Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is HÚÐ SLÍPUN Árangursrík húðhreinsun Húðslípun er alhliða húðmeðferð sem vinnur á óhreinni húð, jafnar áferð og húðtón og gefur frísklegt yfirbragð. Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. • Vinnur burt unglingabólur • Hreinsar óhreina húð Í nýjustu skáldsögu sinni gerir Eiríkur Örn Norðdahl upp ný- liðna fortíð, bæði sanna og logna. Eiríkur gefur sjálfum sér engan afslátt í bókinni og gerir söguhetjuna jafnvel á köflum óvið- kunnanlega. Bókin er beitt samfélags- ádeila sem veltir upp spurningum um útilokun, skömm og smánun á tímum þar sem sumum reynist afar erfitt að troða öðr- um um tær. Saga Eiríks Arnar sjálfs, sem er viss um að heimsbyggðin öll sé enn að velta fyrir sér þeirri, reyndar tak- mörkuðu, hneykslun sem leikrit hans og síðar skáldsaga Hans Blær olli, er burðarstykkið í bókinni. Inn í hana fléttast svo saga sem Eiríkur er að vinna að um skáldaða landið Arbítreu og Felix Ibaka. Enn önnur bók tvinn- ast inn í þetta allt saman, Skrúð lauf- anna, bókin sem Felix Ibaka les og telur sig hafa skrifað. Felix, sem þarf að bera skömm sína í múrsteinum daglega, er eins og annað sjálf Eiríks eða spegilmynd hans. Leikritið, og síðar bókin, Hans Blær olli jafnvel hneykslun áður en það kom út en það fjallar um sam- nefnda aðalpersónu, Hans Blæ, trans manneskju sem er jafnframt kynsegin og „einhver hataðasta manneskja þjóðarinnar“, eins og Eiríkur Örn orð- aði það sjálfur í viðtali við Ríkis- útvarpið. Hans Blæ var augljóslega ætlað að hneyksla og gekk það eftir. Sögurnar þrjár sem tvinnast saman í Einlægum Önd eru býsna ólíkar þótt þær snúi að sama efni. Sagan um Ei- rík Örn er augljóslega sjálfs- ævisöguleg, sú af Felix Ibaka gerist í einhvers konar hliðarveruleika þar sem lögmálin eru önnur en í okkar heimi og Skrúð laufanna er meira eins og fræðirit. Í öllum sögunum er tekist á við sama umfjöllunarefnið; hvenær þarf maður að skammast sín og hvernig, hvenær er komið gott, hvenær má hinn smánaði snúa aftur, er hann þess verðugur að snúa nokk- urn tímann aftur? „Eða var það kannski alls ekki gjörðin sem fólki ofbauð heldur hann sjálfur? Hafði hann kallað skömm yfir sig? Eitt- hvað sem hann gæti aldrei bætt, held- ur væri nú alltaf hluti af honum?“ Spurningunum er ekki beinlínis svarað og þó að sagan sé skrifuð út frá sjónarhóli Eiríks leyfir hann öðr- um að setja ofan í við söguhetjuna. Röskva, kærasta Eiríks, er sterkur karakter í því samhengi, hún dregur bæði söguhetjuna og lesandann niður á jörðina, bendir á að heimurinn sé ekki að farast þótt einhverjum þyki Eiríkur hafa misstigið sig. Afhjúpandi Sögupersónan Eiríkur er marglaga persóna, mjög augljóslega breyskur maður, uppfullur af sjálfum sér og sí- hugsandi um eigin gjörðir og ágæti en samt er auðvelt að finna til sam- kenndar með honum. Aðrar persónur bókarinnar eru líka nokkuð trúverð- ugar þó að nemendur Eiríks, sem eiga stóran þátt í sögunni, séu á köfl- um örlítið flatar persónur. Það rímar þó ágætlega við það að lesandinn sér nemendurna út frá nokkuð takmörk- uðu sjónarhorni Eiríks sem er afar tortrygginn í garð nemenda sinna. Flétta fyrrnefndra þriggja sagna heppnast mjög vel, þótt Skrúð lauf- anna sé reyndar í leiðinlegri kant- inum – eins og hún á eflaust að vera, og tekst Eiríki auðveldlega að halda uppi eftirvæntingu lesandans. Einlægur Önd er einlæg, stundum sprenghlægileg saga þar sem höf- undur afhjúpar sjálfan sig, eða ein- hverja útgáfu af sjálfum sér, og tekst á við erfiðar spurningar sem eiga brýnt erindi við samtímann. Sögu- þráðurinn er spennandi þótt fram- vindan sé í hægari kantinum og per- sónurnar sannfærandi. Hvað meira þarf bók að vera? Morgunblaðið/Golli Skáldsaga Einlægur Örn bbbbm Eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál og menning, 2021. Innbundin, 280 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Skömm Eiríks Arnar Einlæg „Einlægur Önd er einlæg, stundum sprenghlægileg saga þar sem höfundur afhjúpar sjálfan sig, eða einhverja útgáfu af sjálfum sér, og tekst á við erfiðar spurningar sem eiga brýnt erindi við samtímann,“ skrifar rýnir. K olbeinsey eftir Bergsvein Birgisson er saga tveggja vina, sögumannsins og æskuvinar hans, sem saman leggja af stað í ferðalag á flótta undan hjúkrunarkonunni ógurlegu, sem þeir félagar uppnefna Maddam Hríslukvist. Vinurinn, sem er alltaf kallaður þunglyndi vin- urinn, hafði ver- ið vistaður á geðdeild en þeg- ar sögumað- urinn er settur í heimsóknar- bann ákveður hann að hjálpa vini sínum að strjúka af stofn- uninni. Upphefst þá ferðalag vítt og breitt um landið. Bergsveinn stígur hér inn í hefð ferðasagna, verka þar sem ákveð- inni framvindu er komið af stað með því að flytja persónur milli staða. Þessi ferðalög eru oftar en ekki táknmynd fyrir innra ferðalag eða kallast í það minnsta á við þann þroska sem persónan tekur út á þessari leið. Það á við um þetta verk, hér er það hið innra ferðalag sem allt snýst um. Ævintýri ferðalanganna eru ýkt og ótrúverðug sem gefur til kynna að ferðalagið gerist frekar innra með sögumanni en í raunheimi. Verkið fetar þannig stíg á mörkum ímyndunar og veruleika og þegar þeir tveir heimar mætast vaknar verkið til lífsins. Samspil þessara þriggja persóna, sögumannsins, vinarins og hjúkr- unarkonunnar, er það sem gerir verkið áhugavert. Hvert þeirra virð- ist fulltrúi ákveðins hluta sjálfs- myndarinnar sem gerir átökin þeirra á milli athyglisverð. Lesi maður verkið með þetta í huga opn- ar það á ýmsar túlkunarleiðir. Í átökum þessara persóna er afar mikið um líkamlegt ofbeldi, sem er líklega ætlað að vera birtingarmynd innri átaka, á afar gróteskan hátt. Það er einn helsti gallinn við þessa bók hversu mjög manni stend- ur á sama um persónur bókarinnar og þar með verður erfitt að halda einbeitingu og fyllast forvitni um sögulok. Hefði maður hrifist með þessum persónum, og viljað standa með þeim, hefði verkið verið mun áhrifaríkara. Þótt hugmyndin að verkinu sé ágæt er ekki þar með sagt að lestrarupplifunin sé endilega góð. Það eru ef til vill einhverjir sem ná betri tengingu við frásagnarmátann en það átti ekki við um mig. Framan af leiddist mér en svo fór að birta til þegar líða fór á. Hjúkrunarkonan spyr sögumann- inn þegar um þrír fjórðu verksins eru búnir: „Hvar er sagan í þessu hér? Hvar er afþreyingin?“ Svo höf- undur virðist að einhverju leyti með- vitaður um þau áhrif sem verkið hef- ur á lesandann og stendur með því vali. En það er því miður ekki nóg að verkið gangi upp undir lok þess, það verður að halda athygli manns þang- að til og ég er ekki viss um að það takist hér. Sagan á ágæta spretti hér og þar, það er til dæmis áhrifarík sena þar sem trúbador er fenginn til þess að spila í veislu en er tekið afar illa. Það er eitt af fyrstu atriðunum sem varpa ljósi á umfjöllunarefni verks- ins og gerir lestur þess auðveldari og hugmyndir þess skiljanlegri. Þetta er óvenjuleg leið til þess að nálgast umræðuna um geðræn vandamál og því ber auðvitað að fagna að sú umræða fái pláss í skáld- skap samtímans en ég er ekki sann- færð um að úrvinnslan í þessu verki sé nógu vel heppnuð til þess að skila til lesandans þeim áhugaverðu blæ- brigðum sem tilraun var gerð til að miðla. Konseptið er ágætt en fram- kvæmdin ekki fullnægjandi. Þá hefði verkið haft gagn af ein- um prófarkalestri til, sérstaklega vegna þeirra undarlegu línuskipt- inga sem finna má á nokkrum stöð- um og eru truflandi þótt sumar veki vissulega ákveðna kátínu. Kolbeinsey ætla ég að útnefna ólíkindatól jólabókaflóðsins, það er kynlegur kvistur sem er ekki allur þar sem hann er séður. Bergsveinn hefur löngu sannað að hann er snjall höfundur en að þessu sinni tókst mér ekki að sjá snilldina í verkinu, nema kannski þegar það var löngu orðið of seint. Ljósmynd/Gulla Yngva Höfundurinn „Kolbeinsey ætla ég að útnefna ólíkindatól jólabókaflóðsins, það er kynlegur kvistur sem er ekki allur þar sem hann er séður,“ segir gagnrýnandi um nýjustu skáldsögu Bergsveins Birgissonar. Skáldsaga Kolbeinsey bbbnn Eftir Bergsvein Birgisson. Bjartur, 2021. Innbundin, 208 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Gróteskur eltinga- leikur um óræð lönd sálarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.