Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Meistaradeild kvenna C-RIÐILL: Hoffenheim – Barcelona.......................... 0:5 Arsenal – Köge....................................... (1:0) D-RIÐILL: Häcken – Benfica..................................... 1:2 - Diljá Ýr Zomers kom inn á sem vara- maður hjá Häcken á 64. mínútu. - Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben- fica og skoraði. Bayern München – Lyon ...................... (0:0) - Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjuðu báðar á vara- mannabekk Bayern München. - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignarleyfi. _ Leikjum innan sviga var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Úrslitin og stöðu í riðl- unum er að finna í umfjöllun á mbl.is/sport/ fotbolti. England Deildabikarinn, riðlakeppni: Birmingham – West Ham ....................... 0:4 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Undankeppni HM karla Suður-Ameríka Venesúela – Perú...................................... 1:2 Kólumbía – Paragvæ................................ 0:0 Argentína – Brasilía................................. 0:0 Síle – Ekvador .......................................... 0:2 _ Brasilía 35, Argentína 29, Ekvador 23, Kólumbía 17, Perú 17, Síle 16, Úrúgvæ 16, Bólivía 15, Paragvæ 13, Venesúela 7. Bras- ilía og Argentína eru komin á HM. Norður-Ameríka Jamaíka – Bandaríkin.............................. 1:1 Panama – El Salvador.............................. 2:1 Kosta Ríka – Hondúras ........................... 2:1 Kanada – Mexíkó...................................... 2:1 _ Kanada 16, Bandaríkin 15, Mexíkó 14, Panama 14, Kosta Ríka 9, Jamaíka 7, El Salvador 6, Hondúras 3. >;(//24)3;( Meistaradeildin A-RIÐILL: Elverum – Montpellier........................ 30:37 - Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað hjá Elverum. - Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Montpellier. _ Montpellier 11, Kiel 9, Aalborg 8, Pick Szeged 8, Elverum 8, Vardar 5, Zagreb 2, Meshkov Brest 1. B-RIÐILL: Flensburg – Dinamo Búkarest .......... 37:30 - Teitur Örn Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Flensburg. _ Kielce 10, Barcelona 9, Veszprém 8, Mot- or 6, París SG 5, Flensburg 5, Porto 5, Di- namo Búkarest 4. Þýskaland B-deild: Hagen – Gummersbach ...................... 40:36 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm- isson þrjú. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Hüttenberg – Aue................................ 35:26 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði eitt skot í marki liðsins. Danmörk Fredericia – Kolding........................... 35:33 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot í marki Kolding. Herning-Ikast – Ringköbing.............. 38:28 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjögur skot í marki Ringköbing. Randers – Skanderborg ..................... 22:23 - Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir Skanderborg. Noregur Drammen – Bergen............................. 41:30 - Óskar Ólafsson er leikmaður Drammen. Svíþjóð Bikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur: Skövde – Amo ...................................... 39:40 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 10 mörk fyrir Skövde. _ Amo vann einvígið samanlegt 76:71. Sviss Kreuzlingen – Zug .............................. 27:35 - Harpa Rut Jónsdóttir var ekki í leik- mannahóp Zug. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Meistaradeild kvenna: Kópavogur: Breiðablik – Kharkiv....... 17.45 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: TM-hellirinn: ÍR – KR ......................... 18.15 Njarðvík: Njarðvík – Breiðablik ......... 18.15 Ísafjörður: Vestri – Grindavík ............ 19.15 Garðabær: Stjarnan – Tindastóll ........ 20.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Valur...................... 19.30 Í KVÖLD! Argentína hefur tryggt sér þátt- tökurétt á HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Brasilíu í Suður-Ameríkuriðli undankeppn- innar í San Juan í Argentínu að- faranótt þriðjudags. Brasilía hafði fyrir leik gærdagsins tryggt sér sæti á HM en liðið er í efsta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 35 stig eftir þrettán leiki. Argentína er með 29 stig í öðru sætinu eftir þrettán leiki og Ekvador, sem vann 2:0-sigur gegn Síle í Santiago, er í þriðja sætinu með 23 stig. Argentína komin á HM AFP Fyrirliði Lionel Messi verður í eld- línunni á HM í Katar á næsta ári. Knattspyrnumaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefur lagt skóna á hill- una, 31 árs að aldri. Arnþór Ingi lék undanfarin þrjú tímabil með KR. Hann er uppalinn hjá ÍA og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki þar áður en hann fór til Hamars í Hvera- gerði. Þaðan skipti hann yfir til Víkings úr Reykjavík áður en hann hélt í Vesturbæinn og vann Íslands- meistaratitilinn með KR á sínu fyrsta tímabili árið 2019. Hann lék á ferlinum 117 leiki í efstu deild með KR og Víkingum og skoraði í þeim þrettán mörk. Arnþór kveður fótboltann Ljósmynd/Þórir Tryggvason Vörn Arnþór Ingi lék 117 leiki í efstu deild með Víkingum og KR. Allir leikmenn Breiðabliks eru leik- færir og klárir í slaginn þegar liðið tekur á móti Kharkiv í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knatt- spyrnu á Kópavogsvelli í Kópavogi í dag. Þetta staðfesti Ásmundur Arnarson, þjálfari liðsins, á blaða- mannafundi Blika á Kópavogsvelli í gær. „Það er góð stemning í hópnum og við höfum átt góða æfingaviku,“ sagði Ásmundur í gær. Við vorum ekki ánægð með sókn- arleikinn okkar í fyrri leiknum og höfum verið að reyna að laga það. Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síð- ast,“ sagði Ásmundur meðal annars en leik liðanna í Úkraínu í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli. Blikar eru með 1 stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins líkt og Kharkiv sem er með betri markatölu. Blikar þurfa að laga sóknarleikinn Ljósmynd/UEFA Sókn Blikinn Agla María Albertsdóttir í baráttunni við Kristine Aleksanyan, leikmann Kharkiv, í leik Kharkiv og Breiðabliks í Úkraínu í síðustu viku. FIMLEIKAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fimleikakonan Margrét Lea Krist- insdóttir náði frábærum árangri á Norður-Evrópumótinu í áhaldafim- leikum sem fram fór í Cardiff í Wales um síðustu helgi. Margrét Lea, sem er 19 ára göm- ul, hafnaði í öðru sæti í gólfæfingum með 12.550 stig og var ekki langt frá því að vinna til gullverðlauna í greininni. Hún hefur æft fimleika frá því hún var þriggja ára gömul með fim- leikafélaginu Björk og snýst líf hennar að stórum hluta um íþrótt- ina. „Tilfinningin eftir Norður- Evrópumótið er frábær og ég var staðráðin í því að ná í verðlaunasæti í Cardiff,“ sagði Margrét Lea í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég hef þurft að gera mér fjórða sætið að góðu á undanförnum mótum og ég lagði því allt í sölurnar til þess að vinna til verðlauna núna Það gekk sem betur fer eftir og það munaði í raun mjög litlu að mér tækist að enda í efsta sætinu í gólfæfingunum. Það munaði 0,2 stigum á mér og Töru Donnelly frá Bretlandi en að endingu var það hún sem fagnaði sigri í grein- inni. Auðvitað var ég mjög ánægð með minn árangur og allt það en þegar ég sá hversu litlu munaði á okkur tveimur þá kom upp smá svekkelsi. Það þýðir hins vegar ekki svekkja sig of mikið á þessu og þessi litli munur sýndi mér líka hvað það er stutt á milli í þessu. Ég veit hvað ég þarf að gera til þess að bæta mig ennþá frekar og þetta gefur mér bæði sjálfstraust og hvatningu, far- andi inn í næsta keppnistímabil,“ sagði Margrét Lea. Reynslunni ríkari Þrátt fyrir ungan aldur er Mar- grét Lea reynslumikil þegar kemur að stórmótum í fimleikum. „Þetta var mitt þriðja stóra mót á árinu en ég fór á Evrópumeist- aramótið í Basel í Sviss í apríl og svo á heimsmeistaramótið í Japan í október. Ég get alveg viðurkennt það að ég er oft mjög stressuð á þessum stærstu mótum en maður er alltaf að læra líka og stressið minnk- ar eftir því sem maður keppir oftar. Ég er líka orðin betri í því að stjórna eigin tilfinningum á þessum stærstu mótum og það tókst mjög vel núna í Wales. Gólfæfingin mín var blanda af stökkseríum, splitthoppum, pirou- ette og dansi. Það er svo dómaranna að dæma hver framkvæmir æf- inguna best en keppendur sýna mis- jafnar útgáfur, það er að segja sum- ir gera erfiðari æfingar á meðan aðrir gera léttari æfingar. Mér leið strax mjög vel eftir mína æfingu og ég var nokkuð sannfærð um að ég hefði neglt hana.“ Lífið snýst um fimleika Fimleikakonan hefur helgað líf sitt íþróttinni en álagsmeiðsli hafa þó gert henni erfitt um vik. „Keppnistímabilið er búið að vera langt og þetta var síðasta mót tíma- bilsins. Ég er búin að leggja áherslu á þessa tilteknu æfingu síðan í sum- ar og hef æft hana tvisvar á dag í hverri viku, þrjá og hálfan tíma á dag, síðan um mitt sumar. Ég er líka að þjálfa fimleika hjá Björk og það er alveg óhætt að segja að líf mitt snúist um fimleika. Systir mín æfði fimleika á sínum tíma og ég ákvað að elta hana í íþróttina þegar ég var þriggja ára gömul. Ég sé ekki eftir því enda er þetta alltaf jafn gaman og ég hef aldrei fundið fyrir neinum leiða. Ég er hins vegar búin að vera að glíma við álagsmeiðsli í baki undanfarin fjögur ár og er þannig séð nýbyrjuð að geta beitt mér af fullum krafti á nýjan leik. Ég hef unnið náið með sjúkra- þjálfara undanfarin ár sem hefur hjálpað mér mikið en þetta er klár- lega mikil vinna sem býr að baki þessum árangri. Ólíkt mörgum þá reikna ég ekki með því að færa mig yfir í hópfimleika þegar minn tími kemur heldur ætla ég mér að halda áfram í áhaldafimleikunum þangað til líkaminn segir stopp.“ Stutt frí frá æfingum Þrátt fyrir að tímabilinu sé nýlok- ið er Margrét Lea strax farin að huga að næsta keppnistímabili „Keppnistímabilinu er formlega lokið núna og næst á dagskrá er í raun bara að byrja að undirbúa sig fyrir nýtt tímabil. Ég ætla að leggja áherslu á ný stökk og ný augnablik á næsta tímabili og að reyna að gera æfingarnar ennþá erfiðari. Ég sé ekki fram á að taka mér langt frí frá æfingum en ég á þó von á því að taka mér nokkra daga í frí í kringum jól og áramót. Ég er nú þegar byrjuð að mæta í æfingasal- inn og prófa nýja hluti. Mér finnst einfaldlega mjög erfitt að mæta ekki á æfingar enda líður mér best í fim- leikasalnum,“ bætti Margrét Lea við í samtali við Morgunblaðið. Erfitt að mæta ekki á æfingar Ljósmynd/FSÍ Silfur Margrét Lea Kristinsdóttir hefur æft fimleika frá því hún var þriggja ára gömul en líf hennar snýst að stórum hluta um íþróttina og að þjálfa. - Margrét Lea krækti í silfurverðlaun á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.