Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Á dimmum vetrardegi er fátt sem jafnast á við það að setjast niður í sófann, fá sér snakk og jafnvel drykk með og horfa á enska boltann. Ég tala nú ekki um þegar liðið sem maður elskar og dáir er að spila. Því miður er það svo að u.þ.b. eina helgi í mánuði frá sept- ember og fram í nóvember er maður svikinn um þá gleði. Eng- inn enskur fótbolti – bara svart- nætti, kuldi og … landsleikir. Landsleikjahléin voru skemmtileg þegar Ísland var í baráttunni um að komast á stór- mót. Maður meira að segja beið hreinlega spenntur eftir þeim. Það var alveg sama hvaða stór- þjóð kom í heimsókn á Laugar- dalsvöll, við töldum okkur alltaf eiga séns. Nú er öldin önnur. Lægð er yfir íslenska karlalandsliðinu og lítil stemning í þjóðfélaginu. Meira að segja gengur erfiðlega að fá fólk til að mæta á völlinn. Allt er þetta háð góðum úrslitum og hefur gengið erfiðlega að ná í þau undanfarið. Rétt er þó að taka fram að sem stuðnings- maður landsliðsins gefur maður sér alltaf tíma til að horfa – jafn- vel þótt illa gangi. Það fylgir því bara ekki sami spenningur og trú eins og fyrir nokkrum árum þeg- ar liðinu gekk sem best. Margir eru jákvæðari en ég þegar kemur að þessum lands- leikjahelgum. „Frakkar og Þjóð- verjar eru að mætast – það gæti orðið frábær leikur,“ myndi kannski einhver segja. Nei takk, það er bara ekki sama stemning að horfa á þessa frábæru knatt- spyrnumenn spila fyrir lands- liðin. Það er fátt meira pirrandi en að hafa lítið sem ekkert fyrir stafni og ætla að gera sér glaðan dag með einum fótboltaleik, en það sem er í boði er leikur Arme- níu og Finnlands eða Slóveníu og Ungverjalands. Frekar myndi ég horfa á málningu þorna – þetta er það óspennandi. Góðu fréttirnar eru þó þær að síðasta landsleikjahelgi ársins er yfirstaðin. Nú getum við and- stæðingar landsleikjahléa tekið gleði okkar á ný. Enski boltinn verður allar helgar fram í janúar. Tíu helgar í röð án landsleikja ásamt jólavertíðinni svo það er eins gott að eiga nóg af snakki. BAKVÖRÐUR Aron Elvar Finnsson aron.elvar@mbl.is Körfuknattleiksdeild ÍR hefur sam- ið við króatíska bakvörðinn Igor Maric um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Hinn 36 ára gamli Maric kemur með mikla reynslu inn í ÍR-liðið en hann lék síðast í heima- landinu. Á síðasta tímabili endaði lið hans, Cibona, í 2. sæti efstu deildar Króatíu þar sem Igor skor- aði 6,1 stig að meðaltali í leik. Maric gaf kost á sér í nýliðaval NBA-deildinni árið 2004 en var ekki valinn. ÍR-ingar hafa byrjað tímabilið illa og eru með 2 stig í tí- unda sæti úrvalsdeildarinnar. Liðstyrkur í Breiðholtið Morgunblaðið/Unnur Karen Þjálfari Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun ÍR-inga á dögunum. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór á kostum fyrir Skövde þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Amo í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í hand- knattleik í Skövde í gær. Leiknum lauk með 40:39-sigri Amo sem vann einvígið samanlagt 76:71 en Bjarni Ófeigur skoraði tíu mörk og var markahæstur í liði Skövde. Skyttan hefur spilað mjög vel með Skövde í Svíþjóð á tímabilinu og er í 19.-21. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 44 mörk í níu leikjum. Ljósmynd/Skövde 44 Bjarni er í 19.-22. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Fór á kostum í Svíþjóð Evrópubikar karla B-RIÐILL: Valencia – JL Bourg ........................... 98:95 - Martin Hermannsson skoraði tvö stig fyrir Valencia, tók þrjú fráköst og gaf fjór- ar stoðsendingar á 16 mínútum. _ Gran Canaria 4, Buducnost 4, Virtus Bo- logna 3, Valencia 3, Venezia 2, Bursapor 2, Ulm 2, Cedevita Olimpija 2, Promitheas 1, JL Bourg 1. Evrópubikar FIBA D-RIÐILL: Zaragoza – Reggiana.......................... 82:77 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 9 stig fyrir Zaragoza, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu á fimmtán mínútum. _ Zaragoza hafnaði í þriðja sæti riðilsins og kemst ekki áfram í aðra umferð. F-RIÐILL Belfius Mons – Antwerp Giants......... 86:82 - Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig fyrir Antwert Giants og gaf tvær stoðsend- ingar á 24 mínútum. _ Antwerp Giants hafnaði í öðru sæti riðils- ins og er komið áfram í aðra umferð. NBA-deildin Brooklyn – Golden State.................... 99:117 Utah – Philadelphia............................ 120:85 LA Clippers – San Antonio................ 106:92 4"5'*2)0-# Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Þetta til- kynnti hann á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Ari Freyr, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð en hann lék sinn fyrsta A- landsleik árið 2009. Alls lék hann 83 A-landsleiki fyr- ir Ísland en hann var í lykilhlut- verki með liðinu á EM 2016 í Frakk- landi sem og á HM 2018 í Rússlandi. „Eftir 10 ár af ómetanlegum minningum er kominn tími á að gefa framtíðinni pláss,“ sagði Ari meðal annars á Twitter en hann er fjórði leikmaður karlalandsliðsins sem leggur skóna á hilluna á stutt- um tíma á eftir þeim Kára Árna- syni, Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni. Landsliðsskórnir á hilluna Morgunblaðið/Eggert Hættur Ari Freyr Skúlason er hættur að leika með íslenska karlalandsliðinu en alls lék hann 83 A-landsleiki fyrir Ísland á árunum 2009 til ársins 2021. Dregið var í 32-liða úrslit bikar- keppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarsins, í höf- uðstöðvum Handknattleiks- sambands Íslands, HSÍ, í Laug- ardal í gærmorgun. Aðeins verða leiknar þrjár viðureignir í 32-liða úrslitunum. Tveir úrvalsdeildarslagir og einn fyrstudeildarslagur munu fara fram en í Safamýri tekur Fram á móti ÍBV. Þá heimsækir Afturelding lið Stjörnunnar í Garðabæ og þá mætast Hörður og Fjölnir á Ísafirði. 32-liða úrslitin verða leikin 12. og 13. desember. Liðin sem sitja hjá í þessari umferð eru Valur, Haukar, FH og Selfoss ásamt níu síðustu liðunum sem voru dregin upp úr pottinum í gærmorgun en það eru Þór frá Akureyri, HK, ÍR, Víkingur úr Reykjavík, ÍBV 2, Grótta, Vængir Júpiters, KA og Kórdrengir. Valsmenn eru ríkjandi bikar- meistarar og hafa oftast unnið keppnina eða ellefu sinnum. Haukar koma þar á eftir með sjö sigra og Víkingur og FH hafa sex sinnum fagnað sigri í bik- arkeppninni. Tveir úrvalsdeildarslagir í 32-liða úrslitum bikarsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Safamýri Arnór Viðarsson og liðs- félagar hans heimsækja Framara. GOLF Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Hulda Bjarnadóttir verður sjálf- körin nýr forseti Golfsambands Ís- lands á Golfþingi 2021 sem fer fram á Fosshóteli í Reykjavík dag- ana 19. og 20. nóvember. Hulda hefur setið í stjórn GSÍ undanfarin fjögur ár og er því flestum hnútum kunnug innan sambandsins. „Þetta er fyrst og fremst rosa- lega mikill heiður að fá að leiða sambandið. Svo er ég auðvitað full tilhlökkunar enda búin að sitja í stjórninni og þekki því verkefnin. Mig klæjar aðeins í fingurna að fá að halda áfram að vinna að því sem við höfum verið að gera og höfum verið að setja í gang. Ég er bara spennt og til í slaginn og líka auð- mjúk að fá að taka við svona emb- ætti fyrir hönd sambandsins og hreyfingarinnar. Það hljómar eins og klisja en maður er í alvöru svo- lítið auðmjúkur,“ sagði Hulda í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði stöðu íþróttarinnar gífurlega sterka um þessar mundir. „Við höfum aldrei verið sterkari sem hreyfing, golfið hefur aldrei verið vinsælla þannig að staðan er gríðarlega sterk. Það er allt saman mjög jákvætt. Þótt það sé verið að tala um að það skorti aðstöðu þá kemur það til af góðu. Klúbbarnir hafa verið að vinna gríðarlega markvisst og gott starf þegar kem- ur að því að byggja upp barna- og unglingastarf til dæmis. Auðvitað verður því mikil aukning inn í hreyfinguna. Það er svo margt jákvætt hægt að segja um hvernig staðan er í dag þar sem við höfum aldrei verið sterkari og aldrei stærri. Það er búin að vera allt að 80 prósent fjölgun iðkenda hjá sumum klúbb- um núna í Covid-árferðinu. Það hefur svo verið jöfn og þétt 11-12 prósenta fjölgun heilt yfir síðustu ár og við erum að stefna á eins prósents fjölgun líka næstu árin, sem er samkvæmt stefnu sam- bandsins til 2027. Við viljum ekkert gefa eftir. Flestir klúbbar standa frammi fyrir því að það sé gott ár- ferði, það er staðan.“ Áskorun að halda dampi Úr því að árferðið er þetta gott er farvegurinn þá ekki sérstaklega frjósamur þegar kemur að því að leggja grunn að því að Ísland eign- ist fleiri og betri kylfinga? „Jú og það náttúrulega verður til þess að maður vill líka vekja stjórnir klúbb- anna til meðvitundar um að nú er góðæri, nú er gott árferði og þá þurfum við líka að huga að nýliðun, að styðja við afrekskylfingana okk- ar sem munu halda nýliðuninni við og munu halda ímynd íþróttarinnar á lofti. Það er það sem við höfum verið heppin með líka. Það hefur verið gott árferði en það er líka af því að kylfingarnir okkar hafa staðið sig frábærlega á erlendri grundu. Þau eru í raun og veru okkar besta ímynd og vara. Umfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Við erum eig- inlega svolítið í toppi með mjög margt, ef ekki allt. Nú verður áskorunin í raun að halda áfram- haldandi dampi,“ sagði Hulda við Morgunblaðið. Nánar er rætt við Huldu á mbl.is/sport/golf í dag. Afrekskylfingarnir okkar besta ímynd og vara - Hulda nýr forseti GSÍ - Staðan aldrei verið betri - Mikil fjölgun iðkenda Ljósmynd/Styrmir Kári Forseti Hulda Bjarnadóttir tekur við forsetaembættinu um næstu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.