Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sláandi munur er á þeim kjörum sem ríkið býður stóru orkufyrir- tækjunum og þeim sem byggja svo- kallaðar smávirkjanir. Í dæmi sem sýnt er í töflunni hér til hliðar er eigandi tæplega 10 megavatta smá- virkjunar að greiða jafn mikið fyrir vatnsréttindin eftir að hann hefur rekið virkjunina í 5 ár og Lands- virkjun greiðir fyrir réttindi Sig- ölduvirkjunar sem er 15 sinnum aflmeiri og getur afgreitt 14 sinn- um meiri raforku. Útreikningar á hlutfalli leigu af rekstrartekjum sýna sömuleiðis að Landsvirkjun greiðir að jafnaði 0,39% af tekjum virkjana sinna á meðan eigandi smávirkjunar greiðir 3-10% af sín- um tekjum. Fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga eru ráðandi í orkuöflun í landinu. Aðeins HS orka nær inn í þann klúbb. Raunar eru einkafyrirtæki að kveða sér hljóðs með byggingu lítilla virkjana virkjana. Þar hefur HS orka einnig séð tækifæri til vaxtar. Ríkið gengur harðast fram Við byggingu smávirkjana þarf að semja við eigendur vatnsrétt- inda og lands, ef sá sem virkjar hefur ekki umráð alls landsins. Oft þarf að semja við ríki og sveitar- félög. Fjármálaráðuneytið annast samningagerð, ef landið er ekki í þjóðlendu. Stofnendur smávirkjana sem nýta jarðeignir ríkisins fá allt aðrar kröfur um gjald fyrir afnot réttinda hjá fjármálaráðuneytinu en stóru virkjanafyrirtækin fá hjá forsæt- isráðuneytinu þegar samið er um að virkja á þjóðlendu. Kjörin sem Landsvirkjun og væntanlega önnur fyrirtæki sem virkja stórt fá hjá forsætisráðu- neytinu koma fram í grein hér til hliðar og meðfylgjandi töflu. Til samanburðar má geta þess að fram hefur komið opinberlega að Arctic Hydro, lítið virkjanafyrirtæki sem er að byggja sig upp, þarf að greiða 3% af brúttótekjum í upphafi til að fá leyfi til að byggja 9,9 MW Geit- dalsárvirkjun á Fljótsdalshéraði og leigan fer svo stighækkandi þar til gjaldið verður 10% eftir tíu ár frá gangsetningu. Skírnir Sigurbjörns- son, framkvæmdastjóri Arctic Hydro, staðfestir þessar tölur. Að- spurður segir hann að sveitarfélag- ið hafi verið tilbúið til að leigja réttindin fyrir 2,5% af tekjum í upphafi en ríkið geri kröfu um 3% og þannig muni samningurinn verða. Skírnir upplifir umhverfið þannig að ríkið gangi einna harðast fram við stofnendur smávirkjana og seg- ir að fróðlegt sé að bera afstöðu þess nú saman við afstöðu ríkisins þegar deilt var um greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar. Vísar hann til þess að ríkið var stór landeigandi og jafnframt eigandi Landsvirkjunar. Ríkið sat hjá sem landeigandi og lét aðra landeig- endur við Jökulsá sem ekki vildu una niðurstöðu matsnefndar um að fara með málið fyrir dómstóla. Ásbjörn Blöndal, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs HS orku, stað- festir sömuleiðis að ríkið eigi þátt í samningum á þessu verðbili. Fleiri stjórnendur í einkafyrirtækjum á orkumarkaði nefna svipaðar tölur. Fyrirmyndin að þeim kjörum sem smávirkjunum er boðið upp á er komin frá Noregi. Þar er sitt- hvort kerfið fyrir stærri virkjanir sem almennt er ekki á færi ein- staklinga að ráðast í, svokölluð hestaflaleið, og smávirkjanir þar sem leigugjald ræðst af tekjum fyr- ir orkusölu. Geir Arnar Marelsson, forstöðumaður lögfræðisviðs Landsvirkjunar, telur að endur- gjaldið sé í báðum tilvikum svipað og hér hefur þróast. Skekkir samkeppnisstöðu Viðmælendur úr þessum geira eru ekki reiðubúnir að tjá sig mikið um samninga ríkisins og Lands- virkjunar um leigugjald fyrir virkj- anir á Þjórsársvæðinu. Ásbjörn segist ekki hafa kynnt sér málið ít- arlega en ljóst sé að þegar aflið á bak við samninginn er skoðað, yfir 800 megavött í uppsettu afli, séu 90 milljónir á ári ekki stór fjárhæð. Smávirkjanir eru óhagkvæmari í byggingu og rekstri en stórvirkj- anir og leigugjald ríkisins eykur á þann mun. Ef ríkið tekur of lágt gjald fyrir vatnsréttindi í þjóð- lendum verður rekstrarkostnaður Landsvirkjunar lægri en hann ætti að vera og getur fyrirtækið því boðið betri kjör en aðrir. Lands- virkjun er vitaskuld heildsali dreifi- veitna og því ekki mikið í beinni samkeppni við einkarekin orkufyr- irtæki. Þó geta hagsmunir skarast þar sem Landsvirkjun er með beina samninga, til dæmis við gagnaver. Leigugreiðslur virkjana Samanburður á uppsettu afli og leigugreiðslum virkjana Greiðslur fyrir vatns- og landsréttindi reiknuð sem hlutfall af tekjum 35 30 25 20 15 10 5 0 350 300 250 200 150 100 50 0 9,9 9,9 9,9 MW M.kr. Virkjanir Landsvirkjunar, uppsett afl (MW) Smávirkjun, uppsett afl (MW) Leigugreiðsla (milljónir kr. á ári) 9,9 MW smávirkjun einkafyrirtækis Áætluð orkugeta: 70 GWh/ári Áætlaðar rekstrartekjur: 315 m.kr./ári Orkugeta GWh/ári Búrfell – stækkun* 715 Sultartangavirkjun 1.034 Hrauneyjafossvirkjun 1.366 Sigölduvirkjun 979 Búðarhálsvirkjun 688 Vatnsfellsvirkjun 396 Samtals 5.178 83,7 milljónir kr. Þar af vatnsréttindi 72,0m.kr. og landsréttindi 11,7m.kr. Orkugeta GWh/ári Leigugreiðsla á ári, milljónir kr. Rekstrartekjur, milljónir kr. Leiga sem hlut- fall af tekjum Virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsársvæði 5.178 83,7 21.600 0,39% 9,9 MW smávirkjun einkafyrirtækis 70 9,5 til 31,5 315 3 til 10% 6,1 9,5 10,0 10,7 15,7 15,7 19,6 21,4 31,5 90 160 95 150 125 210 Vatnsfells- virkjun Smávirkjun fyrstu fimm árin Stækkun Búrfells* Búðarháls- virkjun Smávirkjun eftir 5 ár Sigölduvirkjun Sultartanga- virkjun Hrauneyjafoss- virkjun Smávirkjun eftir 30 ár Virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsársvæði Landsvirkjun greiðir árlega** *Umfram 210 MW**Fjárhæðir leigugjalds Landsvirkjunar miðast við verðlag í janúar 2019. Heimild: Samningur ríkis og Landsvirkjunar Sama gjald fyrir smávirkjun og greitt er fyrir Sigölduvirkjun - Ríkið er sagt ganga harðar fram í samningum um vatnsréttindi smávirkjana en stórra virkjana Morgunblaðið/Hari Einkaframtak HS orka byggði Brúarvirkjun sem er 9,9 MW rennslisvirkjun í eftir hluta Tungufljóts í Biskupstungum í samvinnu við bóndann á Brú sem er aðaleigandi landsins. Einnig þurfti að semja við ríkisstofnunina Skógrækt ríkisins sem á hluta landsins. Virkjunin var gangsett á síðasta ári. Vatnsréttindi virkjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.