Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 G rasasnar heiðra hér John Prine, meistara amer- ískrar þjóðlagatónlistar, og þeim tekst bara prýði- lega til. Það verður seint sagt að hér séu Grasasnar að bjóða upp á eitt- hvað framúrstefnulegt eða spenn- andi. Þrátt fyrir það er platan bara góð og umfram allt er hún það sem hún á að vera – óður til Johns Prines, með heið- arlegu íslensku sveitaívafi. Mörg lögin á plötunni eru nokkuð vel útsett og þýðing texta Prines ágætlega frá- gengin. Á öðrum stöðum eru text- arnir þó hálfbeyglaðir inn í form þeirra laga sem þeir eru sungnir við svo úr verður ófullnægjandi bjögun á sígildum slögurum Prines. Steinari Berg tekst þó að halda sama yf- irbragði yfir textunum og Prine ger- ir sjálfur með sinni upprunalegu smíð. Þannig skýtur enginn texti skökku við með tilliti til áferðarlegra sjónarmiða og textasmíð Steinars er öll samhangandi. Það læðist jafnvel að mér sá grunur að íslensk tunga sé ekki hentug til þýðingar á sumum lögunum og því verður hrynjandin í nokkrum textum hálfkjánaleg og því ekki við Steinar sjálfan að sakast. Stundum voru textarnir nefnilega leiðinlega fyrirsjáanlegir og skildu ekki mikið eftir sig, en á öðrum stöð- um voru þeir hnyttnir og hittu beint í mark. Tónlistin og hljóðfæraleikurinn heldur sér þó í gegnum alla plötuna og söngur Steinars, sem er í senn tregafullur og þroskaður, er sann- færandi og rímar vel við viðfangsefni flestra laganna. Það skín í gegn að Grasasnar hafa John Prine í miklum hávegum og það verður ekki annað sagt en að þessi óður þeirra til hans heppnist vel. Platan hefur enda verið lengi í smíðum, eins og segir á facebooksíðu sveitarinnar, eða alveg síðan árið 2015. Upphaflega var gert ráð fyrir að platan kæmi út 2016 á sjötugs- afmæli Prines. Plötusmíðin dróst þó til ársins í ár og kom platan út á 75 ára afmælisdegi Prines, sem þá var tiltölulega nýlátinn úr Covid-19. Og verkefnið er metnaðarfullt. Bæði var gefin út plata á íslensku og ensku og má nálgast þá síðari á streymis- veitum en hin fyrrnefnda var gefin út á vínil. Til viðbótar við það voru gerð myndbönd við nokkur laganna, sem eru ágæt en fyrst og fremst heiðar- leg. Það er kannski það helsta sem Steinar Berg og félagar skilja eftir sig: Þetta er plata til heiðurs manni, gerð fyrir aðdáendur þess sama manns. Platan er því hjartnæm og falleg heiðursplata sem á ekkert að vera annað en bara konfekt fyrir þá sem fíla Prine og rólega þjóðlaga- tónlist almennt. Ljósmynd/ Ruzena Bendova Grasasnar Félagarnir Sigurþór Kristjánsson, Halldór Hólm Kristjánsson, Steinar Berg Ísleifsson og Sigurður Bachmann syngja John Prine til heiðurs. Falleg og hjart- næm heiðursplata Sveitapopp Prine bbbmn Breiðskífa Grasasna Grasasnar eru Sigurþór Kristjánsson, trommur, söngur; Halldór Hólm Krist- jánsson, bassi, söngur; Steinar Berg Ís- leifsson, söngur, kassagítar; og Sig- urður Bachmann, raf- og kassagítar. Lög og textar eftir John Prine í íslenskri þýðingu Steinars Berg og Bjartmars Hannessonar. Fossatún ehf. gefur út, 2021. ODDUR ÞÓRÐARSON TÓNLIST Rómað einkasafn samtímamynd- listar var selt á uppboði hjá Sothe- by’s í vikunni fyrir 89 milljarða króna og var þar greitt metfé fyrir verk eftir nokkra þekkta listamenn 20. aldar og samtímalistamenn. Um var að ræða fyrra uppboðið á safni sem fyrrverandi hjón, Harry og Linda Macklowe komu sér upp á nær hálfri öld en er nú selt að kröfu dómara sem var falið að leysa úr hatrammri skilnaðardeilu þeirra. 35 verk voru boðin upp að þessu sinni og voru öll seld fyrir þetta háa verð sem menningarblaðamenn vestra segja til marks um sterka stöðu og kaupvilja ríkustu safn- aranna. Stór hluti verkanna var seldur söfnurum í Asíu. Listfræðingar segja gæði Mack- lowe-safnins einstakt og öll hefðu verkin sómt sé vel í virtustu lista- söfnum. Meðal þeirra sem vöktu mesta athygli má nefna skúlptúr eftir Alberto Giacometti frá 1964, „Nefið“, sem var slegið hæstbjóð- anda á 78,4 milljónir dala, 10,3 milljarða króna. Stórt málverk eftir Mark Rothko, „No. 7“ frá 1951, var selt á um 82 milljónir dala (um 10,8 milljarða kr.), sem er næsthæsta verk sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Rothko, og 61 milljón dala, um 8 milljarðar kr., var greidd fyrir málverkið „Number 17, 1951“ eftir Jackson Poolock og hefur aldrei verið greitt hærra verð fyrir verk eftir hann. Þá voru greiddar 17,7 milljónir dala, um 2,3 milljarðar kr. fyrir málverkið „Un- titled #44“ eftir Agnesi Martin, sem er einnig hæsta verð sem greitt hef- ur verið fyrir verk eftir hana. Grimmt var tekist á um mál- verkið „Strong Light“ eftir Philip Guston – lokaverð þess var 24,4 milljónir dala, 3,2 milljarðar kr. – og silkiþrykksverkið „Nine Mari- lyns“ eftir Andy Warhol – sem var selt fyrir 47,3 milljónir dala, 6,3 milljarða kr. AFP Hamarshögg Stjórnandi uppboðs Sotheby’s tekur hér við boði í málverkið „Strong Light“ eftir Philip Guston sem var selt fyrir 3,2 milljarða kr. Gæðaverk fyrir 89 milljarða Monroe „Nine Marilyns“, silkiþrykksverk eftir Andy Warhol, var slegið hæstbjóðanda fyrir 6,3 milljarða kr. Verðmætt „Nefið“, bronsverk eftir svissneska mynd- höggvarann Giacometti, var selt fyrir 10,3 milljarða kr. Einkasýning Unnar Andreu Ein- arsdóttur, Ontolica, verður opnuð í galleríinu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi á morgun kl. 17 og mun Unnur flytja gjörning við opnunina kl. 17.20 og 18.20. Ontolica er víd- eó- og hljóðinnsetning ásamt gjörn- ingi og var verkið upphaflega sýnt í Gallery Blunk í Noregi í fyrra. „Titill sýningarinnar Ontolica vísar í hugtakið ontoligy sem nefn- ist á íslensku verufræði sem er grein innan frumspekinnar sem leitast við að rannsaka veruleikann. Það má líta á verk Unnar Andreu sem tilraunir til að holdgera hið stafræna og með því varpar hún ljósi á efnislega tengingu sem er ómissandi í mannlegum sam- skiptum. Lífsreynsla okkar verður sífellt óefniskenndari þar sem upp- lifanir okkar fara í auknum mæli fram í gegnum stafræna miðla og þar með verður félagslegur- og pólitískur veruleiki sífellt afstæð- ari. Unnur skoðar í verkum sínum hvernig starfæni samtíminn er bæði kaótískur og ófyrirsjáanlegur og getur valdið því að einstaklingar aftengist raunsamfélagi og upplifi félagslega einangrun, en vert er að benda á að verkið var unnið fyrir fyrstu bylgju Covid,“ segir í til- kynningu. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Gissurardóttir. Sýnir Unnur Andrea Einarsdóttir. Titill sem vísar í verufræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.