður heimild hans til setu í óskiptu búi. Kær kveðja, Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður á Lög- fræðistofu Reykjavíkur, svarar spurn- ingum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá Torfa sem spyr hvort hann megi sitja í óskiptu búi. Ef eiginkona Torfa myndi falla frá, mætti hann þá sitja í óskiptu búi? Má Torfi sitja í óskiptu búi? Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Fyrir hrun var til verslun í Reykjavík sem seldi vörur frá Fendi þannig að enginn þurfti að hoppa upp í einkaþotu til að kaupa sér klút, stígvél eða tösku. Það að Fendi skuli leita til Kim Kardashian sýnir að það er einhver með viðskiptavit í markaðsdeild Fendi. Hún hefur verið í kastljósinu í 15 ár og hefur kannski ekki alltaf fengið jákvæða gagnrýni. Hún þótti of mikið allskonar sem ekki verður tíundað hér. Nú er hún hinsvegar að búa til raunverulegar tekjur með því að selja aðhaldsföt sem eiga að gjörbreyta vaxtarlagi hinnar hefðbundnu mannveru. Skims selur reyndar ekki bara brjóstahaldara sem stækka barminn um 56% heldur aðhaldsnaríur sem þjappa maganum, lifrinni og nýrunum þannig saman að þessi líf- færi eru ekkert að þvælast fyrir og búa til lít- inn kút framan á magann. Skims x Fendi-línan lenti í lúxusverslunum heimsins í síðustu viku og voru að sjálfsögðu á sínum stað í Galeries Lafayette í París þegar ég var þar á ferð. Eins og sjá má á meðfylgj- andi ljósmyndum eru jólafötin fundin og mun ég ekki klæðast öðru en bleikum mini-kjól hér eftir. Milli þess mun ég sporta mig í topp og pilsi úr sama bleika efninu. Þar sem þessi bleiku föt eru nánast sjálflýsandi þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að týnast þegar ég fer út með ruslið meðan lægðirnar mokast yfir landið. Einhverjir myndu líta á það sem raun- veruleg lífsgæði. Í þessum glæsiföt- um týnist enginn Fyrstu fréttir af því að Kim Kardashian væri komin í samstarf við ítalska tískuhúsið Fendi vöktu heimsathygli. Þetta ítalska tísku- hús reis upp úr hálfgerðu dái fyrir ekki svo löngu eftir að hafa toppað sig í kringum 2007 og sokkið jafn snöggt og Titanic.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.